Alþýðublaðið - 31.03.1989, Side 5

Alþýðublaðið - 31.03.1989, Side 5
Föstudagur 31. mars 1989 5 TTÁ >INN >öxtunarslys“. boð markaðsverðbréfa og taka að sér sambærileg hlutverk og verð- bréfafyrirtæki í nágrannalöndun- um, þ.e. að kaupa og selja mark- aðsverðbréf. Þetta er talið opna möguleika á að hér á landi skapist virkur hlutabréfamarkaður. Tals- menn verðbréfafyrirtækja sem blaðið ræddi við telja hins vegar að meira þurfi að korna til, því bæta þurfi viss atriði í skattlagn- ingu þannig að almenningur njóti einhvers skattalegs ávinnings af hlutabréfakaupum. Skýr greinarnrunur er gerður á fjárhag verðbréfasjóðs og verð- bréfafyrirtækis. Sérstakar reglur kveða á um að fyrirtæki rnegi ekki notfæra sér sjóði í óeðlilegum til- gangi. „Markmið þessara reglna er að þeir sem kaupa hlutdeildar- skírteini í sjóðnum verði ekki hlunnfarnir," segir Björn Friðf- insson. Algjörlega er bannað, að blanda saman rekstri verðbréfa- sjóða og öðrum rekstri. Að sama skapi er bannað að verðbréfafyr- irtæki eigi verðbréfaviðskipti við verðbréfasjóði í þeirra vörslu. Minni áhætta —________________ minni ávöxtun Með þessu eiga viðskipti við verðbréfasjóðina að verða miklu traustari. „Fram að þessu er alveg ljóst, að þarna hafa menn getað fengið betri ávöxtun heldur með því að eiga ríkisskuldabréf eða pening á bankabók. En á móti hafa menn verið að taka mikla áh- ættu eins og dæmin sýna. Með lögunum er áhættan minnkuð. Hugsanlega minnkar ávöxtunin líka, því nú þurfa sjóðirnir að fara varlegar í sinni fjárfestingu," seg- ir Björn Friðfinnsson. Engar reglur voru til um kaup- leigufyrirtækin svokölluðu þegar nefndin hóf störf. Því þurfti að byrja á því að skilgreina hugtökin sem um var fjallað. Samkvæmt lögunum er eignarleiga samheiti yfir fjármögnunarleigu, kaup- leigu og rekstrarleigu. Strangar kröfur eru gerðar um upplýsinga- skyldu, þannig að fólk viti hvað það er að skrifa undir. Hlutafé á a.m.k. að nema 10 milljónum og eigið fé, að viðbættum vikjandi lánum, skal á hverjum tíma vera a.m.k. 10% af heildarskuldbind- ingum. í lögunum er gert ráð fyrir að ráðherra geti með reglugerð sett nánari skilyrði um eignarleigu á fasteignum. Þar með yrði kaup- leiga góð og gild varðandi við- skipti með iðnaðar- og verslunar- húsæði. Pétur Blöndal hjá Kaup- þingi segist á heildina litið ánægður með nýju löggjöf- ina um verðbréfaviðskipti og verðbréfasjóði. Hann er hins vegar mjög ósáttur við ákvæði um bindiskyldu sem sett voru í lögin um Seðlabanka íslands. „Þessi bindiskylda er raunveru- lega skattlagning á þá sem eiga minna sparifé. Þeir sem eiga meira geta bara átt sín eigin skuldabréf,“ segir Pétur. ,,Það eru nokkrir aðilar sem eiga um eða yfir milljón. þeir geta keypt skuldabréf sjálfir af því að áhættudreifingin er orðin nægilega mikil. En þá er engin bindiskylda,- fjár- magnið ekki sett í bindingu með lágum eða jafnvel eng- um vöxtum. Þetta er þvi i raun skattlagning á litla manninn." Pétur Blöndal: Lögin koma í veg fyrir hluti eins og Ávöxtun. Pétur Blöndal hjá Kaupþingi: NAUÐSYNLEG LAGASETNING en bindiskyldan er skattlagning á litla manninn Pétur segir að helmingur þeirra sem eiga einingarbréf eigi undir 200 þúsund krónum. „Meginupp- spretta sparnaðar er hjá fólki með tiltölulega lítið sparifé, en hópur- inn er stór. Það er ólíklegt að þetta fólk sé í bíssnes. Þeir sem reka fyr- irtæki skulda yfirleitt og eiga ekki sparifé. í hópi þeirra sem á sparifé eru m.a. ungt fólk sem sparar fyrir íbúð. Eldra fólk sem sparar fyrir ellina og meira að segja sendlar og unglingar með fermningapening- ana sína.“ — Fórnarlömb Ávöxtunar hafa haldið uppi harðri gagnrýni á Bankaeftirlitið. Hvað finnst þér um þá gagnrýni? „Það er skiljanlegt að þeir sem lenda í svo gífurlegum áföllum eins og þarna hafa átt sér stað reyni að finna einhvern sem ber ábyrgð. Mér finnst þessar árásir á Bankaeftirlitið á vissan hátt óm- aklegar, þar sem það hefur ekki nægileg völd. Það hefur ekki tæki til að grípa inn í slík mál.“ — Hefur Ávöxtunarmálið skaðað ykkur? „Það er engin spurning. Málið var farið að skaða okkur löngu áður en Ávöxtun varð gjaldþrota. Við bjuggum við það að þarna voru aðilar sem voru að taka við sparifé eins og við, en voru greini- lega með allt önnur vinnubrögð við meðhöndlun á þvi fjármagni. Við höfðum heyrt af.því alls kon- ar sögusagnir og það var mjög erfitt fyrir okkur að vinna við þær aðstæður, enda vorurn við stöð- ugt að ýta á að þessi lög yrðu sett. Ég vil taka sérstaklega fram að þessi lagasetning er mjög nauð- synleg og jákvæð, einmitt til þess að koma i veg fyrir hluti eins og Ávöxtun og fría þá sem eru á þess- um markaði að þurfa að keppa við slíka aði!a.“ — Samkvæmt lögunum er for- svarsönnum sjóðanna bannað að eiga viðskipti við sjálfan sig og bannað að standa í öðrum rekstri jafnhliða. Breytir þetta einhverju fyrir ykkur? „Nei. Útgefandi bréfanna er Hávöxtunarfélagið sem hefur enga aðra starfsemi. Þetta er ein- mitt gert til að tryggja hag eigend- anna sem allra best. Þó að illa fari fyrir Kaupþingi, snertir það ekki eigendur einingabréfanna nokk- urn skapaðan hlut.“ — Þið kaupið sem sagt ekki bakarí og giervöruverslun eins og forsvarmenn Ávöxtunar gerðu? „Það er út í hött. Flest sem þeir gerðu var gróft brot á öllum regl- um sem menn hafa mótað í þess- ari starfsemi. Á síðastliðnu sumri voru stofnuð samtök verðbréfa- sjóða, sem Ávöxtun átti ekki þátt í. Samtökin settu á blað margs- konar siðareglur um verðbréfa- sjóði, t.d. um áhættudreifingu og innri viðskipti. Þær reglur voru að mestu leyti teknar inn í þau lög sem núna eru komin fram.“ Þórður Irigvi Guðmundsson hjá eignaleigunni Lind: NYR MARKAÐUR FYRIR EIGNA- LEIGUFYRIRTÆKI Nú geta þau keypt iðnaðar- og atvinnuhúsnœði og leigt það á fjármögnunarleigusamningi. ,,Við erum alls ekki ósátt- ir við að búið skuli að setja þetta í lög, en okkur finnst hins vegar gerð óþarflega mikil krafa um eiginfjár- hlutfall. Samkvæmt frum- varpinu var gert ráð fyrir 8%, en það var hækkað í 10%,“ segir þórður Ingvi Gudmundsson fram- kvæmdastjóri eignarleigu- fyrirtækisins Lindar. „Hvað varðar starfsemina er aðalbreytingin sú, að núna er búið að heimila með lögum að eignar- leigufyrirtækin niegi leigja fast- eignir á eignarleigusamningi. Það er stór og mikilvæg breyting fyrir okkur, því við höfum haft áhuga á þessu, en skort lagaheimildina. Við erum stjórnvöldum og Al- þingi mjög þakklát fyrir þetta,“ segir Þórður Ingvi. „Þetta opnar alveg nýjan markað fyrir eignar- Ieigufyrirtækin. Þau geta keypt iðnaðar- og verslunarhúsnæði og leigt það á fjármögnunarleigu- samningi til langs tíma. Þetta er ákaflega mikilvæg breyting fyrir mörg fyrirtæki, sem borga dýra leigu en eru ekki að eignast fast- eign á sama tíma.“ Hagnaður Lindar á síðasta ári var 12 milljónir fyrir afskrifta- reikning. Ríflega 9 milljónir voru lagðar inn á afskrifareikning. Út- lán félagsins voru rúmlega millj- aður á síðasta ári. Glitnir er stærsta fyrirtækið á þessu sviði með ríflega helmingi meiri útlán en Lind.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.