Alþýðublaðið - 31.03.1989, Blaðsíða 3
Föstudagur 31. mars 1989
3
FRÉTTASKÝBIHB
Ríkisbankastjórar og hagsmunir
Eru hluthafar þátttakendur i atvinnurekstri?
Spurningin um tengsl opinberra starfs-
manna við einkafyrirtæki virðist í mörgum til-
fellum opin fyrir túlkun lagaákvæða þegar
reynt er að meta hvort um hagsmunaárekstur
sé að ræða. í lögum frá 1985 um viðskipta-
banka er ákvæði þar sem segir að bankastjórar
megi ekki sitja í stjórnum einkafyrirtækja eða
>.taka þátt i atvinnurekstri að öðru ieyti“. Til
eru dæmi um að bankastjórar eða útibússtjórar
ríkisbankannia séu hluthafar í einkafyrir-
tækjum án þess að það sé túlkað sem þátttaka
í atvinnurekstri.
Bankaeftirlitið á að sjá um að lögum um viðskiptabanka sé framfylgt. Hvernig verður þátt-
taka í atvinnurekstri að öðru leyti túlkað?
I kjölfar vandræðamáls
Sverris Hermannssonar
fyrrverandi alþingismanns
vegna tengsla hans við fyr-
irtækið Ögurvík, þar sem
hann var skráður hluthafi
og stjórnarmaður er hann
tók við bankastjórastól
sínum í Landsbankanum,
hafa vaknað upp spurning-
ar um túlkun ákvæðanna
sem koma eiga í veg fyrir
hagsmunaárekstra. Um
leið hafa komið fram ótæk
dæmi um að ekki sé allt
með felldu með skráningu í
hlutafélagaskrá.
Útibústjóri skráður
stjórnarmaður__________
í máli Sverris Her-
mannssonar þótti koma í
ljós að mistök hefðu ráðið
því að hann væri enn
skráður í stjórn ögurvíkur
og að hann hefði ritað nafn
sitt undir fundargerðabók
fyrir misskilning, hann
hefði talið sig gera slíkt
sem fundarstjóri. Um leið
kom fram að hann hefði
leitast við að selja hlut sinn
í fyrirtækinu án árangurs.
Mjög hliðstætt dæmi
hefur komið upp varðandi
útibússtjóra Búnaðar-
bankans, sem er rikis-
banki, á Blönduósi.
Útibússtjóri Búnaðar-
bankans þar er Sigurður
Kristjánsson, sem í gögn-
um hlutafélagaskrár er
skráður varamaður í stjórn
trésmiðjunnar Stíganda
þar í bæ. Framkvæmda-
stjóri fyrirtækisins er að
auki bróðir Sigurðar,
Hilmar Kristjánsson, sem
þess fyrir utan er oddviti
Blönduóshrepps. Svo virð-
ist sem um handvömm
kunni að vera að ræða
varðandi stjórnarsetu Sig-
urðar í fyrirtækinu, en hitt
liggur fyrir að hann er hlut-
hafi í fyrirtækinu og ræðst
þá mögulegur hagsmuna-
árekstur á því hvernig beri
að túlka 13. grein laga um
viðskiptabanka þar sem
kveðið er á um þátttöku í
atvinnurekstri „að öðru
leyti“.
Kaupfélagið á 53170 í
Stíganda, en að öðru leyti
eru stærstu eigendurnir
Hilmar Kristjánsson og
fjölskylda, þeirra á meðal
Sigurður Kristjánsson úti-
bússtjóri Búnaðarbank-
ans. í stjórn fyrirtækisins
eru frá 16. ágúst 1988
skráðir Guðsteinn Einars-
son kaupfélagsstjóri,
stjórnarformaður, Hafþór
Sigurðsson og Björn
Magnússon, en varamenn
tilgreindir þeir Sigurður
Kristjánsson útibússtjóri
og Jóhann Guðmundsson.
Framkvæmdastjóri er
Hilmar Kristjánsson, odd-
viti Blönduóshrepps. Til-
kynning um þessa skipan
mála barst hlutafélagaskrá
ekki fyrr en 23. febrúar í ár
og hefur því liðið hálft ár á
milli.
Hluthafi en i stjórn
fyrir mistök
Reynt var að auka hluta-
fé fyrirtækisins á síðasta
ári, en í apríl það ár var til-
kynnt að hlutafé þyrfti að
lækka um 2,1 milljónir
króna niður í 4,7 milljónir,
þar sem ekki hefði tekist að
selja eigið hlutafé fyrir-
tækisins.
„Eg hef í raun ekkert um
þetta mál við þig að tala.
Ég var einhvern tíma í
stjórn Stíganda, en sagði
mig úr henni þegar lögum
um viðskiptabanka var
breytt 1985. Ég á hlut í
þessu fyrirtæki, en kannast
ekki við að hafa setið fund
þennan í ágúst og ef ég hef
verið þar kjörinn varamað-
ur stjórnar þá hefur það
gerst að mér forspurðum.
Mínir yfirmenn vita af því
að ég á hlut í þessu fyrir-
tæki, en vegna þessara laga
sagði ég mig úr þessari
stjórn. Ef þeir hafa sett
mig í stjórnina aftur þá er
það ekki með mínu sam-
þykki“, sagði Sigurður
Kristjánsson útibústjóri í
samtali við Alþýðublaðið
um mál þetta.
Stjórnarformaður er
sem áður segir Guðsteinn
Einarsson kaupfélagsstjóri
Kaupfélags Húnvetninga
og var hann kjörinn i
stjórnina á aðalfundinum í
ágúst i fyrra. Hann er hins
vegar fremur nýlega tekinn
við stöðu sinni af Árna Jó-
hannssyni. í samtali við
Alþýðublaðið sagði Guð-
steinn að Sigurður hefði á
sínum tíma sagt sig úr
stjórn Stíganda og hefði
tilkynnt Bankaeftirlitinu
um það. „Ef hann er skráð-
ur í stjórn fyrirtækisins eru
það mistök forvera míns í
embætti stjórnarformanns
og kaupfélagsstjóra að
hafa ekki gengið frá því, en
hann er löngu hættur af-
skiptum sinum af fyrir-
tækinu."
Hvað w að taka þétt i
atvinnurakatrl?
Guðsteinn sagði að á að-
alfundinum í ágúst hefði
fyrrverandi kaupfélags-
stjóri lent i svipaðri að-
stöðu og Valur Arnþórsson
að vera i stjórn hinna ýmsu
fyrirtækja. „Ég var ráðinn
kaupfélagsstjóri og átti að
taka við af honum. Þessu
var hespað af í snarhasti".
Sigurður er augljóslega
mjög tengdur fyrirtækinu
Stíganda, hann og fjöl-
skylda hans að oddvitan-
um meðtöldum eru stærstu
eigendurnir utan Kaupfé-
lagsins. Hann er skráður
stjórnarmaður í fyrirtæk-
inu, þótt handvömm kunni
að ráða því, enda ritaði
hann bréf í desember 1985
áður en lögin tóku gildi til
Búnaðarbankans, til við-
skiptaráðuneytisins og
Seðlabankans. í bréfinu til
ráðuneytisins sagði Sigurð-
ur meðal annars: „Ég und-
irritaður, Sigurður Kristj-
ánsson útibústjóri Búnað-
arbanka íslands, mun ekki
frá 1.1. 1986 vera í stjórn
stofnana eða atvinnufyrir-
tækja utan bankans né
taka þátt i atvinnurekstri
að öðru ieyti sem ekki sam-
rýmist framangreindum
ákvæðum nýrra laga um
viðskiptabanka."
Úrsögn Sigurðar verður
ekki dregin í efa. Eftir
stendur hins vegar að enn
hefur ekki reynt fyllilega á
túlkun 13. greinar laganna
um viðskiptabanka: Hvað
telst vera þátttaka í at-
vinnurekstri að öðru leyti?
í tengslum við Sverris mál
Hermannssonar og Ögur-
víkur kom sem kunnugt
fram að litið var svo á að
Sverrir ætti að losa sig við
eignarhlut sinn í fyrirtæk-
inu og hefði reynt það og út
frá því er ekki úr vegi að
túlka það sem viðurkenn-
ingu á því að eignarhlut-
deild flokkist undir
þátttöku í atvinnurekstri.
Enda hlýtur bankastjóri að
tengjast fyrirtæki sterkum
taugum sem mögulega stór
hluthafi, hvort sem hann
situr í stjórn þess eða ekki.
FRIÐRIK ÞÓR |
GUOMUNDSSON,
FRÉTTASKÝRIH6
Tillögur að útvarpslögum
Breytingar á tekjustofnum og stjórnskipun RÚV
Einkum þrjú nýmæli I tillögum nefndarinnar;
Stofnun fjölmiðlasjóðs, breytingar ð tekju-
stofnum RÚV og breytingar ð stjórnskipan RÚV.
Útvarpsrðð skal ð brott. Helst skiptar skoðanir
I nefndinni varðandi auglýsingagjald.
EFTIR KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
Nefnd sú sem Svavar
Gestsson, menntamálaráð-
herra, skipaði til að gera
tillögur um breytingar á út-
varpslögum hefur skilað
ráðherra áliti. í áliti nefnd-
arinnar má einkum nefna
þrjú nýmæli, þ.e. afnám
söluskatts og menningar-
sjóðsgjalds af auglýsing-
um í ljósvakamiðlum og
stofnun fjölmiðlasjóðs
með þátttöku allra fjöl-
miðla landsins. í öðru lagi
breytt stjórnskipan Ríkis-
útvarpsins og í þriðja lagi
breyting á tekjustofnum
Ríkisútvarpsins.
Fjölmiðlasjóður_________
Hlutverk Fjölmiðla-
sjóðs er samkvæmt tillög-
um nefndarinnar að
styrkja innlenda fjölmiðla
í samkeppni við erlenda. í
þeim tilgangi er honum
ætlað að efla íslenska mál-
vitund og tungu í fjölmiðl-
um, efla innlenda dag-
skrárgerð einkum fyrir
börn og unglinga og fleira.
Tekjur fjölmiðlasjóðsins
eru sérstakt gjald, Fjöl-
miðlasjóðsgjald sem skal
vera 12% og Ieggst á allar
auglýsingar í ljósvaka og
prentmiðlum. Þetta gjald
leysir af hólmi söluskatt af
auglýsingum og um leið
verður stofnun þessa sjóðs
til þess að Menningarsjóð-
ur leggst af, enda þykir
nefndarmönnum sem
hann hafi ekki sannað gildi
sitt, heldur þvert á móti.
Að auki skal lagt sér-
stakt gjald á móttökubún-
að útvarpsefnis frá gervi-
hnöttum er nemi 12% af
kostnaði við búnað þenn-
an þegar hann er kominn
til Iandsins. Helmingur
þessara 12% prósenta
rennur reyndar til KVIK,
sambands íslenskra og er-
lendra höfundarrétthafa á
kvikmyndum. Að auki skal
lagt á sérstakt 12% gjald á
viðtæki fyrir hljóðvarp og
sjónvarp, enn af því verði
sem tækin kosta hingað
komin. Sú upphæð rennur
öll í Fjölmiðlasjóð.
Broytt otjómvkipan
rikioútvarpoins
Menntamálaráðherra
mun áfram hafa, sam-
kvæmt tillögunum, vald til
að skipa útvarpsstjóra, en
nú verður hann aðeins
skipaður til 5 ára, með
heimild til skipunar önnur
fimm ár. Menntamálaráð-
herra skipar einnig fram-
kvæmdastjóra að fenginni
tillögu framkvæmda-
stjórnar og gilda sömu
tímatakmörk. Þessir menn
sjá um daglegan rekstur
ríkisútvarpsins.
Útvarpsráð verður hins-
vegar lagt niður í núver-
andi mynd, skv. tillögun-
um og skiptir sér því ekki
meir af mannaráðningum.
í stað þess kemur dag-
skrárráð sem skipað verður
fulltrúum þingflokkanna,
fulltrúum sveitarfélag-
anna, neytandasamtak-
anna, auk þess sem út-
varpsstjóri, framkvæmda-
stjórar hljóðvarps og sjón-
varps og fulltrúi starfs-
manna eiga sæti i ráðinu.
Höfuðhlutverk þess er að
fjalla um dagskrána eftir á
og ætlast er til að ráðið fái
skrifleg svör sé þess óskað.
Ráðið á að endurspegla
þjóðfélagið, ekki valda-
hlutföll og í því skal og
taka tillit til byggðsjónar-
miða og kynjasjónamiða.
Menntamálaráðherra
skipar dagskrárráð eftir
hverjar alþingiskosningar
og hann skipar einnig for-
mann ráðsins. Sérálit
komu fram en þau verða
ekki rakin hér, nema hvað
fram kom tillaga að út-
varpsráð hittist ekki oftar
en tvisvar á ári, væri hug-
myndabanki og tengsl við
fjárveitingavald og Alþingi
væru mjög efld. Skiptar
skoðanir voru um tengslin
við Alþingi og fjárveitinga-
valdið.
Breyting á
tekjustotnum__________
Tekjustofnar Ríkisút-
varpsins eiga enn sem fyrr
að vera afnotagjöld og
auglýsingatekjur. Mennta-
málaráðherra á samkvæmt
tillögunum að ákveða af-
notagjöldin að fengunum
tillögum Rikisútvarpsins.
Stofn afnotagjaldsins eru
íbúðir og atvinnuhúsnæði
eftir því sem við á.
Ekki verður lengur mið-
að við fjölda viðtækja,
enda telur nefndin að milli
10 og 15.000 heimili svindli
á afnotagjaldinu. Með
þessari Ieið á að tryggja
RÚV auknar tekjur enda
stækkar tekjustofninn
verulega ef þessi leið geng-
ur eftir.
í tillögunum segir að um
gjald fyrir auglýsingar í
Ríkisútvarpinu gildi reglur
um grunngjald auglýsinga
sem menntamálaráðherra
setur í reglugerð að feng-
inni tillögu framkvæmda-
stjórnar Ríkisútvarpsins.
Um þetta atriði voru skipt-
ar skoðanir og misjafn
rökstuðningur. Tillögur
komu fram um að ekki
yrðu seldar auglýsingar í
dagskrá Ríkisútvarpsins og
sömuleiðis efasemdir um
hvort rétt væri að fela ráð-
herra að ákveða, að feng-
inni tillögu RÚV, reglur um
grunngjald auglýsinga.
Réttara væri að slík
ákvörðun væri í höndum
RÚV sjálfs, að öðrum
kosti yrði frelsi þess skert
og í ljósi þeirra tekjustofna
sem það hefur verið skert
þá er ekkert öruggt í þess-
um málum.
Ennfremur var á það
bent i tillögunum að aug-
lýsingagjald RÚV þyrfti að
hækka um 70- 100% til
þess að jafnvægi náist á
auglýsingamarkaði. For-
senda slíkrar hækkunar er
að tekjur RÚV dragist ekki
saman, þrátt fyrir að aug-
lýsingum fækki, enda sé þá
miðað við að ljósvaka-
miðlar hafi of mikið af
auglýsingum miðað við
prentmiðla. Straumur
smærri auglýsenda frá
prentmiðlum til sjónvarps
ætti þá að snúast við og
slíkt væri til þess að auglýs-
ingatímar styttust veru-
lega.