Alþýðublaðið - 01.04.1989, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 01.04.1989, Blaðsíða 8
MBUBLOHI Laugardagur 1. apríl 1989 Heimsókn frá N-Kóreu: VIUUM STVRKJA TEN6SL ÞJOBANHA segirKim Hyong U, varaframkvœmdastjórialþjóðadeild- ar Verkamannaflokksins í Norður Kóreu, sem sér ýmsa möguleika fyrir hendi í viðskiptum með hágæðatækni á sviði fiskveiða og skipasmíða. Kim Hyong U til hægri, en hann var um skeið sendiherra Norður Kóreu í Sviss og hefur gengt ótal trúnaðarstörf um öðrum fyrir þjóð sína. Til vinstri er túlkur hans, Kim Hyong Jun. Varaframkvæmdastjóri alþjóðadeildar N-Kóre- anska Verkainannaflokks- ins, Kin Hyong U, er stadd- ur hér á landi þessa dagana ásamt túlki sínum, Kim Hyong Jun. Þeir hafa átt viðræður við Tryggva Harðarson framkvæmda- stjóra Alþýðuílokksins, Karl Steinar Guðnason þingmann, framkvæmda- stjóra framsóknarflokks- ins og forseta Sameinaðs Alþingis. „Tilgangurinn með heimsókn okkar er að þróa tengsl landa okkar og við alla stjórnmálaflokka íslands. Diplómatísk tengsl eru fyrir hendi, en við vonumst til þess að samskiptin geti eflst og þróast þar sem í forgrunni er sjálfstæði, friður og vin- átta“ sagði Kim Hyong U í samtali við Alþýðublaðið í gær. „Við höfum orðið mjög varir við hversu íslending- ar kunna að meta gildi friðar, uppbyggingar og fé- lagslegt réttlæti og þetta kunnum við í Kóreu að meta. Við höfum hvar- vetna mætt vináttu og gest- risni og ætlum okkur að gera allt sem í okkar valdi stendur til að efla sam- vinnu milli landanna. Og einnig milli stjórnmála- flokkanna, þeirra á meðal við Alþýðuflokkinn, sem við höfum kynnst nokkuð áður i gegnum Alþjóða- samband jafnaðar- manna.“ Kim Hyong U segir að aukin samskipti séu mögu- leg á mörgum sviðum. I þessari ferð ætlar hann sér- staklega að skoða fisk- vinnslustöðvar. „Það er i raun margt sem Íöndunum er sameiginlegt. Stærð landanna er svipuð og þau liggja bæði við hafið og í okkar landi höfum við ver- ið að leitast við að þróa fiskiðnaðinn. Mér sýnist miklir möguleikar felast í því að skiptast á nútíma tækni við fiskveiðar, vinnslu og skipasmíði og er einmitt ætlunin í ferð þess- ari að safna upplýsingum og koma á tengslum milli verksmiðja og stofnana". Náttúran nýtt i_________ þágu fólksins___________ Hann nefndi einnig hversu hann hefði orðið hrifinn af nýtingu heita vatnsins við upphitun hér á landi. „Mér sýnist að ykk- ur hafi tekist mjög vel að nýta náttúruna í þágu fólksins. Að nýta heita vatnið með þessum hætti hlýtur óhjákvæmilega að hafa komið í veg fyrir kostnaðarsöm útgjöld ef grípa hefði þurft til annars konar orku. í okkar landi er einnig leitast við að nýta náttúruna og jafnvel end- urskapa hana í þágu fólks- ins. Eg nefni t.d. að við höfum reist garða með- fram ströndinni og í raun- inni búið til nýtt land þar sem búskapur fer fram og er ætlunin á næstu árum að bæta þannig yfir 300 þúsund hektörum við. Um Ieið höfum við byggt upp stöðuvötn með vatni sem fallið hefur til frá iðnaðin- um. Fjárfesting vegna slíkra framkvæmda á vest- urströndinni er ekki upp á minna en 4 milljarða doll- ara“. Við inntum Kim frétta af sameiningarmálum Norð- ur og Suður Kóreu. Fram kom að afstaða norðan- manna gengi út frá grund- vellinum um sjálfstæði, friði og þjóðareiningu. „Kóreu er skipt upp í tvennt vegna utanaðkom- andi ástæðna, ekki vegna mála innan ríkjanna. Þetta eru þættir eins og vera 50 þúsund bandarískra her- manna í Suður Kóreu. Ef að sameining á að verða möguleg þarf að koma í veg fyrir erlenda íhlutun og þá þurfa erlend hernaðar- öfl að hverfa úr landinu. Þá getur fólkið sjálft stuðl- að að sameiningu með við- ræðum og samningum. Kóreubúar eru ein þjóð sem þó hefur búið við tvenns konar stjórnkerfi og hugsjónir um 40 ára skeið. Auðvitað tekst sam- eining ekki ef annar aðil- inn reynir að þröngva sín- um hugmyndum og kerfi á hinn aðilann og því höfum við lagt til að stofnað verði sambandslýðveldi þar sem hvor aðilinn hefur sjálf- stjórn og getur búið áfram með líkum hætti og verið hefur.“ Gróska í sameiningar- viðræðum______________ í áramótaávarpi Kim II Sung, forseta Norður Kór- eu og formanns Verka- mannaflokksins, var lagt til að áhrifamenn í æðstu stöðum fyrir norðan og sunnan komi saman og einnig hefur verið lagt til að fulltrúar ýmissa sviða þjóðlífsins ræðist sérstak- lega við, áhrifamenn á sviði þings, skóla, iþrótta, lista og svo framvegis. „Við vitum til að að tilöggur þessar hafi hlotið góðan hljómgrunn í Suður Kóreu. Fyrir aðeins nokkrum dög- um heimsótti okkur hinn frægi prestur í Suður Kór- eu, Mun Ik Hwan og var hún sérlega ánægjuleg og árangursrík“. Meðal tillagna Norður Kóreu er að herafli Iand- anna verði í þremur áföng- um minnkaður niður fyrir 100 þúsund hermenn og að Bandaríska herliðið hverfi á brott sömuleiðis í þremur áföngum. Tillögurnar gera ráð fyrir því að viðræðurn- ar verði þríhliða, þar sem Bandaríkin taki þátt í þeim. „Við leitumst hvarvetna við að boða frið og vináttu. Ekki síst höfum við leitast við að taka þátt í umræð- unni innan Alþjóðasam- bands jafnaðarmanna, þar sem mjög virk umræða fer fram um afstýringu styrj- alda, frið, afvopnun, kjarnorkuvopnamál, mannréttindamál, um- hverfismál og fleira. Við berum mikla virðingu fyrir tilraunum sambandsins til að hafa áhrif á þróunina til hins betra“ sagði Kim Hyong U að lokum. KEFLAVÍKURKAUPSTADUR 40 ÁRA í DAG Anna Margrét Guðmundsdóttir forseti bœjarstjórnar í viðtali. Keflavíkurbær á 40 ára af- mæli í dag, þann 1. apríl, en þennan dag, 1949, fékk bær- inn kaupstaðarrétlindi. Alþýðublaðið sló á þráðinn til Önnu Margrétar Guð- mundsdóttur, sem er forseti meirihluta bæjarstjórnar Al- þýðuflokksins í Keflavík og innti hana eftir einu og öðru varðandi bæjarlífið. Fyrst eru það helstu verkefnin sem bæjarfélagið hefur á næst- VEÐRIÐ í DAG Sunnanátt, stinn- ingskaldi eða all- hvass. Hlýtt um allt austanvert landið en mun hægari vindur og 1-3 stiga híti vest- antil. Sunnanlands verður rigning, en slydda vestanlands og á Vestfjörðum. Víðast þurrt norðan- og austanlands. liðnum árum staðið fyrir og stendur fyrir nú. „Á þeim árum sem núver- andi meirihluti hefur farið með stjórn hefur margt verið að gerast. Fyrst ber þar að telja íbúðahús fyrir aldraða sem við byggðum og erum mjög stolt af. Það tók aðeins 15 mánuði að ganga frá því húsi. Svo má nefna viðbygg- ingu við Myllubakkaskóla, sem er barnaskóli. Við telj- um okkur sömuleiðis sóma af því. Nú, í dag, í tengslum við hátíðahöldin verður tekin í notkun viðbygging við íþróttahúsið sem byggð var í samvinnu við íþróttabanda- lag Keflavíkur. Við erum að byggja mikla sundmiðstöð sem er mikið og stórt mann- virki. Við höfum lagt mikla áherslu á að styðja við at- vinnulífið í bænum, frá því við tókum við. Keflavíkur- bær er stærsti hluthafinn i fiskeldisfyrirtækinu Eldi hf. og á sínum tíma tókum við 20 milljóna króna lán og keyptum hlutabréf í Hrað- frystihúsi Keflavíkur. Bær- inn hefur sömuleiðis gengist í ábyrgðir fyrir lánum sem fyr- irtæki hafa tekið. Með þess- um hætti höfum við reynt að standa við bakið á atvinnu- lífinu. — Það sem kannski kem- ur fyrst upp í hugann varð- andi Keflavík er sambýlið við herinn. Nú eru 40 ár síðan við gengum í NATÓ og Keflavík er fjörutíu ára tveimur dögum síðar. Hvaða áhrif hefur þetta sambýli haft á þessum tíma að þínu mati? „Það er erfitt að segja, en það er auðvitað staðreynd sem ekki verður litið framhjá að fjöldi fólks byggir af- komu sína á varnarliðinu og þeim fyrirtækjum sem því tengjast, Aðalverktökum og fleirum og svo Flugleiðum. Sömuleiðis verður heldur ekki litið fram hjá því að þeg- ar herinn kemur hingað, og reyndar millilandaflugvöll- urinn líka, þá byggist bærinn mjög ört m.a. af þessum ástæðum. Á árunum milli ’49 og ’59 tvöfaldast íbúa- fjöldinn í bænum. Það má líka nefna að margir vilja halda þvi fram að bærinn hafi liðið fyrir næ'rveru varn- arliðsins, að hún hafi haldið aftur af iðnþróun og öðru sem kannski hefði orðið. — Hvað með menningar- áhrif, sem margir hafa talað um? „Um það er enn erfiðara að segja. Ég held reyndar að þau séu minni en margur ut- anaðkomandi heldur. Auð- vitað hefur þetta haft einhver áhrif, Jjannig hlýtur það að vera. Ég held hinsvegar ekki að þetta marki djúp spor í bæjarlífið. Hér er alls ekki töluð ameríska, eins og margir vildu halda hér áður. En þetta viðhorf hefur breyst í gegnum tíðina."

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.