Alþýðublaðið - 19.07.1989, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 19.07.1989, Blaðsíða 4
4 Miðvikudagur 19. júlí 1989 Starfslok eldra fólks Það er þýðingarmikið að undirbúa starfslok væntanlegs ellilifeyrisþega. I eftirfarandi grein bendir Örn Eiðsson á, að eldra fólk hafi brotnað saman og jafnvel misst heilsuna þegar fyrirvaralítið kom að þvi, að síðasti vinnudagurinn rynni upp. Örn bendir á leiðir til lausnar þessu m.a. með undirbúningi undir starfslok og setja á laggirnar sérstaka vinnumiðlun þar sem skipulögð vaeru hlutastörf fyrir eldra fólk. íslenskt þjóðfélag hefur tekið stakkaskiptum undanfarna ára- tugi. Það er alveg sama hvar borið er niður, breytingarnar eru næsta ótrúlegar, á sviði menntunar, at- vinnuhátta, félagsmála, sam- gangna, fjölmiðiunar o.s.frv. Síð- an má um það ræða og jafnvel deila, hvort þetta sé allt jákvætt og leiði til framfara og vellíðunar fyrir fólkið. Það er önnur saga. Húsnæðismál gamla__________ fólksins___________________ Ekki eru margir áratugir síðan það tíðkaðist, að meirihluti eldra fólks bjó á heimilum barna sinna og átti friðsælt ævikvöld hjá börnum og barnabörnum. Hér hefur aldeilis orðið breyting á. Nú er velferðarkapphlaupið í al- gleymingi og bæði hjón vinna yf- irleitt úti, þannig að hvorki er tími né aðstæður til að hafa gamla fókið á heimilunum lengur. Af- leiðing þessa er stóraukið átak í byggingu húsnæðis fyrir eldra fólk, sem opinberir aðilar og fé- lagasamtök eldra fólks standa að og mætti nefna fjölmörg dæmi um slíkt. Mikilvægur þáttur í þessum málum er einnig heimil- ishjálp, sem verður til þess að gamla fólkið getur dvalið lengur í eigin húsnæði. Er gamla fólkið vandamál? Hlutfall þess fólks af íbúa- fjölda landsins, sem nær hinum hefðbundna ellilí feyrisaldri, 67 ára og eldri, vex jafnt og þétt og nálgast nú 10% eða rúmlega 20 þúsund manns. Það er alltof al- gengt að litið sé á þennan hóp sem einhvers konar vandamál, sem kosti þjóðfélagið stórar fjárfúlg- ur. Hér er nú hlutunum snúið við, því að hverjir eiga stærri þátt í vel- ferðarríkinu ísland en einmitt þetta fólk. Eldra fólk þessa lands hefur svo sannarlega lagt sitt af mörkum til þjóðfélagsins og á margfaldlega skilið að njóta þess í ellinni. Að undirbúa starfslok__________ Kunnur er langur vinnutími ís- lendinga og vinnusemi landans er viðbrugðið ekki aðeins hér heima, heldur einnig á erlendri grund. Það gefur því auga leið að vett- vangur vinnunnar er snar þáttur í lífi okkar íslendinga. Þegar kemur að starfslokum er því þýðingarmikið að undirbúa þau mikilvægu tímamót með nokkrum fyrirvara. Við þekkjum dæmi þess, að eldra fólk hefur brotnað saman og jafnvel misst heilsuna, þegar kom að því fyrir- varalítið, að síðasti vinnudagur- inn var runninn upp á staðnum, sem hafði verið starfsvettvangur væntanlegs ellilífeyrisþega ára- tugum saman. Vinnumiðlun eldra fólks Þegar rætt er um málefni aldr- aðs fólks hér á landi hefur þessi þáttur lítið verið til umræðu. Nauðsynlegt er að þar verði breyt- ing á og væntanlegum eftirlauna- þegum gefinn kostur á aðstoð, þegar þessi tímamót nálgast. Margar Ieiðir eru til og mætti nefna vinnumiðlun, þar sem reynt yrði að skipuleggja hlutastörf, sem henta eldra fólki. Kemur þar ýmislegt til greina. Fátt er betra en andleg og líkamleg vellíðan manneskjunnar til að viðhalda góðri heilsu og Hfsgleði.Stuðla þarf að mjúkri lendingu yfir á ellilíf- eyrisárin, eins og sumir hafa lýst þessum þáttaskilum á æviskeið- inu. Örn Eiðsson skrifar SMÁFRÉTTIR Krabameins- bókin komin út Komin er út á vegum Krabbameinsfélags íslands bók um krabbamein og nefn- ist hún einfaldlega „Krabba- meinsbókin — Bók um sjúk- dóma sem oft læknast og má læra aö lifa með.“ Bókin er hugsuð sem fræðslurit fyrir almenning um krabbamein, hvort heldur þeir eru krabba- meinssjúklingar eöa ekki. í bókinni er fjallað um ýmis al- menn atriði um krabbamein en einnig hefur hún að geyma frásagnir af reynslu krabbameinssjúklinga. Bókin er skrifuð af læknum, hjúkr- unarfræöingum og leik- mönnum. Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands, verndari Krabbameins- félagsins, fékk afhent fyrsta eintakið af Krabbameinsbókinni. Listsýning í Ólafsvik Fimmtudaginn 20. júlí nk. opnar GALLERÍ BORG sýn- ingu í samvinnu viö Lista- og menningarmálanefnd Ólafs- víkur, ( Grunnskólanum Ólafs vík. A sýningunni sem er sölusýning, eru grafíkmyndir, vatnslita-, krítar- og pastel- myndir, olíumálverk og verk unnin í leir. Eftirtaldir listamenn eiga verk á sýningunni: Bryndis Jónsdóttir, Daöi Haröarson, Daði Guóbjörnsson, Guöný Magnúsdóttir, Jón Reykdal, Jóhannes Geir, Hringur Jó- hannesson, Kjartan Guðjóns- son, Sigrún Eldjárn og Þórö- ur Hall. Sýningin opnar eins og fyrr segir fimmtudaginn 20. júlí kl. 21.00. Hún verður opin föstudaginn 21. jújí frá kl. 16.00-22.00 laugardaginn 22. júlí frá kl. 14.00-22.00 og sunnudaginn 23. júlf frá kl. 12,00-16.00.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.