Alþýðublaðið - 31.03.1989, Page 2

Alþýðublaðið - 31.03.1989, Page 2
2 Föstudagur 31. mars 1989 MÞYfllíBLMB ÖNHUR SJONARMIÐ Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: Fréttastjóri: Auglýsingastjóri: Dreif ingastjóri: Setning og umbrot: Prentun: Blað hf. Flákon Hákonarson Ingólfur Margeirsson Kristján Þorvaldsson Steen Johansson Sigurður Jónsson Filmur og prent, Ármúla 38 Blaöaprent hf., Síðumúla 12 Áskriftarslminn er 681866 Askriftargjald 900 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakið. HÁLFT ÁR TIL VINSTRI H veitibrauðsdagar ríkisstjórnar Steingríms Hermannsson- ar eru brátt á enda. Lengst af hefur stjórnin setið í vernduðu umhverfi, eðaeftirað samningsrétturvarafnuminn með lög- um. Það var vafasöm aðgerð stjórnar sem kennir sig við lýð- ræði og jöfnuð. Ástæður þess að gripið var til svo andlýð- ræðislegra aðgerða var meðal annars sögð sú kreppa sem þjóðfélagið sigldi inn í. Verri yrði hún ef ekki yrði brugðist við með því að stöðva tímans rás með verðstöðvun og banni við samningum um kaup og kjör. Hálft ár er liðið og enn virðist sem stjórnin hafi ekki áttað sig á því að tíminn líður með öðr- um hætti. Skipunartónninn hljómar áfram. Samningar við launafólk urðu frjálsir fyrir rúmum mánuði án þess að ríkisstjórnin virtist hafa tekið eftir því. Engar ráð- stafanir höfðu verið gerðartil að komaí veg fyrirátök ávinnu- markaði, þrátt fyrir að sum stéttarfélög hefðu verið samn- ingslaus í mánuði. Tveimurdögum áðuren launaseðlaropin- berra starfsmanna voru prentaðir út bauð samninganefnd ríkisins eitt þúsund króna kjarabót, og um líkt leyti kallaði fjármálaráðherra til sín fulltrúa þeirra félaga sem áttu í kaup- stríði við ríkisvaldið á fjölmiðlafund til að tilkynna þeim að auk þúsund krónunnaryrðu laun ekki greidd nematil 6.apríl. Þá færu starfsmenn margir hverjir í verkfall og því bæri að ákveða fyrirfram greiðslurnar eins og um verkfall yrði að ræða. Þetta vardæmalaus aðferð fulltrúa félagshyggjunnar í viðkvæmri deilu. Skipunartónn vinstri ‘félagshyggjunnar“ hinn sami og fyrrum. Starfstími ríkisstjórnar vinstri flokkanna er orðinn hálft ár. Það hefur vakið nokkra athygli að ekki skuli hafa borið á öðr- um áherslum hjástjórninni en þeim ríkisstjórnum sem und- an sátu og kenndu sig við hægri mennsku. Það virðist sem hver ráöherra stundi sjálfsþurftarbúskap hver í sínu horni fjarri mannabyggð. Aðferðir menntamálaráðherra eru sumar hverjar virðingarverðar. Hann leitartil aðilautan ráðuneytis, ef vera skyldi að einhverjir aðrir í þjóðfélaginu kynnu að hafa eitthvað til málanna að leggja. Nefndafarganið törllríöur öllu. Málum erskipað i nefndirog reyndar eru ýmis teikn á lofti um að örlög þessarar stjórnar verði hin sömu og vinstri meirihlutans sáluga í Reykjavík, sem tókst með undraverðum hætti að koma öllum framfara- málum I nefndir. Sú meirihlutastjórn kafnaði í einhverri mis- skilinni lýðræðisást, sem fólst í því að ekkert mætti fram- kvæma nema vinir og vandamenn hefðu fjallað rækilega um málið í nefnd. Vinstri meirihlutinn drukknaði í nefndaflóði sem Sjálfstæðjsmenn skoluðu í burtu með afturtöku sinni. Hlutskipti þessarar rikisstjórnar er að verða það sama og ríkisstjórnar Þorsteins Pálssonar. Það hafði enginn áhuga á henni og því lognaðist hún út af. Ef ríkisstjórn Steingríms á að eigavon um að verðasett áfyrir veturinn, verður að skapa henni annað bakland en það sérfræðistóð sem nú virðist öllu ráða. Stuðningsfólk stjórnarinnarerorðið langþreytt á því að sjónarmiö vinstri fólks sjái ekki dagsins Ijós. Framferði ráð- herra benda alls ekki til þess að launfólki verði sýnd önnur veiði en sú sem fyrirf ram er gef in og f ramreidd af grátkórnum um ‘erfiða stöðu þjóðarbúsins". Kór sem ætti fyrir löngu að hafa verið sagt upp. Kórstjórinn fékk allt annað hlutverk en aö endurflytja gamla sinfóníu aðila vinnumarkaðarins. Inn f þetta þjóðarbú hafa ekki ósjaldan runnið óskiptar milljarðir. Slðast var það á góðæriskaflanum 1986-1988. Vegna stjórn- leysis og þar af óðaverðbólgu er svo komið að venjulegt heið- virt fólk er ekki matvinnungur þó að unninn sé tvöfaldur vinnudagur. Það þarf að jafna lífskjörin (landinu. Stuðningsfólk þesss- arar rlkisstjórnar kærir sig ekkert um að heilsugæsla sé dregin saman og sjúku fólki vlsað út I buskann. Þaö vill Ifka að það sé hlúð að börnunum með margfallt betri aðbúnaði á uppeldisstofnunum og að heimili séu ekki leyst upp vegna óhóflegrar vinnu. Atvinnan I dreifbýlinu og byggðaröskunin ættu sömuleióis að vera á dagskrá vinstri stjórnar. Ráðherrar góðir. Dragiö ykkur út úr ráðuneytunum og bank- ið upp á hjá fólkinu I landinu. Eyvindur Erlendsson: Fólkið vill vera heima hjá sér i kreðsunum fyrir sunn- an. TREGTIN hans Þorleifs Land- verndarstjóra virðist ætla að reyn- ast mörgum tilefni til að tjá sig. Það er Iíkast því sem öll samanlögð nátt- úra landsins muni gjalda sjónvarps- þáttarins um ókomin ár. Útrásin tekur á sig furðulegustu myndir. Landvernd fékk fyrjr nokkrum ár- um jörð í Ölfusi til afnota. í Dag- skránni sem er gefin út á Selfossi ræðst leiðarahöfundur að grasinu á Landverndartúninu með offorsi: „Það keinur ekki til mála að „sveitamenn" mundu liða slíka meðferð á landi sem þarna á sér stað. Túnið er í slíkri órækt að vandséð er að það verði nokkurn tíma nýtt framar nema að rækta það upp að nýju.“ Og höfundur segir kaupmenn ganga í lið með „Landvernd“ með því að skikka neytendur til að kaupa burðarpoka. Látum af þeirri skattpíningarstefnu, skrifar Her- geir Kristgeirsson Ieiðarahöfundur. Landvernd sem sé orðin boðberi skattpíningar. Hvað næst? VESTFIRÐINGAR viija jarðgöng. Og þau koma — en lík- Iega undir Hvalfjörð. Það er niður- staða Eyvindar Erlendssonar í spjalli um byggðastefnu í Lands- byggðinni (sem er gefin út í Reykja- vík). Og hvað varð af kjúklingun- um sem neytendur vildu? „Og hvernig fór með kjúklinga- framleiðsluna sem svo sjálfsagt þótti að láta taka við af „niður- greiddu rolluketi" og átti að verða guðsblessun neytandans af því nefnilega að hún bar sig. Ekki höfðu þeir fyrr komið rollunum á kné og fest hænsni sín í sessi en þeir heimtuðu niðurgreiðslur og eins- konar útflutningsbætur til þess að troða þeim ofan í Kana á Keflavík- urflugvelli. Urðu einhverjir hissa? Og hvað með jarðgangnageröina sem búið er að hnotbítast um árum saman gegn varginum á Ólafsfirði og Vestfjörðum, sem þóttist þurfa á henni að halda fremur öðru. Jú, — allt í einu komast menn að því að eitthvað verður að gera við verktak- ana milli þesssem þeireru í virkjun- um handa stóriðjunni, (niður- greiddum af hinum almenna not- anda). Og þá þykja jarðgöng sjálf- sögð enda þær fréttir borist að Fær- eyingar bori svona göng út um allt eins og ekkert sé. En þá finnst mönnum jafnframt tóm vitleysa að vera að bora svona göng einhvers- staðar „langt í burtu". Árangurinn af baráttu Vestfirð- inga á sem sagt að verða sá að bor- uð verði göng undir Hvalfjörð þar sem samgöngur eru prýðilegar fyrir (þrjár til fimm ferjur á dag) en þó fyrst og fremst og endilega undir miðri Lækjargötunni í Reykjavík sjálfri. Varð einhver undrandi? Og Skógræktin neitar að setja niður höfðustöðvar sínar á Hall- ormsstað. Sigurður minn Blöndal er látinn standa fyrir því og maður verður að skilja hann svo sem. Hann verður að halda starfsfólki sínu góðu. Það vill vera „heima hjá sér“ og í „kreðsunum“. Og sjálfur verður hann að vera innan um menn, þar sem spekulerað er og fé er úthlutað svo ekki verði hlutur hans fyrirtækis fyrir borð borinn. Urðu einhverjir hissa?“ EINN MEÐ KAFFINU Ameríski túristinn var staddur í Evrópu og virti fyrir sér glæsilega dómkirkju frá miööldum. „Hvaö tók langan tíma að reisa þessa kirkju?“ spurði hann fararstjórann. „500 ár,“ svaraöi farar- stjórinn. „Iss!,“ sagði ameriski túr- istinn. „í Ameriku byggjum viö svona byggingu á einu ári og erum búnir aö rífa hana eftir tvö ár!“ DAGATAL Kallinn í kistunni Nú sem stendur er uppistand vegna þess að einhversstaðar kvisaðist að til stæði að bræður okkar í vestri ætluðu sér að halda heræfingar í einu aðildarríki Atl- anshafsbandalagsins og byrja þann 17da júní. Skyndilega erum við, þessi nýríka auglýsingaþjóð á endalausu halla og laddarerí farin að muna eftir Jóni Sigurðssyni. Samt eins og menn minni að hingað til hafi meira máli skipt á þessum degi rigningin og rokið og vætan að innanverðu. Verður ekki séð að menn hafi verið sérstaklega innblásnir af Jóni þennan dag júnímánaðar fremur en aðra. Hér væri rétt að gera skoðana- könnun. Ekki um það hvort ís- lendingar vilji hafa heræfingar á íslandi 17da júní, heldur hversu vel hún þekkir til Jóns Sigurðs- sonar og hans verka. Hvaða stærð hann er i hugum þjóðarinnar? Kannski mætti setja upp krossa- próf með valkostum: Hvern þessara manna þekkir þú best? Stutt svar æskilegt. a) Jón Sigurðsson b) Dustin Hoffman c) Ronald Regan d) Ómar Ragnarsson e) James Joyce 0 Napoleon g) Madonnu Þegar niðurstaðan er ljós má taka ákvörðun um framhaldið. Er Jón í meiri hættu en tungan, er þjóð- hetjan sjálf dottin í kistuna sem geymir glataða dýrgripi. Og í framhaldi. Hvað er þess virði að fara ekki í sömu kistu? Þar má lengi telja; Arnarflug, Söngva- keppni sjónvarpsins, einkarekin útvarpsrekstur... Hins vegar er það sem má gleymast: Þjóðleik- húsið, þjóðkirkjan, þjóðskáldin, Þjóðarbókhlaðan og áfram. Eða að skoðanakönnunin gæti verið í anda þeirrar sem Arnarflug gerði um það hvort fólki fyndist fyrirtækið eiga að vera til eða ekki. Spurningargæti þá hljóðað: Á Jón Sigurðsson heima í sögu- bókum? Voru marseringar að hans skapi að þínu mati? í Arnarflugskönnunni gleymdist einhvern veginn alveg að spyrja ‘ hvað fólk vildi borga mikið til að halda fyrirtækinu gangandi. Því myndu allir sjálfkrafa muna eftir varðandi Jón. Það er líka skrýtið að engum hefur dottið í hug að gera skoðanakönnun með svo- hljóðandi spurningum: Vilt þú að fólk á Stöðvarfirði hafi vinnu í frystihúsinu sínu? Hvað finnst þér það mega kosta? Kannski mætti líka leyfa heræf- ingar á þeim grundvelli að Arnar- flug, með ríkisábyrgð og -styrk, fengi að flytja hingað hermenn. Ef til vill væri líka hægt að veita félaginu einkaleyfi á að fljúga með Greenpeace yfir hvalamiðin og Landvernd yfir uppblásin svæði á hálendinu. Umfram allt verður ríkið að tryggja félaginu rekstrargrundvöll. Einkabissnes- sinn er allt of þarfur til að hann fari eftir eigin lögmálum og fari á hausinn þegar hann getur ekki meir. Engin leið að hann fari í kistuna með Jóni. Þannig getur þetta í raun gengið fínt.Meðan enginn man eftir Jóni, hvað þá þeim öðrum sem með honum stóðu og börðust, Fjölnis- mönnum og einhverjum fleirum sem ekki eru annað en merkingar- laus nöfn, getur ríkið á sama tíma boðið launafólki þúsundkall og svo sullað peningum í fólk sem predikar lögmá! frjáls markaðar en nennir ekki að gangast við þeim þegar þau læðast að því sjálfu. Undir þessu höldum við hátíð — hátíðarinnar vegna — með dúndrandi orustuþotum yfir hausamótunum og Jón riðandi til falls á stallinum.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.