Alþýðublaðið - 07.02.1989, Síða 2

Alþýðublaðið - 07.02.1989, Síða 2
2 MÞBUBUBD) Útgefandi: Blað hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Fréttastjóri: Kristján Þorvaldsson Blaðamenn: Friörik Þór Guðmundsson Setning og umbrot: Filmur og prent, Ármúla 38. Prentun: Blaðaprent hf., Slðumúla 12. Áskriftarsíminn er 681866. Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakið. YFIRLÝSING FORSÆTISRÁÐHERRA Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra flutti i gær á Al - þingi yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum.Ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar tók viö í lok septembermánaðar á síðasta ári. Þá voru ákveðnar fyrstu aðgerðir i efnahagsmálum sem tóku fyrst og fremst mið af því að skapa útflutningsgreinum þolanlegan rekstur en ennfremur til að veita nýrri ríkisstjórn svigrúm í nokkra mánuði til að afgreiða hallalaus fjárlög, draga úr verðbólgu, lækka vexti, lagfæra raungengi krónunnar, kanna stöðu atvinnuveganna og lagfæra skuldastöðu þeirra og undir- búa varanlegri aðgerðiríatvinnu-ogefnahagsmálum. Þau mark- mið sem ríkisstjórnin setti sér, hafa að mestu náðst. Verðbólgan hefur verið undanfarna fjóra mánuði 9.5 af hundraði og er það lægsta verðbólga á íslandi siðan 1971. Raunvextirnir hafa lækk- að úr9,5% áverðtryggðum skuldabréfum í 7,5%. Nafnvextir hafa ennfremur lækkaó úr 33-34% niðurí 15-16%. Þettaergríðarlega mikilvægur árangur sem skapað hefur fyrirtækjum sem ein- ; staklingum betri rekstrarskilyrði. Raungengi krónunnar hefur ■ lækkað mjög og ekki síst í kjölfar aðgerða núverandi ríkisstjórn- ar. Á einu ári hefur raungengið lækkað um 15% á mælikvarða ; launa og um 10% á mælikvarða verðlags. Lækkað raungengi hefur hins vegar ekki skilað fullum árangri fyrir útflutningsfyrir- tækin og atvinnuvegina og kemur þar helst til verðfall á erlend- um mörkuðum. Það erþví í raun eðlilegt og nauðsynlegt að ríkis- stjórnin hafi gripið til þeirrar ákvörðunar að lagfæra gengið lítil- lega og bæta þarmeð rekstrarstöðu fyrirtækja í útflutnings- og samkeppnisgreinum og draga jafnframt úr viðskiptahalla þjóð- I arbúsins. Einnig er óvissu í gengismálum eytt. | M ikilvægasti boðskapur forsætisráðherra á Alþingi í gær eru ákvarðanir ríkisstjórnarinnar að koma á umbótum í peninga- og vaxtamálum. Þæraðgerðirmiðaaðþvíaðkomaálægri raunvöxt- um og stuðla að betra jafnvægi á lánamarkaði. Án þess að yfir- lýsing forsætisráðherra í efnahagsmálum sé rakin hér frekar, er j Ijóst að ríkisstjórnin hefur ætlað Seðlabankanum lykilhlutverk í j framkvæmd stefnu ríkisstjórnarinnar í peninga- og vaxtamálum. Nú reynir verulegaáþau orð formanna A-flokkanna, hvort stjórn- j arandstaðan sé í bankakerfinu. Stjórnarandstaðan hefur verið ■ óspör á að gagnrýna aðgerðir ríkisstjórnar Steingríms Her- mannssonarsem afturhvarf til fortíðarþegarpólitísk miðstýring fjármagnsins réði ríkjum. Það er því ánægjulegt, að einn mikil- vægasti hluti ræðu forsætisráðherra um vaxta- og peningamál fjallaði þvert ámóti um verulegaopnun ápeninga-og fjármagns- markaðnum. Þessi opnun kemurekki síst fram í tillögum um að- iögun íslenska lánamarkaðarins aö breyttum aðstæðum í um- 'ieiminum; að islensku atvinnulífi verði tryggð sambærileg að- staðaáfjármagnsmarkaði og er í helstu viðskiptalöndum, heim- 'ldir fyrirtækja að taka erlend lán á eigin ábyrgö rýmkaðar, nýjar æglur um fjármagnshreyfingar og viðskipti fjármálaþjónustu milli íslands og annarra landa mótaðar á grundvelli tillagna ráð- nerranefndar Norðurlanda um Efnahagsáætlun Norðurlanda 1989-1992. Og síðasta en ekki sist felst í þessum tillögum, að ænnað verði hvort heimila megi viöurkenndum, erlendum bönk- jm starfsemi hér á landi. Þessar tillögur um opnun á íslenskum oeninga- og fjármagnsmarkaði eru tímamót og stórt skref fram á við til opins nútímaþjóðfélags. Þriðjudagur 7. febrúar 1989 ÖNNUR SJÓNARMIÐ JULIUS Sólnes formaður Borgaraflokksins ræðir um pólitikina í viötali við Tímann um helgina. Það sem fer einna verst í bein flokksfor- mannsins er að Borgaraflokk- urinn „sé í hlutverki holds- veika mannsins". Til að útskýra þessi um- mæli skulum við grípa niður I viðtalið þar sem Júlíus er spurður út í þær sögusagnir að Óli Þ. Guðbjartsson sé á leiðinni yfir í Alþýðuflokkinn og Inga Birni standi til boða að taka sæti Friðjóns Þórðar- sonar á lista Sjálfstæðis- flokksins á Vesturlandi. Júlíus Sólnes svarar: „Ég held að þessar sögur séu fyrst og fremst búnar til af andstæðingum okkar, því það er ekkert iaunungarmál að við erum fyrir ýmsum í pólitikinni. Það er t.d. keppi- kefli sjálfstðismanna að losna við okkur og þess vegna hlýtur að vera alveg til valið aö koma slíkum sögum af stað til að gera okkur tor- tyggilega. Maður skilur alveg hvað liggur þarna að baki. Það má ef til vill segja að Borgaraflokkurinn sé í hlut- verki holdsveika mannsins í pólitikinni, það vilja helst all- ir losna við okkur. Þess vegna er reynt að kynda und- ir allar sögusagnir um sundr- ung í okkar röðum og að vissir einstaklingar séu að kljúfa sig út úr flokknum. Þar er reynt að neyta allra bragða. Þegar þetta er skoð- að betur sjá allir að þetta fæst ekki staðist. Sjálfstæð- isflokkurinn hefur a.m.k. hingað til ekki getað skammtað þingsætum eftir vild á miðju kjörtímabili." Ef Júlíus Sólnes er þeirrar skoðunar að borgaraflokks- menn séu pólitískt holdsveik- ir, er ekki nema von að hann vilji koma til Steingríms og ganga í hans söfnuð — likt og holdsveikir menn gengu á fund Frelsarans forðum — og fengu lækningu. MORGUNBLAÐIÐ viii að fjármálaráðuneytið verði í framtíðinni falið öðrum en stjórnmálamönnum. Þessi sérkennilega yfirlýsing er birt í leiðara Morgunblaðsins sl. laugardag. Höfundur forystu- greinarinnar byggir rök sín á því að Jón Baldvin og Ólafur Ragnar séu vondir fjármála- ráðherrar. Eða eins og stendur i leið- ara Morgunblaðsins: „Þ«ð fer ekkert á milli mála, að hverjum stjórnmálamann- inum á fætur öðrum mistekst að ráða við ríkisfjármálin. Mistök þeirra Jóns Baldvins Hannibalssonar og Ólafs Ragnars Grímssonar eru hins vegar meira áberandi en ann- arra vegna þess, að þeir gáfu stóryrtari fyrirheit en aðrir. Nú er væntanlega öllum Ijóst, að stjórnleysi i rikisfjár- málum er kjarninn i efna- hagsvanda þjóðarinnar. Þess vegna er ekki fráleitt að varpa því fram, hvort tíma- Július: Við erum álitnir holds- veikir! Ellert: Fjármálaráðherra ekki ein- ráða. bært sé orðið að fela öðrum en stjórnmálamönnum fjár- málaráðherraembættið. I Bandarikjunum t.d. hafa fjár- málaráðherrar hvað eftir ann að komið úr röðum manna, sem hafa sérhæft sig í fjár- málum eða úr hópi stjórn- enda stórra fyrirtækja. Það 24 gæti verið fróðlegt að sjá, hvernig fjármálaráðherra, sem hefði reynslu af rekstri stórfyrirtækis, gengi að fást við fjárhagsvanda islenska ríkisins. En svona getur þetta ekki gengið öllu lengur.“ Nú vaknar eðlilega sú spurning, hvaða menn kæmu til greina í stöðu fjármálaráð- herra? Eru einhverjir forkólfar í íslensku atvinnulífi lausir við hina þvölu hönd flokka- hagsmuna? Og reyndar má bæta við: Ekki voru það Jón Baldvin eða Ólafur Ragnar sem verst hafa reynst í stóli fjármála- ráðherra. Við munum enn hvernig Albert og Þorsteinn Pálsson skiluðu ríkissjóði — og það í bullandi góðæri! ELLERT b. Schram ritstjóri DV leggur einnig nokkur orð á vogarskálarnar í umræð- unni um fjármálaráðuneytið. Hann skrifar í leiðara blaðs síns I gær: „Rekstur íslenska ríkisins er ekki mikill eða merkilegur í samanburði við önnur þjóð- félög. Fjárlögin eru minni en í meðalstóru fyrirtæki erlend- is. Auðvelt er að hafa yfirsýn yfir slíkan rekstur. Það er á færi eins eða tveggja fjármál- stjóra hjá vel reknum fyrir- tækjum. Ef fjármálastjóri í einkageiranum skilaði frá sér þeim halla, sem nú blasir við hjá íslenskra ríkinu, væri hann umsvifalaust rekinn. Hér á íslandi er fjármála- ráðherra ekki alráður. Hann býr við fjölmennisstjórn þar sem meðráðherrar hans eru með í ákvarðanatökunni. Hann er háður pólitískri stjórn, hann er upptekinn við aðra stjórnsýslu, bundinn lögum og lögbundnum út- gjöldum og mannahaldi, sem gera honum erfitt fyrir.“ Við spyrjum: Hvað myndi íþyngja fjármálaráöherra úr einkageiranum.? ,l> .i. morgunbu Útgefandi Framkvœmdastjóri Rltstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýslngastjóri Árvakur, Reykjavik Haraldur SVeinason. Matthlas Johannessen, Styrmlr Gunnarsson. Bjöm Bjamason. Þorbjöm Guðmundsson, Bjöm Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Slgtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingl Jónsson. Baldvin Jónsson. Rltstjóm og skrlfstofur Aðalstraati 6, slmi 691100. Auglýsirigar Aðalstrœti 6, sfmi 22480. Afgrelðsla: Krínglan 1, slmi 83033. Áskrtftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. (lausasölu 70 kr. eintakið. Halli ríkissjóðs Arangurinn af sameigin- legri fjármálasljóm formanna Alþýðuflokks og ári. Hvemig má þetta vera? Morgunblaðinu kemur ekki til hugar, að fyrrverandi fjár- Morgunblaðið: Fjármálaráðherra komi úr einkageiranum. Farþeginn lá grænn í andliti yfir borðstokkinn og kúgaðist. Stýrimaðurinn átti leið framhjá og sagði hug- hreystandi við hinn sjóveika: „Það hefur nú enginn drepist úr sjóveiki ennþá!“ „Ekki taka frá mér einu vonina...“ stundi farþeginn. Einn mei kaffinu

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.