Alþýðublaðið - 25.07.1989, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 25. júlí 1989
7
Árið 1968
UTLONO
Árið 1968 gaf heilli kynslóð nafn. í Vestur-Evrópu er það
sett í samband við stúdentaóeirðir í París. í Tékkóslóvakiu
er þess minnst vegna drauma, sem rússneskir skriðdrek-
ar brutu niður. í Bandaríkjunum er þess minnst sem einnar
allsherjar veislugieði eða sem blóðugrar martraðar, eftir
því hvernig menn líta silfrið.
Það var árið sem andófið gegn
stríðinu í Víetnam náði hámarki
og það var einnig árið sem Martin
Luther King og Robert Kennedy
voru myrtir. í Chicago var haldið
landsmót demókrata og meðan á
því stóð loguðu stræti Chicago-
borgar í slagsmálum og táragasi.
Eins og menn muna lauk þessum
landsfundi með útnefningu
Huberts Humphrey til forsetaefn-
is, en það átti sinn þátt í því að
Það gekk á ýmsu
árið 1968, meðal
annars urðu
miklar róstur
meðan landsþing
demókrata stóð
yfir í Chicago.
Yippie — foringinn Jerry Rubin
Myndin er tekin árið 1968. í dac
er Rubin virðulegur bandarisku
borgari.
tveimur mánuðum seinna sigraði
forsetaefni repúblikana, Richard
Nixon.
Óeirðirnar í Chicago urðu til
þess að mikil réttarhöld fóru fram
yfir hinum svokölluðu „Chicago
seven“, þar á meðal höfuðpaurum
Yippie-hreyfingarinnar, þeim
Bobby Seale og Jerry Rubin.
Hreyfing þessi var herská neðan-
jarðarhreyfing sem boðaði frjálst
kynlíf og frelsi til eiturlyfjanotk-
unar, einnig sýndi hún andstöðu
gegn Víetnam-stríðinu og kyn-
þáttamismunun. Rubin virtist
taka réttarhöldunum eins og alls-
herjar uppákomu, þar sern hann
fékk tækifæri til að espa upp
dómarana og gera þá hlægilega.
Fyrir Bobby Seale voru þau aft-
ur á móti blóðug alvara. Hann var
ákærður fyrir morð á lögreglu-
manni, og þar sem lögfræðingur
hans var veikur fór hann fram á
að verja mál sitt sjálfur, sem hann
átti heimtingu á, samkvæmt
stjórnarskránni. Honum var neit-
að um það, hann var hlekkjaður
við stólinn og jafnvel beittur
líkamlegu ofbeldi meðan á réttar-
höldunum stóð. Málinu var á end-
anum vísað frá og hann sagður
hafa sýnt réttinum lítilsvirðingu.
Bobby Seale var leiðtogi „Black
Panther Party“, sem talið var að
hefði unnið ýmis illvirki. Vöktu
þessi réttarhöld rnikla athygli um
heim allan. (Arbeiderbladet)
SJÓNVARP
Stöð 2 kl. 18.25
íslandsmótið í
knattspyrnu
Enn bregða stöðvarmenn undir sig
betri fætinum og fylgjast með ís-
landsmótinu í knattspyrnu sem
ekki hefur verið óráðnara í langan
tíma. Nýjustu tíðindi þau að Vals-
menn virðast heillum horfnir,
Frammarar sækja hinsvegar í sig
veðrið og færast allir í aukana og
svo sigra liðin og tapa á víxl án
nokkurrar rökvísi. Nær ekki nokk-
urri átt hjá þeim blessuðum. Um-
sjónarmenn eru þeir íþróttafrétta-
menn Birgir Þór Bragason og
Heimir Karlsson.
Stöð 2 kl. 21.55
Á vængjum þöndum
(The Lancaster Miller Affair)
Framhaldssería, gerist á þriðja ára-
tugnum og fjallar um fólk sem ekki
lætur sér allt fyrir brjósti brenna, í
ævintýraleit og einkalífi. Aðalper-
sónurnar eru Chubbie Miller og
Bill. Þau ætlað að fljúga frá Eng-
landi til Ástralíu fyrst manna og
einhverjar fleiri hetjudáðir að
drýgja. Þegar hér er komið sögu er
aðeins einn þáttur eftir, nefnilega
þessi og fer því væntanlega að draga
nokkuð til tíðinda. Þau hjónaleysin
búa saman, heimsfræg en staur-
blönk, kona Bills neitar honum um
skilnað og Chubbie ákveður að
giftast rithöfundi nokkrum. Sá fyr-
irfer sér hinsvegar og Bill er ákærð-
ur fyrir að hafa myrt hann. Hann
sleppur þó úr þeirri krísu og ákveð-
ur að setja enn eitt flugmetið, nefni-
lega frá London til Höfðaborgar í
Suður- Afríku. Chubbie er meinilla
við þessa hættuför. Svo er bara að
sjá hvað gerist þegar nær dregur
leikslokum. Myndin er byggð á
sannsögulegum heimildum og
raunverulegum persónum og það
eru þau Kerry Mack og Nicholas
Eadie sem fara með aðalhlutverkin.
Stöð 2 kl. 23.30
Milljónaþjófar
(How to Steal a Million)
Bandarísk bíómynd, gerð 1966,
leikstjóri William Wyler, aðalhlut-
verk Peter O’Toole, Audrey Hep-
burn, Eli Wallach.
Mynd í gamansama dúrnum, gerist
í Frakklandi, einhversstaðar við
Miðjarðarhafið og heimurinn er
heimur þjófa af siðfágaðri gerð.
Myndin snýst um rán á frægum
listaverkum af listasafni, en að auki
blandast í hana rómantík og gam-
ansemi í einhverjum mæli. Audrey
Hepburn er hér á einu sínu fegursta
tímabili, algerlega ómótstæðileg og
Peter O’Toole stendur alltaf fyrir
sínu. Myndin er nokkuð þokkaleg
skemmtan ef menn horfa fram hjá
því hve margt hefur breyst í þeirri
tækni að koma hlátrinum fram á
varir bíógesta. Myndinni er leik-
stýrt af einum frægasta leikstjóra
Hollywood, fyrr og síðar, nefnilega
Wyler þessum, en hann leikstýrði
m.a. Laurence heitnum Olivier í
Wuthering Heights á fjórða ára-
tugnum. Hann var líka maðurinn
sem sagði við eiginkonu Oliviers,
Vivian Leigh, að það besta sem
henni myndi bjóðast í Hollywood í
upphafi væri gott aukahlutverk.
Hún skaut honum þó ref fyrir rass
þegar hún fékk svo hlutverk Scar-
lett O’Hara í Gone With the Wind.
Annars kemur þetta ekki sérstak-
Iega milljónaþjófum við.
STÖÐ-2
17.50 Freddi og fé- lagar (21). 18.15 Ævintýri Nikka (4). 16.45 Santa Barbara. 17.30 Bylmingur.
1800 18.45 Táknmáls- fréttir. 18.55 Fagri-Blakkur. 18.00 Elsku Hobo. 18.25 íslandsmótið i knattspyrnu.
1900 19.20 Leðurblöku- maöurinn. 19.50 Tommi og Jenni. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Blátt blóð (Blue Biood). Spennumynda- flokkur. 21.25 Byltingin i Frakklandi. Loka- þáttur. 22.15 Stangveiði. Bresk mynd um stangveiði. 19.19 19.19. 20.00 AH á Melmac. 20.30 Visa-sport. 21.25 Óvaent enda- iok. 21.55 Á þöndum vængjum (The Lancaster Wliller Af- fair). Lokaþáttur.
2300 23.00 Ellefufréttir og dagskrárlok. 23.30 Milljónaþjóf- ar. Lokasýning. 01.30 Dagskrárlok.