Alþýðublaðið - 25.07.1989, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 25.07.1989, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 25. júlí 1989 3 FRÉTTIW BflK VIÐ FRÉTTINA ÞÓRIR í SOVÉT A sunnudaginn sat ég og fylgdist með stór- góðum sjónvarpsþætti Þóris Guðmundssonar á Stöð 2 sem bar yfirskriftina „Sovétrikin í dag“. Þessi prúði og duglegi maður á heiður skilinn fyrir þessa dagskrá sem að minum dómi ber af öðrum innlendum og erlendum þáttum sem ég hef séð um sama efni. Honum og samstarfsfólki hans tókst á einni klukkustund að koma ótrú- lega víða við í nútíð og fortíð þeirra þjóða sem mynda Sovétrikin í dag og fyllsta hlutleysis var gætt. „Ég ætla ekki aö það taki Sovétmenn 500 ár að tileinka sér lýðræði. En með tilliti til sögunnar gæti ég giskað á, að það tæki næstu 40—50 árin, ef Stalín ris ekki úr gröf sinni," segir Sæmundur Guðvinsson í grein sinni um Sovétrikin og umfjöliun Þóris Guðmundssonar á Stöð 2 um þau. Ljósmyndin sýnir sovéskan hermann glugga í Alþýðublaðið á Rauða torginu i Moskvu. A-mynd/IM. Raunar er Þórir tví- mælalaust einhver færasti fréttamaður okkar um er- lend málefni, að minnsta kosti þegar fjallað er um ýmsa fjarlæga heimshluta, enda maðurinn víðförull og hefur næmt auga og eyra fyrir land og þjóð hvar sem hann fer. Það sem nú er að gerast í Sovét er heimssögulegur viðburður sem á eftir að skipa sinn sess í sögunni. Og fyrir íbúa Vesturlanda er það mikið nýnæmi að fá að skyggnast um gáttir þessa stórveldis. Allt fram undir þennan dag hefur umræðan um Sovét verið nánast hvit eða svört. Margir hafa ruglað saman þjóðinni og kúgurum hennar. Valdhöfum, sem í nafni jafnréttis og bræðra- lags hafa haldið lands- mönnum í fjötrum og heft allt tjáningarfrelsi. Sjálf- stæð hugsun var fangelsis- sök. Þeir sem börðust gegn ógnarstjórn kommúnista- foringjanna sáu rautt hve- nær sem minnst var á eitt- hvað þarna austan að, meðan þeir sem reyndu að halda uppi vörnum fyrir Marx og Lenín bentu í sí- fellu á eitthvað sem finna mætti að lýðræðisfram- kvæmd Vesturlanda. Englasögur biskups Ekki treysti ég mér til að giska á hversu marga tugi metra á vegg ritmál á ís- lensku um Sovét, fyrr og síðar, tæki yfir ef því yrði safnað á einn stað. Hvað þá ef skrif um önnur kommúnistaríki bættust við. Steinn Steinarr fór til Sovét á sínum tíma og tap- aði trúnni. Þótti ýmsum miður en aðrir glöddust eins og gengur. Ásmundur heitinn Guð- mundsson biskup fór ein- hvern tímann þarna austur fyrir. í Leníngrad sótti hann messu og varð ákaf- lega hrifinn af fögrum söng þar á bæ. Biskup skrifaði grein um Rúss- landsferð sína undir fyrir- sögninni: „Englasöngur í Leníngrad“. Þetta þótti ekki nógu góð latína hjá ýmsum hér og var biskup ásakaður um að hlaða undir kommúnisma með þessum skrifum. En auð- vitað vita allir að listir hafa blómstrað í Sovét gegnum aldir, ekki vegna ógnar- stjórna keisara eða komm- únista, heldur þrátt fyrir kúgunina. Ivan grimmi hefur ekki komist á spjöld sögunnar sökum manngæsku. En engu að síður lét hann á 16. öld reisa Basilios-dóm- kirkjuna við enda Rauða torgsins. Kirkjan er talin eitt af undrum byggingar- listarinnar svo ekki hefur kallinum verið alls varnað. En að vísu er sagt að hann hafi látið stinga augun úr arkitektinum þegar bygg- ingunni var lokið, svona til að tryggja það að maður- inn færi ekki að standa fyr- ir öðru ámóta listaverki. Þannig getur maður látið hugann reika fram og til baka í sögu Rússlands og þá ekki síst nú þegar svo virðist sem möguleikar séu á að fjalla um hana á hlut- lausan hátt með aðstoð landsmanna sjálfra sem allt í einu eru að öðlast málfrelsi og óritskoðaða sögu. En margt var nú skrifað hér sem annars staðar um byltinguna og fróðlegt að rifja upp þó ekki sé nema örfá dæmi. Heimsins frjálsustu kosningar!______________ Á sínum tima var Hall- dór Laxness hallur undir byltinguna og hlaut litlar þakkir fyrir hjá þeim sem þóttust vita betur. Gekk jafnvel svo langt, að eftir útkomu Atómstöðvarinn- ar var höfundur kallaður fyrir hið opinbera og þess krafist að hann gæfi upp nafn þess læknis sem fram- kvæmdi fóstureyðingu í skáldsögunni. En það er nú önnur saga. Að fletta Gerska ævintýrinu í dag á tímum glasnost er hins veg- ar æði fróðlegt til að bera saman glasnost nútímans og þess sem ríkti á Stalíns- tímanum í þáverandi aug- um Laxness. Skáldið varð þess heið- urs aðnjótandi að vera við- statt ræðu sem Stalín hélt árið 1937. Þetta var kosningaræða sem Stalín hélt í kjördæmi sínu, í þeirri von að ná kjöri, væntanlega, en að vísu er ekki getið um mótfram- bjóðendur. Framboðsræða Stalíns var haldin í „hinni sexlyftu Moskvuóperu þar sem hvert sæti er skipað" og í ræðunni verður „aldrei vart við vott af æsingi eða jafnvel geðbrigðum . . .“ Og hann er . . . „að þessu leyti sem öðru fullkominn andstæða tveggja móður- sjúkra erindreka fjármála- auðvaldsins í vestri, „ein- ræðisherranna" — eins og húsbændum þeirra fjár- málaauðvaldsins er kærast að þeir séu nefndir — Hitl- ers og Mússa“ svo vitnað sé orðrétt í Gerska ævintýrið. Það er svo kaldhæðni gláku pólitískra trúar- bragða að í dag skuli Stalín skipað á bekk með þeim Hitler og Mússólíní í ljósi sögunnar. Nú, nema hvað. Stalín heldur þarna ræðu í þeirri von að ná kjöri og Halldór Laxness segir frá ræðunni. Ég get ekki stillt mig um að vitna enn í ræðu Stalíns meðan Laxness vissi ekki betur: „Þessar kosningar, sagði hann, það eru ekki einvörðúngu kosningar, fé- lagar. Þær eru í raun réttri almenn þjóðhátíð verka- manna vorra, mennta- manna vorra. Svo frjálsar kosningar og lýðræðissinn- aðar í eðli sínu hafa aldrei farið fram áður í heimin- um, aldrei. Sagan þekkir ekkert hliðstætt dæmi.“ Síðar í ræðunni bætir frambjóðandinn um betur og segir að . . . „hinar al- mennu kosníngar sem nú fara fram hjá okkur verða hinar allra fjálsustu, hinar allra lýðræðissinnuðustu kosningar sem fram hafa farið í nokkru landi“. Bragð er að þá__________ Steingrimur ■ ■ . Það fór víst svo að Stalín náði kosningu, enda gat vart öðruvísi farið eftir slíka snilldarræðu. Og þótt Laxness hafi gengið af trúnni gekk lýðræðið sinn gang í Rússíá og má það merkilegt heita. Nú fögn- um við því, við sem búum við vestrænt lýðræði, að útflutningur á því skuli hafinn til Sovétríkjanna. En við skulum vona að þeir þarna fyrir austan fái bara kosti lýðræðisins en ekki gallana með. Svo litið sé nú bara hérna í stjórnarráðið þá situr þar Steingrímur Her- mannsson að völdum. Ekki svo að skilja að mér hafi dottið hann í hug þeg- ar mér var hugsað til Stal- íns. Síður en svo, enda eng- inn fallið fyrir byssukúlum frá herafla Steingríms. En miðað við það, að Stein- grímur skuli vera búinn að sitja samfleytt á ráðherra- stól næstum því jafnlengi og miðaldra menn muna, bregður manni óneitanlega nokkuð í brún að sjá eftir- farandi haft eftir forsætis- ráðherra: „Það er kominn tími til að menn horfist í augu við staðreyndirnar og vand- ann. Og það er þörf á nokkuð róttækum aðgerð- um ef menn vilja gera það.“ (DV 22. júlí.) Bragð er að þá Steingrímur finn- ur, ég segi nú ekki annað en það. Þessi ummæli hljóta að kalla á þjóðhátíð verka- manna vorra, mennta- manna vorra, svo vitnað sé í kosningaræðu Stalíns forðum. En svona getur lýðræðið verið undarlegt. Það leyfir æðstu ráða- mönnum að sofa á verðin- um árum saman og hljóta ómældar vinsældir fyrir. Svo hrökkva þeir allt í einu upp úr þessum dásvefni og segja að nú þurfi að fara að gera eitthvað, ef menn vilji endilega að eitthvað sé gert. En miðað við það sem segir í þýskum málshætti að litlar aðgerðir skili minni árangri en aðrar að- gerðir verður mér á að óska þess að sumir hverfi aftur á vit svefns og minnisleysis. Vestræn ,,menning“ til austurs Nú vill svo til að Gorba- sjov virðist vel vakandi þarna fyrir austan og stað- ráðinn i að gera eitthvað í málunum, hvort sem menn vilja eða ekki. Og við hér fyrir vestan eigum vart orð til að lýsa ánægju okkar yf- ir því að vestræn menning og lýðræði séu að skjóta rótum í Grúsíu. En ekki er allt sem sýnist í þeim efn- um. í þætti Þóris Guð- mundssonar á Stöð 2, sem er kveikjan að þessari grein, var meðal annars sýnt frá svona hálfgerðri nektarsýningu í klúbb þarna fyrir austan. Þórir gat þess réttilega að slíkar sýningar hefðu verið óhugsandi fyrir nokkrum árum, en lagði engan dóm á hvort frjálsræði í þessa átt væri til bóta eður ei. Ekki ætla ég að gera það heldur. En ég seildist upp í hillu eftir bókinni „Hægur sunnan sjö“ eftir Jónas heitinn Guðmundsson, sem gjarnan var nefndur stýrimaður. Eftirminnileg- ur maður hann Jónas og ég sakna hans mikið. Sem far- maður kom hann til Pól- lands og drap niður fæti. Segir meðal annars frá komu sinni á vertshús þar sem Pólverjar þyrptust að honum til að skoða úrið hans og kúlupenna. En gefum Jónasi orðið: „ . . . og þegar þeir voru búnir að skoða úrið fóru þeir að segja mér frá lífinu á Vesturlöndum, þar sem menn gátu keypt sér smart kúlupenna og smart buxur þegar þeim sýndist. í Pól- landi geta menn ekki verið fullir án þess að lenda und- ir köldu sturtunni hjá lög- reglunni og þar verða þeir að híma, unz víman er runnin af þeim og þeir, sem lenda undir kalda kranan- um hjá Gómúlka oftar en tvisvar, fá ekki að ferðast til útlanda og þeir fóru að segja mér frá því, hvað allt væri frjálst á Vesturlönd- um, hvað allir væru ríkir og hamingjusamir, nema auð- vitað negrar og heims- valdasinnar. Þetta síðasta skildi ég reyndar minnst. Helzt var á þeim að heyra að „heimsvaldasinnar" væru sérstakt félag, eða óaldaflokkur einsog t.d. templarar eða úngmenna- félögin, en ég beit á vörina og þagði. Því skyldi ég vera að segja þeim frá óham- ingjunni, húsnæðisskort- inum, dýrtíðinni á Vestur- löndum, að þjóðin vildi helzt vera full suðrá Mall- orca og gæti ekki lengur borðað fisk með beinum í. Segja þeim frá ángistinni og vonleysinu, síldarleys- inu, hassinu, pornóinu og blómamönnunum, sem leika á flautur fyrir framan Bing og Gröndal og kon- únglega, frá kalinu í túnun- um í Skagafirðinum og sköttunum. Nei. Þeir vissu þetta allt betur en ég hvort eð var, og ég gat í rauninni aðeins vænzt tortryggni, ef ég segði þeim að þjáníngin og vonleysið væri líka dag- legt brauð á Vesturlöndum, þrátt fyrir að menn gætu brúkað kjaft og ferðazt einsog þeim sýndist." Allt héfur sinn tima í gegnum árin hafa ýms- ir forystumenn Vestur- landa reynt að leggja sitt af mörkum til að knýja fram almenn mannréttindi í kommúnistaríkjunum. Stundum hefur þó kveðið við falskan tón og vestræn- ir leiðtogar haldið heims- pressuræður um óstandið í Sovét á sama tíma og fá- tæklingar geispa golunni úr hungri i velferðarríkjun- urn. Allt hefur sinn tíma, segir prédikarinn, og það eru orð að sönnu. Þegar Brésnef ríkti í Sovét er sagt að hann hafi sent eftir háaldraðri móður sinni og sýnt henni hallirn- ar sem hann réð yfir, flottu bílana og þar fram eftir götunum. Sú gamla horfði á þetta allt i forundran en varð svo að orði: „Guð hjálpi þér, drengurinn minn, þegar kommúnist- arnir komast til valda." Eigum við ekki að lofa þeim í Sovétríkjunum að þróa sitt eigið lýðræði? Horfa á þróunina án þess að reyna að troða uppá þá okkar hugmyndun um lýð- ræði? Riki Vestur-Evrópu eru um þessar mundir að velta fyrir sér Evrópu- bandalaginu árið 1992. Fyrir nokkrum mánuðum las ég viðtal við Young lá- varð, sem er viðskipta- og iðnaðarráðherra Bret- lands. í þessu viðtali var hann inntur eftir hinni sameinuðu Vestur-Evrópu árið 1992. Aðvísuer blaðið komið á haugana svo ég get ekki vitnað orðrétt í lord- inn, en hann sagði eitthvað á þessa leið: — Við höfum haft virkt samband milli Englands og Skotlands í 280 ár, en samt sem áður eru þeir margir er líta á Skotland sem annað land en England. Hve lang- an tíma tekur það fyrir 12 mismunandi þjóðir, sem tala 15 mismunandi tungu- mál og sem hafa ólíkan menningarbakgrunn auk alls annars, að fara að hugsa sameiginlega? Ég býst við að 500 ár geti verið líklegur tími —. Nú ætla ég ekki að það taki Sovétmenn 500 ár að tileinka sér lýðræði. En með tilliti til sögunnar gæti ég giskað á að það tæki næstu 40—50 árin, ef Stal- ín rís ekki uppúr gröf sinni. En ég vona að þeir kunni að greina hismið frá kjarn- anum þegar lýðræði er annars vegar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.