Alþýðublaðið - 01.04.1989, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 01.04.1989, Blaðsíða 5
Laugardagur 1. apríl 1989 5 Sendimaður Pósts og sima með fyrirtækjapóst. Forgangspóst- ur. Itýjung hjá Pósti og síma. EMS-forgangspóstur ryður sér nú mjög til rúms og hefui notkun hans aukist jafnt og þétt, enda býður þessi þjón- usta í senn upp á öryggi og hraöa sem margir kunna að meta, segir í fréttatilkynn- ingu frá Pósti og síma. Skammstöfunin EMS merkir Express Mail Service, en get- ur líka staðiö fyrir EINKAR MIKILVÆG SENDING. Til þess að flýta fyrir því að tollskyldar EMS-forgangs- póstsendingar berist viðtak- endum ábyrgist Póstur og sími nú greiðslu tollgjalda. Sendigin er flutt beint til við- takanda á höfuðborgarsvæði um leið og hún berst eða með fyrstu ferð út á land. Viðtakandi undirritar aöeins sérstakt eyðublað þar sem hann heitir því að greiða öll gjöld sem á sendinguna kunna að falla innan 7 daga frá móttöku. Þessi nýjatilhögun stuðlar að þvi að forgangspóstþjón- ustan standi fyllilega undir nafni. Ýmsar aðrar nýjungar eru á döfinni hjá Pósti og síma. Fyrirtækjaþjónusta póstsins hefur nýlega tekið til starfa í Reykjavlk. Þjónustan felst f því að starfsmaður Póststof- unnar kemur á ákveðnum tíma einu sinni eöa tvisvar á dag með allan póst til við- komandi fyrirtækis, þar með talin ábyrgðarbréf og böggla. Enn fremur er póstur sóttur til fyrirtækja. Viðskiptavinur- inn á að fá fljótari og betri af- greiðslu með þessu nýja fyrirkomulagi. Mánaðargjald fyrir þessa þjónustu hefur verið ákveðið þannig: Kl. 9.00-10.00 og kl. 15.00-16.30 kr. 10.000 fyrir eina ferð á dag og kr. 15.000 fyrir tvær. Á öðrum tímum er gjaldið 20% lægra. Gjaldið miðast við það að sendimað- urinn komi á einn ákveðinn afgreiðslustað, en það þýðir að mörg fyrirtæki í sama húsi geta sameinast um að greiða kostnað við þjónust- una. Hugleikur frumsýnir nýtt íslenskt leikrit Áhugaleikfélagð Hugleikur frumsýnir nýjan íslenskan sjónleik, „Ingveldi á Iðavöll- um“, á Galdraloftinu, Hafnar- stræti 9, á laugardagskvöldiö kl. 20.30. Höfundar leiksins eru þær Ingibjörg Hjartar- dóttirog Sigrún Óskarsdóttir en leikstjóri er Hanna María Karlsdóttir. Tónlistin ereftir Árna Hjartarson. „Ingveldur á lðavöllum“ fjallar I léttum dúr um tiltölu- lega unga húsfreyju á stóru gestrisnu sveitaheimili upp úr aldamótunum síðustu og þá viðburði sem óhjákvæmi- lega verða, þegar forn ástvin- ur hennar, nú orðinn víðfrægt þjóðskáld, sem yrkir I blöðin, snýr heim frá kóngsins Kaup- mannahöfn, þeirra erinda að endurnýja kunningsskapinn, samhliða þvi sem hann hyggst leggja símalínu um landið, þvert gegn vilja bænda og þorra landsmanna, sem að sjálfsögðu vildu held- ur fá að koma sér upp loft- skeytastöðvum frá Marconifé- laginu. En það gerist fleira í þessu nýja leikhúsverki. Þannig kynnast áhorfendur því mjög berlega, hver ógæfa það var íslenskri prestastétt að fylgja fordæmi Marteins Lúters á 16. öld og taka upp á því að gifta sig. Vesturheimsagent- um þessara tíma, og lævís- um loforðum þeirra um gull og græna skóga, eru einnig gerð góð skil i verkinu. Gjaldþrot almennra borg- ara eru ennfremur til umfjöll- unar. Hér eru leidd inn á sjónarsviðið hjón, sem voru gerð upp, eftir að hafa tapað aleigunni i Lomber, spili sem nú er því miður orðið næsta fátítt I landinu. Fjöldamargar merkar persónur eru þó enn ónefndar, enda eru hlutverkin á þriðja tug talsins og alls munu hátt i fjörtíu manns hafa átt hlut að því að koma þessari sýningu á fjalirnar. „Ingveldur á löavöllum" er sjötta leikverkið sem Hug- leikur setur á svið, enda er þetta sjötta leikár félagsins, sem mun vera elsta núlifandi áhugaleikfélag í Reykjavík. Af þekktustu verkum Hugleiks má trúlega nefna Bónorðsför- ina, Skugga-Björgu, Sálir Jón- anna, og svo O. þú, sem var undanfari og nokkurs konar fyrri hluti Sjónleiksins um hið dularfulla og átakanlega hvarf ungu brúðhjónanna Ind- riða og Sigríðar daginn eftir brúðkaupið og leitina að þeim, sem Hugleikur sýndi alls 17 sinnum í fyrra. Fyrir löngu er uppselt á frumsýninguna á laugardags- kvöldið, en næsta sýning er fyrirhuguð á þriðjudagskvöld. Miða má panta í slma 24650. Stakir skúlp- túrar og nokkrar myndir Sólveig Aðalsteinsdóttir sýnir í Nýlistasafninu við Vatnsstíg 2b. Skúlptúrarnir eru flestir úr gifsi, timbri og ýmsum efnisafgöngum. Myndirnar eru teikningar í silfurrömmum. Sýningin er opin'til 2. aprll, 16.00-20.00 virka daga og .14.00-20.00 um helgar. EFLUIH FLOKKSSTARFIÐ Ráðstefna haldin á Flughótelinu í Keflavík 15. apríl 1989 Sameiginlegur fundur flokksstjórnar og formanna DAGSKRÁ Kl. 18.00 Brottför frá Hótel Loftleiöum með viðkomu á Kópavogshálsi, biðskýlinu í Garðabæ og Alþýðuhúsinu í Hafnarfirði. Kl. 10.00 Setning — Elín Alma Arthúrsdóttir. Kl. 10.05 Starfsemi félaganna — Kristinn T. Haralds- son. Kl. 10.15 Skipt niður í umræðuhópa. Kl. 12.00 Hádegisverður. Kl. 13.00 Stjórnmálaástandið — JÖn Baldvin Hanni- balsson. Kl. 13.30 Staða húsnæðismála — Jóhanna Sigurðar- dóttir. Kl. 14.00 Umhverfismál — Jón Sigurðsson. Kl. 14.30 Starfsemi skrifstofunnar — Tryggvi Harðar- son. Kl. 14.45 Umræðuhópar skila niðurstöðum verkefna. Kl. 15.30 Kaffihlé. Kl. 16.00 Almennar umræður. Kl. 18.00 Ráðstefnuslit. Kl. 18.30 Brottför frá Keflavík. Svo heppilega vill til að Alþýðuflokksfélag Kópavogs heldur sinn árlega vorfagnað einmitt þennan dag. Skemmtilegt væri að hópurinn fylkti liði og fjölmennti í Kópavoginn að ráðstefnu lokinni. Það er kjörið tæki- færi til að treysta flokksböndin, borða góðan mat og njóta góðra skemmtiatriða. Miðaverð er áætlað ca. 2.000 kr. SVEITARSTJORNARRAÐSTEFNA ALÞÝÐUFLOKKSINS Sveitarstjómarráð heldur sína árlegu sveitarstjórnarráðstefnu laugardaginn 8. apríl n.k. í félagsheimili Kópavogs. Ráðstefnustjóri: Hulda Finnbogadóttir, bæjarfulltrúi Kópavogs. Hulda Finn- bogadóttir. Jóhanna Sig- uróardóttir. Þráinn Hall- grimsson. Dagskrá: Kl. 10.00 Setning og framsaga, Jóhanna Sigurðar- dóttir félagsmálaráðherra og varaformaður Alþýðu- flokksins. Kl. 10.45 Almennar umræður um sveitarstjórnarmál. Kl. 11.45 Kosning í stjórn sveitarstjórnarráðs. Kl. 12.00 Hádegisverður. Kl. 13.00 Málefnahópar: 1. Útgáfu og áróðursmál, umsjón Þráinn Hallgríms- son skrifstofustjóri hjá A.S.Í. 2. Megináhersla í sveitarstjórnarmálum, umsjón Ás- laug Einarsdóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri. 3. Verka- og tekjuskiptingafrumvarpið, umsjón Þor- björn Pálsson, bæjarfulltrúi í Vestmannaeyjum. 4. Samskipti landsflokks og sveitarstjórnarmanna.um- sjón Helga Kristín Möller, bæjarfulltrúi í Garðabæ. Kl. 14.00 Sveitarstjórnarkosningar 1990. Framsögu- menn Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðu- flokksins og utanríkisráðherra, Jóna Ósk Guðjóns- dóttir forseti bæjarstjórnar í Hafnarfirði, Ragnar Hall- dórsson, bæjarfulltrúi í Njarðvík. Kl. 15.00 Niðurstöður málefnahópa kynntar og al- mennar umraeður. Kl. 16.30 Ráðstefnuslit. Áslaug Ein-' arsdóttir. Sveitarstjórnarráð. Jón Baldvin Hannibals- son. Helga Kristin Möller. Jóna Ósk Guðjóns- dóttir. 1

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.