Alþýðublaðið - 21.12.1988, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 21.12.1988, Blaðsíða 14
14 Miðvikudagur 21. desember 1988 SNJÓFLÓf) FRÆÐSLURIT ALMANNAVARNIR RÍKISINS Fræðslu- bæklingur um varnir gegn snjóflóðum Hinn 20. desember 1974 urðu mikil snjóflóð á Nes- kaupstað þar sem 12 manns týndu lifi og gífurlegt eigna- tjón varð í byggðarlaginu. Síðan hafa skæð snjóflóð tekið mannslíf i byggð og óbyggö og valdið miklu eignatjóni, s.s. á Patreksfirði og Ólafsfirði, en á síðari staðnum sluppu menn naum- lega. Almannavarnir ríkisins hafa allar götur frá áfallinu 1974 staðið fyrir fræðslu um varnir og varúð gegn snjóflóðum, t.d. með dreifingu vegg- spjalda á skíðastaði, nám- skeiðahaldi fyrir yfirvöld, björgunarlið og aðra sérhópa um snjóflóöavarnir, og útgáfu fræðslurita við slíka kennslu og leiðbeiningar. Fræðslu þarf einnig að bjóða almenningi. Því hefur stofnunin látið gera fræðslu- bækling um varnir gegn snjó- flóðum, sem nú er að fara til dreifingar og munu almanna- varnanefndir annast fram- kvæmd hennar. Er þeim sér- staklega uppálagt að dreif- ingin fari fram samtímis í öll- um snjóflóðabyggðum þann 20. desember nk., en þá eru 14 ár liðin frá harmleiknum á Neskaupstað. Þjónusta í kirkju- görðunum fyrir hátíðarnar Eins og undanfarin ár munu starfsmenn kirkjugarð- anna aðstoða fólk, sem kem- ur til að huga að leiðum ást- vina sinna. Á Þorláksmessu og að- fangadag verða talstöðvabílar dreifðir um Fossvogsgarð og munu í samvinnu við skrif- stofuna leiðbeina fólki eftir bestu getu. Skrifstofan er op- in til kl. 16.00 á Þorláks- messu og til kl. 15.00 á aó- fangadag. í Gufunesgarði og Suður- götugarði verða einnig starfs- menn til aðstoöar og sérstak- ar ferðir verða i Gufunesið með strætisvögnum sem hér segir: A aðfangadag verða farnar tvær ferðir: Frá Lækjartorgi kl. 10.30 og ki. 14.00 Frá Hlemmi kl. 10.35 og kl. 14.05 Frá Grensásstöð kl. 10.45 og kl. 14.15 Vagnarnir bíða meðan far- þegar fara í garðinn. Vinsamlegast athugið að það auðveldar mjög alla að- stoð ef gestir í garðana vita leiðisnúmer. Þeim sem ekki vita það og eru ekki öruggir aö rata, viljum við eindregið benda á að hafa samband sem fyrát við skrifstofuna, sími 18166 og fá uppgefið númer þess leiðis er vitja skal og hafa það á takteinum þegar í garðana er komið. Það auðveldar mjög og flýtir fyrir allri afgreiðslu. Tekinn verður upp ein- stefnuakstur að Fossvogs- kirkjugaröi og mun lögreglan gefa leiðbeiningar og stjórna umferð. Ráðinn til stöðlunar í upplýsinga- tækni Þorvaröur Kirl Ólafsson. Þorvarður Kári Ólafsson tölvunarfræðingur hefur ný- lega verið ráðinn sem fyrsti starfsmaður UT-staðlaráðs (staðlaráðs á sviði upplýs- ingatækni). Reiknistofnun Háskólans leggur honum tll vinnuaðstöðu í nýju húsi Tæknigarös. UT-staðlaráð, sem áður hét Tölvuráð, sam- ræmir aðgerðir og fram- kvæmdaaðili varðandi stöðl- un I upplýsingatækni á ís- landi. Það heyrir undir Staðlaráð íslands sem hefur aðstööu hjá Iðntæknistofnun íslands. Lögð verður áhersla á stöðlun hnappaborða, stafamenja, tæknioröa, upp- lýsingatækni í fiskiðnaði, við- skiptagagnaskipta (EDI), gagnafjarskipta (OSI) og í hugbúnaðargerð. UT-staðlaráð skipa: Oddur Benediktsson prófessor, fyrir Háskóla íslands (formaður), Þorvarður Jónsson fyrir Póst og síma (varaformaður), Gísli Már Gfslason fyrir Verslunar- ráð íslands, Arnþór Þórðar- son fyrir Félag íslenskra iðn- rekenda, Helgi Jónsson fyrir Skýrslutæknifélag íslands og Jóhannes Þorsteinsson fyrir Staðlaráð íslands. Þorvarður Kári lauk BS- prófi í tölvunarfræði frá Há- skóla íslands, árið 1981. Hann hefurstarfað hjá Skýrsluvélum ríkisins og Reykjavíkurborgar og Krist- jáni O. Skagfjörð hf. Síðast- liðin 5 ár starfaói hann að tölvuvæðingu hjáTeli AB í Svíþjóð. Þorvarður Kári Ólafsson er FÉLAGSRÁÐGJAFI Umsóknarfrestur um stöðu félagsráðgjafa hjá Fangelsismálastofnun ríkisinserframlengdurtil 29. desember 1988. Umsóknir sendist dóms- og kirkjumálaráðuneytinu. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 19. desember 1988 HAPPDRÆTTI ALÞÝÐUFLOKKSINS Dregið hefurverið i happdrætti Alþýðuflokksins. Upp komu þessi númer: 2120 7954 2224 8279 3397 12518 4270 13937 6697 Vinninga skal vitja á skrifstofu Alþýðuflokksins. Alþýðuflokkurinn. 31 árs, kvæntur Erlu Stefáns- dóttur matvælafræðingi og eiga þau tvo syni. Stúdentaráð vill stokka upp dagvistun Stúdentaráð Háskóla ís- lands skorar á Reykjavíkur- borg og stjórnvöld að taka höndum saman við að stokka upp dagvistarkerfið. Stúd- entaráö hvetur eindregið til þess að tekið verði upp eitt kerfi í dagvistun og varpað verði fyrir róða hinni stífu skiptingu í leikskólavistun og dagheimilisvistun. Það er orðið löngu tímabært að taka upp eitt kerfi, með sveigjan- legum vistunartíma. Stúdentaráð hvetur borgar- yfirvöld til þess að miða sína dagvistaruppbyggingu við slíkt kerfi og Stúdentaráð hvetur menntamálaráðherra til að endurskoða núverandi lög og reglur um dagvistun, þannig að þessi uppstokkun verði auðveldari. Eins og staðan er í dag, eru margir stúdentar á bið- listum eftir því að komast að í dagvistarkerfinu. Orsakir þessa vanda eru margþættar. Að mati Stúdentaráös myndi uppstokkunin auðvelda upp- byggingu dagvistarkerfisins og flýta lausn þess vanda sem stúdentar eiga við að etja. Geti fleiri stúdentar notað þjónustu dagvistunarkerfis- ins í breyttri mynd en i núver- andi heilsdagsvistun eða leikskólavistun, er það heppi- legri kostur. Stúdentaráð tel- ur einnig að með þessu kerfi yrði auðveldara að hverfa al- farið frá 3 ára hámarksregl- unni, sem nú er í gildi. íslensk knattspyrna 1988 íslensk knattspyrna 1988 er áttunda bókin í þessum bókaflokki, sem hóf göngu sína árið 1981. Eins og nafnið gefur til kynna er hér um að ræða árbók knattspyrnunnar og í hepni rakinn gangur mála í íslandsmóti, bikar- keppni, landsleikjum og Evr- ópuleikjum á árinu 1988, auk annarra þátta sem viðkoma íslenskri knattspyrnu. í bókinni er m.a. fjórði kafl- inn í sögu (slenskrar knatt- spyrnu. Árið 1985 var hún rak- in frá upphafi til ársins 1934, áriö 1986 voru tekin fyrir árin 1935-1946, I síðustu bók 1947- 1954 og að þessu sinni er sagt frá tfmabilinu 1955-1962. Aö vanda eru f bókinni lit- myndir af meisturum I öllum deildum og flokkum íslands- mótsins, 16 að tölu, og einn- ig heilsíðulitmyndir af átta einstaklingum, auk þess nl- unda sem er á bókarkápu. Hún er einnig prýdd miklum fjölda svart/hvítra mynda. Bókina skrifar Víðir Sig- urðsson íþróttafréttamaður og útgefandi er Skjaldborg. Hún er 160 blaðsíður ( stóru broti. Þess má geta að allar fyrri bækurnar fást enn hjá Skjaldborg og víða I bóka- verslunum. Víðir Sigurðsson skrifaði bókina íslensk knattspyrna 1988. A-mynd/Magnús Reynir. Eltt andartak í umferðinni getur kostað margar andvðkunætur. UMFERÐAR RAÐ □ 1 2 3 n 4 5 □ \ 6 □ 7 5 9 10 □ 11 □ 12 . 13 □ □ Lárétt: 1 handfang, 5 högg,£ ílát, 7 kusk, 8 báturinn, 10 snemma, 11 espi, 12 mikið, 13 gerlegt. Lóðrétt: 1 raftur, 2 viðarbútar, 3 til, 4 skaðinn, 5 kind, 7 veikt, 9 nemi, 12 pípa. Lausn á siðustu krossgátu. Lárétt: 1 sposk, 5 veik, 6 öfl, 7 ha, 8 naskir, 10 dr, 11 ört, 12 æsta, 13 rafta. Lóðrétt: 1 sefar, 2 pils, 3 ok, 4 kvarta, 5 vöndur, 7 hirta, 9 köst, 12 æf. • Gengið Gengisskráning 242 - 19. des. 1988 Kaup Sala Bandarikjadollar 45,700 45,820 Sterlingspund 83,471 83,690 Kanadadollar 38,018 38,118 Dönsk króna 6,7379 6,7556 Norsk króna 7,0194 7,0379 Sænsk króna 7,5103 7,5300 Finnskt mark 11,0520 11,0810 Franskur franki 7,6249 7,6449 Belgiskur franki 1,2419 1,2452 Svissn. franki 30,9243 31,0055 Holl. gyllini 23,0837 23,1443 Vesturþýskt mark 26,0510 26,1194 Itölsk Ifra 0,03534 0,03543 Austurr. sch. 3,7015 3,7112 Portúg. escudo 0,3136 0,3144 Spánskur peseti 0,4029 0,4039 Japanskt yen 0,36864 0,36961 írskt pund 69,663 69,846 SDR 61,9290 62,0916 ECU - Evrópumynt 54,1294 54,2715 • Ljósvakapunktar • RUV 20.40 ísland fer létt með Sví- ana i handknattleik í höllinni. Siðari leikur við „erkifénd- urna“ Svía. 22.05 Leitin að eldinum. Frönsk/Kanadísk mynd frá 1981. Spennandi, djörf og fal- leg í senn. • Stöð 2 23.00 Öndvegis vestri með Marlon Brando. .Sá er líka leik- stjóri þessarar myndar sem gerð var árið 1961. Þriggja stjörnu mynd. • Rás 1 13.05 Félagsráögjafar og sál- fræðingar svara spurningum hlustenda í dagsins önn. Rætt verður um samskipti foreldra og barna. 23.10 Djassþáttur Jóns Múlaer ómissandi. • Rás 2 22.07 Anna Björk rólar sér. • Bylgjan 18.00 Hallgrimur sinnir kverúl- öntum. • RÓT 24.00 Hausaskak þungarokk- arans.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.