Alþýðublaðið - 22.02.1989, Side 8

Alþýðublaðið - 22.02.1989, Side 8
MÞBVBLeiB Miðvikudagur 22. febrúar 1989 Jón Sigurðarson forstjóri Álafoss EFNAHA6SREIKNINGURINN OKKAR AKKILESARHÆLL „Efnahagsreikningur fyrirtækisins er ukkar Akkilesarhæll", sagði Jón Sigurðarson forstjóri Ála- foss í samtali við Alþýðu- blaðið í gær. „Það sem nú er stefnt að er að minnka efnahag fyrirtækisins og losna bæði við eignir og skuldir. Samningarnir við Sovétmenn eru stærri í ár en í fyrra og lofa góðu.“ Jón sagði ennfremur að ástæða væri til hóflegrar bjartsýni á öðrum mörk- uðuni. „Það sem gerist við sam- runa eins og hefur orðið hjá Álafossi er að við tæm- um ósköpin öll af húsnæði en vegna almennrar kreppu í þjóðfélaginu hefur ekki verið hægt að selja það. Það er þessvegna erfitt að hagræða á efnahagsreikn- ingi á tímum sem þessum. Við höfum verið í vinsam- legum samræðum við lána- drottna, engum nauðung- arsamningum. Þessi hag- ræðing á efnahagsreikn- ingi er lykilatriði fyrir okk- ur sem stendur. Gangi hún ekki upp er staða fyrirtæk- isins erfið.“ Jón sagði varðandi Sov- étmarkað að það væri ástæða til að vera bjart- sýnn á söluaukningu, magnaukningu, á þessu ári miðað við árið 1988. Búið er að gera myndarlegan samning við Sovétmenn nú þegar, en enn hefur ekki náðst samstaða við þá um verð á treflum og er því ósamið um sölu þeirra á þessu ári. Jón sagði að menn væru sæmilega bjartsýnir á að siíkir samn- ingar næðust. Varðandi aðra markaði sagði Jón að hann væri hóflega bjart- sýnn. Jón sagði að sem stend- ur væri fyrirtækið rétt að byrja að sýna nýja fatalínu og viðbrögð hefðu verið óvenju góð, jákvæðari en áður. Hinsvegar gæti enn brugðið til beggja vona með sölu. Myndarlegar pantanir hefðu borist, á hinn bóginn væri aðalsalan ekki komin í gang þannig að of snemmt væri að segja til um hvernig hún gengi. Hann ítrekaði að lokum að ástæða væri til hóflegrar bjartsýni, ekkert umfram það. Liðkað verði fyrir samskiptum við Fær- eyinga og Grænlend- inga Ólafur Þ. Þórðarson þing- maður Framsóknar og Karl Steinar Guðnason þingmað- ur Alþýðuflokksins eru flutningsmenn frumvarps á Alþingi sem gerir ráð fyrir, að fiskiskip frá Færeyjum og Grænlandi verði undanþegin ákvæðun 65 ára gamalla laga sem banna erlendum fiski- skipum að landa afla sínum í íslenskum höfnum nema með sérstöku leyfi ráðherra. Flutningsmenn benda á að afli skipa frá þessum þjóðum og þjónusta við þau geti skapað aukna atvinnu í ís- lenskum sjávarþorpum og einhliða aðgerð af þessu tagi yrði til þess að efla samstarf- ið enn frekar og auka við- skiptin á öllum sviðum ís- lendingum, Færeyingum og Grænlendingum til hags- bóta. íslandssýning í Torínó Handrit lánuð öðru sinni Samfara kemur bók um Island þar sem forseti ís/ands, frú Vigdís Finnbogadóttir, ritar for- mála. Sýningin tilheyrir flokki sýninga frá áður óþekktum löndum. á ítölsku um landið. Vigdís Finnbogadótir, forseti ís- lands ritar formála bókar- innar. Að auki mun Jónas Kristjánsson, forstöðumað- ur Stofnunar Árna Magnús- sonar, halda erindi um ís- lenska bókmenntasögu í fjallasafninu sem og háskól- unum í Torínó og Mílanó. Það er safnið sjálft sem kost- ar undirbúning og ku kostn- aður vera á sjöttu milljón. Að auki kostar safnið allar tryggingar og ferðir. Að sögn Jónasar Krist- jánssonar er þetta í annað skipti sem handrit eru lánuð til sýninga erlendis. Fyrra skiptið var í tengslum við sýninguna Scandinavia To- day í Bandaríkjunum árið 1982, en þá voru handritin til sýnis i Pierpond Morgan bókasafninu. Tryggingar handritanna nema 7 milljón- um króna sem Jónas sagði vera fengið með að leggja kaupverð Skarðsbókar á sín- um tíma til grundvallar. Hann sagði þó að auðvitað væri ekki hægt að meta bæk- urnar til fjár, upphæðin væri þessvegna aukaatriði. Trygg- ingin væri meira að nafninu til. Um leið og Guðmundur afhenti rausnarlega gjöf fyrir hönd Dagsbrúnar skoraði hann á önnur verkalýðsfélög að gera slíkt hið sama. Dagsbrún GEFUR SAA HÁLFA MILLJ- ÓN KRÓNA Eðlilegt að verka/ýðsfé/ög styrki þessa starf- semi segir Guðmundur J. Guðmundsson. Dagsbrún afhenti í gær SÁÁ 500.000 kr. að gjöf til eflingar starfsemi þess. Guð- mundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar, seml afhenti gjöfina, sagði í sam- tali við Alþýðublaðið að hitastig i borgum Evrópu kl. 12 í gær að islenskum tíma. Dagshrún hefði þungar áhyggjur af áfengisvanda- málinu og að sjúkrasjóðir verkalýðsfélaganna gætu mjög hjálpað til á þessu sviði. Dagsbrún hefur greitt þeim félagsmönnum sínum sem farið hafa í meðferð á vegum SÁÁ sjúkradagpen- inga. Guðmundur sagði enn- fremur að forvarnarstarf væri á engan hátt nægilegt í landinu, hvorki í skólum né á vinnustöðum. Dagsbrún hefði hvatt menn til að fara í meðferð í gegnum tíðina og þeir þekktu því vel áhrifa- n.átt meðferðar SÁÁ. Dags- brún vildi ekki sjá starfsemi sem þá er SÁÁ innir af hendi dragast saman af fjárskorti. Þessvegna styrkti Dagsbrún samtökin. Um leið og Guðmundur afhenti gjöfina skoraði Dagsbrún á önnur verkalýðs- félög að styrkja starfsemi SÁA og um leið á ríkisstjórn og sveitarfélög að veita meira fé til fyrirbyggjandi aðgerða í áfengis- og vímuefnamálum. hlutaðeigandi íslenska aðila verður gefin út 150 bls. bók hefur að sögn verið mjög um ísland, en það ku vera sú góð. Samfara sýningunni ýtarlegasta sem komið hefur Frá blaðamannafundi á Hótel Borg i fyrradag. Frá vinstri til hægri eru Enrico Benedetto umsjónarmaður sýningarinnar, Brynja Tomér sem hefur haft hönd í bagga, Enrico Nerviani menntamálafulltrúa Piemontos héraðs og Aldo Audisro fram- kvæmdastjóri safnsins. ÍSLAND Hitastig i nokkrum landshlutum kl. 12 i dag. Fimm fornrit frá Árna- stofnun verða meóal þeirra muna sem sýndir veröa á stórri íslandssýningu í fjalla- safninu Duca degli Abruzzi í Torinó á Ítalíu. Sýningin opnar þann 18. apríl næst- komandi. Auk handritanna verður margt annarra muna á sýningunni, m.a. málverk eftir þrjá íslcnska málara, munir úr Þjóðminjasafni og Árbæjarsafni og sögulegar myndir úr Ijósmyndasafn- inu. Að auki liefur ríkisút- varpið lánað 10 klst. efni um Island. Fjallasafn þetta er gríðar- lega stórt og hefur á hverju ári skipulagt eina stóra sýn- ingu, þar sem sýnt og kynnt er áður óþekkt land. Að auki fjórar til fimm smærri tíma- bundnar sýningar. Alll á þetta sameiginlegt að tengj- ast náttúru og fjölluin með beinum eða óbeinum hætti. íslandssýningin verður í níu sýningarsölum, auk þess sem sýnd verða myndbönd frá Ríkisútvarpinu um ísland allan daginn. Undirbúningur sýningarinnar hefur staðið í þrjú ár og hefur safnið sjálft átt allan heiður af þeim und- irbúningi en samvinna við VEÐRIÐ ÍDAG Litur ut fyrir norð-aust- an átt, hvassa á austur og suð-austurlandi og þar verður snjókoma eða siydda. Él á norður- landi en úrkomulaust á vestur- og suð-vestur- landi. Frost -r5-0 stig.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.