Alþýðublaðið - 19.11.1988, Blaðsíða 22
22
Laugardagur 19. nóvember 1988
FRÉTTASKÝRING
Ómar Friðriksson
skrifar
Ríkismat sjávarafurða
gerir gæðaúttekt á fiskvinnslunni
FRYSTIHÚSIN BÆTA SIG
Fiskvinnslan í landinu er
til fyrirmyndar — með undan-
tekningum þó. Greining á
ástandi hreinlætis og búnað-
armála fiskvinnslunnar sem
Ríkismat sjávarafurða stóð
fyrir á þessu ári sýnir að
rækjuvinnslan kemur hvað
best út þegar á heildina er
litið. Af rækjuvinnslustöðv-
um voru 72% í lagi eða til
fyrirmyndar hvað þessa þætti
varðar og 56% frystihúsa
voru einnig flokkuð i lagi eða
til fyrirmyndar. Saltfisk-
vinnsluhús standa aftur á
móti öllu lakar hvað þetta
varðar. 33% þeirra 212
vinnsluhúsa sem skoöuð
voru töldust í lagi eða til
fyrirmyndar hvað hreinlæti
og búnað varðar.
Þessar niöurstöður er að
finna í glænýrri skýrslu Rikis-
matsins sem sýnir nú í fyrsta
skipti úttekt á öilum helstu
vinnslugreinum sjávarútvegs-
ins. Gæðamál í fiskvinnslu
eru að sjálfsögðu gífurlega
mikilvægt atriði í sjávarút-
vegi því sé umhverfi og hrein-
læti matvælaframleiðslunnar
á háu gæðastigi verður ger-
legt að framleiða þá gæða-
vöru sem nauðsynlegt er að
bjóða á erlendum mörkuðum.
Það er spurning um milljarða
kr. í auknu útflutningsverð-
mæti þegar reynt er að auka
aðgerðir í gæðamálum og
bæta gæðastjórnun.
VIÐURKENNING FYRIR
GÆÐAMÁL
Hér er á ferðinni önnur
skýrslan sem Ríkismat sjáv-
arafurða gefur út með grein-
ingu á ástandi hreinlætis og
búnaðar í fiskvinnslunni. í
fyrri skýrslunni sem kom út
fyrir ári var eingöngu greint
frá ástandi hraðfrystihúsa en
nú er bætt við rækju- og salt-
fiskvinnslum.
Niðurstöður úttektarinnar
á síðasta ári voru notaðar til
að hvetja til úrbóta og er
sagt að það hafi gefist allvel.
í formála nýju skýrslunnar
segir Halldór Árnason, fisk-
matsstjóri Ríkismatsins, að
mikilvægasta hvatningin hafi
komið frá sjávarútvegsráð-
herra þegar hann veitti nokkr-
um fiskvinnslustöðvum viður-
kenningu á ráðstefnu um
gæðamál í mars s.l. „Engu að
síður þurfti Ríkismatið að
beita þvl valdi gagnvart
nokkrum fiskvinnslustöðvum
sem stofnuninni er falið skv.
lögum. í þeim tilfellum var
ástand hreinlætis og búnað-
armála óviðunandi. Þessár
aðgerðir fóru hljótt og er það
vel. Einkum var það vegna
þess að viðkomandi fisk-
vinnslur lögðu áherslu á aö
svo væri. Þetta sýnir að þrátt
fyrir að forráðamenn þeirra
hafi viljað láta á það reyna
hversu langt þeir gætu geng-
ið, hafa þeir skilið að það
væri þeim ekki til vegsemdar
að gera opinberan ágreining
um mál af þessu tagi,“ segir
Halldór.
RÆKJUVINNSLURNAR
KOMA BEST ÚT
í þessari nýjustu könnun
Ríkismatsins sem hófst 6.
júní og stóð til 29. okt. voru
tekin út alls 347 fyrirtæki, þar
af 106 frystihús, 29 rækju-
vinnslur og 212 saltfisk-
vinnslur. Hvert hús var grand-
skoðað og niðurstöður skráð-
ar á eyðublað í samræmi við
reglugerð um búnað og
hreinlæti í fiskvinnslustöðv-
um.
FRYSTIHÚS. Heildareink-
unn frystihúsa sýnir að í
43,3% tilfella er ástandi
þeirra ábótavant og er það
alvarlegt umhugsunarefni
fyrir frystihúsamenn. Hins
vegar hefur ástandið þó
greinilega batnað frá síðasta
ári.
Umhverfi lang flestra
frystihúsa er í lagi eða til
fyrirmyndar. Aðeinsí 1,9% til-
fella er frágangi holræsa
ábótavant. ástandi gólfs,
veggja, lofts, Ijósa og lagna í
snyrti- og pökkunarsal er
ábótavant í rúmlega 20% til-
fella. Búnaður með gerileyð-
andi efni á hendur og hanska
fær einkunnina ábótavant
eða slæmt í 19% tilvika en
frágangur frystitækja i tækja-
klefa er í lagi eða til fyrir-
myndar í yfir 90% tilvika. Aft-
ur á móti fær ástand og bún-
aður frystiklefa einkunina
ábótavant 44,2% tilvika og
slæmt í 3,9% tilvika. ísvél og
isgeymsla er talið óhætt i
7,6% tilfella. Yfirleitt er
ástand salerna starfsfólks í
lagi eða til fyrirmyndar.
Hreinlætisaðgerða er ábóta-
vant í 12% tilfella en hrein-
lætis- og hollustuhættir
starfsfólks er í lagi eða til
fyrirmyndar í nær öllum til-
fellum.
RÆKJUVINNSLUR. Um-
hverfi rækjuvinnslustöðva er
ábótavant i 10,3% tilvikaog
frágangur holræsa er í lagi
eða til fyrirmyndar í öllum til-
fellum.
Hjá rækjuvinnslustöðvun-
um er ástandið einna verst
hvað varðar búnað frystiklefa
sem er ábótavant í 41,7% til-
vika. í hráefnismóttöku er
gólf, veggir, loft, Ijós og lagn-
ir ábótavant í 37,9% tilvika.
Varmagjafar og loftræstibún-
aður er í flestum tilvikum til
mestu fyrirmyndar og í öllum
vi nnslustöövunum er búnaö-
ur, áhöld og tæki í besta lagi.
Meindýra- og skordýravörnum
er ábótavant í 10,7% tilfella
og aðstöðu til þrifa og
geymslu á kössum og ílátum
er ábótavant í 10,3% tilfella.
Yfirleitt er þó ástand þessara
mála í góðu lagi hjá rækju-
vinnslustöövum eins og fyrr
segir og úrbóta fremur þörf í
frystihúsum og saltfiskverk-
uninni.
SALTFISKVINNSLUR. Þær
fá lakasta heildareinkunn
Ríkismatsins og er ástandi
þeirra ábótavant í 61,3% til-
vika. Umhverfi þeirra er
ábótavant i 35,4% tilvika og í
meirihluta þessara stöðva er
ástand gólfs, veggja, lofts
o.s.frv. í móttöku og vinnslu-
sölum ábótavant eða hrein-
lega slæmt.
Handlaug og búnaður fyrir
drykkjarvatn fær einkunnirn-
ar ábótavant, slæmt eða
óhæft í 76% tilvika. Ástandi
vinnsluvatns er ábótavant í
60% tilvika og slæmt í 1,5%
tilvika. Flutningar inanhúss
og utan eru yfirleitt í góðu
lagi en meindýra- og skor-
dýravarnir eru í ólagi i flest-
um stöðvum en í nær 100%
tilvika er ekkert athugavert
við hreinlætis- og hollustu-
hætti starfsfólks.
Nýjannrc" léttjógúrtin er
kjörin til uppbyggingar 1
heilsuræktinni þinni, hvort
sem þú gengur, hleypur,
syndir eða styrkir þig á
annan hátt. Svo léttir hún
þér línudansinn án þess
að létta heimilispyngjuna
svo nokkru nemi því hún
kostar aðeins kr. 32.*
Allir vilja tönnunum vel.
í nýjuTnr léttjógúrtinni er
notað NutraSweet 1 stað
sykurs sem gerir hana að
mjög æskilegri fæðu með
tilliti til tannverndar. Hjá
sumum kemur hún í stað
sælgætis.
Allar tegundirnar af nnr
léttjógúrtinni eru komnar í
nýjan búning, óbrothætta
bikara með hæfilegum
skammti fyrir einn.
Leiðbeinandi verð.
iNutraSweet
’ mm SWE£T£N£A
Tnr
Léttjógúrt
Framleidd í Mjólkurbúi Flóamanna