Alþýðublaðið - 25.07.1989, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 25.07.1989, Blaðsíða 1
Sœsímastrengur milli lands og Vestmannaeyja: Lífeyrissjóður opinberra starfsmanna: Viðgerð kost- aði 80 millj. Keypti spariskírteini fyrir 400 milljónir starfsmanna ríkisins keypti fé sjóðsins serri best. Ákvörð- því um 15% allra spariskír- unin urn kaupin hefði verið teina sem seld voru fram til tekin þegar sjóðurinn hafði 30. júní. staðið við allar sinar skuld- bindingar, en minni ásókn Haukur Hafsteinsson, væri í lán frá sjóðnum en ver- starfsmaður lífeyrissjóðsins, ið hefur. sagði við Alþýðublaðið að stjórnarmenn hefðu einungis Samkvæmt heimildum Al- haft að leiðarljósi að ávaxta þýðublaðsins vógu stórir Jón Baldvin ú fundi með Evrópumá/aráðherra Frakka: Frakkar meta árangur viðræðna EFTA og Evrópubandalags jákvætt Eftir sex mánaða erfið- leika hefur Rafmagnsveitum rikisins tekist að gera við sæ- strenginn milli lands og Vest- mannaeyja, en liann bilaði 14. janúar síðastliðinn. Við- gerðarkostnaður nemur 80 milljónum króna. í gær lauk endanlega viðgerð á strengn- um, en þá hafði m.a. verið skipt út hluta eldri strengsins fyrir nýjan. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Rafmagnsveitur ríkisins scndu frá sér í gær. Sem fyrr segir bilaði aðal- sæstrengurinn milli lands og eyjaí janúaráþessuári. Ekki reyndist unnt að gera við strenginn strax, þar sem við- gerð er mjög háð veðri og vindum og afar vandasöm. Tekinn var í notkun vara- strengur sem annar einungis hinu almenna álagi en skerða varð sölu á ótryggðri orku. í ljós kom við nánari at- hugun á strengnum bilaða, sem fór fram um mánaða- mótin febrúar/mars, að hann var mun verr farinn en ætlað var og skemmdur víðar en á bilunarstað, sem var um 4 km frá Vestmannaeyjum. Af þessum sökum var ákveðið að panta nýjan streng frá út- löndum og skipta hluta þess gamla út. Tengingu þessa nýja hluta lauk í gærmorgun og reyndist allt í himnalagi. Strengurinn getur nú borið 26 megavött, sem duga á vel fram yfir aldamót. Jón Baldvin Hannibals- son, utanríkisráðherra og Meðal stærstu kaupenda. að spariskírteinuin ríkis- sjóðs, fyrir vaxtalækkun, var Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, sem keypti spariskír- tcini fyrir alls 400 milljónir króna. Fyrstu sex mánuði ársins nam sala spariskír- teina alls rúmlega 2,7 millj- órðum króna. Lífeyrissjóður formaður ráðherraráðs EFTA, átti í gær fund með Edith Cresson, ráðherra Evr- ópubandalagsmála i Frakk- landi, en Frakkar eru for- ysturíki Evrópubandalagsins um þessar mundir. Cresson fer einnig með málefni sem fjalla um framkvæmd innra markaðar Evrópu innan Frakklands. Að sögn Jóns Baldvins var meginmarkmið fundarins að gera frönsku ríkisstjórninni grein fyrir stöðu viðræðna EFTA og Evrópubandalagsins. Jón Baldvin sagði að bornar hefðu verið saman bækur um gang viðræðna og hann gerði grein fyrir niður- stöðum starfshópa innan EFTA, sem hafa verið að störfum síðustu þrjá mánuði og hafa skilað bráðabirgða- niðurstöðum varðandi meg- inatriði í aðlögun EFTA-ríkj- anna að innra markaði Evr- ópubandalagsins. Þarna er um fjögur aðalatriði að ræða, þ.e. afnám viðskipta- hindrana í vöruviðskiptum, opnun fjármagnsmarkaðar, atvinnu- og búseturétt og al- mennari málaflokk, þar sem m.a. er fjallað um samstarf á sviði tækni og visinda, að- gang að æðri menntastofn- unum, umhverfis- og félags- mál. Jón Baldvin sagði að fulltrúar frönsku ríkisstjórn- arinnar hefðu metið árangur viðræðna EFTA og Evrópu- bandalagsins jákvætt. Einnig ræddi ráðherrann vandamál sem víkja m.a. að löggjöf að því er varðar framkvæmd sameiginlegra samninga. Jón sagði að gerð hefði verið grein fyrir af hálfu EFTA þeim kostum sem til greina komi að mati sambandsins til samræming- ar á löggjöf. Það eru einkum þrír kostir ræddir sem stend- ur. í fyrsta lagi að væntanleg- ir samningar fái lagagildi innan einstakra ríkja EFTA og innlendir dómstólar gætu því skorið úr um ágreining varðandi framkvæmd samn- inga. í öðru lagi að sérstakur dómstóll verði settur upp innan EFTA og í þriðja lagi að stofna sérstaka deild við Evrópudómstólinn í Brussel, þar sem dómarar frá EFTA-ríkjunum yrðu kallað- ir til. Jón sagði að af hálfu Evr- ópubandalagsins væri litið á það sem prófstein á sam- starfsvilja EFTA-ríkjanna, hvort lausn fengist á þessum „Ég var í þann vcginn að Ijúka stúdentsprófi og átti að útskrifast 17. júni. Um haustið hafði ég sótt um inn- göngu i Edinborgarháskóla í Skotlandi þar sem ég hugðist „læra til forsætisráðherra“, eins og ég hef stundum gant- ast með síðar. í þá daga var enginn lánasjóður náms- manna við lýði. Menn urðu einfaldlcga að kosta sitt nám sjálfir með öllum tiltækum ráðum." Þannig hefst lýsing Jóns Baldvins Hannibalssonar ut- kaupendur þungt í heildar- sölu spariskírteinanna. Starfsmenn fjármálaráðu- neytisins vildu hinsvegar ekki gel'a upp hverjir hefðu keypt mest, né hversu mikið þeir stærstu hefðu keypt. Báru við trúnaði milli kaup- enda og seljenda. svokölluðu stofnanavanda- málum við framkvæmd þeirra samninga sem hugsan- lega verða gerðir milli ríkja- sambandanna. í dag var ráðgert að Jón Baldvin ætti viðræður við Geoffrey Howe, utanríkis- ráðherra Bretlands, þar sem til stóð að gera Howe grein fyrir málefnum EFTA og Evrópubandalagsins. Jón sagðist einnig hafa liaft í hyggju að ræða við Howe um viðskipti íslands og Bret- lands sérstaklega. Eftir óvæntar fréttir af breyttri ráðherrastöðu How- es í gær, verður hins vegar ekki af fundinum. anríkisráðherra á 70 daga saltfisktúr á Gerpi fyrir 30 árum. í grein utanríkisráð- herra, sem birtist í Alþýðu- blaðinu i dag, segir ennfrem- ur frá því, að mannskapur- inn um borð hafi verið við- vaningahjörð; mestmegnis skólabókaígulker og drykkju- menn af Gunnarsholti sem Jóni Baldvin tókst að skrapa saman í áhöfn. Sjá bls. 4. Vana menn wantar á togara. „Skólabókaígulker og drykkjumenn“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.