Alþýðublaðið - 17.01.1989, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 17.01.1989, Qupperneq 2
2 Þriðjudagur 17. janúar 1989 /MflEIHIIII Útgefandi: Blað hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Fréttastjóri: Kristján Þorvaidsson Blaðamenn: Biarni Sigtryggsson og Friörik Þór Guömundsson. Setning og umbrot: Filmur og prent, Armúla 38. Prentun: Blaðaprent hf., Siðumúla 12. Áskriftarsfminn er 681866. Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakið. A Formenn A-flokkanna hafa nú haldið þrjá fyrstu fundi sínaaf níu í fundarherferðinni „Á rauðu ljósi.“ Fundarher- ferðin er farin í því skyni að vekja umræðu um hugsanlegt samstarf, samvinnu og jafnvel sameiningu Alþýðuflokks og Alþýðubandalags. Þessi fundarherferð hefur orðið málsvörum Sjálfstæðisflokksins tilefni nokkurrar ókyrrð- ar og vanlíðunar. Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæð- isflokksins hefur ítrekað lagt á það áherslu í greinaskrif- um í málgagni sínu Morgunblaðinu, að fundarherferð for- manna A-flokkana sé tilefni borgaralegra afla til að sam- einast í einum flokki. Þessi sömu sjónarmið hafa komið fram í skrifum Friðriks Sophussonar varaformanns Sjálf- stæðisflokksins sem einnig hafa birst í Morgunblaðinu og tekið var undir sjónarmið formanns og varaformanns Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins síðastliðinn sunnudag. Forysta Sjálfstæðisflokksins og Morgunblaðsins er því sammála að ógnin frá fundarher- ferð þeirra Jóns Baldvins Hannibalssonar og Ólafs Ragn- ars Grímssonar sé slík, að borgaraleg öfl í öllum flokkum verði að sameinast. Formenn A-flokkana geta vel við un- að; það er ekki á hverjum degi að hjartsláttur íhaldsins er svo hávær og samfelldur. En formenn A-flokkana geta verið ánægðir með annað og þýðingarmeira en taugaveiklun forystusveitar Sjálf- stæöisflokksins. Á þremur fundum hafa þeir Jón Baldvin og Ólafur Ragnar stolið senunni frá öllum íslenskum stjórnmálamönnum. Fjölmiðlaljósið hefur beinst skærar að þessum tveimur stjórnmálaleiðtogum en menn eiga að venjast. Og það er ekki vegna rauðra blysa eða eldflauga- sýninga eins og málsvarar íhaldsins vilja halda fram í máttvana reiði sinni yfir velgegni formanna A-flokkanna. Það hefur einfaldlega vakið óskipta athygli fjölmiðlafólks og íslenskrar alþýðu, að formenn tveggja flokka, önnum kafnir ráðherrar, eru viljugirað leggjaland undirfót áerfið- astaog harðastaferðarmánuði ársins, til að standaauglit- is til auglitis við íslenskan almenning um land allt; reiðu- búnirað deila hugmyndum sínum með alþýðunni og svara áleitum spurningum hennar. Sjá menn Þorstein Pálsson og félaga hans gera slíkt hið sama? Hugsun formanna A- flokkannaerþessi: íslensk stjórnmálasagasýnirað klofn- ingur vinstrihreyfingar er harmsaga sem hefur gefið hægriöflunum lausan tauminn. Forsendur fyrir samvinnu eöa sameiningu vinstriaflanna í einn öflugan vinstri flokk eru fyrst nú til staðar. Breytt heimsmynd og aukin þíða og afvopnun stórveldanna ýtir enn undir breyttar aðstæður heima fyrir. Voveifileg reynsla Alþýðuflokks og Framsókn- arflokks af samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn í síðustu rík- isstjórn og gjaldþrot frjálshyggjunnar sannar ennfremur getu- og framtaksleysi hægri aflanna í dag. Samstarf A- flokkanna í núverandi ríkisstjórn býður ennfremur upp á vaxandi samvinnu þessara tveggja flokka. í framtíðinni verðurtekistáum hvort hérlendis ríki köld markaðshyggja hægri aflanna eöa opið velferðarríki jafnaðarstefnunnar. Sameinaður, stór jafnaðarmannaflokkur mun að sjálf- sögðu skapa allt aðrar forsendur fyrir uppbyggingu vel- ferðarríkis en samsteypustjórnir mislitra flokka til hægri og vinstri. Þetta hafa formenn A-flokkanna skilið. Hin sterku viðbrögð almennings við fundarherferðinni „Á rauðu ljósi“ benda til þess að íslendingum sé að verða æ Ijósar nauðsyn þess, að samstarf eða sameining félags- hyggjuflokkanna verði að raunveruleika. RAUÐU LJÓSI ÖNNUR SJÓNARMIÐ AGNES Bragadóttir, blaða- maöur á Morgunblaöinu hef- ur nú beöist opinberlega af- sökunar á því að innlima Óla Þ. Guðbjartsson þingmann Borgaraflokksins í Alþýðu- flokkinn. Um síðustu helgi kom Agnes og Morgunblaðið öllum krötum og borgurum og öðrum landsmönnum á óvart með því að tilkynna að Óli Þ. yrði í 1. sæti Alþýðu- flokksins á Suðurlandi viö næstu alþingiskosningar. Óli Þ. kannaðist ekkert við málið og Alþýðuflokkurinn ekki heldur. Óli Þ. mótmælti hástöfum frétt Morgunblaðs- ins og á sunnudaginn um helgina kom Agnes Braga- dóttir í allri auðmýkt og baðst afsökunar á því að heimild hennar hefði reynst röng. Það er sannarlega ekki að hverjum degi sem fréttamenn biðjast afsökunar á röngum heimildum og pistillinn frétt- næmur í sjálfum sér. En heyrum nú hvernig Agn- es lýsir því hvernig henni varð á í messunni og gerði Óla Þ. að krata: „Heimild höfundar þessa pistils að frétt á þessum vett- vangi sl. sunnudag, ásamt til- vísunarfrétt á baksíðu blaðs- ins, þar sem fullyrt var að Óli Þ. Guðbjartsson, þingmaður Borgaraflokksins, myndi ganga til liðs við Alþýðu- flokkinn og verða í 1. sæti krata á Suðurlandi við næstu alþingiskosningar var sam- kvæmt reynsfu minni svo óskeikul, áreiðanleg og örugg, að ég bar ekki einu sinni við að nota þetta dæmi- gerða orðalag: „Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Morgunblaösins." Þetta mat mitt á heimildarmanni var jafnframt mat ritstjóra blaðs- ins.“ Bíðum við. Samkvæmt Agnesi er ritstjóri Morgun- blaðsins orðinn samsekur blaðamanninum. Kannski hann skrifi á næstu dögum leiðara í allri auðmýkt og biðji Óla Þ. og Alþýðuflokk- inn afsökunar á ótímabærum samruna þeirra. En gefum Agnesi orðið áfram: „Eftir að Óli Þ. bar frétt þessa til baka höfum við á ritstjórn Morgunblaðsins kannað nánar hvað hafi farið úrskeiðis. Niðurstaðan er þessi: Mér urðu á mistök og ég bið lesendur Morgun- blaðsins afsökunar á þeim. Fyrst og siðast bið ég þó aö sjálfsögðu Óla Þ. Guðbjarts- son afsökunar á því að hafa innlimað hann í Alþýðuflokk- inn, aö honum forspurðum, en verð þó um leið að visa því á bug, sem haldið hefur verið fram, að annarlegar hvatir hafi ráðið ferðinni i skrifum minum. Við könnun okkar á heim- ildum kom eftirfarandi á dag- Óli Þ.: Persona non krata. inn í vikunni: Höfuðheimildin í þessu tilviki byggði frásögn sína á upplýsingum, sem taldar voru áreiðanlegar en voru það ekki. Ég taldi að örugg vitneskja væri til stað- ar og byggði frásögn mína á þvi.“ Og síðan fylgir hugleiðing um vanda fréttamanna: „Þessi uppákoma hefur i allrikum mæli bundið huga minn við vanda okkar frétta- manna, sem svo iðulega þurf- um að byggja fréttaöflun og fréttaskrif á heimildarmönn- um, sem vegna eölis ákveð- inna frétta, starfs síns eða annarra þátta, sjá sér ekki fært að koma fram undir nafni og feðra þannig frétt- ina, eða á ég kannski einnig að segja mæðra, til að styggja nú enga?“ Endum þessar glefsur úr pistli Agnesar I Morgunblað- inu um helgina með þessari hugljúfu áminningu til allra blaðamanna fjaer og nær sem vilja gera Óla Þ. að krata eða þannig: „Með reynslu, samvinnu, ræktun sambanda og enn meiri reynslu ná vonandi flestir fréttamenn, í öllu falli þeir sem líta á fréttamennsku sem fag og ævistarf, þeim þroska og þeirri innsýn í starfið, að þeir sjálfir verða manna hæfastir og dómbær- astir á hvað er áreiðanleg heimild og hvað ekki.“ Þetta hlýtur einnig að gilda um ritstjóra Morgunblaðs- ins? ÞORSTEINN Pálsson hef- ur nú tekið upp blaðamanna- störf að nýju hjá Morgunblað- inu, eða alla vega á laugar- dögum að því viröist. Þor- steinn hefurátt opnugreinar á leiðarasiðu tvo laugardaga I röð og er ekki annað að sjá en hann hafi fest sig þar í sessi. Þorsteinn skrifaði um það í fyrsta laugardagspistli sínum að nauðsynlegt væri að sam- eina öll borgaraleg öfl I einn flokk, og segir I hinum síðari pistli sínum að þessi áskor- un hans hafi fengið veruleg- an hljómgrunn meðal fólks- ins. Ekki hefur Þorsteinn neinn heimildarmann fyrir þessari fréttamennsku sinni og þarf ekki að biðjast afsök- unar I allri auðmýkt, ef fréttin reynist röng. Grein Þorsteins sl. laugar- dag fjallar reyndar um meint- an valdahroka Ólafs Ragnars Grímssonar gagnvart banka- kerfinu. Engum þarf að koma á óvart að Þorsteinn taki upp hanskann fyrir fyrrum ráð- herra Sjálfstæðisflokksins sem nú verma bankastjóra- stóla ríkisbankakerfisins. En Þorsteinn tekur fleiri undir •sinn verndarvæng: „Af þessum dæmalausa framgangi Ólafs Grímssonar í skattamálunum má margan lærdóm draga. Hann sýnir auðvitað mikla pólitiska ófyr- irleitni, en er líka til vitnis um að Alþýðubandalagið lítur svo á að Alþýðusambandið eigi að vera auðsveipur þjónn eða hafa verra af ella. Þaö er i samræmi við annað. Þeir sem ekki gerast jábræður fjármálaráðherrans Ólafs Grímssonar þurfa að sæta persónulegum svívirðingum, aðdróttunum og jafnvel hót- unum og gildir þá einu hvort í hlut eiga bankastjórar Landsbankans eða forystu- menn Alþýðusambandsins.“ Það er ekki lélegt fyrir Ás- mund Stefánsson og félaga að eignast bandamann eins og Þorstein Pálsson. Kannski undir kjörorðinu „öreigar allra flokka — sameinist!“ Þorsteinn: Til varnar Ásmundi. Einn með kaffinu Eftir að Agnes Bragadóttir á Mogganum baðst opinber- lega afsökunar á fyrri staðhæfingum sínum, að Óli Þ. Guðbjartsson þingmaður Borgaraflokksins væri á leið í Alþýðuflokkinn, má segja að Óli Þ. sé „persona non krata“.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.