Alþýðublaðið - 24.12.1988, Síða 18

Alþýðublaðið - 24.12.1988, Síða 18
1:8 Laugardagur 24. desember 1988 SJÓNVARPSJÓL Jólunum fylgir alla jafna eitthvað forvitnilegt í innlendu sjónvarpsefni og svo er sannarlega einnig nú. Stöð 2 sýnir heimildarmynd í tveimur hlutum um Halldór Laxness og Ríkissjónvarpið mynd eftir Egil Eðvarðsson er heitir Djákninn og tengist hún nokkuð þjóðsögunni um Djáknann á Myrká (sjá viðtöl neðar ásíðunni). Ríkissjónvarpið hefureinn- ig sýningar á þáttum sem gerðir voru eftir Nonna- bókunum sem flestir íslendingar ættuað kannast við. Leikstjóriþáttanna er Ágúst Guðmundsson, en framleiðendur eru þýskir í samvinnu við islenska sjónvarpið og þýskar, austurrískar, svissneskar og spænskar sjónvarpsstöðvar. Þættirnir eru sex og verður sá fyrsti sýndur á jóladag og síðan einn á hverju kvöldi eftir það. Hver þáttur er um 50 mín- útur að lengd. Leikarar eru frá ýmsum löndum, en Nonna og Manna bróður hans leika þeir Garðar Thor Cortes og Einar Örn Einarsson. Fólk kynnist stórum manni og persónuleika — segir Þorgeir Gunnarsson leikstjóri heimildarmyndarinnar um Halldór Laxness Stöö 2 frumsýnir nú um hátiðarnar heimildarmynd um Halldór Laxness. Fyrri hlut- inn veröur sýndur á jóladag, en sá seinni á nýársdag. Hvor hluti um sig er um 50 mínútur að iengd. Fyrri hluti myndarinnar fjallar um æsku og uppvöxt skáldsins, en i þeim síðari, sem ekki er leik- inn, verður rætt við skáldið sjálft og ýmsa þýðendur verka hans. Myndinni lýkur síðan er skáldið fékk Nóbels- verðlaunin. Alþýðublaðið ræddi við Þorgeir Gunnarsson leik- stjóra myndarinnar og spurði hann fyrst að því hvort ekki hafi verið hér um mikið verk að ræða? „Jú, þetta er búið að taka dálítið langan tíma, níu mán- aða meðganga.“ — Hefur þetta gengið samkvæmt áætlun? „Áætlunin hefur eiginlega þróast með framkvæmdinni." — Nutuð þið aðstoðar skáldsins við gerð myndar- innar? „Já, við tókum viðtöl við hann og svo komumst við í Ijósmyndakistuna hans.“ — Hvaö er þaö sem þið reynið helst aö sýna í mynd- inni? „Það er fyrst og fremst maðurinn Halldór Laxness og svo kannski þau áhrif sem hann hefur haft á þjóðina í gegnum tíðina. Sá uþþalandi og samviska sem hann hefur verið þjóðinni.“ — Er þetta fyrsta almenni- lega heimildarmyndin sem gerð er hér um Halldór Laxness? „Já.“ — Var þaö ekki löngu orð- ið timabært? „Jú, okkur fannst þaö löngu orðiö tímabært og eins er með fleiri menn sem gam- an væri að taka fyrir. En það má segja að þetta sé jafn- framt viðamesta heimilda- mynd um íslending sem gerð hefur verið.“ — Mun islenska þjóðin kynnast honum betur eða upp á nýtt i myndinni, eða kannski öðruvisi? „Já, það á margt eftir að rifjast upp fyrir fólki sem að hefur snjóað yfir í minning- unni og sumir eiga eftir að kynnast honum frá grunni, það er þá yngsta kynslóðin sem kannski veit ekki annað en að hann sé einhver gamall maður uppi í sveit sem jú einhvern tímann hefur skrifað einhverjar bækur. Það kemur til með að kynnast stórum manni og persónuleika." — Ertu ánægður meö út- komuna? „Já, ég held að ég segi það. Það má alltaf halda áfram og gera betur, en það verður líka einhversstaðar að setja punktinn og það fór vel í mig um daginn þegar ég sá myndina í heild sinni." Kostnaður við myndina um Halldór Laxness er hátt i & milljónir, en Þorgeirsagði það ekki vera mikið þegar haft væri i huga að þegar Bandarikjamenn gerðu mynd um nóbelsskáldið Hemming- way var kostnaðurinn 800 milljónir. Aðalhandritshöf- undar eru Pétur Gunnarsson rithöfundur, Ólafur Ragnars- son og Björn Björnsson auk Þorgeirs. Tæknivinna, upp- tökur og eftirvinnsla var í höndum Saga Film og klipp- ingu annaðist Hákon Odds- son. Tónlist samdi Lárus H. Grímsson, sem auk þess leikur skáldið að hluta til. Helstu leikarar eru annars Guðmundur Ólafsson sem leikur Halldór Laxness að mestum hluta, Orri Hugi Ágústsson leikur skáldið 7 ára og Halldór Halldórsson dóttursonur skáldsins leikur afa sinn 3 ára Guðný Hall- dórsdóttir leikur ömmu sína, móður skáldsins. Aðstand- endur myndarinnar fóru nokkuð víða við gerð myndar- innar, m.a. í klaustrið þar sem skáldið dvaldist í Lúxembúrg, til Taórmínu á Sikiley þar sem m.a. Vefarinn mikli frá Kasmir var skrifaður, auk þess sem komið var við í Skotlandi og rætt við Magnús Magnússon. Þáeru ónefndir ýmsir staðir hér inn- anlands. Lagði mig allan i myndina — segir Egill Eðvarðsson leikstjóri Djáknans Rikissjónvarpið sýnir á annan í jólum myndina Djákninn í leikstjórn Egils Eðvarðssonar. Aðalhlutverk i henni leika Vafdimar Örn Flygenring, María Ólafsdóttir og Guðrún Ásmundsdóttir. Djákninn á sér hliðstæður í þjóðsögunni um Djáknann á Myrká. Alþýðublaðið hafði samband við leikstjóra mynd- arinnar og spurði hann, að hve miklu leyti djáknarnir tveir væru sama persónan? „Þetta er ekki sama per- sónan. Djákninn fyrir mér i þessu er gæiunafn á dreng sem er áhugamaður um vél- hjól og hefur þetta sem upp- nefni, eins og Sniglarnir hafa gjarnan. Hins vegar fyrir ein- hverja, þá er sá skilningur op- inn að þetta sé ekki drengur i dag, heldur sé djákninn sjálf- ur upprisinn og mættur til 20. aldarinnar, þannig að það fer voða mikið eftir því hvað mönnum finnst. Ég bý þessa mynd til þannig, að mönnum geti fundist sitthvað þegar þeir horfa á hana, það er svo- lítill tilgangur myndarinnar." -Fylgir hún gömlu þjóðsög- unni í söguþræðinum? „Já, hún gerir það. Þessi þjóðsaga er svo lítil og ein- föld, hún segir bara frá tveim- ur persónum, henni og hon- um, djáknanum og Guðrúnu. Síðan segir voða lítið af þeim fyrr en hann fer til að bjóða henni til jólagleði. Síðan vit- um við hvernig fer, hann kem- ur og sækir hana þrátt fyrir að hafa látist í slysi á leið- inni. Þetta er allt í þessari nýju sögu minni, atburðarás- in er alveg heil þannig. Ég hef nú heldur meira í kring- um þetta allt saman, en það kemur aö þvi að sama staða er uppi. Hann býður henni á grimudansleik á annan í jól- um. Hann ætlar að sækja hana á fyrirfram ákveðnum tíma, en í millitíðinni ferst hann af slysförum fyrir utan borgina án þess að nokkur viti, nema áhorfandin'n. Hug- myndin um grímudansleikinn er sú að hann kemur eðlilega grimuklæddur, sem verður til þess að hún áttar sig ekki á þvi að hann er látinn fyrr en gríman felllur." Endanlegri handritagerð lauk í nóvember á síðasta ári og höfðu þá þrjú handrit ver- ið fullunnin. Undirbúningur að gerð myndarinnar hófst síöan í desember fyrir ári. Ekki var unnið stöðugt að myndinni, en fyrstu tökur hófust i febrúar og voru þá allar útitökur teknar bæði í Reykjavík og utan borgarinn- ar. Innisenur voru síðan tekn- ar í maímánuöi. Kostnaður við gerð myndarinnar var um 7 milljónir. „Það var ákveöin upphæð sem fékkst til verksins og allt var unnið innan þeirra marka. Þessi mynd hefur þá sérstöðu að mér var falið aö gera myndina og gerði þá kröfu að ég réði mér sjálfur við gerð hennar, þannig að það varð að samkomulagi að ég gerði þessa mynd og skil- aði henni fullbúinni til Sjón- varpsins. Ég var frjáls að öllu leyti, en auðvitað gerði ég kostnaöaráætlun með Sjón- varpinu og þegar við vorum sammála um þær tölur sem þóttu sanngjarnar, réði ég mér fólk. Ég leitaði til Saga Film og þeir eru því framleið- endur myndarinnar. Þar vann ég hana alla. Síðan var hún afhent Sjónvarpinu fullbúin og ég tel að svona stórt verk hafi ekki áður verið afhent aðila úti í bæ og hann síðan skilar því inn fullunnu. Þrír leikarar eru ( aðalhlut- verki, það er Valdimar Örn Flygenring sem ég kalla fyrir Djáknann, stúlkan sem í myndinni heitir Guðrún og er kölluð Gugga er ieikin af Maríu Ólafsdóttur^er þarna að leika í fyrsta sínn og ég held að menn eigi eftir að sjá að það tekst geysilega vel. Síðan er viðbótar hlutverk sem ég tala líka um sem að- alhlutverk, það er Guðrún Ás- mundsdóttir sem leikur geð- veika frænku stúlkunnar og eru þær nöfnur. Fólk á eftir að sjá þegar líður á þessa mynd, að ég set þessa við- bótarpersónu inn sem ákveðna samlíkingu við örlög stúlkunnar. Það er ákveðin lifsreynsla éem þessi full- orðna kona hefur lent í, sem er að púslast saman alla myndina, skýrir að það gætu verið yngri stúlkunnar líka miðaö við þá reynslu sem hún svo lendir í. Það er svo- lítil samlíking í þessu.“ — Ertu ánægður með út- komuna? „Ég er mjög ánægður með útkomuna. Annað væri van- virðing við alla þá alúð og vinnu sem lögð hefur verið í myndina. Ég vil leyfa mér að fullyrða að ég hef ekki séð jafn vandaða vinnu í sjón- varpskvikmynd hér, hvorki fyrr eða síðar. Þá er ég ekki að tala um sjálfan mig, ég er að tala um fólkið sem ég vann með, kvikmyndatöku, Ijós, hljóð og leikmynd. Menn eiga eftir að sjá þegar þeir horfa á myndina, hvað sem þeim þykir annars um hana, að það sé enginn vafi á að þarna er á ferð framúrskar- andi falleg tæknivinna sem er gaman að skila. Hitt er svo annað mál, ef þú ert að spyrja um sjálfan mig og minn hlut, hef ég svaraö því til, að ég læt áhorfandann alveg um að segja til um það, en innst inni erég mjög sátt- ur við það sem ég var að gera sjálfur. Ég get eiginlega ekki verið annað, vegna þess að ég var að vanda mig svo mik- ið. Ég lagði mig allan í þessa mynd og er alveg tilbúinn aö taka hvaða gagnrýni sem er, af þvi að ég er nokkuð örugg- ur um að ég gat ekki gert mikið beturnúna" sagði Egill Eðvarðsson.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.