Alþýðublaðið - 21.12.1988, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 21.12.1988, Blaðsíða 13
Miövikudagur 21. desember 1988 13 Bjartmar Bjartmar stendur sig Ein af söluhæstu plötunum fyrir síðustu jól var plata Bjart- mars, í fylgd með fullorðnum. Þetta var þriðja sólóplata hans en sú nýjasta, sem kom út um daginn heitir Með vottorð í leikfimi, eftir fyrsta lagi A-hlið- arinnar. Mér finnst þetta lag al- veg fyrirtaks smellur, grlpandi, með fyndnum texta og ekki síst frábærri útsetningu á blásturshljóðfærinu, básún- unni. Það er Diddi fiðla sem sérum útsetningarnarog leys- ir það verk vel af hendi, útsetn- ingarnarfallavel aðeinföldum lagasmíðum Bjartmars. Ann- ars felst styrkur Bjartmars að- allega í hnyttnum textum hans: „Tólftommutöffarinn í útvarpinu talar/ oni lagið sem minnir mig á þig / Ég ætlaði að segja eitthvað reglulega rómó / en hamborgaratilboðið trufl- aði mig.“ (Tólftommutöffar- inn). Þetta er ansi meitlað og í raun má líta á þetta í víðu sam- hengi. í rauninni er þetta lítil saga í fjórum setningum. Það sem ég vil kalla Bjart- mar er þjóðfélagsskáld því hann sækir yrkisefni sin út í þjóðfélagið og fylgist greini- lega vel með því sem er að ger- ast i kring um sig. Frammistaða Bjartmars er i góðu lagi á plötunni. Hann er fyrirtaks raulari sem hefur náð langt með frekar hrjúfri rödd sinni en hann beitir henni þannig að hann reynir ekki að gera hluti sem hann ræður ekki við. Ekki má gleyma hlut upptökusnillingsins Didda fiðlu sem eflaust hefur.leið- beint Bjartmari vel. Að mínu mati er Bjartmar fyrst og fremst skemmtilegur textahöfundur sem getur sam- ið nettar laglínur við textana og gerir úr þessu tvennu, með aðstoð góðra manna, popþ- smelli sem falla fólki vel í geð, um tíma, því að sjálfsögðu koma aðrir í staðinn. Með vottorð í leikfimi er vel „matreidd" plata. Hún er eins og ýsan, smjörið og kartöflurn- ar, manni þykir það alltaf gott en langar stundum í eitthvað annað, t.d. tólftommu pítsu. Valgeir Valgeir á réttum nótum Eftir öll þessi ár — Stuö- menn, Spilverk þjóðanna, Strax, svo aftur Stuðmenn og nú einn, án allra hafta (ég er ekki með þessum orðum að segja að áðurnefndar hljóm- sveitir hafi verið höft!) — er ValgeirGuðjónsson, brandara- banasinn mikli (sumum stelp- um finnst hann svo bangsa- legur!) búinn að gefa út sina fyrstu sólóplötu í samvinnu við Björgvin Gíslason (gítar og hljómborð), Ásgeir Óskarsson (trommur og hljómborð) og Mike Sheppard (bassi og upp- tökustjórn). Platan heitirGóðir íslendingar (vísar til 17. júnl, en það má sjá þennan titil í miklu vlðara samhengi) og á henni eru 11 lög: „Útvarp frá Al- þingi / aldin kempa I pontunni / alin upp við þetta gamla góða / það er af sem áður var / með allar mannmörgu sveitirnar / engin furða þó menn setji hljóöa/ billjónir þarna/ billjón- ir hér/ smábrauö handa hungr- uðum / en hvað sem að gerist /og hvernig sem fer/vitum við samt að við erum / svo góðir / svo góðir/ íslendingar." (Góðir íslendingar.) Hér kemur Valgeir víða við I textagerð sinni, enda maður víðsýnn að eðlisfari. Margar myndir í þessu erindi og í þvl felst háðsk ádeila á lands- menn og stjórnmálamennina okkar, vesalings greyin. Þegar Valgeir hefur ekki verið að skemmtafólki, hreint og beint, hefur hann verið að deila á ýmsa hluti: „Borgin við sundin / sem bannaði hundinn", svona línur minna mig á gamla Sþil- verkið og þann léttpólitíska undirtón sem oft einkenndi texta þeirra. Nú er sá andi kominn aftur, þó í minnamæli. Eftir að hafa hlustað á Góða íslendinga sitja titillagið, Al- askavíðirinn, Kramið hjartaog Dagur eins og nú mest í mér. Alaskavíðirinn er rokkuð saga um „gest“ sem kemur í heim- sókn á ónafngreint heimili, veltir húsbóndanum úr sessi og er reyndar byrjaður að nota hann sem vinnudýr og sendi- svein í enda lagsins. Texti millikaflans eransi myndrænn og skemmtilegur: „Úti fyrir þýtur vindurinn í gegnum þvottinn." Og svo lína á eftir þessari sem kannski á að end- ursþegla þjóðfélagslega stöðu heimilisfólksins, hver veit: „Og alaskavíðirinn svo ágætlega sprottinn.11 Kramið hjarta er hinsvegar ballaða plötunnar. Angurvært saxófónsóló Kristins Svavars- sonar er nokkuð einkennandi fyrir þann Ijúfsára anda sem ríkirí laginu: „Hvergetur lækn- að kramið hjarta / hver getur límt saman brotna sál?“ Já, þegar stórt er sþurt verður oft lítið um svör (þvílík klisja!!!!). Kannski er Valgeir þarna að yrkja um skort á kærleika i samskiptum fólks, því það er hálfgerður ástarsorgarsvipur yfir laginu: „Svo komu flóð og fjara / færandi vatn með sér / en nú er enginn til að ösla sporin / sem eru ekki lengur hér.“ Dagur eins og nú er lokalag Góðra íslendinga, einskonar mini-tónverk. Lag með skemmtilegri stígandi og minnir það mig stundum á verk gömlu meistaranna; Genesis, Yes, þó sú samliking sé nú kannski fulllangsótt. Ég á meira við uppbyggingu lags- ins en beina tónlistarlega samsvörun: „Koma tímar koma ár / koma sorgir gleðitár / andartakið fer/og aldrei aftur /aldrei aftur/aldrei aftur/dag- ur eins og nú,“ Eitt ervíst: Þaö kemuraldrei aftur svona plata frá Valgeiri Guðjónssyni. Mér líkar hún, ekki bara vegna þess að höf- undur hennar var i Stuðmönn- um eða Sþilverki þjóðanna, heldur vegna þess að þetta er einfaldlega hin ágætasta þlata frá góðum íslendingi. Síðan skein sól Gotf sólarrokk „Geta pabbar ekki grátið?" spyr Helgi Björnsson söngvari á fyrstu sólóplötu hljómsveit- arinnar Siðan skein sól, sem kom út fyrir jólavertíðina. S.S.S. varstofnuð að mig minn- ir árið 1986, þvi ég sá þá á sín- um fyrstu tónleikum þá um veturinn. Pétur Grétarsson, jassgeggjari, var á þessum tíma bakvið settið en hann hætti og í staðinn kom Ingólf- ur Siguröarson sem fyllti skarð Péturs óaðfinnanlega. Um strengjahljóðfærin sáu þeir Jakob Magnússon (bassi) og Eyjólfur Jóhannesson (gít- ar). Eru þeir enn i sínum hlut- verkum. Til að forðast allan misskiln- ing skal á það bent að umrædd hljómplata Síðan skein sól er rokkplata, melódísk og ein- föld, enda býður hljóðfæra- skipanin upp á það. Mér finnst þessi plata sérkennileg fyrir þá sök að á henni er ekki þetta brjálaða „rokksánd" sem ein- kennir svo margar rokkplötur. Þá gæti eflaust einhver spurt sem svo: „Hvernig getur þetta þá verið rokkplata?" Svarið felst í lagasmíðum þeirra fé- laga sem þó ekki allar geta tal- ist rokk. Til dæmis eru lögin Svo marga daga, Dagdraumar og Glugginn rólyndislegar lagasmíðar, sú siðastnefnda listilega krydduð með strengja- hljóðfærum sem meðlimir úr Sinfóníunni leika á. En rest er rokk og ról með einföldum en innihaldsmiklum textum sem fjalla um allt frá Ijóshærðum gæjum sem þröngva sér inn á kaffihús (Ljóshærður gæi), ráðhúsbygginguna í Tjörninni (1+1)til sjálfvirkrasímsvaraog þersónulegra samskipta (Beint frá hjartanu). Mér finnst þessi plata vinna á við hverja hlustun og kemur því senni- lega til með að sitja framar- lega í plötubunkanum hjá þér, þ.e. ef þú lesandi góður, kaupir gripinn. Þeim peningum væri hægt að eyða á vitlausari hátt. En ég legg til að næsta plata Síðan skein sól verði tónleika- plataþví hljómsveitin erennþá magnaðri á sviði. __ Geiri Sœm Hunangsplata í fyrra sendi Geiri Sæm frá sér sína fyrstu sólóplötu. Fíll- inn hét hún og af henni varð lagið Rauðurbíll geysivinsælt. Minna vinsælt varð Hasarinn en engu að síður var það gott lag. Geiri lætur ekki deigan síga og nú er hann kominn á kreik, ásamt hljómsveit sinni, Hunangstunglinu, með nýja plötu sem hann kýs að kalla þvi óvenjulega nafni, Er ást ( tunglinu? (ekki þó skemmti- staðnum??!!). Þegar hefur lag- ið Froðan náð eyrum almenn- ings og í laginu gerir Geiri að umtalsefni kröfuhörkuna sem okkur er svo töm, við viljum þetta við viljum hitt, verður bókstaflega að fá allt, helst í gær: „Hann langar í sanseraðan sportbíl / og hann verður dús / þráir heimska Ijósku / sportbíl og risastórt hús“ (Froðan). En mér finnst þetta lag ekki það besta á plötunni. Af lagasmíð- um Geirafinnast mértitillagið, Er ást í tunglinu? og Þú brýtur mig í spað sem Kristinn R. Þór- isson semurásamt Geira bera af. Síðara lagið er um ástar- samband sem er í molum, al- veg þrælgóð lagasmíð. Gítar- leikari Hunangstunglsins, Kristján Edelstein, á sinn þátt í hrifningu minni yfir þessu lagi, spilar dúnmjúkt og yfir- vegar á hljóðfærið, mjög góð- urog „teknískur" gltarleikari. Hljómborðsleikarinn, Þor- valdur Þorvaldsson semur einnig alls fimm lög á E.Á.Í.T?, meðal annarra Froðuna áður- nefndu. Af lögum hans höfðar Boxarinn mest til mín, dulítið þung í því undiraldan, drunga- legt á köflum, en jafnframt heillandi. Geiri syngur það á tilfinningaþrunginn hátt og gerir það vel. Lögin Samba og Fjölskylduvindar eru einnig mjög áheyrileg. Meðlimir Hun- angstunglsins eru, auk Geira, Kristjáns og Þorvaldar, Þor- steinn Gunnarsson trommu- leikari og Skúli Sverrisson, lærður jassbassaleikari úr bandarískum tónlistarhá- skóla. Þetta eru allt saman mjög góðir hljóðfæraleikarar sem leggja mikið í tónlistar- sköpun sína. Árangurinn læt- ur ekki á sér standa og get ég að fullu mælt með Er ást í tunglinu? GUNNAR h. ÁRSÆLSSON ^BaukriGcht JÓLATILBOÐ Þvottavél, WA 8310 WS Kr. 47.405 stgr. Uppþvottavél, GSF 1142 WS Kr. 43.985 stgr. ' f • Eldhúsvifta, DFG 1360 WS Kr. 9.215 stgr, Eldavél, DFG 1360 WS Kr. 37.810 stgr. Kæli-/frystiskápur, kvc 2411 H: 140 cm B: 55 cm D: 59 cm Kr. 35.720 stgr. SjhFuÍÍ 3 ^SAMBANDSINS HOLTAGÖRÐUM SÍMI68 55 50 ÁRMÚLA3 SÍMI687910 - 681266

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.