Alþýðublaðið - 21.12.1988, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 21.12.1988, Blaðsíða 4
4 Miðvikudagur21. desember 1988 VIÐTALIÐ Sólveig Ólafsdóttir Sigurður Bragason óperusöngvari ÞYRFTI 3-4 ÓPERUR Á ÁRI Sigurður Bragason óperu- söngvari hefur nú nýlega sent frá sér plötu þar sem hann syngur islensk lög, þýskan Ijóðsöng og ítölsk iög og ariur við undirleik Þóru Fríöu Sæmundsdótur. Alþýðublaðið hafði samband við Sigurð að þessu tilefni, og spurði hann fyrst að því hvernig tilfinning það væri að vera búinn að syngja inn á sína fyrstu plötu? „Þetta er mjög góö tilfinn- ing. Það er gaman aö því aö hafa gert þessa plötu. Ég hef verið mjög lengi að vinna að henni; það var reynt að vanda til hennar eins og hægt hefur verið, og nú er hún loks kom- in út.“ — Nú ert þú bariton- söngvari. Er það rétt að þú hafir byrjað feril þinn sem tenór? „Blessuð farðu ekki að tala neitt um það. Veistu, það hef- ur hinn ótrúlegasti misskiln- ingur komið út úr þessu. Þetta var bara rétt þegar ég var að byrja að syngja i kór- um. Ég minntist á þetta ein- hvern tíma í viðtali, og það varð alveg að hinum óhugn- anlegasta misskilningi. Meira að segja gekk það svo langt að það var farið að biðja mig um að syngja tenórhlutverk hér og þar um bæinn, því það var eins og það hefði snúist i fólki að ég væri tenör. Ég ætla bara að biðja þig að segja ekki frá þessu svo að ég fari ekki að lenda aftur í þessu. Aftur á móti er það rétt að ég byrjaði hér heima að læra söng, bæði í Söng- skólanum í Reykjavik og Tón- listarskólanum í Reykjavík, en það var fyrst á Ítalíu sem ég fann mig sem söngvari." — Þar hlýtur kennarinn að eiga mjög mikinn hlut að máli. Hver var kennari þinn á ítaliu? „Á Ítalíu fór ég til mjög þekkts kennara sem heitir Pier Miranda Ferraro. Hann er mjög þekktur söngvari og kennari við Verdi-tónlistarhá- skólann í Milanó. Hann söng m.a. með Mariu Callas á Scala. Þar fyrst má segja að ég hafi raunverulega fundið mig sem söngvari, og þar var ég farinn að syngja svolítið, t.d. söng ég á tónIistarhátíö í Milanó. Það var meira vandræði með atvinnuleyfi sem varö þess valdandi að ég kom heim.“ — Hvað varstu lengi við nám? „Ég var þrjú ár á Ítalíu, en áður var ég búinn að vera fjögur ár hér heima. Þá var ég líka að læra að verða tón- listakennari, en ég er mennt- aður sem slíkur, og söng- námið var alltaf með því.“ — Hvað tók við hjá þér eftir að þú komst heim frá námi? „Það eru tvö ár siðan ég kom heim. Ég hef sungið í óperunni Tosca, og svo á hin- um ýmsu tónleikum í Reykja- vík og víða um land. Nú er búið að ráða mig hjá ís- lensku hljómsveitinni, og ég mun syngja með henni í vet- ur.“ — Finnst þér vera nóg að gera fyrir söngvara hér- lendis? „Ég hef haft mjög mikið að gera, það er víst alveg óhætt að segja það. Ef við tökum nú síðustu viku þá var ég að syngja á einum fimm skemmtunum. En það er meira tónleikar og skemmt- anir sem söngvarar á íslandi fá aö syngja á í dag, þvi mið- ur. Það þyrfti að vera fleiri óperur í gangi á hverjum vetri.” — Hvernig er þaö með baritona, eru fleiri eða færri hlutverk i óperum fyrir þá? „Yfirleitt eru í hverri óperu tvö eða þrjú hlutverk fyrir baritona, þannig að það eru yfirleitt fleiri hlutverk fyrir baritona og bassa en fyrir tenór og sópran. Ég er mjög bjartsýnn á það að tónlistar- lífið fari að komast í fastari skorður hérlendis, að það sé að verða svolítið þróaðra. Tónlistarlífið er „byrjað” en það er ekki nóg að það sé flutt hér ein ópera á ári, þær þyrftu helst að vera þrjár eða fjórar.” — „Nú veröur þú að syngja með islensku hljóm- sveitinni í vetur. Hefur þú eitthvað annað á prjónunum? „Já, ásamt því sem nú er ákveðið að ég eigi að syngja með íslensku hljómsveitinni I vetur, er nú í bígerð að ég verði með tónleika þar sem ég mun flytja sönglög eftir Verdi, Donizetti og Bellini. Þá hefur plötunni minni verið mjög vel tekið, svo ég lít björtum augum til framtíðar- innar.” GJALDÞROT OG ATVINNULEYSI AUKIN Skattanefnd atvinnuveg- anna telur að þær hugmyndir um skattahækkanir sem nú eru til umfjöllunar á alþingi muni leiða af sér aukna erfið- leika í atvinnulifinu ef þær komast í framkvæmd. í þessari nefnd eiga sæti fulltrúar frá Verslunarráði, VSÍ, Félagi Isl. iðnrekenda, Sambandi fiskvinnslustöðv- anna, LÍÚ, Kaupmannasam- tökunum og fleiri samtökum vinnuveitenda. Telur nefndin í ályktun sem hún hefur sent frá sér að gjaldþrotum fyrir- tækja muni fjölga á næst- unni og atvinnu þúsundaein- staklinga sé teflt í tvísýnu. Nefndin telur að hækkun á tekju- og eignarskatti fyrir- tækja muni valda 1% hækk- un verðlags. Þá telja þessir fulltrúar atvinnulífsins að áform um lækkun á fyrning- arhlutföllum og framlagi í fjárfestingarsjóði eyðileggi möguleika fyrirtækja til að mynda varasjóði til þess að mæta áföllum. Nefndin telur að hækkun skatts á skrifstofu- og versl- unarhúsnæði mismuni frek- lega milli atvinnugreina og hljóti að koma fyrr eða síðar fram í verði þeirrar vöru og þjónustu sem hann leggst á. „Húsaleiga mun hækka um allt að 20% þegar skoðuð eru saman áhrif af hækkun á þessum skatti ásamt hækk- un á tekju- og eignarskatti. Það getur þýtt yfir 0,5% ( vöruverði," segir í ályktun skattanefndar atvinnuveg- anna. „Þegar allt er talið eiga nýjar álögur að gefa ríkis- sjóði tæpar 4200 milljónir kr. í auknar tekjur á næsta ári. Þetta eru tæpar 67.000 kr. á hverja fjögurra manna fjöl- Utvarpsréttarnefnd hefur veitt 13 aðilum leyfi til út- varps og 6 til sjónvarpsút- sendinga frá því hún tók til starfa i janúar 1986. Nefndin hefur ekki fengið neinar kær- ur til sín frá aðilum sem telja að misgert hafi verið við sig í útsendingu né hefur hún séð ástæðu til að afturkalla út- varpsleyfi. A blaðamannafundi sem Kjartan Gunnarsson formað- ur nefndarinnar, Þórunn J. Hafstein ritari hennar, Bessí Jóhannsdóttir, Helgi Guð- mundsson og Sigrún Sturlu- skyldu. Þessar skattahækk- anir lenda á heimilunum í landinu með einum eða öðr- um hætti. Bein áhrif þessara hækkana þýða 2,4% lækkun á kaupmætti ráðstöfunar- tekna. En þegar tekið er tillit til atvinnusamdráttar og ann- arra afleiðinga fyrir atvinnu- lifið er Ijóst að óbein áhrif skattahækkananna geta verið allt að því annað eins,“ segir skattanefndin. dóttir héldu kom fram, að gott samstarf hafi verið i nefndinni allan tímann, þrátt fyrir að um væri að ræða afar viðkvæman málaflokk. I skýrslu yfir störf nefndar- innar frá því hún tók til starfa kemur fram, að á tímabilinu 1. janúar 1986 til 1. október 1988 hefur útvarpsréttarnefnd veitt 13 aðilum leyfi til hljóð- varps og 6 aðilum til sjón- varps. Þá hefur 35 aðilum ver- ið veitt leyfi til skólaútvarps og 26 aðilum til tækifæris- útvarps. Nefndin hefurekki hafnað neinni umsókn, en þó hefur hún ekki afgreitt um- Skattanefnd at- vinnuveganna telur að skattaáform stjórnvalda muni lenda illilega á heim- ilunum í landinu og valda alvarlegum at- vinnusamdrœtti. sóknir um útvarp í gegnum þráð, þar sem afstaða Pósts og síma sem umsagnaraöila vegna tæknilegra eiginleika slikra útvarpsstöðva liggur ekki fyrir. Nefndinni barst þó ein umsókn frá húsfélagi í fjölbýlishúsi, sem sótti um að fá leyfi til að starfrækja iarðstöð til móttöku á sjón- varpsefni um gervihnött. Þvi erindi var svarað á þann veg að í þvi tilfelli væri um útvarpsrekstur að ræða, þar sem 123 íbúðir væru í hús- inu. Það kom fram að nefnd- inni hafa ekki borist neinar kærur á grundvelli 3. mgr. I gærmorgun hélt Verslun- arráð morgunverðarfund með forystumönnum fyrirtækja þar sem skattaáform stjórn- valda voru til umræðu. Var þar máluð upp svört mynd af afleiðingum skattastefnu rík- isstjórnarinnar fyrir atvinnu- lífið sem ræðumenn töldu að myndi leiða til aukinna gjald- þrota fyrirtækja og víðtæks atvinnuleysis á næsta ári. 3 gr. útvarpslaga frá aðilum sem telja að útvarpsstöð hafi misgert við þá í útsendingu. Hún hefur heldur ekki séð ástæðu til að endurkalla leyfi. Nokkrar umræður urðu á fundinum um skýrari reglur á fyrirkomulagi auglýsinga í sjónvarpi. Kjartan Gunnars- son sagði aö Ijóst væri sam- kvæmt útvarpslögum mætti skjóta auglýsingum inn í ann- að efni. Þó kom fram að þær skuli vera skýrt afmarkaðar og þær falli á eðlilegan hátt inn f það efni. Útvarpsréttarnefnd ENGAR KÆRUR NE ENDURKÖLLUD LEYFI

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.