Alþýðublaðið - 14.04.1989, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 14.04.1989, Blaðsíða 5
Föstudagur 14. apríl 1989 5 fram hjá Silju Aðalsteinsdóttur. „Láta börnin tala og tala, Iinnulít- ið,“ sagði Silja. Eiríkur talar um hverskonar notkun, jafnt lestur, ritun, tal og hlustun. Fleiri af þeim sem Alþýðublaðið hafði stuttlega samband við út af þess- ari málverndunarumræðu, höfðu sömu sögu að segja. Menn voru einatt sammála því að lítið þýddi að berja fólk til málfræðibókar — nær væri að auka notkun málsins meðal fólks. Mélfétæktin og -auðgin Mikið er borið við fátækt í máli hjá fólki almennt. Margir sakna orða og orðtaka sem hafa áður verið i mikiili notkun en heyrast nú sjaldan. Flest orðtök íslend- inga voru tekin úr þeim atvinnu- vegum sem hér hafa verið stund- aðar til langs tíma. Landbúnaði og sjávarútvegi. Síðan þegar mik- ill meirihluti þjóðarinnar flyst úr sveit í borg hverfa þessi orðtök enda hafa þau þá Iitla sem enga merkingu lengur. Það skiptir nú- tímamanninn minnstu máli hver merking orðtaksins „að vaxa fisk- ur um hrygg“ í raun og veru var. Hann verður engu betri eftir en áður. Síðan er alls ekki ljóst hvort fólk hefur yfirleitt talað betra eða auðugra mál fyrir 50 árum en það gerir nú. Á því eru engar rann- sóknir til. Fjölmiðlar hafa líka legið undir ámæli fyrir málfar, sérstaklega hinir svokölluðu ljósvakamiðlar. Menn hafa byggt heilu greinarnar í blöð á mismæli dagskrárgerðar- manna í beinni útsendingu. Eins og menn ímyndi sér að fyrir fimmtíu árum hafi allir íslending- ar talað lýtalaust í hvert skipti sem þeir opnuðu munninn. í lítilli notkun felst hættan í þessum skilningi má ef til vill tala um að tungan sé í hættu. Notkun hennar er ekki sem skyldi. í stað þess að menn noti hana við öll hugsanleg tækifæri þá er straumurinn af afþreyingar- efni, einkum á ensku, slíkur að mikill tími fólks fari í að nota ensku. Hlusta á hana og skilja — á meðan nota menn ekki íslensk- una. Þetta ætti að vera auðvelt að hindra. Sömu mennirnir tala um hættuna á tungunni og hafa vald- ið til að bjarga henni með aukinni framleiðslu á íslensku efni, hvers- konar. Þannig er líklegt að notk- un íslenskunnar, í víðasta skiln- ingi aukist. En það er kannski alltof dýrt. Málin horfa öðruvísi við ef peningarnir þurfa að fylgja á eftir umræðunni. Gjörðirnar á eftir yfirlýsingunum. Eiríkur Rögnvaldsson, lektor við Há- skóla Islands, er einn þeirra manna sem hefur atvinnu sína af því að fást við íslenskt mál. Hann hefur m.a. rannsakað ýmsa þætti íslensks mál- kerfis og Alþýðublaðið fékk hann til að segja álit sitt á nokkrum atriðum varðandi málverndunarumrœðuna, fyrst um breytingar á málv Eiríkur Rögnvaldsson M MALNOTKUNIN MIKILVÆGUST „Ekkert mál sem menn þekkja helst stöðugt til lengri tíma. Það eru alltaf einhverjar tilhneigingar til breytinga. Þessar breytingar eru einkum af tvennum toga, ann- arsvegar innri tilhneigingar í málinu sem enginn skilur full- komlega, þ.e. eitthvert ójafnvægi sem málið leitast við að leiðrétta. í því sambandi er mikilvægt að hafa I huga þegar menn tala um að allar breytingar séu til einföld- unar, að það er í raun of mikil ein- földun að halda því fram. Ein- földun í málkerfinu á einum stað þýðir oft að eitthvað verður flókn- ara annarsstaðar. Ef að allar mál- breytingar hefðu verið til einföld- unar hefði stigi hámarkseinföld- unar verið náð fyrir löngu. Hinsvegar koma líka til utanað- komandi áhrif af ýmsum toga. Varðandi það sem menn tala mest um núna, enskuna, þá held ég ekki að bein ensk áhrif séu í sjálfu sér aðalhættan varðandi málkerfið. Hinsvegar dregur enskan úr notkun íslenskunar og þegar ég er að tala um notkun á ég við alla notkun málsins, lestur, tal, ritmál, hlustun. Fólk notar málið minna en áður. Ef íslenskan er notuð á öllum sviðum, menn lesa mikið og tala mikið saman o.s.frv., þá þolir málið miklu meiri ensku en annars." —Myndirðu skrifa undir að ís- lenskan væri í einhverskonar hættu? „Jú, það er í sjálfu sér hægt að skrifa undir það og ég held að hættan hafi aukist mikið á undan- förnum árum. T.d má nefna að út- lánum bókasafna fer fækkandi og ýmislegt sem bendir til þess að lestur fari minnkandi. Kannski þá helst lestur þeirra sem síst máttu við því. Ég held ég hafi heyrt það að fækkun útlána komi fyrst og fremst fram í færri útlánum á reyfurum, ekki á betri bókmennt- um. Þetta bendir til þess að ákveðinn hópur þjóðarinnar hætti að lesa og fari yfir í að horfa á sjónvarp og vídeó í staðinn. Þetta veldur hættu á ákveðinni stéttaskiptingu í málinu. Það verður þó sjálfsagt stór hópur, væntanlega meirihluti sem áfram hefur málið vel á valdi sínu en á hinn bóginn verður einhver minnihluti sem aldrei nær fullum tökum á málinu. Ástæðan er fyrst og fremst sú að sá hópur notar ekki málið nógu mikið. Lesturinn er mjög mikilvægur i þessu sam- bandi því allur lestur styrkir mál- kerfið og málið. “ — Hvað með umræðuna um fátækt nútíma íslenskunnar? „Ég er ekkert endilega sann- færður um það að orðaforði manna sé minni heldur en hann hefur alltaf verið. Það er ljóst að hann er annar sem er eðliftgt. Það má náttúrulega ekki gleyma því að þegar við erum að meta orða- forða fólks hér áður, þegar við förum aftur fyrir tuttugustu öld- ina. Þá verðum við að byggja á þeim rituðu textum sem eru til og það er vitað að ekki hver sem var skrifaði. Þeir textar sem við eigum eru því væntanlega einkum skrif- aðir af þeim mönnum sem höfðu málið vel á valdi sínu. Ég er hræddur um að þetta geti skekkt mynd okkar talsvert mikið þegar menn eru að reyna að bera saman orðkynngi fyrr og nú. Mönnum hættir jafnvel til að bera saman málfarið á Njálu og almennt ís- lenskt talmál á seinni hluta 20. aldar. Þetta er fráleitur saman- burður, annarsvegar háþróað rit- mál og hinsvegar mál mannsins á götunni. Það er auðvitað mjög auðvelt i slíkum santanburði að sjá hnignun en ef menn á hinn bóginn bera saman Njálu og skáldsögur Halldórs Laxness, er ekki víst að menn sjái mikla hnignun. Þá eru menn að bera saman það sem er sambærilegt. — Hvað með nýsköpun, bæði tökuorð og beinar slettur? Allir eru sammála um það að orðaforðinn þarf að aukast, ný orð þurfa að koma yfir ný hugtök og fyrirbæri. Sú nýyrðastefna sem hér hefur verið rekin og flestir ver- ið sammála um i gegnum tíðina er að mínu viti sjálfsögð og ágæt stefna. Hinsvegar er það annarskonar nýsköpun sem felst í tökuorðum og slangri sem verður að vega og meta í hvert skipti. Ég held að slíkt geti oft orðið ágætt og held að ekki sé alltaf ástæða til að berjast gegn einstökum orðum. Ég held ekki að þau hafi nein úrslitaáhrif á þróun málsins. Hinsvegar þegar menn taka eftir því að t.d. ákveðn- ar beygingarendnigar eða setn- ingagerðir úr erlendum málum eru farin að hafa áhrif á islensku, þá er kannski ástæða til að fara að athuga sinn gang. Svo er það enn eitt atriði sem er nýsköpunin sem felst í máli barna og unglinga. Það er vitað mál að börn sem eru á máltökuskeiði hafa óskaplega gaman af að leika sér með málið, eru alltaf að búa til orð og finna ný þegar þau vita ekki hvað eitthvað heitir. Ég held að þarna sé ákaflega mikilvægt að virkja þennan áhuga á jákvæðan hátt og ekki að drepa niður áhuga þeirra á málinu, heldur fá þau til að hugsa meira um málið og hvernig tæki það er. — Menn tala gjarna um auðgi íslenskrar tungu. Ég hef aldrei séð nein rök fyrir því að eitt mál sé öðru betra fyrir þá sem nota það. Allur saman- burður á málúm, hvað sé fátækt og hvað auðugt er undarlegur vegna þess að málið endurspeglar bara þarfir þeirra sem nota það. Ef að vantar hugtök og orð yfir ákveðin svið þá hlýtur það að vera vegna þess að íslendingar hafa ekkert fengist við það svið. Ef þeir hinsvegar byrja á því þá leggst þeim eitthvað til, þá kemur upp þörf og menn búa til orð eða koma þeim upp einhvern hátt. Ég held það séu engin rök fyrir því að íslenskan sé öðruvísi en önnur mál að því leyti að hún eigi orð yfir alla hluti. Hinsvegar má til sanns vegar færa að á margan hátt sé auðveld- ara í islensku en mörgum öðrum málum að búa til ný orð af inn- lendri rót. Þetta er vegna ýmissa orðmyndunarferla sem eru virk í málinu eða er hægt að virkja. Enskan sækir flest sín nýrði í gríska eða latneska stofna, önnur norðurlandamál taka hinsvegar oft beint upp úr ensku en við höf- um í íslensku fjöldann allan af viðskeytum, forskeytum, hljóð- vörpum, klofningu og fleiru sem við getum virkjað til orðmyndun- ar og notað það hráefni sem fyrir er í málinu. Að því leyti má senni- legast segja að við séum í tiltölu- lega góðri stöðu. Það táknar hins- vegar ekki að við séum búin að gera þetta á öllum sviðum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.