Alþýðublaðið - 19.11.1988, Side 27

Alþýðublaðið - 19.11.1988, Side 27
, ^„Laugardagur,19. nóvembar 1988 27 FLOKKSÞING ALÞYÐUFLOKKSINS Rannveig Guðmundsdóttir ..ÞINGIÐ SNÝST UM ÁHERSLUR FLOKKSINS“ „Mér finnst aö þetta flokksþing hljóti aö snúast um áherslur Alþýöuflokksins, og að koma til skila þeirri fé- lagshyggju sem hann stend- ur fyrir, og þeim umbótamál- um sem hann vill berjast fyrir,“ sagöi Rannveig Guö- mundsdóttir aöstoöarmaöur félagsmálaráðherra í samtali við Alþýðublaðið í gær. „Þaö er sá þáttur hjá flokknum sem á liðnu ári í • stjórnartíð Þorsteins fór halloka í þeirri ímynd sem þjóðin fékk af þeirri rikis- stjórn og hlut flokksins. Hann var kannski í vor- hreingerningunni allan tím- ~ ann,“ sagði Rannveig. Rann- veig taldi stöðu flokksins geta verið góða, staðan væri sterk í Alþýðuflokknum og því sem jafnaðarstefnan stendur fyrir. „Hún hefur kannski aldrei fyrr átt jafn mikið erindi til þjóðarinnar og fjölskyldnanna í landinu eins og núna,“ sagði Rann- veig. Erlingur Kristensson „VIÐ ERUM Á UPPLEIÐ ‘ „Ég tel að flokkurinn hafi endurheimt þaö sem hann missti í samstarfinu viö íhaldiö, og sé enn aö því svona hægt og sígandi. For- maðurinn hefur sýnt þaö aö hann stendur fastur á sínu og stefnu flokksins. Viö erum á uppleiö, eftir aö hafa veriö á niðurleið,“ sagöi Erlingur Kristensson formaöur Al- þýðuflokksins í Hafnarfiröi. Erlingur taldi aö aðalmál flokksþingsins myndi snúast um stöðu Alþýðuflokksins í núverandi ríkisstjórn er Al- þýðublaðið náði tali af hon- um í gær. Birgir Árnason „SAMEINAÐUR JAFNAÐARFLOKKUR MEÐ STEFNU ALÞÝÐUFLOKKS4 „Ég er eindregið þeirrar skoðunar að jafnaöarmenn á íslandi eigi að vera í einum flokki. Eg er jafnframt þeirrar skoöunar aö sá jafnaðar- mannaflokkur hljóti aö fylgja stefnu sem fer mjög nærri stefnu Alþýðuflokksins. Hins- vegar myndi sá flokkur vænt- anlega hafa örlitið aðrar og jafnari áherslur á alla mála- flokka, en einskoröaöi sig ekki viö einstök mál eins og nú vill veröa hættan," sagöi Birgir Árnason formaður SUJ aðspurður um álit hans á sameiningu A-flokkanna. Birgir sagði að í sínum huga snerist þetta flokksþing um það hvernig jafnaðar- menn eigi að bua sig undir að taka á þeim efnahags- vanda sem við blasir, en jafn- framt að halda áfram þvi umbótaverki sem þeir hafa staðið fyrir að undanförnu. í öðru lagi snerist það um nýj- ar áherslur í stefnu flokksins, og loks yrði væntanlega mik- ið rætt. um samstarf við aðra flokka. „Málefnaleg staða flokksins er góð eins og hún hefur verið. Það er nokkuð óljóst hvað þau umskipti sem orðið hafa á högum flokksins á undanförnum árum hafa haft á fylgi hans. Hinsvegar er ég sannfærður um að þeg- ar fram í sækir muni það auk- ast og styrkjast, eflast og dafna,“ sagði Birgir að lok- um. Sigurður E. Guðmundsson ..TÍMAMÓTAÞING" „Eg tel aö flokksþingið komi saman á mjög miklum tímamótum, og það verði aö fjalla um þjóðmálin af mjög mikilli alvöru því aö það sem af er kjörtímabilinu hafi Al- þýöuflokksmenn oröiö fyrir verulegum vonbrigöum og fyrir hendi er mikil tvísýna i efnahags- og stjórnmálum. Þess vegna dugir hvorki glaumur né glys heldur alvöruþrungin meðferð mála á þessu þingi því að það verður ekki létt verk aö stýra þjóðarskútunni út úr þeim ólgusjó sem hún er komin i. Þetta er því timamótaþing, og takist þingstörfin vel get- ur þaö oröið eitt hiö mikil- vægasta í sögu flokksins á seinni tímum,“ sagði Sigurð- ur E. Guðmundsson fyrrv. borgarfulltrúi Alþýðuflokks- ins í samtali við Alþýöublað- ið i gær. Aðspuröur um stöðu Al- þýðuflokksins sagði Sigurður að hann teldi flokkinn ennþá njóta svipaðs trausts meðal almennings og fram kom i síðustu þingkosningum, en kvaðst jafnframt vera viss um að ætlast væri mjög mikils af honum, eins og af hinum stjórnarflokkunum. Ef að þeir dygðu ekki vel í þessu stjórn- arsamstarfi, þá fengju þeir örugglega ráðningu í næstu þingkosningum. „Ég er einn af þeim sem hefur alla tíð dreymt um öfluga, lýðsræðis- lega sinnaða jafnaðarmanna- hreyfingu í nánum tengslum við launþegasamtökin, og auðvitað hlýtur framtíðin að bera þetta í skauti sér. En þeir sem nú eru í forystu A- flokkanna mættu minnast þess að fyrir ekki svo mörg- um árum síðan bentu þeir meðál annarra réttilega á það, að flokkarnir verða tæp- ast sameinaðir ofan frá. Þeir töldu þá að slíkt og þvílíkt yrði að gerast fyrst meðal grasrótarinnar, og ég held að það sé mjög mikið til í því. Ég held að flokkarnir verði ekki sameinaðir með hand- afli, það er af.og frá. Ég held að það verði að vera fyrir hendi gagnkvæmur vilji flokksfólksins ofan frá og niður í grasrótina, og væntanlega að byrja þar” sagði Sigurður er hann var inntur álits á sameiningu A- flokkanna. Sigurjón Valdimarsson „AÐALMÁL ÞINGSINS SAMEINING A-FLOKKANNA“ „Ég vildi gjarnan að aðal- mál þingsins yröi sameining vinstri aflanna” sagöi Sigur- jón Valdimarsson fulltrúi á flokksþinginu er Aiþýðublað- ið náði tali af honum i gær. Sigurjón bjóst þó við hin pólitísku dægurmál eins og efnahagsörðugleikarnir yrðu ofarlega á baugi. Ég held að staða Alþýðuflokksins í dag sé talsvert sterkari en skoð- anakannanir gefa til kynna. Okkar menn hafa unnið svo ágætt starf í ríkisstjórn að fólk á eftir að átta sig á því þó að blási á móti um tíma. Það hefur verið mistúlkað mjög það sem þeir hafa gert,“ sagði Sigurjón að- spurður um stöðu flokksins í dag. Guðmundur Arni Stefánsson „STAÐA FLOKKSINS DREGUR MID AF VERU HANS í RÍKISSTJÓRN" „Staða Alþýðuflokksins dregur vitanlega mið af þeirri staðreynd aö flokkurinn er búinn aö vera í tveimur rikis- stjórnum á einu og hálfu ári. Þaö er óneitanlegt aö staöa atvinnu- og efnahagsmála er ekkert allt of glæsileg. Ég held að þaö sé ekki meö neinni sanngirni hægt að kenna Alþýðuflokknum um þá þróun mála, en engu aö síður getur flokkurinn ekkert vikist undan þeirri staðreynd aö hann hefur veriö þátttak- andi í rikisstjórn á sama tíma og hallar undan fæti,“ sagöi Guðmundur Árni Stefánsson bæjarstjóri i Hafnarfirði í samtali viö Alþýöublaöiö. Aðspurður um hver yrðu aðalmál þingsins sagði Guð- mundur Árm að hann vildi ekki setja málið þannig upp að kratarnir væru á tveggja ára fresti aó fjalla um einhver ein tiltekin mál. Meðal ann- arra ágætra umræðuefna væri sú staðreynd að þeir hefðu verið í ríkisstjórn um hálfs annars árs skeið. Fyrir þann tíma hefðu þeir verió utan ríkisstjórnar í ein 16 ár, ef undan er skilin stjórnar- þátttakan 1978. Það gerir þetta flokksþing núna ólíkt þeim sem á undan hafa verið. „Ég vonast eindregið til þess að þetta flokksþing geri meira en að fjalla um ríkis- stjórn i þátíð, nútíð og næstu framtíð, heldur gefi þingið sér tækifæri og tóm til þess að stíga upp fyrir kannski dægurmál dagsins og skoða stöðu flokksins utanfrá. Þá á ég við þaö að mér finnist flokkurinn þurfi að skerþa á fjölmörgum grundvallarmál- um jafnaðarmanna,” sagði Guðmundur Árni. Hvað sam- einingu A-flokkanna snerti sagði Guðmundur að það væri ekkert nýtt mál á borð- um Alþýðuflokksmanna. „Sameining A-flokkanna er hvorki nærri eða fjarri vegna þess að Jón Baldvin og Olaf- ur Ragnar eru vinir einmitt í dag. Eg hef alla tíð verið ötull talsmaður þess að A-flokk- arnirtækju upp mun nánara samstarf sín á milli, og þá með hugsanlegum samruna i huga. Það er vissulega fyrst og sfðast á grundvelli raun- verulegrar og málefnalegrar samstöðu, en ekki vegna þess að flokksformennirnir eru vinir í dag. En það hjálpai til án þess að vera einhver alfa og omega þeirra hluta,“ sagði Guðmundur aö lokum. Jóna Ósk Guðjónsdóttir „ENGIN SAMEINING í AUGNABLIKINU „Það er sjáifsagt aö skoða samstarf vinstri aflanna á breiðari grundvelli. Ég sé þó enga sameiningu i sjálfu sér i augnablikinu, en þaö er sjálfsagt að ræða saman,“ sagði Jóna Ósk Guðjónsdott ir formaður sambands Al- þýðuflokkskvenna er Alþýðu- blaðið innti hana eftir af- stöðu hennar. Jóna Ósk sagði að þingiö ætti að koma til með að snú- ast um þær áherslur sem flokkurinn ætlar að hafa I þessu ríkisstjórnarsamstarfi og í nánustu framtíð. „Það er það sem þingið á fyrst og fremst að snúast um, og ég vona að það geri það en leys- ist ekki upp i óþarfa mas um kosningar og annað þess háttar. Meginmarkmið með flokksþingi hlýtur að vera að leggja áherslur á nánustu framtíð,“ sagði Jóna Ósk. Jón Sigurðsson RÉTTLÆTI OG RAUNSÆI MÁ HVORUGT ÁN HINS VERA „Það hefur ákaflega margt á dagana drifið siðan Alþýöu- flokkurinn hélt flokksþing haustið 1986. Siöan eru liön- ar kosningar og tvær ríkis- stjórnir hafa verið myndaöar meö þátttöku flokksins. Mér finnst fara ákaflega vel á því að hafa „Réttlæti og raun- sæi“ sem einkunnarorð þessa þings, því réttlæti og raunsæi eru tveir meginþætt- ir i hugsjónum jafnaðar- manna,“ sagði Jón Sigurðs- son viðskipta- og iönaöarráö- herra þegar blaðið ræddi við hann viö upphaf þings í gær. „Yfirleitt fara þessir þættir saman,“ sagöi Jón, „en stundum verður atvikanna rás þannig að annar þáttur- inn verður hinum yfirsterkari. — Raunsæisstefna ýtir rétt- lætinu til hliðar, eða réttlæt- iskenndin ber raunsæið ofur- liði. Þegar upp er staðiö má hvorugt án annars vera.“ Jón sagði að þegar Alþýðu- flokksmenn fóru inn i rikis- stjórn ’87 og í ríkisstjórnina I haust, hefðu þeir gert sér Ijóst að fyrstu árin í sam- starfi hlytu að einkennast af raunsæi. „Einfaldlega til þess aö tryggja efnahagslega undirstöðu þeirra réttlætis- mála sem við ætlum okkur að koma í höfn þegar til lengdar er litið. Þetta mál er í raun og veru framhald þess sem við tókum að okkur þeg- ar við gengum inn í fyrri stjórnina. Við viljum ekki víkja frá vandanum. Þetta þing er einmitt til þess að bera saman bækur sínar um þau vandamál sem eru á ferð- inni. Um leið mega menn ekki láta tímabundna erfið- leika drepa í dróma framfara- viöleitni. Við þurfum að vinna að því að gera þetta þjóðfé- lag betra og réttlátara og um- fram allt varðveita landið og náttúruauðlindirnar,” sagði Jón Sigurðsson.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.