Alþýðublaðið - 14.04.1989, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 14.04.1989, Blaðsíða 3
Föstudagur 14. apríl 1989 3 FRETTASKYRING ASÍmá bola hiásetu TAKTLAUS BREIÐFYLKING Alþýöusamband íslands hefur mátt þola hjá- setu i kjaramálaumræðunni að undanförnu. Að hluta til felst skýringin i þvi hvernig ytri aðstæð- um háttar, en að öðru leyti er skýringu að finna i upplausn innanbúðar. Akveðið frumkvæðisleysi hefur einkennt ASÍ upp á siðkastið. Forystumenn hafa ekki náð að taka af skarið i viðræðum við vinnuveitendur og rikisvaldið og biða næsta leiks viðsemjenda. Kannski liggur þeim ekkert á, þvi samningar hafa ekki verið lausir um langan tima. Allir gera sér þö grein fyrir því, hve alvarlegt ástand skap- ast ef ekki verður hægt að eyða óvissunni í kjara- málum mjög fljótlega. Stefnulaust____________ lagt af stað Strax við upphaf við- ræðna var ijóst að hug- rr.yndirnarsem gengið var með að samningsborði, voru ómarkvissar og raun- ar samsuða úr fjölda kjara- málaályktana aðildarfé- laganna. Niðurstaðari var engu að síður samflot, þar sem sýnt var að miðað við aðstæður í fyrirtækja- rekstri væri ekki inni í myndinni að sækja einung- is beinar kauphækkanir til atvinnurekenda heldur þyrftu samtökin að koma fram sem ein heild gagn- vart rikisvaldinu. Alþýðu- sambandið virtist engu að síður illa undirbúið fyrir slíkar viðræður. Um það leyti sem aðild- arfélögin voru að gera sam- flot upp við sig, sagði Pétur Sigurðsson formaður Al- þýðusambands Vestfjarða í samtali við blaðið, að inn- an ASÍ þyrfti að fara fram uppgjör um launastefnu. Innan ASÍ er gífurlegur munur á greiddum launum félaga og það eitt hefur skapað mikla togstreitu innan heildarsamtakanna. í viðræðum nú hefur kom- ið vel í ljós hversu aðstaðan og hugmyndirnar eru ólík- ar. Hugmyndafátækt Vinnuveitendum ' hefur tekist að draga samninga á langinn og hjá ASÍ hefur fátt verið um svör. Eftir BSRB-samningana lýstu vinnuveitendur yfir að gengisfelling þyrfti að koma til yrðu samningar líkt og hjá opinberum starfsmönnum. Á mið- vikudag barst þeim síðan óvæntur liðsauki, þegar ryk var dustað af ályktun sjávarútvegsnefndar ASÍ frá í janúar, sem styður sjónarmið vinnuveitenda um nauðsyn á gengisfell- ingu. Fram kom í útvarpi í gær, að fjórir af fimm nefndarmönnum telja álitsgerðina jafngilda í dag. „Þetta eru þreifingar í myrkri,“ sagði forystu- maður í verkalýðshreyfing- unni í samtali við blaðið um vinnubrögð ASÍ-for- ystunnar í viðræðunum. Hann segir Ijóst að hug- myndafátækt einkenni öll útspil og sem dæmi sé nú fátt um svör, þrátt fyrir að viðbrögð vinnuveitenda séu samkvæmt bókinni. Ekki má horfa framhjá því að mjög bágt atvinnu- ástand hjá mörgum félög- um innan ASÍ gerir foryst- unni mun erfiðara fyrir að samræma sjónarmið og fá fram heilsteypta mynd á kröfugerðina. Það er ljóst að sum félögin vilja á enga hættu tefla, á þeim svæð- um þar sem fólk hugsar um það eitt að halda vinnunni. Skraddarasaumað Fyrir BSRB____________ Þetta gerir Ásmundi og félögum enn erfiðara fyrir að finna svör við samningi BSRB. Sá samningur er raunar af mörgum talinn skraddarasaumaður fyrir opinbera starfsmenn og nánast útilokað að yfir- færa hann á félaga innan ASÍ. Sem dæmi er bent á að stór hluti félagsmanna innan ASÍ er mjög hreyf- anlegt vinnuafl, vertíðar- fólk og aðrir sem vinna mismikið eftir árstíðum. Mjög erfitt er að yfirfæra lífaldursákvæði og orflofs- bónusa á samninga fyrir þetta fólk. Viðmælendum Alþýðu- blaðsins ber saman um að vinnuveitendur stefni að því leynt og ljóst að draga samninga á íanginn. Allir vita að þeir vilja knýja fram gengislækkun út á kauphækkun. Þeir eru sagðir vel sáttir við hækk- un á útseldri vinnu, enda njóti þeir góðs af launa- hækkunum í því samhengi. Þá eru ákveðnir hagsmun- aðilar í þeirra röðum sagð- ir setja verðhækkanir á oddinn. Viglundur Þor- steinsson og aðrir „fulltrú- ar steypustöðvanna“ eru þar sagðir fremstir í flokki. Samfloti_______________ stefnt i hættu Vinnuveitendur hafa beðið Þjóðhagsstofnun um að reikna út hvaða áhrif hefði, ef BSRB samn- ingar verða yfirfærðir á al- menna markaðinn. Svar berst væntanlega í dag. Líklegt er talið að vinnu- veitendur dragi samninga enn á langinn með því að velta plagginu fyrir sér yfir helgina. Því verður næsti samrtingafundur væntan- lega ekki fyrr en á mánu- dag. Á sama tíma og vinnu- veitendur komast upp með tregðuna, grefur undan samstöðunni innan ASÍ. Af samtölum sem blaðið átti við formenn verkalýðs- félaga í gær, er búist við að strax i næstu viku fari fé- lögin að afla sér heimilda til verkfallsboðunar. Ef af því verður geta málin farið að þróast hratt og með ýmsum hliðarsprenging- um. Ekki er útilokað að harka færist í leikinn og brestir komist i samflotið. FRÉTTASKÝRING Sameiningarmál banka Verslunarbankinn og Iðnaðarbankinn funda Á mánudaginn síðasta átti að halda merkileg- an fund i sameiningarumræðu bankanna. pá ætl- uðu að koma saman allir bankaráðsmenn og bankastjórar Verslunarbankans og Iðnaðar- bankans á formlegan fund um hugsanlega sam- einingu þessara banka. Áður höfðu átt sér stað óformlegar viðræður og var fundur þessi undir- búinn vandlega. En vegna mikilla anna fundar- manna varð úr að fresta fundinum. Staðreyndin er hins vegar hin sama: Öflugustu einkabank- arnir ihuga að nýju fyrir alvöru að sameinast, eft- ir misheppnaða tilraun 1087. af hinu góða, Því það kreppir að bönkunum í dag. Þótt afkoman hafi verið þolanleg á síðasta ári hefur hún farið versnandi. með þetta I huga og svo væntanlega aukna sam- keppni erlendra banka er nú verið að leita leiða til aukinnar hagkvæmni.“ Greinilega er mikill vilji meðal samvinnumanna til Þessar óformlegu við- ræður bankanna tveggja komu inn í viðræður af öðrum toga. Viðræður milli Verslunarbankans, Alþýðubankans og Arbej- dernes Bank í Danmörku stóðu sem hæst yfir. Það gerðist hins vegar sam- kvæmt okkar heimildum fyrir einum og hálfum mánuði síðan, þegar þessar viðræður voru um það bil að bera ávöxt, að öflugir hluthafar í Verslunarbank- anum gengu á fund banka- ráðsins og tjáðu harða andstöðu sína við slíka sameiningu. Þetta munu hafa verið meðal annarra Orri Vigfússon, Bent Scheving Thorsteinsson, Eimskipafélagsmenn og 2-3 aðrir aðilar. Þar með var sú sameining fyrir bí. Hins vegar héldu þreif- ingar áfram milli Verslun- arbankans og Iðnaðar- bankans sem leiddu til þess að fundurinn á mánudag var ákveðinn. Ekki er búið að ákveða dagsetningu annars fundar, en kunnug- ir telja að mestu ráði um mögulega sameiningu bankanna afstaða Guð- mundar H. Garðarssonar fyrir hönd Lífeyrissjóðs verslunarmanna, sem er stærsti einstaki hluthafinn í Verslunarbankanum. Tal- ið er víst að góður meiri- hluti sé fyrir sameiningar- málum í Iðnaðarbankan- um, en minnihluti í Versl- unarbankanum. Samvinnumenn ólmir i samkrull___________ Nýr bankaráðsformaður Iðnaðarbankans, Brynj- ólfur Bjarnason í Granda, vildi sem minnst ræða þessi mál við Alþýðublaðið. „Það er ekkert um að tala á þessari stundu. Viðræður bankamanna virðast aðal- lega gerast í fjölmiðlunum, en út af fyrir sig er rétt að það er sameiningarhugur í öllum bönkunum og það er sameiningar með þátttöku Samvinnubankans. Þetta kom skýrt fram á aðal- fundi bankans 6. apríl, þar sem samþykkt var sam- hljóða eftirfarandi tillaga Hauks Ingibergssonar, Björns Kristjánssonar og Andrésar Kristjánssonar: „Aðalfundur Samvinnu- banka íslands hf haldinn 6. apríl 1989 beinir því til bankaráðs að leita nú þeg- ar eftir viðræðum við verkalýðshreyfinguna, rík- isvaldið og aðra áhugaað- ila til að kanna möguleika á samruna Samvinnubank- ans, Alþýðubankans, Út- vegsbankans og annarra fjármálastofnana sem áhuga kynnu að hafa á slíku samstarfi." Samrunahugmynd þessi kemur vart til af erfiðleik- um Samvinnubankans, sem á síðasta ári kom út með hagnað upp á 72 millj- ónir króna, hefur gott eig- infjárhlutfall, upplifði raunaukningu á innlánum og bjó að öðru leyti við góða afkomu. Bankar hafa___________ tvöfaldast að_________ umfangi_______________ Áður höfðu hins vegar komið upp raddir um að Landsbankinn tæki Sam- vinnubankann upp í skuld Samvinnuhreyfingarinnar, enda hefur komið fram vilji hjá forystumönnum SÍS að selja hlut sinn í Samvinnubankanum, sem er tæplega tveir þriðju hlutar. Það eru einmitt þessi ítök SÍS sem hafa fælt menn frá sameiningu við Samvinnubankann og virðast ekki margir vilja fá SÍS-veldið upp á dekk hjá sér. Það er vart hægt að sjá á afkomutölum og á þróun á umfangi bankanna að kreppa neyði bankana til að rifa seglin, spara og hag- ræða og sameinast. Siður en svo: Undanfarið hafa borist tölur af aðalfundum bankanna, tölur um tugi og hundruð; milljóna króna hagnað hvers þeirra, mikla tekju-og eignaaukn- ingu og almennt góðan hag. Tekjur Verslunar- bankans og lðnaðarbank- ans jukust þannig miili ára um 42-46%, sem er 20-25% umfram verðlags- breytingar. Staðreyndin er sú að á undanförnum áratug hafa bankarnir bólgnað út: Ár- ið 1979 voru brúttótekjur 13 stærstu bankanna og sparisjóðanna um 17,5 milljarðar króna að nú- virði, en 1987 eða 8 árum síðar voru brúttótekjurnar komnar upp í 31,3 millj- arða og höfðu því vaxið að raungildi um tæp 80%. Með öðrum orðið hafði bankakerfið tvöfaldast að umfangi, fyrir utan vöxt dóttur- og hlutdeildarfé- laga og annarra fjármagns- fyrirtækja. Bara meiningarlaust blaður smákónga? Á þessu tímabili hafði Alþýðubankinn fimmfald- ast að umfangi, Iðnaðar- bankinn rúmlega fjórfald- ast, Verslunarbankinn tæplega fjórfaldast og Sparisjóður vélstjóra þre- faldast. Þessi margföldun jókst enn á síðasta ári. Einn viðmælandi okkar úr einu bankaráðanna var mjög svartsýnn á að nokk- ur banki fengist til að sam- einast öðrum. „Þar spila persónurnar mikið inn í. Menn gera sér grein fyrir persónulegum áhrifum sínum við það að sitja í bankaráðum: Ef bankar sameinast fækkar banka- ráðum. Nema samþykkt verði við sameiningu að bankaráð verði tvöfalt eða meira, eins og gerðist þegar Flugfélagið og Loftleiðir sameinuðust, sem auðvitað er della sem gæti orðið of- an á. Ég held að margir sem virðast fúsir í samein- ingu meini í raun ekkert með þeirri afstöðu sinni.“ Allir tala um sameiningu og stór verðlaun eru í boði: Útvegsbankinn, sterkari markaðs- og samkeppnis- staða og fleira. Fæstir virð- ast hins vegar búast við árangri nú frekar en áður. Spilar þar inn í flokkapól- itík, atvinnugreinapólitík, kynslóðaskipti hluthafa, smákóngapólitík æðstráð- enda, ólík eignaskipting, mótlæti starfsmanna og fleira.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.