Alþýðublaðið - 14.04.1989, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 14.04.1989, Blaðsíða 7
Föstudagur 14. apríl 1989 7 UTLOND Erfitt að vera sonur föður sins Hann likist ekki þeirri mynd, sem blaðamaður Det fri Aktuelt hafði gert sér af syni Johns Lennon. Hann er ekki ofdekraður og kæruleysislegur pönkari. Aldeilis ekki, þvert á móti býð- ur hann af sér látlausan, stillileg- an þokka og er mjög kurteis í framkomu þegar hann segir frá sjálfum sér. Julian Lennon segir það ekki hafa verið neitt sœldarlíf að vera sonur Johns Lœnnon. Julian Lennon er 26 ára og er sonur Johns Lennon og Cynthiu, fyrri konu bítilsins. Ef hann setti upp „ömmugleraugun“ kringl- óttu, sem faðir hans notaði, væri það með ólíkindum hversu Iíkur hann er föður sínum. Julian segir: „Það hefur verið ótrúlega erfitt að mörgu Ieyti að vera sonur Johns Lennon, en það hefur einnig verið mér hvatning. Menn hafa borið mig saman við föður minn og það fékk ekkert á mig þegar ég var barn og ungling- ur. Það særði mig aftur á móti mikið, eftir að fyrsta hljómplata mín kom á markaðinn, að gagn- rýnendur sögðu mig líkja eftir rödd föður míns. Nú, þegar þriðja plata mín er að koma út, er ég orð- inn sáttur við sjálfan mig. Mér gekk illa með plötu nr. 2 og var þunglyndur í eitt ár og drakk þá meira en góðu hófi gegndi. Mér tókst á löngum tíma að koma Iífi mínu á réttan kjöl. Nú Iifi ég reglusömu lífi og geri mér Ijóst að það er ég, sem ber ábyrgð á sjálf- um mér, ekki plötuútgefendur." Á æskuárunum bjó Julian á Englandi með Cynthiu móður sinni, síðan bjó hann í Sviss en núna er hann búinn að kaupa sér hús í Hollywood Hills í Kaliforn- íu, þar sem hann býr ásamt tveim- ur hundum en engum lífvörðum. Julian er ómyrkur í máli þegar hin illræmda bók um John Lenn- on, skrifuð af Albert Goldman, berst í tal. „Þessi bók er skrifuð af illkvitni og rætni og „bókmennt- ir“ af þessu tagi eru ekki á háu plani, faðir minn er jú látinn og getur ekki svarað fyrir sig.“ Blaðamaður spyr Julian hvort hann telji sig hafa átt tvær mæð- ur? „Nei, Cynthia Lennon er hin eina sanna móðir mín. Ég er í ágætu vinarsambandi við Yoko Ono, við hittumst sjaldan en töl- um oft saman í síma. Það er satt að hér áður fyrr Ientum við í rifr- ildum og það var mér að kenna að það komst í fjölmiðla, ég var ung- ur og barnalegur. Ég hef mikinn áhuga á Sean, litla bróður mínum, sem er 13 ára og býr hjá Yoko Ono. Ég veit að hann á eftir að ganga í gegnum það sem ég þurfti að reyna og ég vildi óska að ég gæti verndað hann og hjálpað honum.“ Tónlist Julians Lennon á nýju plötunni er ljóðræn og að því leyti lík lögum Bítlanna. „Trú mín er sú, að fólk sé orðið þreytt á þessari innihaldslausu tónlist, sem hefur tröllriðið tónlistarheiminum und- anfarin ár. Þessi gervitónlist með lemjandi, glerhörðum takti, mat- reidd af „skemmturum“ og hljóð- gervlum. Það er engin gleði í þess- ari tónlist, engin kímni, ekkert sem kemur frá hjartanu,“ segir Julian Lennon og blaðamaður hefur tilhneigingu til að vera sam- mála. (Det fri Aktuelt) SJÓNVARP Stöð 2 kl. 23.30 GIFTING TIL FJÁR*** Bandarísk kvikmynd, gerð 1953, leikstjóri Jean Negulesco, aðalh/ut- verk Marilyn Monroe, Betty Gra- ble, Laureen Bacall, David Wayne. Þrjár fyrirsætur Ieigja sér saman íbúð í New York og hafa uppi áform um að giftast vel, semsagt til fjár. Þær beita ýmsum brögðum til að krækja í þá menn sem þeim líst þannig að muni verða vænlegir kostir. Þetta er sæmilegasta gaman- mynd, í henni leika þrjár af skær- ustu kvenstjörnum Hollywood fyrr og síðar. Betty Grable var þarna á hátindi ferils síns, Laureen Bacall sömuleiðis og Marilyn rétt að byrja. Grable stal auðvitað sen- unni þegar myndin var gerð, í seinni tíð er myndin frægust fyrir að Marilyn Monroe lék í henni. Hún svíkui ekki aðdáendur sína, stillir kynþokka sínum i hóf, nægur er hann samt, og sýnir ágæta hæfi- leika sem leikkona. Hæfileika sem hún átti eftir að þróa vel á sviði 10 árum síðar, þrátt fyrir að kvik- myndaheimurinn kynni aldrei að meta þá. Sjónvarp kl. 22.30 ÁSTARÓRAR*** Frönsk kvikmynd, gerð 1973, leik- stjóri John Frankenheimer, aðal- hlutverk Alan Bates, Dominique Sanda, Michel Auclair, Lea Mass- ari. Myndin segir frá rithöfundi sem er hamingjusamlega giftur og á þrjár dætur. Hann á engu að síður í ástar- sambandi við gifta konu og hættir að gera greinarmun á veruleika og ímyndun. Veit sem sagt ekki hvort hann á í þessu ástarsambandi eða ekki. Myndin er vel hugsuð frá grunni en gengur einhvern veginn ekki upp, þrátt fyrir stórleikarann Alan Bates í aðalhlutverkinu. Verð- ur ruglingsleg með köflum. Stöð 2 kl. 01.00 AF ÓÞEKKTUM TOGA* Kanadísk kvikmynd, gerð 1983, leikstjóri George Pan Cosmatos, aðalhlutverk Peter Weller, Jennifer Dale, Lawrence Dane, Kenneth Welsh, Louis Del Grande. Myndin segir frá ungum kaupsýslu- manni sem berst hörðum höndum fyrir stöðuhækkun innan fyrirtæk- is síns. Hann sendir konu sína og börn á burt yfir helgi til þess að hann fái næði til að vinna að verk- efni sem hann hefur í takinu. Ungi maðurinn býr í einskonar kastala og þegar fjölskylda hans rennir úr hlaði fer hann að finna einhverja strauma umlykja sig og húsið, straumar sem gera alla vinnu ómögulega og beina huga hans að því einu að halda lífi. Þetta er frem- ur döpur mynd, eins og söguþráð- urinn gefur réttilega til kynna, hverning á að vera hægt að gera góða mynd úr annarri eins tuggu og þessari. ff 5TÖD2 15.45 Santa Bar- bara. 16.30 Hrói og Mari- anna (Robin and Marian). 1800 18.00 Gosi (16). Teiknimynd. 18.25 Kátir krakkar (8). Kanadiskur myndaflokkur. 18.50 Táknmáls- tréttir. 18.55 Austurbæing- ar. Breskur mynda- flokkur i léttum dúr. 18.15 Pepsi-popp. 1900 19.25 Leðurblöku- maðurinn (Batman). 19.54 Ævintýri Tinna. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Libba og Tibba. Rætt vió ungmenni um llfið og tilveruna. 21.05 Þingsjá. 21.25 Derrick. 22.30 Ástarórar (Story of a Love Story). 19.19 19:19. 20.30 Klassapiur. 21.05 .Ohara. 21.55 Óklndin IV (Jaws — The Rev- enge). 2300 00.15 Otvarpsfréttir i dagskrárlok. 23.30 Gifting til tjár (How to Marry a Millionaire). 01.00 Af óþekktum toga (Of Unknown Origin). Alls ekki við hæfi barna. 02.25 Dagskrárlok.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.