Alþýðublaðið - 22.02.1989, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 22.02.1989, Blaðsíða 4
4 Miðvikudagur 22. febrúar 1989 í MIÐRI VIKU VARAFLUGVOLLUR OG ATVINNULÍF Árni Gunnarsson alþingismaður skrifar IVaraflugvöllur í Aðaldal myndi gjör- breyta öryggismálum og aðstæðum á landsbyggðinni og hafa afgerandi áhrif á atvinnumál, útflutning og markaðs- mál. Auk þess myndi ferðamannaiðn- aðurinn stóreflast og flugsamgöngur aukast. Hins vegar gæti slík flugvall- argerð haft neikvæð áhrif á viðkvæmt og fagurt náttúrulíf og fyrirsjáanlegir verulegir hagsmunaárekstrar milli landeigenda annars vegar og íbúa þéttbýlissvæða hins vegar. A undant'örnum árum og áratug- um hefur það verið óbreyttur og lítt umdeildur þáttur í utanríkismála- stefnu Alþýðuflokksins, að íslend- ingar skuli vera aðilar að Atlants- hafsbandalaginu, og þar með axla þá ábyrgð og takast á hendur þær skyldur, sem slíkri aðild fylgja. Á sama hátt gerum við kröfu til þess, að stórveldin hraði kjarn- orkuafvopnun á höfunum, og dragi úr og stöðvi umferð kjarnorkuknú- inna skipa um þau hafsvæði, sem íslendingar sækja lífsbjörg sína í. Sem aðila að Atlantshafsbandalag- inu tel ég íslendinga hafa betri að- stöðu til að berjast fyrir þessum lífshagsmunum sínum, en væru þeir utan bandalagsins. Hér er til umræðu gerð varaflug- vallar, sem Mannvirkjasjóður At- lantshafsbandalagsins er tilbúinn að greiða fyrir. Helst kemur til greina, að þessi varaflugvöllur verði Atvinnufyrirtæki hafa átt við sívaxandi örðugleika að etja, og er nánast sama hvar borið er niður um sýnatöku. Útgerð á Þórshöfn er nánast gjaldþrota og verið að selja góð aflaskip frá staðnum. Á Raufar- höfn er ástandið þokkalegt, a.m.k. um stundir. Á Kópaskeri, eða Presthólahreppi, er staðan sú að sveitarfélagið er að verða gjald- þrota. Þar vega þyngst erfiðleikar kaupfélags, rækjuvinnslu og út- gerðar. i Húsavík hefur atvinnu- ástandið verið erfitt í langan tíma, stór fyrirtæki hafa óskað eftir greiðslustöðvun og önnur ramba á barmi gjaldþrots, m.a. vegna áhrifa frá hvalveiðistefnu okkar. Á Akur- eyri hefur hverskonar iðnaður átt í erfiðleikum. Samdráttur er mest áberandi í byggingariðnaði og járn- iðnaði, og þá t.d. hjá Slippstöðinni. Allir þekkja stöðu ullar- og skinna- „Það er út í hött að deila um þaö hvort varaflug- völlurinn veröi hernað- armannvirki eða ekki. Verkið verður greitt úr Mannvirkjasjóði At- lantshafsbandalagsins — þótt hernaðarumsvif verði þar engin á friðar- tímum, hermenn ekki sjást þar og reksturinn alfarið í höndum íslend- inga. Þetta er hernaðar- mannvirki, en ekki „meiriháttar" hernaöar- mannvirki,“ skrifar Arni Gunnarsson alþingis- maður m.a. í grein sinni um fyrirhugaðan vara- flugvöll í Aðaldal. gerður í Aðaldal í Suður-Þingeyjar- sýslu, skammt frá Htísavík. Þessi flugvöllur er talinn nauðsynlegur þáttur í flugöryggismálum, ekki eingöngu fyrir herflugvélar, heldur allt almennt flug, sem nú er ein- skorðað við Keflavíkurflugvöll. Ástand atvinnumála_____________ Ég kem beint að efninu, þ.e. áhrif þessa mannvirkis á atvinnulíf. Til að renna stoðum undir málflutning minn, vil ég gera nokkra grein fyrir atvinnuástandi í kjördæmi mínu, Norðurlandskjördæmi eystra, eins og það blasir nú við. iðnaðar. í Dalvík hefur atvinnu- ástand verið nokkuð gott, en á Ólafsfirði afleitt. Fleiri staði mætti telja, en ég nefni þessi dæmi til að sýna á skýr- an hátt hve alvarleg þessi samdrátt- aráhrif geta orðið fyrir alla byggða- þróun í kjördæminu. Kunn eru við- brögð fólks við minnkandi atvinnu og minnkandi tekjum. Unga fólkið hverfur á brott til þeirra staða, þar sem atvinnuhorfur eru skárri, tekj- ur sveitarfélaganna dragast saman, sem síðan hefur áhrif á þjónustu; og minnkandi þjónusta hefur aftur áhrif til fækkunar í byggðalögun- um. Möguleikar i næstu framtíð Með þessum orðum er ég ekki að segja, að varaflugvöllur í Aðaldal myndi leysa þennan vanda. Því fer fjarri. Ég er aðeins að gera grein fyrir þeim staðreyndum, sem hljóta að móta afstöðu manna til þeirra miklu umsvifa, sem tvímælalaust myndu fylgja gerð varaflugvallar í kjördæminu. Áhrifin verða mikil, bæði bein og óbein — áhrif, sem verkið sjálft hefur á allt athafnalíf á meðan framkvæmdir standa yfir — að ógleymdum þeim miklu möguleikum sem opnast þegar af- not af 3000 metra flugbraut bjóðast — þegar ný flughöfn opnast, sem getur orðið mikilvæg útflutnings- höfn fyrir byggðarlög sem nú eiga mjög undir högg að sækja í at- vinnulegu tilliti. Sjálf framkvæmd- in og það fjármagn sem henni fylg- ir, erekki aðalatriðið, heldur mögu- leikar í næstu framtíð að tengja at- vinnufyrirtæki kjördæmisins risa- stórum markaði á meginlandi Evrópu, í Bandaríkjunum og víðar — markaði, sem hafa verið í óra- fjarlægð, en yrðu steinsnar undan. Jafnvægisáhrif Síðan er annar þáttur þessa máls, sem ég tel hvað mikilvægastan, en hefur lítið verið nefndur i allri um- ræðunni. Það er hið margfræga „jafnvægi í byggð landsins“. Það sem vegið hefur þungt í því jafn- vægisleysi, sem ríkt hefur á milli landshluta og gert suð-vesturhornið að eftirsóttari dvalarstað fólks og fjármagns, eru flutningar til og frá íslandi. Fólks- og vöruflutningar hafa að langmestu leyti farið fram um Reykjavíkurhöfn og Keflavík- urflugvöll. Þetta hefur haft í för með sér mikinn kostnaðarauka fyrir landsbyggðarfólk, bæði í hækkuðu vöruverði, dýrari ferða- lögum og dýrari þjónustu almennt á þessum sviðum. Með varaflugvelli í Aðaldal, eða annarsstaðar á lands- byggðinni, gæti orðið á þessu um- talsverð breyting og hann gæti orðið þungt lóð á þá vogarskál sem stuðl- að gæti að meira jafnvægi á þessu sviði. — Þá er ótalinn sá möguleik1 að stofna tii fríhafnar sem lægi bet- ur við en fríhöfn á Keflavíkurflug- velli vegna viðskipta fyrirtækja í Bandaríkjunum og á meginlandi Evrópu. Ekki má heldur gleyma því að fullkominn flugvöllur af því tagi, sem hér er til umræðu myndi gjör- breyta öryggi í flugsamgöngum til og frá Húsavík og nærliggjandi svæðum. Auk þess myndi nokkur hópur fólks fá fasta atvinnu allt ár- ið við rekstur flugvallarins. Útflutningshöfn En lítum nánar á þau áhrif sem flugvöllur í Aðaldal gæti haft á at- vinnumál, útflutning og markaðs- mál. Víða í kjördæminu er fiski- rækt sá vaxtarbroddur nýrra at- vinnugreina, sem mestar vonir eru bundnar við. Má í því sambandi benda á lax- og silungsrækt í Lóni, Kelduhverfi og víðar, Rannsóknir á undanförnum misserum og árum benda til þess, að á þessum slóðum verði unnt að hefja stóriðju á þessu sviði. í stöðugt vaxandi samkeppni er mikilvægt að koma eldisfiski á markað eins ferskum og unnt er. Þá er hafinn útflutningur á hverskonar fiskmeti til nýrra markaða með flugvélum. Þessi útflutningur mun fara vaxandi, en fiskeldisfyrirtæki og fiskframleiðendur utan suð- vesturhorns landsins eru lítt sam- keppnisfærir á þessu sviði sökum fjarlægðar frá útflutningshöfn, þ.e. Keflavíkurflugvelli. Hér gæti flug- völlur í Aðaldal haft umtalsverð áhrif. Miklar Iíkur eru á því, að með til- komu nýs flugvallar í Aðaldal verði unnt fyrir allar þjónustugreinar í hinum svokallaða ferðamannaiðn- aði í Norðurlandi-eystra að hafa miklu meiri tekjur af erlendum ferðamönnum með því að beina straumi þeirra beint inn í kjördæm- ið. Nú hef ég nefnt hin jákvæðu áhrif, sem nýr flugvöllur í Aðaldal gæti haft á athafnalíf og mannlíf. En við verðum einnig að huga að öðrum þáttum. Þenstuáhrif_____________________ ÖII þekkjum við gullgrafara- áhrifin sem svo hafa verið nefnd, og koma fram í byggðarlögum þar sem mikið fjármagn er lagt í einstaka framkvæmd til skamms tíma. Rétt er að benda á áhrif virkjanafram- kvæmda á Suðurlandi á staði eins og Hellu og Hvolsvöll, sem byggð- ust hratt upp á meðan fjöldi fólks hafði verulegar tekjur af fram- kvæmdum við virkjanir. Eftir að þeim var lokið, lauk einnig út- þenslutímabili og við tók samdrátt- arskeið, sem hefur haft alvarleg áhrif. Svipað dæmi er t.d. þekkt frá Þórshöfn á Langanesi. — Verði flugvöllur gerður í Aðaldal, verður að gæta fyllstu varúðar í þessum efnum. Náttúruvernd Þá vil ég nefna áhrif sem slík flugvallargerð gæti haft á við- kvæmt og fagurt náttúrulíf í Aðal- dal, einkum á þá rómuðu náttúru- perlu, Laxá og Aðaldalshraun. Á þessum slóðum hefur verið vernd- arsvæði allt frá árinu 1974, og má búast við umtalsverðum mótmæl- um, sem byggja á náttúruverndar- sjónarmiðum. íslensk stjórnvöld hafa reynslu af átökum við landeig- endur á þessu svæði, og minni ég á Laxárvirkjunardeiluna, sem kost- aði ríkissjóð mikla fjármuni. Að vísu er fyrirhugað að nýja flugbrautin Iiggi fjær Laxá en nú- vferandi flugvöllur, en engu að síður myndi fylgja honum hávaðameng- un og mengunarhætta vegna olíu- birgða og af fleiri ástæðum. — Það hefði verið full ástæða til þess að ræða við landeigendur á svæðinu áður en opinberar umræður hófust um hugsanlega gerð vallarins, at- huganir og skýrslugerð. Á þessu sviði eru fyrirsjáanlegir verulegir hagsmunaárekstrar á milli landeig- enda annars vegar og fjölmenns hóps íbúa á þéttbýlisstöðum svæð- isins hins vegar. En ég tel þó, að með tækni nú- tímans megi búa svo um hnútana að komist verði framhjá þeim áhættu- þáttum, sem hér hafa verið nefndir. Hernaðarmannvirki Að lokum þetta: Það getur ekki skaðað að hefja vandaða athugun á gerð varaflugvallar í Aðaldal. Það er hins vegar út í hött að deila um það hvort varaflugvöllur verður hernaðarmannvirki eða ekki. Verk- ið verður greitt úr Mannvirkjasjóði Atlantshafsbandalagsins — þótt hernaðarumsvif verði þar engin á friðartímum, hermenn muni ekki sjást þar og reksturinn alfarið í höndum íslendinga. — Þetta er hernaðarmannvirki, en ekki meiri- háttar hernaðarmannvirki. Á ófriðartímum yrðu allir flug- vellir á íslandi hernaðarmannvirki. Þá yrði enginn spurður, ekki einu sinni á Egilsstöðum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.