Alþýðublaðið - 04.07.1989, Page 3

Alþýðublaðið - 04.07.1989, Page 3
Þriðjudagur 4. júlí 1989 3 Trygzingastofnun Ríkisins: Fimmti hver lcmdsmaður fær bætur Heildargreiðslur 1988 námu 22,2 milljörðum króna. Vanskil atvinnurekenda og sveitarfélaga vegna Atvinnuleysistryggingastjóðs tvöfölduð- ust á milli ára. Forstjórinn segir þrjú ný verkefni stofnunarinnar hafa aukið álag á starfsfólk TR. Fimmti hver landsmað- ur fær greiddar einhverjar bætur hjá Tryggingastofn- un ríkisins (TR) eða sam- tals um 54.100 einstakling- ar á síðasta ári. í heild námu greiðslur TR á síð- asta ári 22,2 milljörðum króna, sem er hækkun um tæp 24% frá fyrra ári. Þetta kemur fram í yfir- liti Eggerts G. Þorsteins- sonar forstjóra TR með ársreikningum stofnunar- innar fyrir 1988. Á árinu var fjöldi ein- staklinga sem nutu trygg- ingabóta frá lífeyristrygg- ingum alls 49.400, en árið áður voru þeir 47.666 og hefur þeim því fjölgað milli ára um 3,6%. Til við- bótar er síðan að nefna að TR annast lífeyrisgreiðslur til skjólstæðinga lífeyris- sjóða starfsmanna ríkisins, alþingismanna, ráðherra, hjúkrunarkvenna, ljós- mæðra og sjómanna, sem renna til alls um 4.700 ein- staklinga. Aukin vanskil at- vinnurekenda og_________ sveitarfélaga___________ Á síðasta ári námu heildargreiðslur TR sem fyrr segir 22,2 milljörðum króna. Heildarútgjöld líf- eyristrygginga TR námu 9.129 milljónum króna, sem er þriðjungs hækkun frá árinu áður. Fjöldi bóta- úrskurða var á árinu tæp- lega65 þúsund, semer ll% fjölgun. Heildarútgjöld sjúkra- trygginga námu 7.361 milljónum króna, sem er hækkun um tæp 27% milli ára. Hlutur sveitarstjórna í heildarkostnaði nam 1.388 milljónum króna. Gjöld slysatrygginga- deildar námu alls 3ll millj- ónum króna, sem er nær 35% hækkun milli ára. Lífeyrissjóðirnir fyrr- nefndu voru með hreina eign upp á rúma 15,8 millj- arða króna, sem er aukning um 38,5% milli ára. Ið- gjaldagreiðslur námu alls á árinu 2.082 milljónum, sem er hækkun um 31%. Lífeyrisgreiðslur námu alls l .910 milljónum hjá öllum sjóðunum. Á árinu námu bóta- greiðslur Atvinnuleysis- tryggingasjóðs alls 347,4 milljónum króna, sem er nær 50% hærri upphæð en árið áður. Hjá Eggerti kemur fram að á árinu hafi „innheimta iðgjalda at- vinnurekenda og framlög sveitarfélaga gengið erfið- lega. í árslok 1988 námu óinnheimt ársiðgjöld at- vinnurekenda og framlög sveitarfélaga alls 276,7 milljónum króna og höfðu aukist á árinu um 148,8 milljónir króna“ — eða um 116%. Ný verkefni juku álag á starfsfólki__________ Rekstrarkostnaður TR nam á síðasta ári 290 millj- ónum króna, sem er 28,8% hækkun milli ára. Fjöldi fastra starfsmanna TR var um síðustu áramót 124, en þá eru ekki taldir með starfsmenn stofnunarinnar í einstökum umboðum um land allt, en þau eru 25 tals- ins. Á síðasta ári var TR falin 3 ný verkefni, sem „köll- uðu á aukið álag á starfs- fólk stofnunarinnar" segir Eggert. í fyrsta lagi af- greiðsla bifreiðastyrkja til öryrkja. í öðru lagi af- greiðsla á afslætti sölu- skatts í tengslum við trygg- ingar bifreiða öryrkja og í þriðja lagi innheimta og varsla skattakorta í tengsl- um við staðgreiðslu skatta. 54 þúsund einstaklingar eða fimmti hver lands- maður fær greiddar ein- hverjar bætur frá þessari stofnun, sem greiddi ails 22,2 milljarða út j fyrra. FBÉTTIN BflK WIÐ FRÉTTINA HVAR ER NÚ ALLUR GRÖÐINN? Ég verð að játa að ég hef alltaf verið vantrúað- ur á að fiskeldið skili þjóðarbúinu þeim ofsa- gróða sem okkur hefur verið sagt frá. Laxeldið eitt átti að skaffa okkur milljarða á milljarða ofan í eriendum gjaldeyri. Nú hefur móðurskip fisk- eldisstöðvanna fengið greiðsiustöðvun meðan reynt verður að tryggja reksturinn og fréttir herma að fleiri stöðvar séu í miklum kröggum. Hvað fór úrskeiðis? Eða hefur aldrei ferið grund- vöilur fyrir allri þessari fjárfestingu sem átti að bjarga þjóðarhag? Við upphaf eldisæðisins var svo að heyra að út um allar jarðir biðu verslanir og veitingahús þess eins að fá íslenskan eldislax handa viðskiptavinum sínum sem væru reiðubúnir að borga hvað sem upp væri sett ef þeir fengju aðeins að kitla bragðlaukana með þessu Iostæti. Að vísu væru ýms- ar aðrar þjóðir á kafi i fisk- eldi eins og til dæmis Norð- menn og Skotar. En neysl- an færi óðfluga vaxandi og því nóg pláss á mörkuðum fyrir okkur auk þess sem hér væri hægt að framleiða betri vöru þar sem okkar vatn væri betra. Gullæði gripur um sig Það fór ekki hjá því að margir eygðu hér gullið tækifæri til að afla sér og sínum fjár og frama. Svo spruttu eldisstöðvarnar upp hver á fætur annarri og virtist enginn hafa áhuga á að velta því fyrir sér hvort það yrði grund- völlur til að reka allar þess- ar stöðvar. Milljónir seiða átti að selja til Noregs og írlands svona til að létta róðurinn í byrjun. En þá gerðu Norðmenn og Irar okkur þann grikk að hætta einfaldlega að flytja inn seiði og við sátum uppi með allt klabbið sjálfir. Ekki varð þetta þó til að draga kjark úr vormönn- um eldisins. Sjálfsagt að ala seiðin áfram og selja svo fiskinn þegar réttri stærð væri náð. Af ein- hverjum ástæðum voru sumir bankar tregir til að fjármagna eldið og sögðu þetta áhættusaman bisn- ess. En ríkið kom tiF skjal- anna og bjargaði málunum til að byrja með. Nú þarf meira til_______ Sú aðstoð sem kom frá ríkinu dugði víst skammt því stöðugt er farið fram á meira í ýmsu formi. Enda eru stöðvar sem framleiða fóður handa litlu fallegu seiðunum að fara á haus- inn vegna þess að þeir sem seiðin eiga geta ekkert borgað nema bankarnir láni þeim og ríkið ábyrgist — ef illa skyldi nú fara þrátt fyrir allt. Farið er að selja eldisfisk til útlanda. Að vísu er verðið ekkert of hátt, en það á auðvitað eft- ir að hækka eins og á refa- skinnum. Fréttir frá Noregi þess efnis að gjaldþrot vofi yfir 90 eldisstöðvum breytir að sjálfsögðu engu fyrir okk- ur því okkar fiskur er miklu betri. Auk þess hafa Norðmenn aldrei kunnað að reka fyrirtæki eins og alheimur veit. En fari ekki að koma „eðlileg fyrir- greiðsla" frá ríki og bönk- um er hætta á að seiðin verði hungurmorða. Og höfum við efni á að drepa verðmæti upp á milljarða og aftur milljarða fyrir ein- hvern skítseiðishátt og skilningsleysi? Ætli nokk- „Svo spruttu fiskeldis- stöðvarnar upp hver á fæt- ur annarri og virtist enginn hafa áhuga á að velta þvi fyrir sér hvort það yrði grundvöllur til að reka allar þessar stöövar," segir Sæmundur Guðvinsson m.a. í grein sinni. ur treysti sér til að svara því játandi. Sú leið er kannski fær fyrir eigendur eldis- stöðvanna að láta þær fara á hausinn og stofna svo ný korteri seinna. Varla félli það í kramið hjá Ólafi Ragnari. Stöðvarnar of margar Þegar eldissóttin var að byrja að grípa um sig hitti ég mann á förnum vegi og tókum við tal saman. Þessa nýju atvinnugrein bar á góma og ég spurði hvort þarna væri ekki sama gamla sagan að endurtaka sig. Alltof margir ætluðu sér á stað og færu á stað. Hvort þetta endaði ekki með því að einhverjir færu á hausinn. Hann taldi það líklegt. En bætti svo við: — En aðalatriðið er að þær verði þá látnar fara á haus- inn sem ekki hafa rekstr- argrundvöll. Þessi maður á sæti í rík- isstjórninni í dag en hvort hann er enn sama sinnis veit ég ekki. Mér kemur í hug önnur saga. Fyrir mörgum árum var ég að bíða á flugvelli er- lendis eftir ferð heim. Með- al þeirra sem biðu var bankastjóri sem var þekkt- ur fyrir að segja hlutina hreint út. Við vorum svona að rabba um ástandið heima sem þá var að sjálf- sögðu slæmt eins og ævin- lega. Hvar er allur gróðinn? Þá kemur í átt til okkar íslenskur minkabóndi. Bankastjórinn kallar til hans hárri raust: — Nú ert þú hér á ferð? Já, ég skil. Þú hefur auðvitað verið að leggja gróðann af minka- ræktinni inn hér í London. Alla vega hefur hann ekki kontið í minn banka. En þegar þið voruð að fá lánin þá heyrðist mér sem vanda- málið væri aðeins eitt og það væri hvar ætti að koma fyrir öllum gróðan- um þegar búið væri að selja skinnin. Bóndinn fór allur hjá sér og vildi greinilega sem minnst ræða þessi mál, alla vega ekki undir þessum kringumstæðum. Eg held að hann hafi svo farið út í refarækt. Nema hann sé kominn í fiskeldið. Það hlýtur að vera eitt- hvað að þegar hver at- vinnugreinin á fætur ann- arri sem hefur átt að skila okkur gulli og grænum skógum er undir stöðugum björgunaraðgerðum ríkis- ins. Auðvitað sjá menn ekki allt fyrir, en það er hins vegar sjálfsagt að hafa uppi raunsæi þegár verið er að stofna nýjar at- vinnugreinar í stað þess að bjóða uppá endalausar flugeldasýningar með gróðaglýju í augum. Það væri svo sannarlega vonandi að fiskeldið blómstri sem og refur og minikur svoekkiséminnst á fleira. En hvað skyldi koma næst? Hvar er nú all- ur gróðinn?

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.