Alþýðublaðið - 21.12.1988, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 21.12.1988, Blaðsíða 12
12 Miðvikudagur 21. desember 1988 Samkeppnin í matvörusölu er FYRST OG FREIHST segir Þröstur Ólafs- son stjórnarformað- ur KRON og segir kerfið hliðhollt gjaldþrota kaup- mönnum. Eftir Önnu Kristine Magnúsdóttur Mynd Magnús Reynir. Þegar KRON opnaði fyrstu kjörbúð í Evrópu fyrir fjörutíu árum voru íslendingar ekkert hrifnir. Fólki fannst að í versl- un ætti að afgreiða menn, — ekki aö þeir afgreiddu sig sjálfir. Kjörbúðir voru algeng- ur verslunarmáti í Banda- ríkjunum á þessum tíma, en vegna striðsins hafði þessi nýjung ekki borist til Evrópu. Þáverandi framkvæmdarstjóri KRON, Jens Figved, hafði kynnst kjörbúöum í Banda- ríkjunum og fannst tilvalið að gera einhverja verslun KRON að kjörbúð. Verslunin náði hins vegar aldrei þeim vin- sældum sem þurfti og þegar fór að harðna á dalnum upp úr 1950, var versluninni breytt aftur. Fimm árum síðar ruddu kjörbúðir sér til rúms hér á landi. STÓRVELDI Á STRÍÐSÁRUNUM Þröstur Ólafsson, stjórnar- formaður KRON, segir þetta kannski dæmi þess að hægt sé að fara illa á of mikilli framsýni: „Mig minnir að þetta hafi verið kölluð „sjálf- tökubúö" og íslendingar tóku þessari nýjung ekki alltof vel. Kjörbúðir urðu siðan vinsæl- ar eftir 1955 og eitthvað fram yfir 1960 þegar stórmarkaðs- tlmabilið hófst, fyrst með Hagkaup, sfðan Vörumarkað- inum og Stórmarkaðinum í Kópavogi, sem KRON rak þá. Upp úr 1980 hófst siðan enn eitt skeiðið þegar KRON opn- aði Miklagarð. Þá vorum við komin upp úr stórmarkaðs- tímabilinu yfir í miklu stærri verslanir með fjölbreyttara úr- val en áður hafði þekkst. Andsvarið við Miklagarði var svo Kringlan." KRON var stofnað árið 1937 af Pöntunarfélagi verka- manna og Kaupfélagi Reykja- vlkur og nágrennis, sem var hefðbundið samvinnufélag. Þessi félög runnu saman í KRON sem var mikið stór- veldi á stríðsárunum og fram yfirstríð. Félagssvæði KRON náöi á þeim tíma nánast yfir landnám Ingólfs, suður í Keflavík og upp í Mosfells- sveit-, Gullbringu- og Kjósar- sýslu, ásamt Reykjavík og Hafnarfirði. „Hlutverk þessa félagsskapar — sem raun- verulega enginn á nema hann sjálfur og þeir sem versla við — hann er ennþá sá sami og í upphafi: að útvega vörur og dreifa þeim á sanngjörnu verði“ segir Þröstur. „Vel- gengni verslana KRON er mjög háð því hvernig kaup- máttarþróun hins almenna launamanns er háttað. Ef hann hefur góðan kaupmátt gengur vel hjá okkur, en ef kaupmáttur hans er lélegur harðnar á dalnum hjá okkur. Viðskiptavinir KRON eru fyrst og fremst fjölskyldur hinna almennu launamanna á Stór Reykjavíkursvæðinu." KRON hefur látið hendur standa fram úr ermum á síð- ustu árum eftir lægð I nokkur ár: „Þegar Mikligarður var opnaður árið 1983, var opnuð stærsta verslun á íslandi. Mikligarður er ennþá sú verslun sem hefur hvað mest gólfrými ein og sér, og þar er boöið upp á nánast allt. Næsta skref hjá KRON var að kaupa Viði í Mjóddinni árið 1986 af Víðisbræðrum og opna þar Kaupstað í Mjódd. Þriðja átakið var að sameinast Kaupfélagi Hafn- firðinga síöastliðin áramót og núna erum við að sam- eina rekstur KRON og Miklagarðs. Þá keypti KRON rekstur JL hússins og opnaði þar Mikla- garð vestur I bæ fyrir skömmu. Með vorinu ráðger- um við að opna Habitat versi- un í Miklagarði og auka þar með úrvalið. Að auki rekur KRON hverfaverslanir vítt og breitt um borgina." Aðspurður um hvað ávinn- ist með því að sameina rekst- ur KRON og Miklagarðs, seg- ir Þröstur að Mikligarður hafi annað eignaform en KRON, og hafi verið rekinn sem sjálfstætt, óháð fyrirtæki þangað til í haust: „Samein- ingin hefur þann kost í för með sér, að þegar hún er um garð gengin, á að vera hægt að spara verulega i yfirbygg- ingu og kostnaði á henni, auk þess sem viö náum betri tökum á innkaupum með því að láta sama aðilann kaupa inn. Við erum að gera allt sem hægt er til hagræðingar og koma vörunni sem allra ódýrast frá okkur. Sameining- in er þegar farin að skila árangri." GJALDÞROT GERT AD ATVINNUGREIN Samkeppnin er hörð milli verslana í Reykjavík og Mikli- garður og Kaupstaður í Mjódd hafa ekki farið var- hluta af henni. Að sögn Þrastar eru þeir sem búa í námunda við Kaupstað helstu viðskiptavinir verslun- arinnar, en i Miklagarði hefur ekki verið reynt að hverfa- skipta viðskiptavinum þvi Ijóst er að þeir koma hvaðan- æva að, ekki slst utan af landi. Hann segir augljóst að samkeppnin sé gífurlega hörð á sumum sviðum: „Menn eru að bjóða til sölu vöru sem nær ekki kostnað- arverði" segir hann. „Það er auðvitað mjög alvarlegt fyrir það fólk sem lifir á verslun, þegar menn eru farnir að stunda það að lifa á gjald- þrotum. Menn taka þessari atvinnugrein ekki sem alvöru atvinnugrein nema reka fyrir- tækin þannig að þau beri sig. Með því að bjóða vöru sem er langt undir kostnaðarverði eru menn að tæla til sín við- skiptavini og þessi viðskipti tíðkast næreingöngu í mat- vörusölu. Yfirleitt hafa allir þessir aðilar lent í skúffu hjá fógeta, en kerfið er það hlið- hollt þessum náungum að þeir geta skilið eftir sig hundruð milljón króna skuld- ir, risið strax upp aftur og byrjað á nýjum stað eins og ekkert hafi í skorist. Þar halda þeir áfram sama leikn- um og gera auðvitað öllum erfitt fyrir með þessum leik- araskap. Samkeppnin i mat- vörusölu er því fyrst og fremst í sambandi við þessa ævintýramenn sem bjóða matvöru langt undir kostnað- arverði og eru farnir að gera gjaldþrot að atvinnugrein. Það er enginn vandi að bjóða vöru til sölu á lágu verði, ef það er einhver þriðji aðili sem vill borga fyrir mis- muninn á kostnaðinum og þvi verði sem seljandi fær fyrir vöruna.“ ....ÞÁ HLJÓTA BÁDIR AÐ TAPA“ Þröstur segir samkeppni um sérvöru vera einna harð- asta frá Kringlunni: „Þar eru saman komnar undir einu þaki, óháðar veðri og vindum, fjöldi smávöruverslana sem bjóða nánast allt milli himins og jarðar, svo og stór, almenn vöruverslun ávegum Hag- kaups, Þetta gerir erfitt fyrir f sölu á sérvöru, fyrir utan þá samkeppni sem er erfið fyrir allar verslanir: útflutning á verslun til Glasgow og London. Mér finnst hafa orð- ið mikil breyting í verslun á fatnaði upp á síðkastið, hvort sem það er vegna þess að menn eru að færa sig meira yfir í merkjavöru eða kaupa fatnaðinn erlendis. Fleiri þús- und manns hafa farið í þess- ar dagsferðir sem boðið er upp á, svo það er auðvitað fljótt að koma niður á verslun í landinu. Kannski er þetta eitthvaö sem fylgir því að opna landamærin og ein- hvern tíma hlýtur það þá að jafna sig. Við erum fjarri þvi að vera samkeppnishæfir viö Oxford Street f London, og ef samkeppnin verður Mikligarð- ur/Hagkaup á móti Oxford Street, — þá hljóta báðir að tapa.“ SAMDRÁTTUR í TEKJUM ALMENNA LAUNAMANNSINS Samdrátturinn margum- ræddi hefur ekki komið niður á sölu matvöru í verslunum KRON „þvert á móti“ segir Þröstur. „Mér sýnist einna helst vera tilfærsla á sérvöru og það sama virðist vera að gerast núna og á þessum tíma í fyrra þegar tollabreyt- ingar voru boðaðar. Þær rugl- uðu innkaupamynstrinu og nú virðist fólk farið að kaupa vörur sem það óttast að muni hækka eftir áramótin, raf- magnstæki og stærri tæki.“ Þröstur segist ekki hafa orð- ið var við að kortanotkun háfi færst verulega f vöxt og seg- ist fremur vera undrandi á því hversu mikið jafnvægi sé komið í kortanotkun: „Hins vegar tel ég mig hafa orðið varan við að það sé meiri samdráttur f tekjum hjá al- mennu launafólki og meiri skerðing á kaupmætti hjá þeim heldur en því fólki sem verslar í dýrari búðum. Þegar kaupmáttur hins almenna launamanns lækkar kemur það kannski meira niður á okkur en öðrum, þvf eins og ég sagði áður er það fyrst og fremst hinn almenni launa- maður sem er tryggasti við- skiptavinur KRON verslan- anna.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.