Alþýðublaðið - 13.12.1988, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 13.12.1988, Blaðsíða 6
6 Þriðjudagur 13. desember 1988 Páll Sveinsson, ráðinn til Brekkes Fish Sales Ltd. í Hull Nýr framkvæmdastjóri hefur veriö ráöinn til dóttur- fyrirtækis Sölumiðstöövar hraöfrystihúsanna, Brekkes Fish Sales Limited í Hull, en þaö er Páll Sveinsson, fram- leiöslustjóri hjá Fiskimjöls- verksmiðjunni í Vestmanna- eyjum. Páll tekurtil starfa nú um mánaöamótin. Hann tek- ur viö af Aðalsteini Finsen, sem gegnt hefur starfinu undanfarin ár, en hefur sagt því lausu. Páll Sveinsson var í niu ár starfsmaður Flugleiða í Vest- mannaeyjum, eöa til 1982, er hann fór í Fiskvinnsluskól- ann og lauk þaðan prófi 1984. Þá geröist hann verkstjóri í frystihúsi Fiskimjölsverk- smiðjunnar, en 1985 réöst Páll sem framleiðslustjóri til Fiskiöjunnar í Eyjum. Undan- farin tvö ár hefur hann starf- að sem framleiðslustjóri Fiskimjölsverksmiðjunnar, eða þar til nú, aö hann tekur Styrkir tii háskólanáms í Danmörku Dönsk stjórnvöld bjóða fram fjóra styrki handa íslending- um til háskólanáms í Danmörku námsáriö 1989-90. Styrk- irnir eru ætlaðir þeim sem komnir eru nokkuð áleiðis í há- skólanámi og eru miðaðir við 9 mánað námsdvöl en til greina kemur að skipta þeim ef henta þykir. Styrkfjárhæð- in er áætluð um 3.720 d.kr. á mánuði. Umsóknum um styrkina skal komið til menntamálaráðu- neytisins, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 20. janúar n.k., á sérstökum eyðublöðum, sem þar fást. Umsóknum fylgi staðfest afrit prófskírteina, ásamt meömælum. Menntamálaráðuneytið, 7. desember 1988 RANNSÓKNAAÐSTAÐA VIÐ ATÓMVÍSINDASTOFNUN NORÐURLANDA (NORDITA) Við Atómvísindastofnun Norðurlanda (NORDITA) í Kaup- mannahöfn kann að verða völ á rannsóknaaðstöðu fyrir ís- lenskan eðlisfræðing á næsta hausti. Rannsóknaaðstöðu fylgir styrkur til eins árs dvalar við stofnunina. Auk fræði- legra atómvísinda er við stofununina unnt að leggja stund á stjarneðlisfræði og eðlisfræði fastra efna. Umsækjendur skulu hafa lokið háskólaprófi í fræðilegri eðlisfræði og skal staðfest afrit prófskírteina fylgja um- sókn ásamt ítarlegri greinargerð um menntun, vísindaleg störf og ritsmíðar. Umsóknareyðublöð og nánari upplýs- ingar fást i menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík. Umsóknir skulu sendar í tvíriti til NORDITA, Blegdamsvej 17, DK-2100 Köbenhavn Ö, Danmark, fyrir 31. desember 1988. Auk þess skulu 2-3 meðmælabréf send beint til Nordita. Menntamálaráðuneytið, 9. desember 1988. við Brekkes Fish Sales Ltd. Eiginkona Páls erSigurlaug Bjarnadóttir og eiga þau þrjár dætur. Sölumiðstöðin keypti Brekkes Ltd. árið 1985, en fyrirtækinu, sem vinnur undir yfirstjórn lcelandic Freezing Plants Ltd. í Grimsby, er skipt í þrjár megin einingar. Rekstrareiningarnar eru Brekkes Foods, í North Shields, er lítil fiskverk- smiöja, sem vinnur skoskan humar og aðrar heföbundnar frystar sjávarvörur. Brekkes Fish Sales Ltd. í Hull sérhæf- ir sig aftur á móti í sölu á ferskum fiski á fiskmörkuð- um Hull og Grimsby. Hafrannsóknir við ísland Bókaútgáfa Menningar- sjóðs hefur gefið út fyrra bindi ritsins Hafrannsóknir við ísland eftir Jón Jónsson fiskifræðing, fyrrum forstjóra Hafrannsóknastofnunar. Rek- ur hann þar ítarlega sögu hafrannsóknanna hér við land frá öndverðu til 1937. Ritið er prýtt fjölda stór- merkilegra mynda og hið feg- ursta að öllum búningi. Útgefandi kynnir bókina þannig á kápu: „Rit þetta er fyrra bindi af sögu hafrannsókna við Is- land, rakin frá öndverðu til 1937. Greinir Jón Jónsson í upphafi ýmis skrif íslenskra og erlendra höfunda um fiska og aðra sjávarbúa og lífrfki hafsins kringum landið í forn- um ritum, og er þar mikill fróðleikur saman dreginn. Síðan hefst hafrannsókna- þáttur útlendinga á 19. öld, þar sem munar langmest um Norðmenn og Dani uns Bjarni Sæmundsson kemur til starfa að loknu námi. Smám saman verða rann- sóknir þessar umfangsmeiri og vísindalegri og hlutur ís- lendinga í þeim vex að mun, einkum eftir að Fiskifélag ís- lands ræðurÁrna Friðriksson í þjónustu sína skömmu fyrir síðari heimstyrjöld. Gerast íslendingar þá skjótlega jafn- okar erlendra vísindamanna í fiskifræði og hafrannsóknum og eignast marga ágæta full- trúa á sviði þessara brýnu verkefna." Tilkynning til söluskattsgreiðenda Athygli söluskattsgreiöenda skal vakin á því, aö gjalddagi söluskatts fyrir nóvembermánuö er 15. des- ember. Ber þá að skila skattinum til innheimtumanna ríkissjóðs ásamt söluskattsskýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið. Stjórn verkamannabústaða í Reykjavík óskar eftir umsóknum um kaup á íbúðum sem áætlað er að komi til afhendingar frá miðju ári 1989 til jafnlengdar 1990. Um er að ræða bæði nýjar og notaðar íbúðir. Um ráðstöfun, verð og greiðsluskilrfela þessara íbúða gilda lög nr. 60/1984. Umsóknareyðublöð verða afhent á skrifstofu V.B. Suðurlandsbraut 30, og verða þar einnig veittar allar almennar upplýsingar. Skrifstofan er opin mánudaga - föstudaga kl. 9-12 og 13-16. Umsóknum skal skila eigi síðar en 10. jan. 1989. Stjóth verkamannabústaða í Reykjavík Ný ferða- skrifstofa Ný ferðaskrifstofa hefur verið opnuð í Reykjavík sem kallast NORRÆNA FERÐA- SKRIFSTOFAN HF. Skrifstof- an starfar samkvæmt ferða- skrifstofuleyfi nr. 35, útgefið af samgönguráðuneytinu þann 01.11. sl. Megintilgangur starfsemi skrifstofunnar er að hafa á hendi aðalumboð, þ.e. kynningu og sölu ferða, fyrir færeysku farþega- og bílferjuna NORRONA jafn- framt því að stunda almenn- an ferðaskrifstofurekstur. NORRÆNA FERÐASKRIF- STOFAN er í eigu Austfars hf. á Seyðisfirði, einstaklinga þar og annarsstaðar á land- inu og P.f. Smyril Line í Fær- eyjum. Skrifstofan hefur að- setur að Laugavegi 3, 3ju hæð, Reykjavík og hefur síma 91-626362 ÖKUM EINS OG MENN! Aktu eins og þú vilt að aorir aki! ALDRAÐIR þurta að ferðast elns og aðrir. Sýnum þelm tillltssemi. llST"04" □ 1 2! 3 □ 4 5 V 6 □ 7 9 •10 □ 11 □ 12 13 □ □ Lárétt: 1 ógnandi, 5 mjúka, 6 fugl, 7 umdæmisstafir, 8 ritar, 10 eins, 11 keyra, 12 fljótur, 13 blóms. Lóðrétt: 1 starfandi, 2 ofnar, 3 tónn, 4 naglar, 5 hallmælir, 7 tvlstígur, 9 forfeður, 12 eins. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 kvist, 5 þjöl, 6 ról, 7 KE, 8 elding, 10 yl, 11 sáu, 12 ósir, 13 aflar. Lóðrétt: 1 kjóll, 2 völd, 3 iI, 4 tregur, 5 þreyta, 7 knáir, 9 issa, 12 ól. * Gengií Gengisskráning 237 - 12. des. 1988 Kaup Sala Bandarikjadollar 45,450 45,570 Slerlingspund 83,798 84,020 Kanadadoilar 37,891 38,991 Dönsk króna 6,7684 6,7863 Norsk króna 7,0307 7,0493 Saensk króna 7,5273 7,5472 Finnskt mark 11,0638 11,0930 Franskur franki 7,6367 7,6569 Belgiskur franki 1,2456 1,2489 Svissn. franki 30,9922 31,0740 Holl. gyllini 23,1204 23,1814 Vesturþýskt mark 26,0974 26,1663 'ítölsk líra 0,03536 0,03545 Austurr. sch. 3,7094 3,7192 Portúg. escudo 0,3151 0,3159 Spánskur peseti 0,4018 0,4028 Japanskt yen 0,36951 0,37049 irskt pund 69,886 70,071 SDR 61,9111 62,0745 ECU - Evrópumynt 54,2423 54,3855 • Ljósvakapunltfar • RUV 18.00 Rasmus fer á flakk. Sænsk barnamynd í fjórum þáttum byggða á snilldarlegri sögu Astrid Lindgren um munaðarlausan strák sem lendir í ýmsum ævintýrum með gömlum flakkara. 22.35 Höfum við gengið til góðs? spyr Hrafn Gunnlaugs- son gesti í sjónvarpssal þar sem fjallað er um umgang manna og búfénaðar um landið. • Stöð 2 21.50 Hong Kong. Fram- haldsmyndaflokkur í fjórum hlutum sem fjallar um vold- uga aðila og áform þeirra að komast yfir viðskiptafyrirtæki í Hong Kong. Þessi ku vera með því besta á skjánum um þessar mundir. • Sky Channel 6.00 Góðan daginn, Norður- lönd! Morgunþáttur I umsjá Norðurlandabúa. • Rás 1 19.33 Lesið upp úr jólabók- unum. Þátturinn heitir Kvik- sjá!!?? 22.25 Deleríum búbónis. Söngleikurinn góði eftir þá Jónas og Jón Múla endur- fluttur. Aður á dagskrá 1954. Þarna má heyra í þeim Har- aldi Björnssyni, Lárusi Páls- syni, Emeliu Jónasdóttur, Nínu Sveinsdóttur auk ann- arra. Leikstjóri Einar Pálsson. • Rás 2 22.07 Pétur Grétarsson á bláu nótunum. Óskalagaþátt- ur djassfólks.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.