Alþýðublaðið - 19.11.1988, Side 20

Alþýðublaðið - 19.11.1988, Side 20
20 Laugardagur 19. nóvember 1988 AUSTURLAND Guðmundur Einarsson, framkvœmdastjóri Alþýðuflokksins skrifar ERIIM VID VIRKILEGA RÚIN AÐ VERA? „Spurningin er hvor kosturinn er betri? Sá að erlendu bankarnir taki mark á Steingrími Hermannssyni, herði að okkur og hœkki vextina, eða sá, að það komi í Ijós að lánstraust okkar haldist óbreytt, því útlendingar taki ekkert mark á forsœtisráðherra þjóðarinnar. Forsætisráöherra hefur lýst því aö viö stefnum nán- ast í þjóðargjaldþrot. Maður haföi að vísu upplýsingar um aö kjörin færu versnandi, en þessi lýsing leiðtogans er ekki björgulegur baggi að bera inn í veturinn. Þegar for- sætisráðherrann hefur talað á þennan hátt hlýtur þess að vera krafist að hann setji i fyrsta lagi fram skilgreiningu og rök fyrir þessari framsetn- ingu og að hann í öðru lagi segi mönnum nánar hvaða tillögur hann leggi fram til að forða heilli þjóð frá hlutskipti bónbjargarmannsins. Þegar stjórnmálamenn nota sterk- ustu lýsingarorðin verður fólk að geta trúað því að hástigs- ins sé þörf. Ef þjóðinni er sagt I dag að hún sé að fara á hausinn, þá væntir hún upplýsinga og einhverra ráða á morgun. Ef svo er hins vegar komið að öllum er sama þótt forsætis- ráðherrann lýsi hættu á gjaldþroti þjóðar sinnar, þá ætti forsætisráöherrann að fara að hugsa sinn gang. Þá er hann ekki lengur sá, sem þjóöin í raun treystir best, þótt nafn hans liggi henni laust á tungu, þegar síma- menn Skáíss slá á þráðinn. Yfirlýsingar af þessu tagi í SMJÖRDEIGI MEÐ HINDBERJASULTU INNBAKAÐUR Spennandi nýjung fyrir ostkerana. Beint úr frysti í heitan ofninn. f>ú getur galdrað fram veislu hvenær sem þér dettur í hug, ef þú lumar á þessum pakka í frystinum. Pað tekur aðeins um 20 mín. frá því hugmyndin fæðist þar til hún verður að veruleika. Innbakaður Dala Brie-tilbúin smáveisla fyrir fjóra eða fjórar smáveislur fyrir einn. hljóta að berast til útlanda. Ef þær berast ekki til út- landa, þá eru innlendir frétta- menn hættir að taka mark á forsætisráðherra sínum. Lánardrottnum okkar er- lendis hlýtur að berast þessi vetrarboðskapur Steingríms Hermannssonar. Þeir slá trú- lega upp fundi og fara einu sinni enn yfir stöðuna og lánstraust íslendinga. Spurn- ingin er hvort þeir segja llka: Æ, þetta er bara hann Stein- grlmur. Það er þessari ríkisstjórn mikilvægt að leggjast ekki í bölsýni, þvl fólkið í landinu horfir til hennar eftir upp- örvun og úrræðum. Það eru einnig dýrmætir hagsmunir fólksins að forystumaður stjórnarinnar spilli ekki áliti þjóðarinnar á erlendum vett- vangi. Eftir situr almúginn og veltir fyrir sér: Hvor kosturinn er betri? Sá, að erlendu bankarnir taki mark á Steingrími Her- mannssyni, herði að okkur og hækki vextina, eða sá, að það komi í Ijós að lánstraust okkar haldist óbreytt, því út- lendingar taki ekkert mark á forsætisráðherra íslensku þjóðarinnar. Maðurinn er myndavéi Bókaútgáfan Forlagið hef- ur sent frá sér nýtt sagnasafn eftirGuðberg Bergsson sem nefnist Maðurinn er mynda- vél. Safnið hefur að geyma þrettán smásögur — mann- lífsmyndir sem skáldið hefur safnað með tólum sínum og tækjum, minnugur þess sannleika sem hann leggur einum af sögumönnum sln- um ( munn — að minnið er næmara en nokkur filma, þvl það er gætt tilfinningu. I frétt frá Forlaginu segir m.a.: „Hér blandast myndir og minningarbrot bernskunn- ar sýn skáldsins á íslenskan samtlma, tlma tilfinninga- doða og upplausnar, þar sem sjálfsvirðingin er létt fundin og lltils metin. Fá skáld eru Guðbergi Bergssyni snjallari I þeirri list að varpa nýju og óvæntu Ijósi á veruleikann. „Augun geta horft á fjárlæg- ar stjörnur, en er meinað að gægjast yfir nefið og sjá það sem þeim er næst,“ segir á einum stað I bókinni. Sögur Guðbergs eru þörf áminning til þeirrar þjóöar sem leitar langt yfir skammt og reynist ófær um að koma-auga á ævintýrið hið næsta sér,“ segir að lokum I frét\frá út- gáfunni. Maðurinn er myndavél er 133 bls. Prentsmiðjan Oddi hf. prentaði. Guðrún Rágnars- dóttir hannaöi kápu.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.