Alþýðublaðið - 19.07.1989, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 19.07.1989, Blaðsíða 2
2 Miðvikudagur 19. júlí 1989 MMÐUMMB Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: Fréttastjóri: Dreifingarstjóri: Setning og umbrot: Prentun: Blað hf. Hákon Hákonarson Ingólfur Margeirsson Kristján Þorvaldsson Sigurður Jónsson Filmur og prent, Ármúla 38 Blaðaprent hf. Áskriftarsiminn er 681866 Áskriftargjald 900 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakið. SAMEINING NEYTENDUM í HAG Brunabótafélag íslands og Samvinnutryggingar hafa verið sameinuð undir einum hatti í stærsta tryggingafélag lands- ins, Vátryggingafélag íslands. Tryggingafyrirtækjum fækkar örlítið við sameininguna og vonandi verður nýja fyrirtækið í fararbroddi til að lækka iðgjöld og efla þjónustu. Sá hlýtur og tilgangurinn að vera. Það kom spánskt fyrirsjónirað samrun- inn skyldi ekki í fyrstunni leiða til að iðgjöld lækki, en von- andi er að annað leiöi framtíðin í Ijós. Sameining fyrirtækja er ekki nýlunda, en svo virðist sem staða efnahagsmála í landinu nú reki menn til að ganga saman eða hefja víðtæka samvinnu. * A veigamiklum sviðum gengur ríkisvaldið fyrir og er það vel. Viðskiptaráherra hefur beitt sérfyrirsameiningu og sam- vinnu í bankakerfinu sem ætti að leiða til hagræðingar. Ekki er að efa að almennur skilningur ríkir um gildi hagræðingar. Vöruverð og þjónusta á íslandi er allt of dýru verði keypt og þolir engan veginn samanburð við útlönd. Engar mælistikur ná yfir okurverð á ýmsum matvælum í landinu og sjálfvirkt verðkerfi ýmissa þjónustugreina er óþolandi. Ekki tekur betra við, þegar það kemur svo í Ijós að við greiðum með út- lendingum svo að þeir geti etið framleiðslu okkar, sem við flytjum út. Á borði Steingríms landbúnaðarráðherra liggur kostaboð frá einhverjum manni vestan úr Bandaríkjunum sem býðst til að greiða einar 30 krónur íslenskar fyrir kílóið af lambakjötinu. Landbúnaðarráðherra hefur hafnað boðinu og sagt að við þyrftum að minnsta kosti helmingi meira til þess að maðurinn stæðist keppinauta hans aðra, sem kaupa íslenskt kjöt í dag. Það er hlægilegt að við skulum fá langt innan við eitt hundrað krónur fyrir hvert kíló að innlendri gæðaframleiðslu sem við flytjum út ásamatímaog íslenskir neytendur greiða fram undir eitt þúsund krónur fyrir sama kjötið, ef þess er neytt innanlands. Það er fagnaðarefni að viðskiptaráðherra hafi falið Hag- fræðistofnun Háskóla íslands að kanna vöruverð og verð- myndun á matvælum hér á landi, eins og greint var frá i gær. Dæmin um allt of hátt vöruverð hér eru mýmörg og það er tví- mælalaust rétt sem haft er eftir aðstoðarmanni ráðherra í Al- þýðublaðinu í gær að hátt matvælaverð eigi stóran þátt í að Iífskjör hér á landi séu til muna lakari en launin ein gefa til kynna. Bent hefur verið á að allt umstang í kringum innflutn- ingsé alltof mikið. Heildsalareru áöllum hæðum í Reykjavík og hægt erað pantasömu vörunafrá fjölda heildsala. Auðvit- að hækkar þettavöruverð til munaog dregur þannig úr kaup- mætti. íslendingar sem hafa flakkað á erlendri grund sjá ber- um augum í verslunum erlendis hversu óhagstæður saman- burðurinn er. Þessa dagana er til dæmis verið að flytja inn kartöflur, sem kosta tíu sinnum meira út úr búð á íslandi en erlendis. f EINUM SDKKABUXUM Sáttasemjara ríkisins tókst að koma samningi milli flug- freyjaog Flugleiðaog þar með að forða verkfalli. Margirvoru á því að Flugleiðamenn væru með allt niðrum sig er þeir gerðu sokkabuxur á flugfreyjur að úrslitamáli. Tvennar sokkabuxur á mánuði sem flugfreyjur höfðu fallist á urðu að einum og á þá sáttatillögu var fallist. Einar sokkabuxur til eða frá eru farnar að skipta sköpum í millilandaflutningum og fer að verða spurning um hvort ekki beri að endurskoða lög um vinnudeilur. Til dæmis hvort ekki sé rétt að takmarka samningaviðræður við skynsemi eða að, minnsta kosti það sem er ofan við mittisstað. ÖNNUB SJÓNARMIÐ Reikningsmeistarar DV Frumlegt blað, DV. í gær birti blaðið fréttaskýringu um fjár- magnstilfærslur ríkisstjórnarinnar og klikkti út á forsíðu að tæpir tólf milljarðar hafi runnið til atvinnu- veganna í tíð ríkisstjórnar Stein- gríms Hermannssonar. Og á sama tíma ólmast Jónas ritstjóri í leiður- um yfir bruðli og óráðsíu ráðherr- anna. Það er eins og DV-menn hafi enn ekki skilið að flestallar ríkisstjórnir heims, ef ekki allar styðji við bak ýmissa atvinnugreina með einhverj- um hætti. Það er meðal annars gert til að halda niðri atvinnuleysi og tryggja þjóðarframleiðslu. Að sjálfsögðu ber að hafa aðhald í ríkisrekstri og koma skikki á sjálf- virkni í kerfinu. En menn verða að sjá hlutina í félagslegri heildar- mynd. Hinn peningalegi útreikningur DV á einu og öllu er orðinn svo barnalegur að halda mætti að blað- ið telji að allt mannlif felist í bein- hörðum krónum og aurum. Manns- lifið, atvinnan, sjálfsvirðing hvers og eins að halda vinnu og vera við störf; allt er þetta einskis metið á síðum DV, þar sem ritstjórinn og hjálparkokkar hans sitja við reikni- vélina og tölvurnar sínar og draga frá og leggja saman og fá að lokum einhverjar niðurstöður til að velta sér upp úr. Þá skrifa hjálparkokk- arnir „fréttaskýringar" og síðan skrifar ritstjórinn leiðara um þessa loddara og sjónhverfingamenn; ráðherrana. En sennilega hefur DV aldrei orð- ið hlægilegra en í gær, þegar einn hjálparkokkurinn á ritstjórninni raðaði upp þúsundköllum í „frétta- skýringu" og komst að því að fjár- magnstilfærslur ríkisstjórnar Stein- gríms Hermanssonar væri nítján- föld hæð Hallgrímskirkju ef seðl- unum yrði staflað upp í einn strók. Lesum þessar fróðlegu reiknings- kúnstir „fréttaskýrandans:“ „Samtals hefur ríkisstjórnin var- ið rúmum 11,7 milljörðum í ýmsar fjármagnstilfærslur til atvinnuveg- anna. Eins og áður sagði er ráðgert að bæta enn við tilfærslurnar til sjávarútvegs og loðdýraræktar. Lauslega áætlað má því meta þær tilfærslur sein ríkisstjórnin hefur þegar staðið fyrir og þá tilfærslu sem þegar er komin á teikniborðið upp á um 14 milljarða króna. Flestir eiga erfitt með að gera sér í hugarlund hvað það eru í raun miklir fjármunir. Ef 14 milljörðum væri skipt í eitt þúsund króna seðla og þeim staflað upp, yrði staflinn um 1,4 kílómetrar að hæð. Það er tæplega nítjánföld hæð Hallgríms- kirkju.“ Skyldi Hallgrímur sálugi Péturs- son koma nú og segja: Fréttaskýr- endur DV — ekki meir, ekki meir! Hvernig mæla skal uppstaflaða þúsundkalla Samkvæmt þessum útreikning- um DV er einn milljarður í upp - 'Stöfluðumþúsundköllum hundrað metrar á hæðina. Ein milljón er þá metri að hæð, samkvæmt þessum útreikningum og þarafleiðandi eru tíuþúsund krónur einn sentímetri að hæð. Nú má spyrja: Gerðu reiknings- meistarar DV ráð fyrir nýjum, slétt- pressuðum seðlum frá Seðlabank- anum eða notuðum, krumpuðum? Þeir fyrri hljóta að taka minna pláss en þeir síðarnefndu. Reikn- uðu DV-menn einnig með auknum þrýstingi á seðlasúluna eftir því sem hún hækkaði. Pappír er jú gletti- lega þungur eins og allir miklir bókasafnarar þekkja. En skemmtilegast af öllu hlýtur þó að vera sú sjón sem blasti við, þegar ritstjórn DV lá á hnjánum að stafla upp þúsundköllum og mæla á þeim hæðina. Og þá vaknar spurningin: Hve hár stafli var mældur? Voru þús- undkallarnir notaðir sem blaðið hagnaðist af opinberum auglýsing- um um nauðungaruppboð þá vik- una? Sokkabuxur handa flugþjónum Það hefur vakið nokkra athygli hve hart flugfreyjur hafa sótt að fá aukapör af sokkabuxum vinnu sinnar vegna í undangengnum samningum við Flugleiði. Að lok- um fór svo að þær hrepptu eitt par af sokkabuxum á ári. Sem er sann- kölluð kjarabót. En nú er spurt: Hvað fengu flug- liðar? Fengu þeir einnig sokkabuxur á ári? Eða hafa þeir tekið á sig kjara- rýrnun með því að fá engar sokka- buxur? Og hvað með jafnréttismál- in hjá Flugleiðum ef svo er? Eða má vera að flugþjónar hafi fengið eitt- hvað annað en sokkabuxur? Og hvað þá? Annars sagði orðheppinn maður það skrifara, að réttast væri að flug- mennirnir greiddu flugfreyjunum sokkabuxurnar — þeir rifu þær oftast hvort sem væri. DAGATAL Stefán og Ludó leika síðasta lagið á hlöðuballi Steingríms Eg er nokkuð ánægður með Stef- án Valgeirsson. Hann segir bara sem svo: Ef ég fæ ekki peninga i loðdýraskottin og peninga í húsnæðiðsmál lands- byggðarinnar, þá er ég farinn. Þá hafið þið ekki staðið við það sem þið lofuðuð þegar stjórnin var mynduð. Stefán er vanur Lúdó- leikari. Hann veit hvernig á að koma sínum mönnum í höfn. Þar með telja margir virtir fréttaskýr- endur að Stefán og Lúdó-sveitin að norðan hafi ef til vill leikið síð- asta lagið á hlöðuballinu hans Steingríms. Var þessu lofað? Það hlýtur að vera fyrst Stefán segir það. En það fyndnasta er að það er eins og Stefán sé einn um þessar óskir. Svo er nú aldeilis ekki. Steingrímur óskar einskis frekar en að vilji Stefáns nái fram að ganga. Steingrímur vill, að Ioð- dýrabændurnir fái sitt. Helst vill hann gera það þannig — ef ég þekki hann rétt — að þrá- ast við kröfum Stefáns svo að borgarbúar, neytendur og skatt- greiðendur haldi að hann sé á móti því að velta milljörðum í vonlausa aukabúgrein, en að lok- um mun hann ferðast um lands- byggðinasem hinn frelsandi engill loðdýrabænda. Maðurinn sem kom málinu í höfn. Það finnst mér líka dálítið fynd- ið, að Alþýðubandalagið vill en- fremur að óskir Stefáns rætist. Steingrímur J. — sem er orðinn miðjumegin við Framsókn — vill loðdýraskott á hvern bæ og finnst ekkert sjálfsagðara en að pakkið í Reykjavík borgi loðfeld lands- byggðarinnar. Hann er nefnilega að norðan sjálfur. Steimgrímur J. vill, eins og nafni hans Hermannsson, ferðast um kjördæmið sitt og slá sér á loðið brjóst. Kratarnir eru alltaf með ein- hverja stæla í málefnum Ioðdýra- bænda. Jón Baldvin hefur nú bara sagt opinbera: Stopp! Ekki eyri meir! En eflaust eiga kratarn- ir bágt að berjast við ofureflið í ríkisstjórn þar sem stjórnarbrotið Stefán og Lúdó heimtar peninga handa loðdýradrápurum og bæði Framsókn og Allaballar eru sam- mála í hjarta sínu þótt þeir setji opinberlega stút munninn. Hvað eiga aumingjans kratarn- ir að gera? Nei, eins og ég segi: Stefán er minn maður. Hann segir það sem honum býr í brjósti. Ekkert bölv- að hálfkák: Við viljum peninga skattgreiðenda í áframhaldandi dellu og það þýðir atkvæði fyrir mig og Lúdó-flokkinn minn að fá þessa peninga. Ekkert mjálm. Sannleikann beint út. Hvernig væri að stjórnmála- mennirnir væru allir svona heið- arlegir? Væri ekki gaman að heyra Steingrím Hermannnsson segja: „Ég vil refaskott. Ég tel að það afli mér atkvæða og fylgis á landsbyggðinni. Og það er ríkið sem borgar hvort sem er. Okkur framsóknarmönnum hefur alltaf verið sama um ríkisútgjöldin, bara ef þau tryggja okkur áfram- haldandi völd í atvinnulífi og í stjórnmálum.“ Væri ekki unaðslegt að heyra Steingrím J. segja: „Ég vil meiri fjárveitingar ríkisins í loðdýra- rækt. Ég veit að þetta er botnlaus vitleysa en ég er ríkissinnaður maður og tel að það efli hag minn fyrir norðan að gefa loðdýra- bændum peninga af sunnan. Og svo vil ég fá að bora í fleiri norð- lensk fjöll.“ Og væri ekki góð tilbreyting ef kratarnir myndu bara þegja? Og hlusta stilltir á Stefán og Lú- dó leika síðasta lagið á hlöðuball- inu hans Steingríms? Kannski vanga við framsókn- armaddömuna á meðan?

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.