Alþýðublaðið - 07.04.1989, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 07.04.1989, Blaðsíða 3
Föstudagur 7. apríl 1989 FRETTASKYRING íslendingar veita EFTA forystu þegar viðrœður hefjast við EB: Undirbúningur að hætti vertíoarmanna íslendingar taka við forystu í EFTA, Friversl- unarsamtökum Evrópu, um mitt ár þegar við- ræður hefjast við Evrópubandalagið. Jón Bald- vin Hannibalsson utanríkisráðherra verður for- maður ráöherranefndarinnar og sendiherrann verður æðsti embættismaðurinn hjá samtök- unum. Ennþá hafa íslendingar ekki gert upp hug sinn til þessara mála og raunar rekið stefnulaust fram að þessu. Verkstjórnin innan EFTA hlýtur að kalla á að íslendingar viti hvað þeir vilja þegar kemur að stóru ákvörðunum. Næstu vikur og mánuði verður því væntanlega fjörug umræða innanlands um stefnumörkun- ina. Allt snýst um Þrátt fyrir ýmsar hrak- spár fyrir fund leiðtoga EFTA-ríkjanna í Osló á dögunum tókst þar að ná samkomulagi um stefnu- yfirlýsingu, sem felur í sér að löndin eru reiðubúin að standa saman að viðræð- um við Evrópubandalagið. Samstaða innan EFTA í þessum könnunarvið- ræðum er aðallega talið reyna á hve langt verði gengið sameiginlega hvað varðar fjármagns- og vinnumarkað svo og hve langt verði gengið í sam- starfinu innan EFTA. Hér mun átt við tillögur sem lýst var í vinnuskjali innan EFTA-ráðsins og fela í sér, að í stað viðskiptabanda- lags þar sem hvert einstakt ríki hefur hingað til haft óskorað sjálfstæði og neit- unarvald, þá komi í stað- inn sú regla að meirihluti atkvæða gildi. Þær þjóðir sem vilji ekki eiga samleið í einstaka málum, geti engu að síður hafnað þátttöku á því sviði. Ennfremur eru tillögur um að innan EFTA verði settur á sérstakur dómstóll, óháður ríkis- stjórnum landanna. í dag hafa samtökin enga yfirþjóðlega stjórn og þurfa löndin að vera sam- mála um hvert skref sem þau taka. Ríkin í EFTA eru nú sex, ísland, Noregur, Svíþjóð, Finnland, Austur- ríki og Sviss. Alls búa 32 milljónir í þessum löndum. Samtökin hafa komið á fríverslun sín á milli, sem nær fyrst og fremst til iðn- varnings en einnig til nokk- urra fiskafurða. Á fundin- um í Osló á dögunum náðu íslendingar fram 19 ára gömlu baráttumáli, um að fríverslun með sjávaraf- urðir verði einnig í framtíð- inni hin almenna regla. Þessi breyting tekur gildi í júli á næsta ári, með nokkrum undantekning- um um lengri aðlögunar- tima. aðlögun að EB_______ íbúatala EB-ríkja er um 320 milljónir, eða 10 sinn- um meiri en EFTA. Ríkin eru nú 12, Frakkland, Þýskaland, ítalía, Belgía, Holland, Lúxemborg, Bretland, Danmörk, ír- land, Grikkland, Portúgal og Spánn. Ólíkt EFTA hef- ur EB yfirþjóðlega stjórn, þ.e. ýmsar ákvarðanir á vettvangi bandalagsins með tilskildum meirihluta eru bindandi fyrir aðildar- ríkin. EB-ríkin hafa ekki ein:göngu fríverslun sin á milfi, heldúr er EB tolla- bandalag og með sameig- inlega tollskrá, sameigin- lega landbúnaðarstefnu og fiskimálastefnu. Sameigin- legur innri markaður árið 1992 þýðir að innan EB-rikjanna verður hægt að selja vöru án allra mögulegra hindrana. íbú- um verður gert frjálst að setjast að hvar sem er inn- an EB-landamæranna og flutningur fjármagns og sala þjónustu verðurfrjáls innan aðildarríkjanna. Þessi miklu áform kalla auðvitað á aðlögun þeirra ríkja sem standa utan við. Um það snýst umræðan innan EFTA. í dag hefur hvert ríki EFTA fríverslun- arsamning við EB, sem gerðir voru á árunum 1972-73. Þessir samningar eru töluvert mismunandi. íslendingar hafa nú tekið upp óformlegar viðræður um endurnýjun samninga, en ýmsir töldu að málin væru farin að dragast fram úr hófi. Minni likur á inngöngu einstakra rikja_______ Stóra skrefið 1992 þykir mörgum kalla á samróma svar frá EFTA. Tónninn var raunar gefinn í svokall- aðri „Lúxemborgaryfirlýs- ingu" 1984, en þá varð samkomulag um breiðara samstarf bandalaganna. Þar var ákveðið að stefna að því sem kallað var evr- ópskt efnahagssvæði, þ.e. afnámi annarra viðskipta- þvingana en tolla, og sam- starfi sem aðilar kjósi að eiga um efnahags, um- hverfis- og menntunarmál, rannsóknir og þróun, sam- göngur og fleiri atriði. Samstarf hefur þegar haf- ist í 20 málaflokkum sem þessu tengjast. Oslóar- fundurinn markar síðan enn stærri spor, því eins og áður segir er nú komið að könnunarviðræðum um frelsin fjögur, þ.e. hvað varðar fjármagnsmarkað, atvinnumálin, þjónustu og vörur. Magnús Gunnarsson framkvæmdastjóri SÍF hefur síðustu ár verið framarlega í hópi þeirra manna sem vakið hafa máls á Evrópumálunum. Hann telur að menn séu al- mennt sammála um að skynsamlegt sé að beita EFTA eins og kostur er í samhæfingu á milli EFTA og Evrópubandalagsins. Ef EFTA verður vettvang- ur fyrir ríkin sex í viðræð- um við EB, kann það að leiða til þess að dragi úr áhuga sumra EFTA-land- anna á að ganga í EB. En þegar er talið fullvíst að eitt landanna, Austurriki, leggi fram umsókn hjá EB í sumar. Hagsmunírnir_______ gagnkvæmir_________ Magnús bendir á að þrátt fyrir áhuga Austur- ríkismanna sé alls óvíst að þeir fái inngöngu þegar í stað. Umsókn Tyrkja hefur legið inni um nokkurn tíma, án þess að hafa verið svarað. Þá eru nokkur smærri ríki, Kýpur og Malta, sem eru tilbúin að tengjast Evrópubandalag- inu. Þrátt fyrir að íbúar EFTA-ríkjanna séu aðeins 32 milljónir samanborið við 320 milljónir í EB-rikj- unum, eru viðskipti EB við EFTA til jafns við við- skiptin við Bandarikin og Japan. Því er Ijóst að hags- munir eru gagnkvæmir. Það hlýtur að skipta gífur- legu máli fyrir Evrópu- bandalagið að ná sam- komulagi við þessa mikil- vægu blokk. Magnús Gunnarsson segir ljóst að ákveðnir aðilar innan EFTA sjái sér mikinn hag í því að semja við EB sem heild og að sama skapi hljóti að vera hagur í því fyrir EB að ná heildarsam- komulagi við EFTA innan evrópska efnahagssvæðis- ins, fremur en fá einstök lönd inn með ýmis vanda- mál sem þeim fylgja. Þá bendir Magnús á að EB geti nýtt sér ýmsa kosti EFTA-Iandanna t.d. varð- andi tengsl við Austur-Evr- ópu og i aðrar áttir. Vinnulag að hætti vertiðarmanna_______ Um mitt ár tekur Jón Baldvin Hannibalsson við formennsku i ráðherra- nefnd EFTA. Hann verður karlinn í brúnni á gífurlega örlagaríkum tímum hjá samtökunum. Þegar ráð- herrann tekur við þessu embætti, eiga íslendingar þó ýmislegt órætt um mál- ið, bæði stjórnmálamenn og almenningur. EB-nefnd Alþingis, undir forystu Kjartans Jóhannssonar, vinnur að stefnumótun og hefur þegar gefið út þrjú upplýsingarit sem er ætlað að stuðla að almennri um- ræðu. Þó má telja fullvíst að stór hluti íslendinga viti ekki um hvað málið snýst, þegar þar aö kemur. Kannski er óþarfi að vera með einhverja svart- sýni. A.m.k. er Magnús Gunnarsson þeirrar skoð- unar. Hann segir að án efa eigi íslendingar eftir að standa sig í þá sex mánuði, sem þeir stýra skútunni hjá EFTA. „Ég er sannfærður um að við ráðum við þetta og eigum eftir að hella okkur út þetta í hefðbund- inni íslenskri vertíðar- stemmningu", segir Magn- ús Gunnarsson. Leiðtogar EFTAríkjanna eftir sögulegan fund í Osló í mars. I fremri röð: Jean- Pascal Oalamuraz, Sviss, Gro Harlem Brundtland, Noregi og Steingrimur Her- mannsson. Aftari röð: Hans Brunhart, Lichten- stein, Harri Holkeri, Finn- landi, Ingvar Carlson, Svi- þjóð, Franz Vranitzky, Austurríki og Georg Reich framkvæmdastjóri.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.