Alþýðublaðið - 19.11.1988, Síða 15

Alþýðublaðið - 19.11.1988, Síða 15
Laugardagur 19. nóvember 1988 15 NÝTT OG ALÍSLENSKT GREIÐSLUKORT. Samkort er nýtt alíslenskt greiðslukort. Það er ódýr- ara en hin alþjóðlegu greiðslukort sem hér hafa tíðkast. Stofngjaldið er lægra, sömu sögu er að segja um árgjaldið og auk þess greiða menn ekkert útskriftar- gjald hjá Samkorti og ekkert tryggingar- gjald þegar þeir hefja við- skipti. Samkort mun gilda á flestum sviðum viðskipta og þjónustu innanlands. Það gildir í öllum verslunum samvinnu- hreyfingarinnar og flestum fyrirtækj- um í eigu samvinnumanna. Auk þess velur Samkort fyrirtæki til viðskipta og korthafar munu njóta ýmissa fríðinda sem um semst vegna viðskipta við þau. Bæklingar liggja frammi í verslunum Sam- vinnuhreyfingarinnar ogí öllum afgreiðslum Samvinnubankans, Samvinnutrygginga og Samvinnuferða/Landsýnar. Auk þess má snúa sér beint til skrifstofu Samkorts hf. Samkort Ármúla 3 - 108 fíeykjavík - Sími 91-680988 Samkort <? O * C C býður upp á ^ tvö greiðslutímabil. Auk hins hefðbundna tímabils með gjalddaga um mánaðamót bjóðum við fólki úttektartímabil frá fyrsta hvers mánaðar til síðasta dags hans og eindaga greiðslu 17. næsta mánaðar. Þetta er sérlega hentugt fyr- ir þá sem eru á vikukaupi, fá laun sín greidd um miðjan mánuð eða vilja dreifa greiðslum á mánuðinn. Samkort krefst þess ekki af korthöfum að þeir undirriti óútfyllta víxla í upphafi til tryggingar viðskiptunum. Við viljum byggja samskipti okkar og korthafa á gagnkvæmu trausti. Þess vegna leggja korthafar inn tryggingarvíxla með tiltekinni upphæð við upphaf viðskipta og víxilupp- hæðin er miðuð við þrefalda úttektarheimild. Kynningarþjónustan/SlA

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.