Alþýðublaðið - 07.04.1989, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 07.04.1989, Blaðsíða 2
Föstudagur 7. apríl 1989 ALPYDUBLJIDIÐ Útgefandi: Blað hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Fréttastjóri: Kristján Þorvaldsson Auglýsingastjóri: Steen Johansson Dreifingastjóri: Siguröur Jónsson Setning og umbrot: Filmur og prent, Ármúla 38 Prentun: Blaðaprent hf., Síðumúla 12 Áskriftarsíminn er 681866 Áskriftargjald 900 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakiðv ALÞYÐUFLOKKUR OG VAXTAVERKIR Pjóðin flyst til í kjölfar breyttra atvinnuhátta og stórkost- legs misvægis í fjármálum og pólitískum völdum. Þetta höf- um viðfyriraugunum uppáhvern dag.Á undanförnumárum flytur um 1-2% pjóðarinnar „suður" sem svarartil pess að á 7-10 ára fresti hverfi Vestfirðir af landakortinu. Misvægið í fjármálum er miklu rosalegra. Þar gerast hlutirnir aðeins í „kreðsunum" fyrir sunnan. Til pess að halda utan um pessi völd hafaSeðlabanki og aðrar fjármálaspírur risið. Obbinn af þingmönnum landsbyggðarinnar hafa og komið sér fyrir á Reykjavíkursvæðinu til þess að getafylgst með. Menn geta ekki fjallað um jafnvægi í byggð landsins af viti nemabúa þar sem hlutirnir gerast. Uti á landsbyggðinni reyna menn að hokra og halda undir- stöðuatvinnuvegunum gangandi. Þar ímynda menn sér enn- þá að sjávarútvegurinn sé undirstaða og í landbúnaði felist einhver neisti af íslenskri menningu. Fram að þessu hefur það verið sérsvið Framsóknarflokksins að hugsa um lands- byggðina og flokkurinn nærist ennþá á því að atkvæðafjöldi fer ekki eftir mannfólki heldur er hann ( hlutfalli við gras og kvikfénað. Alþýðuflokkurinn lifði lengi vel á því að fólk leitaði í atvinnu á mölina. Á meðan verkalýður hafði ekki komist í kynni við sólarlandaferðir og vídeó höfðaði flokkurinn fyrst og fremst til fátækrar alþýðu og varð nokkuð ágengt. Pegar það blasir við að verkalýðurinn sem gert var út á á ár- umáðurerbúinnaðkomasérfyrirístássstofumfyrirsunnan og „verkalýður" dagsins í dag eru einstæðar mæður, upp- gjafa bændur og ungt fólk utan af landi, er flokknum vandi á höndum. Um hrið hafa forystumenn flokksins yljað sér við nýmóðins hugmyndir um að hér gætu leikið saman frelsi at- vinnuháttaog einhvers konar eftirlit ríkisvaldsins. Því miður virðist svo sem hér þrífist alls ekki frjáls viðskipti og einka- væðingin stóli enn sem fyrráað ríkið tryggi atvinnuvegi í bak og fyrir. Frelsið gaus helst upp í bankakerf inu og vextirnir urðu sam- nef nari f rjálshyggjunnar. Reynsian er langt í f rá gæf uleg. Hér hefur ríkt sjálfræði ímyndaðs vaxtafrelsis og í dag eru at- vinnuforkólfar, einkum í sjávarútvegi, fyrir löngu búnir að jarðaþessastefnu. Þrátt fyrirvaxandi aflaog verðmæti hefur vaxtabyrðin kafsiglt fyrirtæki. Nú skilurenginn lengursam- hengið milli vaxtannaog vaxtar i þjóðfélaginu — en þar í milli hefði átt að rikja nokkurt jafnvægi. ,,Vaxtafrelsið" er fyrst og fremst vandi landsbyggðar. Of- fjárfestingin á Reykjavíkursvæðinu í verslunum og banka- höllumvarvitaðaðværialdreivití. Þaðvissumennfyrirfram. Hins vegartöldu menn sértrú um úti álandi aðenn þyrfti að veiða fisk úr sjó — og því trúa margir enn. Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra vonast til að frumvarp hennartil breyttrar verkaskiptingar ríkis og sveitar- félaganái fram að gangaáyfirstandandi þingi. Það geturleitt til einhverratilfærslnamilli þessaraaðilaog ef til vill til auk- ins sjálfræðis sveitarfélaganna. En tillagan vinnur lítt gegn þeim meginstraumum sem eru í átt til miðstýringar f (s- lensku þjóðfélagi. Það er tiltölulega gagnslaust að veita sveitarfélögum aukinn rétt til áhrifa og ábyrgðar á eigin verknaði, ef fólkið er flutt suður þegar kemur til fram- kvæmda. í tíð Gylfa Þ. Gíslasonar voru lögð drög að endur- uppbyggingu grunnmenntunar í þjóðfélaginu, og í kjölfar fylgdu lög um grunnskóla, sem eru einhver þau framsækn- ustu í heimi. Þau tryggðu öllu fólki nokkur réttindi og sköp- uðu festu í byggöum. Nú er komið að flokknum að takaönnur skref álíka afdrifarík til jöfnuðar. Vandi atvinnuvega lands- byggðarinnar leysist til dæmis ekki, ef það skilst ekki að lausnirnar eru ekki hinar sömu og á offjárfestingunni í Reykjavík. BRÉF FRÁ LESENDUM AÐ GEFNU TILEFNI Vegna ummæla Péturs Blöndal í Alþýðublaðinu 31. mars 1989, „að þeir sem lentu í þeim áföllum sem áttu sér stað hjá Ávöxtun sf. reyni að finna einhvern sem beri ábyrgð og hafi vegið ómaklega að Banka- eftirlitinu, þar sem það hefur ekki nægileg völd eða tæki til að grípa inn í slík mál". Vil ég benda á nokkrar greinar úr lögum úm verðbréfasjóði sem tóku gildi 1. júlí 1986. 11. KAFLI Leyfi til verðbréfamiðlunar og rekstrar verðbréfasjóðs. 4. gr. Óheimilt er að hafa með höndum verðbréfamiðlun nema með leyfi viðskiptaráðherra, sbr. þó 5. mgr. Leyfi til þeirrar starfsemi skal veitt fullnægi umsækjandi eftirfarandi skilyrðum: a. Er íslenskur ríkisborgari og heim- ilisfastur hérlendis. b. Hefur óflekkað mannorð. c. Er fjárráða og hefur aldrei verið sviptur forræði á búi sínu. d. Hefur lokið viðurkenndu prófi í hagfræði, lögfræði, viðskipta- fræði eða er löggiltur endur- skoðandi. Ráðherra er heimilt, að fenginni umsögn Verðbréfa- þings Islands, að víkja frá skil- yrði þessu hafi umsækjandi sambærilega menntun eða víð- tæka starfsreynslu á sviði verð- bréfamiðlunar. Ráðherra er heimilt að kveða svo á með reglugerð að þeir, sem fullnægja skilyrðum þessum, þurfi að auki að standast sérstakt próf um verðbréfaviðskipti sem haldið skal í samráði við Stjórn Verð- bréfaþings íslands, og skal í slíkri reglugerð ákveða hvers efnis prófraun þessi verði, hversu oft hún skuli haldin og hver árangur þurfi að vera til þess að standast hana. e. Setur bankatryggingu að fjár- hæð 2.000.000 kr. til að standa straum af greiðslu skaðabóta sem honum kann að verða gert að greiða viðskiptamanni vegna starfsemi sinnar. Fjárhæð bankatryggingar skal bundin lánskjaravisitölu miðað við grunntölu hennar á útgáfudegi laga þessara. Ennfremur segir: III. KAFLI Réttindi og skyldur verðbréfamiðl- ara. 6. gr. Verðbréfamiðlara ber ávallt að haga störfum sínum á þann hátt að vipskiptamenn hans njóti við kaup og sölu verðbréfa jafnræðis um upplýsingar, verð og önnur við- skiptakjör. Skal hann að teknu til- liti til hags og þekkingar viðskipta- manns veita honum greinargóðar upplýsingar um þá kosti sem hon- um standa til boða. Og í upphafi 7. greinar: „Verðbréfamiðlara er skylt að halda fjármunum viðskipta- manns á sérstökum nafnskráðum reikningi". Síðan greinir í: 8. gr. Verðbréfamiðlara er óheimilt að kaupa verðbréf, sem honum er falið til sölu, eða að selja bréfið í rekstri sínum nema um sé að ræða skráð verðbréf á Verðbréfaþingi íslands eða viðsemjanda hans sé kunngert hver gagnaðili að viðskptunum er. Við skulum vona að rannsókn sem kann að verða gerð muni leiða það í ljós að Bankaeftirlitið hafi séð um það að þessi grein hafi verið haldin í samræmi við eftirlitsskyldu Bankaeftirlitsins varðandi sjóði Ávöxtunar sf. Ennfremur í: IV. KAFLA Fjárhagsleg ábyrgð gagnvart við- skiptamanni. 12. gr. Verðbréfamiðlara ber eftir al- Ármann Reynisson í Ávöxtun. „Það má öllum vera Ijóst, að hafi eft- irlit með vrðbréfasjóöum verið að- eins í formi viðtala og spurninga til endurskoðenda eða fyrirrnanna sjóðanna, þurfi endalok þessara sjóða ekki að koma á óvart," segir Hallgrimur H. Ottesen m.a. íbréfi sínu til ritstjórnar um afdrif Ávöxt- unar hf. og hlutverk Bankaeftirlits- ins í gjalþroti verðbréfafyrirtækis- ins. mennum reglum að bæta viðskipta- manni sínum það tjón sem hann bakar honum með störfum sínum sé ekki mælt fyrir á annan veg í lög- um þessum. Og 13. gr. Glatist heimildarskjal eða fjár- munir sem verðbréfamiðlari hefur í vörslum sínum í þágu viðskipta- • manns ber honum að bæta allt það tjón er af því hlýst. í 14. gr. Nú skortir verðbréf einhverja þá kosti sem ætla má að áskildir hafi verið og ber þá verðbréfamiðlara að bæta viðskiptamanni sínum það tjón sem af því hlýst enda verði talið verðbréfamiðlara til gáleysis að hafa ekki vakið athygli viðskipta- manns síns á annmarkanum. Það gæti verið spurning hvort Rekstrarverðbréfin hjá Ávöxtun sf. hafi ekki verið ólögleg frá upphafi, varðandi 14. gr. og hugsanlega aðr- ar greinar laganna um verðbréfa- sjóði. V. KAFLI Eftirlit. (Skyldur). 15. gr. Bankaeftirlit Seðlabanka íslands skal hafa eftirlit með að ekki sé starfrækt verðbréfamiðlun eða verðbréfasjóður nema að fengnu ieyfi viðskiptaráðherra, sbr. 4. gr., og gæta þess að slík starfsemi full- nægi ætíð að öðru leyti skilyrðum laga þessara. Bankaeftirlitið skal eiga aðgang að öllum gögnum og upplýsingum hjá verðbréfamiðlara og verðbréfasjóði sem varða starf- semina og nauðsynlegar eru við framkvæmd eftirlitsins. Vegna ákvæða 6. gr. skal Banka- eftirlitið í janúarmánuði ár hvert semja álitsgerð um efni viðskipta- auglýsinga sem verðbréfamiðlarar og verðbréfasjóðirnir beina til al- mennings. Álitsgerðin skal send viðskiptaráðherra og verðlagsráði. Telji Bankaeftirlitið að starfsemi verðbréfamiðlara eða verðbréfa- sjóðs brjóti í bága við lög þessi skal tilkynna það viðskiptaráðherra. Sé um meint brot að ræða á 6. gr. eða V. kafla laga um verðlag, sam- keppnishömlur og óréttmæta við- skiptahætti skal einnig senda til- kynningu til verðlagsráðs. Þegar þessi Iög eru lesin og at- huguð, get ég ekki séð að Bankaeft- irlitið vanti heimildir til eftirlits eða eftirlitsskyldu, nema síður sé. En sé einhverjum hagur í því að túlka lög- in um verðbréfasjóði frá 1986 á ein- hvern annan veg en þau eru skrifuð, er það auðvitað þeirra mál. En hafi þau verið misskilin af Bankaeftirlit- inu eða yfirmönnum þess, er það öllu alvarlegra mál. Við skulum rifja upp það sem segir í Morgunblaðinu hinn 20. ág- úst 1988: Yfirlýsingar Ólafs eru ábyrgðar- lausar — segir Gunnar Óskarsson aðstoðarframkvæmdastjóri Fjár- festingarfélagsins. Gunnar Óskarsson aðstoðar- framkvæmdastjóri Fjárfestingarfé- lagsins segir að yfirlýsingar Ólafs Ragnars Grímssonar um að einn eða fleiri verðbréfasjóðir séu að komast í þrot, séu ábyrgðarlausar. Með því að segja aðeins hálfa söguna og neita að gefa upp nöfn skapi hann óþarfa óvissu og ótta hjá þeim fjölmörgu sparifjáreig- endum sem hafi bundið fé sitt hjá traustum verðbréfasjóðum. „Þessar yfirlýsingar Ólafs Ragnars Grímssonar koma mér á óvart og ég skil ekki hvað liggur að baki. Verðbréfasjóðirnir hafa verið undir eftirliti Bankaeftirlits- ins frá árinu 1986 og hefur Banka- eftirlitið kannað þá alla," segir Gunnar. Gunnar segir að þessar yfirlýs- ingar hafi skapað míkil óþægindi hjá Fjárfestingarfélaginu vegna fjölda símtala og fyrirspurna til félagsins í framhaldi af yfirlýsing- um Ólafs. Ármann Reynisson forstjóri Ávöxtunar segir einnig, að hann telji yfirlýsingar Ólafs Ragnars ábyrgðarlausar. Hann bendir einnig á, að sjóðirnir séu undir eftirliti Bankaeftirlitsins og kveð- ur það vera af hinu góða að Bankaeftirlitið framkvæmi rann- sókn á borð við þá sem Ólafur hefur farið fram á. Slíkt myndi eyða þeirri óvissu og þeim efa sem Olafur hafi skapað. Tilvitnun lýk- ur. Eftir ummælum fyrirmanna verðbréfasjóða er ekki hægt að skilja það á annan veg en þeir telji sparifjáreigendur trygga með verðgildi bréfa sinna í skjóli Bankaeftirlits Seðlabankans, en eftir á að hyggja er ekki gott að átta sig á því hvernig ber að skilja orð og yfirlýsingar fyrirmanna verðbréfasjóðanna. Bankaeftirlit Seðlabankans kærði Ávóxtun fyrir 2 árum. Rík- issaksóknari óskaði eftir gögnum um fyrirtækið og vann Rann- sóknarlögregla ríkisins í málinu. Þegar þau gögn lágu fyrir sá sak- sóknari ekki ástæðu til að höfða mál. (DV 6.9.1988). Sagt hefur verið að Bankaeftir- litið hafi hafið rannsókn á fyrir- tækinu áður en Ólafur Ragnar fór að tala um málið. Er þetta rétt? „Nei, enginn hafði komið til okk- ar og beðið um gögn, hvorki ráð- herra, Bankaeftirlitið né neinn annar. Það stenst ekkert af því sem verið er að segja . . . Gæti verið að eftirliti með verð- bréfasjóðum sé ábótavant? „Þeir hafa aldrei komið til okkar nema til að ræða við okkur. Það hefur sjálfsagt eitthvað skort á eftirlitið og ég held að aðhald sé öllum nauðsynlegt", segir Pétur Björns- son í viðtali við DV þann 10. sept- ember 1988. Það má öllum ljóst vera, að' hafi eftirlit með verðbréfasjóðum verið aðeins í formi viðtala og spurninga til endurskoðenda eða fyrirmanna sjóðanna, þurfi enda- lok þessara sjóða ekki að koma á óvart, og þótt hömlulaus frjáls- hyggju sjónarmið geti sætt sig við slík vinnubrögð kæra þeir sig ekki um það sem vilja ábyrgð og heið- arleika í viðskiptum. Þeim bönd- um sem sleppt var lausum með leyfum á stofnun verðbréfasjóða, má líkja við að bóndi ætli sér að auka eggjaframleiðsluna með því að sleppa mink inn í hænsnabúið. Hallgrímur A. Ottósson

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.