Alþýðublaðið - 14.04.1989, Blaðsíða 8
MBUBLMIH)
Föstudagur 14. apríl 1989
Árni Heimir og hænan heima í eldhúsi i gær. Framtiö
hænunnar var óráðin þegar Ijósmyndara bar að garði i
gær. A-mynd/E.ÓI.
Nemendur gáfu kennaranum hœnu
„Hún minnir mig eilít-
ið á formann samn-
inganefndar ríkisins
ii
„Hún er dálítið sljó til
augnanna, blessunin.
Minnir mig eiginlega svo-
lítið á forrnann samninga-
nefndar ríkisins. — Að
minnsta kosti verpir hún
engu og ekki er gott að
segja hver endalok hennar
verða,“ sagði Árni Heimir
Jónsson kennari í Mennta-
skólanum í Reykjavík við
Alþýðublaðið í gær. Nem-
endur hans gáfu honum að
skilnaði lifandi hænu, þeg-
ar þau kvöddu skólann á
dimmissjón í gær.
„Ætli maður skili henni
ekki á heimaslóðir, „ sagði
Árni, en Alþýðublaðinu
var kunnugt um að hann
leitaði dyrum og dyngjum
að einföldum uppskriftum
meðal sælkera. Hænan
mun ættuð af Seltjarnar-
nesi.
Albingi vill kaupa Hótel Borg
HEILDARKOSTNAÐUR
UM 200 MILUÓNIR
Kaupverð á bilinu 115-150 milljónir — end-
urbótakostnaður 50-60 milljónir — sparn-
aður Alþingis 30-35 milljónir — borgarráð
hefur áhyggjur af mannlífinu í miðborg-
inni.
Á Alþingi hefur verið lögð
fram þingsályktunartillaga
um heimild til handa forset-
um þingsins að ganga til
samninga um kaup á Hótel
Borg. Talið er að kaupverðið
gæti numið 115-150 milljón-
um króna og að það myndi
kosta 50-60 milljónir króna
að gera þær endurbætur á
húsinu sem þarf til að það
geti nýst vegna starfa Alþing-
is. Á móti þessu hefur borg-
arráð samþykkt samhljóða
ályktun þar sem viöraðar eru
áhyggjur vegna hugmyndar-
innar um að leggja niður hót-
elrekstur í miðborginni og
hefur óskað eftir viðræðum
um aðra lausn á húsnæðis-
vanda þingsins.
Hugmynd alþingismanna
er að í húsnæðinu verði skrif-
stofuaðstaða fyrir 42 þing-
menn, ritaraþjónusta, fund-
arherbergi, bókasafn og
mötuneytisaðstaða. Breyt-
ingar í þessa veru myndu
kosta samkvæmt áætlunum
a.m.k. 50-60 milljónir, sem er
nálægt 10% af byggingar-
kostnaði nýja þinghússins
sem einhvern tímann á að
ráð'ast í. Nú er Alþingi í mikl-
um vandræðum, rekur starf-
semi sína í alls 8 húsum, en
með kaupum á Hótel Borg
væri hægt að fækka þeim í 4.
Þá er gengið út frá því að
hægt yrði að rýma Skólabrú
2, Vonarstræti 12 og Vonar-
stræti 8 eða Skjaldbreið.
Með lækkun á rekstrarkostn-
aði og sölu eigna gæti Al-
þingi fengið 30-35 milljónir
króna á móti kaupverðinu.
Margt bendir til þess að af
kaupunum verði, þrátt fyrir
áhyggjur borgarráðs og sam-
ráðsleysi við borgina. Eig-
endur hótelsins munu vera í
hinu mesta basli og Alþingi
gæti með þessu móti leyst
bráðan húsnæðisvanda fyrir
tiltölulega lítinn tilkostnað.
Leysa miðaldra þingmenn glaðvær ungmenni af hólmi?
Þetta er teikning af mögulegum breytingum á fyrstu hæð
inni á Hótel Borg. Þarna er gert ráð fyrir eftirfarandi: 1
Matsalur fyrir 100 manns. 2. Bókasafn, lesstofa og Ijósrit
unaraðstaða. 3. Fundarherbergi. 4. Biðstofa og fata
geymsla. 5. Eldhús og tengd aðstaða. 6. Snyrting. 7. Af
greiðsla. 8. Anddyri.
Sovéski kafbáturinn
Áskilinn réttur
til skaðabóta
íslendingar áskilja sér rétt
til að krefjast skaðabóta
hljótist viðskiptalegt tjón i
kjölfar þess að sovéski kjarn-
orkukafbáturinn sökk við
Bjarnarey sl. föstudag.
Utanríkisráðherra, Jón
Baldvin Hannibalsson, lýsti
þessu yfir á Alþingi í gær.
A Ibýðusambandið
VERKFALLSHEIMILDA AFLAÐ KOMIST
EKKI SKRIÐUR Á VIÐRÆÐUR FLJÓTLEGA
Þolinmæði verkafólks á þrotum
Komi ekki til skýr samn-
ingsvilji af hálfu atvinnurek-
enda á næstu dögum, er lík-
legt að viðræðunefnd ASÍ
óski eftir að félögin afli sér
verkfallsheimilda, segir í
Karvel Pálmason
Bætur verði greiddar
vegna læknamistaka
— Hótar að styðja ekki stjórnarmál ef frumvarpið nœr ekki fram að ganga
Karvel Pálmason þing-
maður Alþýðuflokksins af
Vestfjörðum er fyrsti flutn-
ingsmaöur að frumvarpi til
laga um að Tryggingastofn-
un skuli greiða bætur sem
hljótast af mistökum lækna
og annars starfsfólks heil-
brigðisþjónustunnar. 11 aðr-
ir þingmenn úr öllum þing-
flokkum flytja málið með
Karvel, sem hefur lýst yfir að
hann muni ekki styðja þing-
mál ríkisstjórnarinnar nema
frumvarp þetta hljóti af-
greiðslu.
Málið stendur Karvel sem
kunnugt er nærri þar sem
hann telur sig sjálfan fórnar-
lamb alvarlegra læknamis-
taka sem leiddu til 75% ör-
orku. Hann stóð í langvinn-
um málaferlum gegn Borgar-
spítalanum, en að lokum féll-
ust báðir aðilar á sátt, þar
sem Karvel fékk nokkra upp-
hæð greidda.
Frumvarpsgrein Karvels
við lög um almannatrygging-
ar gerir að efni til ráð fyrir
því að verði maður fyrir var-
anlegu heilsutjóni sem nem-
ur a.m.k. 10% örorku sam-
kvæmt læknisfræðilegu
mati, vegna læknisaðgerðar
eða vegna mistaka starfs-
fólks sem starfar samkvæmt
lögum um heilbrigðisþjón-
ustu, skuli Tryggingastofnun
ríkisins bæta það tjón á sama
hátt og vinnuslys. Eiga land-
læknir og tryggingayfir-
læknir sameiginlega að meta
hvort um bótaskylt tilfelli sé
að ræða og ákveða örorku-
stigið. Úrskurðinn megi
leggja fyrir tryggingaráð.
bréfi sem ASI sendi (il aðild-
arfélaga í gær.
Þar segir að nú fyrst sé for-
senda til þess að ræða í al-
vöru um aðgerðir, þar sem
allir stærstu hópar Alþýðu-
sambandsfélaga hafi nú
lausa samninga. „Það kom
skýrt fram á fundi viðræðu-
nefndar í gær að þolinmæði
okkar fólks er á þrotum og
það sættir sig ekki við langt
samningsþóf."
Aö mati ASÍ er óhjá-
kvæmilegt að gera tilkall til
þess að kaup ASÍ-félaga
hækki a.m.k. um það sama
og gerst hefur með samning-
um BSRB. Með bréfinu til
aðildarfélaganna fylgir mat
hagdeildar á því hvernig
samningur BSRB kæmi út
fyrir ASÍ.
Miðað við hreint tíma-
kaup á fjórða ársfjórðungi
1988 auk 1,25 hækkunarinn-
ar í mars, myndi krónutölu-
hækkunin verða að meðaltali
7,2% og með hækkun or-
lofsuppbótar og desember-
uppbótar yrði meðaltals
hækkunin um 8,2%. Miðað
við greitt tímakaup yrði
hækkunin að meðaltali um
7,8%.
Dæmi er sýnt um kaup-
máttarspá, miðað við að
gengi verði fellt um 9% á ár-
inu, í maí og september.
Þetta myndi nokkurn veginn
þýða að raungengi yrði ób-
reytt út árið. í þessu dæmi
verður kaupmáttarhrapið
milli áranna 1988 og 1989
rúmlega 7% og kaupmáttur
verður um 9% lægri í desem-
ber í ár en í desember i fyrra.
Væri gengi fellt minna fæst
betri mynd svo og verri ef
gengi yrði fellt meira.
Ef gengi yrði stöðugt og
BSRB samningurinn notað-
ur sem rammi og ekki um að
ræða hart verðlagseftirlit,
myndi kaupmáttur falla
nokkuð það sem eftir er árs-
ins. Miðað við að ekki yrðu
fleiri launabreytingar yrði
hrapið um 6% á milli ára.
Kaupmáttur í desember yrði
samkvæmt þessu dæmi rúm-
lega 5% lægri í desember í ár,
en í desember í fyrra.