Alþýðublaðið - 25.07.1989, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 25.07.1989, Blaðsíða 2
2 Þriðjudagur 25. júlí 1989 ALÞYBUBLMB Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: Fréttastjóri: Dreif ingarstjóri: Setning og umbrot: Prentun: Blað hf. Hákon Hákonarson Ingólfur Margeirsson Kristján Þorvaldsson Siguröur Jónsson Filmur og prent, Ármúla 38 Blaðaprent hf. Áskriftarsíminn er 681866 Askriftargjald 900 kr. á mánuói innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakið. BJÓRINN HEFUR STOR- AUKIÐ ÁFENGISNEYSLUNA Nýjustu sölutölur Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins um stóraukna sölu átengis hata skotlð mörgum skelk i bringu. Eftir tilkomu bjórsins í vor hefur áfengisneyslan í landinu fyrstu sex mánuði ársins aukist um 36% miðað við fyrstu sex mánuðina í fyrra. Þrátt fyrir skýringar, eins og að sala á létt- víni hafi minnkað, hegðun drukkinna íslendinga hafi batnað og að svört neysla landans á bjór hafi nú komið upp á yfir- borðið og að mikil bjórdrykkja sé aóeins nýjungagirni ís- lenskra þegna, komast menn ekki hjá því að íhuga af fyllstu alvöru hin fyrstu áhrif af tilkomu bjórsins. Hin gríðarlega söluaukning á áfengi er ekki staðreynd sem verður sópað til hliðar með einhverjum útúrsnúningum. Spár þeirra sem voru andstæðingarbjórsinsog einnig þeirrasem kröfðust þjóðar- atkvæðis um þetta mikilvæga heilbrigðis- og þjóðfélagsmál hafa allar reynst réttar. Bjórneyslan hefur lagst ofan á áfeng- isneyslunasem fyrirvar, þótt einhverjarsmávægilegar breyt- ingar hafi átt sér stað í neyslumynstrinu innbyrðis hvað teg- undir varðar. Mikilvægustu niðurstöðurnar sem draga má af sölutölum ÁTVR um aukningu á áfengisneyslu íslendinga eru ekki hvort menn drekka meira eða minna af hinni eða þessari tegundinni, heldur að magn alkóhóls, hverju nafni sem það kann að nefnast áflöskumiðanum, hefuraukist. Þar með hefur hættan á fylgikvillum áfengisneyslunnar einnig aukist. Þettaerhin þjóðfélagslegastaðreynd sem íslending- ar standa frammi fyrir. Alþýðublaðið barðist eindregið fyrir þjóðaratkvæða- greiðslu um bjórinn. Blaðið taldi og telur enn, að jafnviða- mikið mál og hvort leyfa ætti sölu og bruggun áfengs öls á íslandi bæri að leggja í hendur þjóðarinnar en ekki láta mis- vel upplýsta þingmenn taka geðþóttaákvarðanir um málið. Alþýðublaðið sagði í leiðara þann 25. febrúar 1988: „Við verðum að gera okkur grein fyrir því að bjórmálið er spurning um hag heildar, ekki einstaklinga, líkt og umferðin, heilbrigðismálin og skólamálin svo dæmi séu tekin. Bjórinn snýst ekki aðeins um frelsi einstaklingsins til að hella ofan í sig áfengi í formi öls, heldur um heilbrigði og heilsu þjóðar- innar, uppeldismál, fikniefnaneyslu, slysatíðni, vinnuástund- un og framleiðslu og þarfram eftir götunum. Dæmin erlend- is frá sýna og sanna að bjórneysla leggst ofan á heildar- neyslu áfengis í landinu. Ef við viljum bjórinn í landið verðum við að vera undir slíkar staðreyndir búin. Við verðum að vita hvað við köllum yfirokkur, því síðar verðurekki aftursnúið.“ Læknar sem vinna að meöferð áfengissjúklinga sendu frá sér áskorun fyrir rúmu ári þar sem þeir sögðu að bjórfrum- varpið væri tímaskekkja og áfengisumræðan væri á villigöt- um. Eftirfarandi ályktun var að finna í áskorun læknanna: „Það er augljóst að sala áfengs öls yrði til að auka heildar- neyslu áfengis í landinu og þar meðaukaþann samfélags-og heilsufarsvanda sem hlýst af neyslu áfengis. Slík er reynsla frændþjóða okkar. Reynsla Svía af milliölinu er fræg að end- emum. Með tilkomu þess jókst heildarneysla áfengis veru- legaen minnkaði afturersölu þess varhætt. Salamilliölsins varð ekki til að draga úr neyslu sterkari drykkja, þvert á móti dró hún mjög verulega úr sölu minna áfengs öls.“ Því miður hafa þessi orð reynst sönn hvað varðar íslend- inga. Salaááfengu öli hefurdregið úr sölu á léttu víni en auk- ið heildarneyslu áfengis í landinu. Ætlum við íslendingar aldrei að læraaf mistökum nágrannaþjóðannahelduraðeins endurtaka sömu vitleysuna? Væri ekki ráð að banna bjórinn aftur, eins og þegar Svíar tóku milliöliö af markaði? Eða eig- ■um við að bíða eftir enn háskalegri afleiðingum aukinnar áfengisneyslu í landinu eftirtilkomu bjórsins? ONNUR SJÓNARMID BESTU vinir bjórsins hafa fengið allalvarlegt lost þegar töl- urnar um aukinn drykkjuskap ís- lendinga voru birtar um daginn. DV eyðir í gær heilum leiðara í að verja aukninguna og notar ýmis rök til að útskýra meira flæði alkóhóls um kverkar islenskra þegna. Grípum niður í ölvarnarræðu Ellerts Schram, ritstjóra DV, í gær: „Satt að segja var alls ekki ólík- legt að Islendingar neyttu bjórsins óspart fyrstu vikurnar og það mun mcir en nú er upplýst. Bæði er að íslendingar eru offarar í flestu og óhófsmcnn í fleiru en drykkjuskap og svo var hitt að bjór hafði verið bannaður hér í áratugi og Ijóst að fljóðbylgja brysti á, loksins þegar bjór- drykkja var lögleyfð.“ Og Ellert grípur til fleiri rök- semda til varnar bjórnum: „Þessar tölur eru ekki mark- tækar að því leyti, að spenningur- inn fyrir bjórnuin og nýnæminu er mestur fyrst, og það mun taka þjóðina nokkurn tíma að temja sér umgengni við bjórinn. Líkleg- ast er að salan sé mest í upphafi, en muni siðan jafna sig og komast í sinn farveg þegar frá líður.“ Og að síðustu grípur ritstjórinn til eftirfarandi staðhæfinga: „Annað ber einnig að hafa í huga. Áfengisverslun rikisins hef- ur engar tölur um þann bjór sent seldist í landinu á svarta mark- aðnum. það er opinbert leyndar- inál hér á landi, að kynstrin öll af bjór bárust eftir ólöglegum leið- um til landsins og í rauninni gat hver sem vildi keypt sér bjór og drukkið bjór, sem bar sig eftir því. Þetta bjórmagn kemur ekki fram í tölum fyrri ára, þegar áfengis- neyslan er mæld, og fullyrða má, að þegar smyglbjórinn er meðtal- inn séu tölur um áfengisneyslu mjög svipaðar í ár og hin fyrri ár. Það er því mjög vafasamt að Italda því fram að áfengisneysla hafi i rauninni aukist nokkuð að ráði eftir að bjór var lögleyfður.“ DV er kannski skammstöfun fyrir DÁSÖMUM VÍMUGJAF- ANA! Hannes Hólmsteinn: Ef menn gera byltingu þarf að gæta þess að koma aga, reglu og stjórn á hlutina. Er Hannes orðinn skoðanabróðir Stalíns? HANNES Hólmsteinn Giss- urarson, lektor með meiru, skrifar grein gegn frönsku stjórnarbylt- ingunni í DV í gær. Hann kemst að þeirri niðurstöðu að 'bylting fransósa hafi gjörsamlega mistek- ist. Lesum niðurstöður vanga- veltna lektorsins: „Þegar litið er yfir þróun frönsku byltingarinnar, sést, að eitt megineinkenni hennar var taumleysi, stjórnleysi. Allt gat gerst, öldur hrifið menn upp eða keyrt þá niður. Það er enn ein þversögnin, að stjórnleysi er oft bein afleiðing miðstýringar. Þeg- ar stjórnmál eru ekki i föstum skorðum laga, venju og reglu, heldur háð geðþótta eins manns, getur allt gerst. Þá myndast ekki jafnvægi, þá er ekki um neina sjálfstýringu að ræða, þá er flest komið undir því, hver situr í valdastól. Margar hugsjónir frönsku byltingarmannanna voru góðra gjalda verðar, eins og þær birtust í inannréttindayfirlýsing- unni frægu, en þeir kunnu engin ráð til að framkvæma þær, og því mistókst byltingin. Reynslan ein, sagan ein, kcnnir okkur ráð til að framkvæma hugsjónir okkar, og þess vegna er íhaldssemi nauðsyn- leg við hlið frjálslyndis.“ Stalín komst að nákvæmlega sömu niðurstöðu!!! EINN MEÐ KAFFINU Maður meö tannpínu hringdi í tannlækninn og bað um tima samdægurs. Tannlæknirinn svaraði: „Þvi miður er það ómögulegt, ég þarf að fylla átján holur í dag.“ Síóan fór tannlæknirinn út á golfvöll. DAGATAL Guðirnir reiddust Davíð Það eru allir að tala um veðrið þessa dagana. Við fyrir sunnan vegna þess að veðrið er svo gott fyrir norðan og austan en slæmt hjá okkur. Þau fyrir norðan og austan af því að veðrið hjá okkur fyrir sunnan er svo slæmt en gott hjá þeim. Og nú er svo komið, að við fyrir sunnan erum farin að flykkjast norður og austur til að fá kannski að sjá aðeins til sólar í sumar, en fólkið fyrir norðan og austan far- ið að streyma suður á bóginn til að kæla sig aðeins niður. Afleiðingin er auðvitað hern- aðarástand á þjóðvegunum. Ríkisútvarpið sagði í fréttum um helgina að umferðin væri slík, að aðeins verstu verslunarmanna- helgar stæðust samanburð. Það hlýtur að vera dálítið fyndið að sjá rauðbrennda ökuþóra að norðan í bílaröðum mætandi föl- leitum höfuðborgarbúum að sunnan. Allt hefur þetta fengið mig til að hugsa enda er ég hugsandi maður. Til dæmis: Hvernig stendur á því að veðrinu er svona misskipt á íslandi? Ég hélt að hér ríkti venju- Iegt þjóðfélagsástand: Gæðum, launum, fæðingum og hlunnind- um misskipt eftir gáfum, mennt- un, kynferði, erfðarétti og gifting- um, en veðrið svona tiltölulega sósíalískt. Þetta hefur reynst vera hin mesta firra. Veðurguðirnir eru alls ekki sósí- alistar. A.mk. ekki í verki. Gæð- um veðurs er úthellt i sumum landshlutum en í öðrum ekki. Stundum er sagt á afmælisdögum barna, að veðrið þann daginn sé eins og barnið hefur hagað sér allt árið. Hvað höfum við borgarbúar eiginlega gert? Ég fór náttúrulega að hugsa, hvað hefði reitt guðina svo að „hraunið rann“ og það ofan úr himnum. Auðvitað þurfti ég ekki að hugsa lengi til að finna ástæð- urnar fyrir reiði guðanna. Auðvitað hafði það farið fyrir brjóstið á guðunum að byggja einhverja skopparakringlu ofan á hitaveitutönkunum. Guðirnir gáfu okkur heitt vatn til að hita upp húsin okkar og þvo okkur — A.m.k. í framan. Hvað gerum við? Storkum guðunum með því að byggja sólarhús úr gleri ofan á tankana. Hvað gera guðirnir á móti? Draga ský fyrir sólina og hugsa sem svo: Jæja, skepnurnar ykkar! Fyrst þið byggið glerhýsi til að verjast ágangi veðurguðanna en ætlið samt að njóta veðurblíð- unnar bak við gler, þá sendum við ykkur rigningu og aftur rigningu, dumbung og aftur dumbung, súld á súld ofan! Og ég hugsaði áfram: Auðvitað reiddust guðirnir ráðhúsinu sem nú rís upp úr Tjörninni! Guðirnir eru náttúrulega æfir út í borgarbúa fyrir að raska sköpunarverkinu; skella steypu- kumbalda út í andarvarpið, koll- steypa lífríki Tjarnarinnar og kalla yfir sig múkka og annan sjó- fugl svo miðbærinn líkist einna helst fengsælum fiskimiðum; ær- andi garg haffugla sem sveima í leit að æti. Og ég hugsaði áfram: Já, svona er það, guðirnir hafa reiðst borg- arbúum því þeir eru hortugir og hafa tekið sér guðlegan mátt í hendur, umbylt boðorðunum og náttúrulögmálunum og vaðið fram í reyk og villu, fégráðugir og hrokafullir í mikilmennskubrjál- æði sínu. En því meira sem ég hugsaði málið því sáttari varð ég við niður- stöðuna: Guðirnir eru auðvitað reiðir þeim sem tók þessar ákvarð- anir, nefnilega Davíð sjálfum! Veðrið á höfuðborgarsvæðinu er Davíð að kenna! Og einmitt þegar ég var búinn að sætta mig við þessa niðurstöðu dró ský frá sólu og höfuðborgin var böðuð sólskini í allan gærdag.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.