Alþýðublaðið - 04.07.1989, Side 7
Þriðjudagur 4. júlí 1989
7
UTLOND
Vinsæla Lucy
Lucille Ball var einskonar frumherji.
Hún varð fyrsta og frœgasta
gamanleikkona í bandarísku sjónvarpi.
Eitt af siðustu hlutverkum Lucille var i sjónvarpskvik-
mynd sem gerð var árið 1985 og nefndist „The Stone
Pillow“. Myndin fjallaði um „plastpokakonu“, sem sé
gjarnan á strætum stórborga. Henni þótti takast vel en
lagði það hart að sér að hún varð að leggjast á spítala eftir
að töku lauk.
Lucille Ball kom úr verka-
mannafjölskyldu í Jamestown,
New York. Hún líktist ekki hinni
opnu hressu Lucy í sjónvarpsþátt-
unum hún var svo feimin og til
baka að fyrsti kennari hennar í
teiklist ráðlagði henni að leggja
ekki i leiklistarferil. Hún gerðist
aðstoðarstúlka á ísbar og þar
tókst henni að losna við feimnina
og temja sér hinn grallaralega stíl
sinn, stutt í bros og brandara.
Lucille var há og grönn, rauð-
hærð og þótti mjög falleg. Um-
boðsmaður frá Hollywood kom
auga á hana og hún lék í yfir 50
kvikmyndum, oftast smáhlut-
verk, dugnaðarforka með munn-
inn fyrir neðan nefið. Það var þó
fyrst í sjónvarpinu sem Lucille fór
reglulega að njóta sín. Þættir
hennar náðu feikna vinsældum.
Þeir fyrstu nefndust „I Iove Lucy“
og fóru af stað árið 1951. Þáver-
andi eiginmaður hennar, Desi
Arnaz hljóðfæraleikari frá Kúbu
Iék eiginmann hennar í þáttunum
og er enn verið að sýna þessa
þætti hér og þar. Hjónin skildu
árið 1960 og þar með hættu sjón-
varpsþættirnir.
Lucille byrjaði aftur gerð sjón-
varpsþátta og kallaði þá The Lucy
Show og seinna „Here is Lucy.“
Lucille Ball fæddist 6. ágúst 1911,
hún lést 26. apríl sf
Ekki hlutu þessi þættir minni vin-
sældir og það út um allan heim.
Árið 1974 þegar Lucille var 63 ára
var hún farin að þreytast á því að
vera á undan keppinautum, sem
stældu þætti hennar miskunnar-
laust. Lucille Ball eignaðist tvö
börn með Desi Arnaz sem bæði
hafa fetað í fótspor móður sinnar.
Lucille giftist gamanleikaranum
og framleiðandanum Gary
Morton árið 1961 og blessaðist
það hjónaband vel. Þeim grædd-
ist fé á tá og fingri og fjárfestu í
fasteignum, sjónvarpsstöðvum
o.n.
Margir bandarískir listamenn
minntust hennar og einn þeirra
sagði að Lucille Ball hefði verið
besta gamanleikkona Bandaríkj-
anna fyrr og síðar. „Á köflum gat
hún verið skemmtilegur trúður í
þess orðs bestu merkingu. Hinn
hefðbundni trúður sem gat verið
svo dapurlegur, að maður hló og
grét í einu“. það kemur aldrei önn-
ur Lucille Ball.
SJÓNVARP
Stöð 2 kl. 18.25
íslandsmótið í
knattspyrnu
íþróttafréttamenn stöðvarinnar
gera íslandsmótinu í knattspyrnu
skil — mótið er reyndar nefnt eftir
einhverju fyrirtæki — Hörpudeild-
in eða eitthvað ámóta. Sýndar verða
myndir frá leikjum úr síðustu um-
ferð, Fram — KR, þar sem þeir síð-
arnefndu grísuðust á að vinna. Og
vafalítið frá fleiri leikjum. Annars
er annar íþróttahaukurinn á Stöð-
inni í dálítið vafasömum málum
þegar hann lýsir leikjum eins liðsins
í fyrstu deildinni...
Stöð 2 kl. 21.55
Fórnarlambið***
Bandarísk bíómynd, gerð 1948,
leikstióri Anatole Litvak, aðalhlut-
verk Burt Lancaster, Barbara Stan-
wyck, Ann Richards.
Myndin segir af konu nokkurri
sem bæði er auðug og hugsjúk og á
að auki eiginmann sem gifst hefur
henni vegna peninganna. Hún heyr-
ir fyrir tilviljun á tal tveggja manna
sem eru að skipuleggja morð síðar
sama kvöld og hefur þegar sam-
band við lögregluna. Þeir geta hins-
vegar ekkert að gert þar sem allar
nánari upplýsingar liggja ekki á
lausu. Smámsaman fær konan þá
hugmynd að hún sjálf sé fórnar-
lambið. Barbara Stanwyck, sem
leikur konu þessa, var tilfnefnd til
Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í
myndinni á sínum tíma. Myndin er
annars gerð eftir útvarpsleikriti sem
þykir standa kvikmyndinni nokkuð
framar, en engu að síður á þetta að
vera þokkalegasta spennumynd af
gamla skólanum.
Sjónvarpið kl. 22.00
Byltingin í Frakklandi
1. Þáttur — Freisisdraumar
Nýr breskur heimildamynda-
flokkur í fjórum þáttum um frön-
,sku stjórnarbyltinguna og áhrif
hennar. Þessi þáttaröð er gerð í til-
efni af því að 200 ár eru liðin frá
byltingunni sem ásamt þeirri sov-
ésku frá 1917, er líklegast frægasta
bylting frá upphafi og þykir að
mörgu leyti marka upphaf nútíma
ríkis og nútíma hugsunarháttar um
jafnrétti og lýðræði. Sem kunnugt
er liafa Frakkar haldið þessi tíma-
mót hátíðleg með ýmsum hætti í ár.
Þýðandi er Jón O. Edwald.
Stöð 2 kl. 23.20
Hetjurnar frá
Navarone
Bresk bíómynd, gerð 1978, leik->
stjóri Guy Hamilton, aðalhlutverk
Harrison Ford, Barbara Bach, Ro-
bert Shaw, Franco Nero, Edward
Fox.
Hallærislegt framhald hinnar
klassísku myndar úr Seinni heims-
styrjöld; Guns of Navarone (Hetj-
urnar frá Navarone), slöpp hvernig
sem á það er litið, þó svo margir
ágætis leikarar reyni að lyfta því
sem lyft verður. Annars segir mynd-
in frá hópi hermanna, þeim sama
og í hinni réttu Hetjum frá Navar-
one (þá var leikarahópurinn þessi:
Anthony Quinn, David Niven, Ir-
ena Papas, Richard Harris o.fl.), en
nú hafa þeir fengið það verkefni að
sprengja í loft brú til þess að gera
Þjóðverjum það erfiðara að ná yfir-
ráðum á Ítalíu. Auðvitað er svikari
með í ferðinni til að gera þetta allt
erfiðara en í stað þess að sprengja
brúna má segja að þeir sprengi
myndina, svo léleg þykir hún. Auk
þess má benda á að myndin er alls
ekki gerð eftir sögu Alistair MacLe-
an, upprunalega myndin var það
hinsvegar.
S7ÖÐ 2
17.50 Freddi og (é- lagar (18) 16.45 Santa Barbara. 17.30 Bylmingur.
1800 18.15 Ævintýri Ni- kós (1). Breskur myndaflokkur fyrir börn í sex þáttum. 18.45 Táknmálsfréttir. 18.00 Elsku Hobo. 18.25 íslandsmótið f knattspyrnu.
18.55 Fagri-Blakkur. Breskur framhaldsmynda - flokkur.
1900 19.20 Leðurblökum- aðurinn (Batman). 19.50 Tommi og Jenni. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Nýjasta tæ-kni °g visindi. 21.05 Blátt blóð. Spennumyndaflokk- ur gerur I samvinnu bandariskra og ev- rópskra sjónvarpsstööva. 22.00 Byltingin i Frakklandi. — 1. þáttur — Frelsis- draumar. Nýr, bresk- ur heimildamynda- flokkur í fjórum þáttum um frönsku stjórnarbyltinguna og áhrif hennar. 19.19 19.19. 20.00 Alf á Melmac. 20.30 Visa-sport. 21.25 Óvænt enda- lok. 21.55 Fórnartambið (Sorry, Wrong Num- ber). Sígild svart/ hvít spennumynd.
2300 23.00 Ellefufréttir og dagskrárlok. 23.20 Hetjurnar frá Navarone (Force Ten From Navarone). Spennu- mynd úr siðari heimstyrjöldinni. Bönnuö börnum. 01.05 Dagskrárlok.