Alþýðublaðið - 14.04.1989, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 14.04.1989, Qupperneq 1
Starfsmenn samvinnuhrey fingarinnar fjármagna nýju hö fuðstöðvarnar á Kirkiusandi: LÍFEYRISSJÓÐURINN EIGNAST HEILA H/EÐ Kaupverð talið verða um 80 milljónir Samvinnulífeyrissjóður- inn, lífeyrissjóður starfs- manna hjá samvinnuhreyf- ingunni, verður einhvern næstu daga eigandi að hluta hússins á Kirkjus- andi, sem hýsir höfuð- stöðvar Sambandsins. Um er að ræða alla þriðju hæð byggingarinnar og er kaup- vcrðið 80 milljónir króna samkvæmt heimildum Al- þýðublaðsins. Margeir Daníelsson framkvæmdastjóri Sam- vinnulífeyrissjóðsins og Kjartan P. Kjartansson framkvæmdastjóri fjár- hagsdeildar SÍS staðfestu þessa ráðgerð í samtali við blaðið, en vildu ekki tjá sig um kaupverðið. Margeir sagðist hins veg- ar eiga von á að gengið yrði frá samningum næstu daga. Hann sagði jafn- framt að starfsemi sjóðsins flyttist í nýju húsakynnin. Á sömu hæð verður bú- vörudeildin með aðsetur. — Hefur Sambandið staðið í skilum með greiðsl- ur lífeyrisiðgjalda? „Það hefur staðið í skil- um ekkert síður en aðrir aðilar," sagði Margeir. Að- spurður sagði hann ekki um það að ræða, að verið væri að taka þriðju hæðina upp í skuld. Kjartan sagði að um hver áramót hefði verið gert upp við Sam- vinnulífeyrissjóðinn og væri ekki um að ræða skuldir frá liðinni tíð. Lífeyrissjóðurinn eignast þriðju hæðina i nýju höfuðstöðvum SÍS að Kirkjusandi. A-mynd/E.ÓI. Borgaraflokkur klofnar — nýr þinzflokkur: FORFÖLL RÁDA STÆRÐ FLOKKANNA Fjöldi BHMR-manna sótti baráttufund i Austurbæjarbíói i gær. A-mynd/E.ÓI. Aukin harka í deilu ríkis- ins og BHHIR Viðskiptaráðuneytið Heimilað að flytja inn takmarkað magn af smjörlíki Jón Sigurðsson viðskipta- ráðherra hefur heimilað Hagkaup að flytja inn tak- markað magn af smjörlíki, 20 tonn, en hingað til hefur verið lagt blátt bann við slík- um innflutningi. „Þetta er gert eftir ítrekað- ar umsóknir frá Hagkaup og á áreiðanlega eftir að leiða til lækkunará verði,“ sagði Jón Sigurðsson í samtali við blaðið. Forráðamenn Hag- kaups telja að verð á inn- flutta smjörlíkinu verði allt að helmingi lægra. Viðskiptaráðherra ætlar að láta fara fram víðtæka könnun á verði matvæla hér á landi og erlendis. Aðspurð- ur sagði hann að hátt verð á búvörum hér á landi stafi að verulegu leyti af miklum framleiðslu, vinnslu og dreif- ingarkostnaði. Ráðherrann telur margar ástæður fyrir háu vöruverði hér á landi. „Hér eru óbeinir skattar mikilvægari en í ná- grannalöndunum. Það er hár framleiðslu, vinnslu- og dreifingarkostnaður á bú- vörum, en vegna þess að markaður er lítill verður t.d. innflutningur á suðrænum ávöxtum og matvælum sjálf- sagt dýrari hér en í mörgum samanburðarlöndum. í mörgum löndum, eins og t.d. Englandi, er mikill innflutn- ingur frá löndum sem fram- leiða búvöru með litlum til- kostnaði. En síðast, en ekki síst, er í Evrópubandalaginu mjög mikið styrkjakerfi í landbúnaði og sennilega meiri niðurgreiðslur en hér,“ sagði Jón Sigurðsson. A Iþýðuflokksfélag Reykjavíkur Tveir frum- mælenda komu ekki til fundar Litlar umræður voru um flokksstarfið í Reykjavík á fundi sem nýskipuð stjórn Alþýðuflokksfélags Reykja- víkur boðaði til í féiagsmið- stöð flokksins sl. miðviku- dag og greint var frá í Al- þýðublaðinu á þriðjudag. Forysta flokksins átti að hafa framsögu á fundinum, en Jón Baldvin Hannibalsson formaður og Jóhanna Sig- urðardóttir varaformaður afboðuðu komu sína vegna anna. Jón Sigurðsson viðskipta- og iðnaðarráðherra gerði stuttan stans, þar sem hann hafði einnig verið auglýstur á öðrum fundi i flokknum um kvöldið. Fjórði frummæl- andi, Birgir Árnason for- maður SUJ, sat fundinn. BHMR telur ekkert hafa enn komið frá samninga- nefnd ríkisins, sem komið geti skriði á viðræður aðila. Samninganefnd BHMR heldur fast við kröfuna um þriggja ára samning, en ríkið býður BSRB-samninginn og ekki krónu meira. BHMR-menn sem blaðið ræddi við sögðu sífelldar rangtúlkanir samninga- manna ríkisins hleypa illu blóði í sitt fólk. Hefðu þeir m.a. brotið heiðursmanna- samkomulag um að láta af áróðursstríði í fjölmiðlum. Þegar blaðið fór í prentun í gærkvöldi var að hefjast samningafundur í Karphús- inu að ósk ríkisins. Borgaraflokkurinn klofn- aði endanlega í gær þegar Ingi Björn Albertsson og Hreggviður Jónsson til- kynntu formlega stofnun nýrra stjórnmálasamtaka sem þeir hafa skýrt „Samtök frjálslyndra hægrimanna“. Um leið er Ijóst að samtök með fulltrúa á Alþingi eru orðin 8 og hefur þá gamla fjórflokkakerfið tvöfaldast! Rcikna má með því að sam- tök Inga Björns og Hregg- viðs vinni náið saman með Sjálfstæðisflokknum. Klofningur Borgara- flokksins kemur fáum á óvart, enda virðast flestir sammála um að skilyrði tví- menninganna fyrir áfram- haldandi veru í Borgara- flokknum hafi verið þannig að ekki var hægt að ganga að þeim. Einn viðmælenda Al- þýðublaðsins benti sérstak- lega á, að ef ganga hafi átt að skilyrðinu um að viðurkennt yrði að aðstoð Aðalheiðar Bjarnfreðsdóttur og Óla Þ. Guðbjartssonar hefði verið mistök væri um leið verið að brjóta í bága við 47. og 48. greinar stjórnarskrárinnar, þar sem kveðið er á um að þingmenn skuli fara eftir samvisku sinni. En málið er flóknara en svo að flokkur hafi klofnað og nýr flokkur orðið til. Þannig er staðan i Reykja- neskjördæmi sú, að annar þingmaður S-Iistans er Borg- araflokksmaður, Júlíus Sól- nes formaður flokksins, en hinn er þingmaður Samtaka frjálslyndra hægrimanna (SFH), Hreggviður Jónsson. 1 samtali við Alþýðublaðið staðfesti Kolbrún Jónsdóttir, fyrsti varamaður S-listans, að hún fylgdi SFH að málum og hefði fundað með þeim Inga Birni og Hreggviði. Því blasir við að ef Júlíus Sólnes formaður Borgaraflokksins forfallast verður hann að kalla til afleysinga viður- kenndan stuðningsmann SFH og hefur sá þingflokkur þá stækkað úr tveimur í þrjá. Ef svo ólíklega vill til að bæði Júlíus og Hreggviður forfallast kemur Kolbrún inn og þá sem þingmaður SFH og að auki kæmi inn Ragn- heiður Ólafsdóttir húsmóðir, sem sagði sig úr Borgara- flokknum fyrir ári síðan og kæmi þá væntanlega inn sem utanflokkaþingmaður — ní- undu samtökin! I Vesturlandskjördæmi er varamaður Inga Björns Al- bertssonar Óskar Ólafsson skipstjóri. Óskar staðfesti í samtali við Alþýðublaðið að hann væri að óbreyttu stuðn- ingsmaður sjálfs Borgara- flokksins, en hann ætti eftir að ræða við flokksfólk um viðbrögðin. „Ingi Björn hafði ekkert samráð við okk- ur um stofnun þessa nýja þingflokks. Ég persónulega er ósammála þessum skil- málum sem hann og Hregg- viður settu gagnvart Borg- araflokknum, sjálfur hefði ég hent slíku framan í þá. Mér sárnar að menn skuli hugsa svona grunnt“ sagði Óskar. Það virðist sam- kvæmt þessu Ijóst að ef Ingi Björn forfallast fjölgar í þingflokki Borgaraflokksins en ekki SFH. Reykjavík er hins vegar tryggt vígi „gamla“ flokks- ins, það staðfestu fyrir sitt leyti Guttormur Einarsson og Hulda Jensdóttir og sam- kvæmt okkar heimildum er Ásgeir Hannes Eiríksson stuðningsmaður Borgara- flokksins en ekki SFH.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.