Alþýðublaðið - 25.07.1989, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 25. júlí 1989
5
lRA
talið. Það var allavega viðunandi
byrjun. Við höfðum spurnir af
þvi að annað blað væri gefið út í
St. Johns. Okkur þótti líklegt að
meira væri borgað fyrir grein en
viðtöl svo við settumst inn á krá,
lögðum saman þekkingu okkar á
hafréttarmálum og enskri tungu
og skrifuðum lærða ritgerð, sem
við buðum fala næsta blaði. Það
reyndist vera talsvert betur borgað
en viðtalið. Á leiðinni þaðan
römbuðum við fyrir einskæra til-
viljun á aðalútvarpsstöð eyjarinn-
ar. Þar sem Magnús var sonur
fréttastjóra ríkisútvarpsins þótti
okkur ekki við hæfi að ganga þar
hjá garði og buðum enn viðtöl um
hafréttarmál fyrir hæfilega borg-
un. Þegar þessu öllu var lokið
þóttumst við hafa önglað saman
nægu fé til þess að bjóða félögum
okkar til veislu. Þegar til skips
kom reyndist áhöfnin að vísu hafa
tvístrast í allar átti; sumir horfnir
um borð í önnur skip, aðrir horfn-
ir sporlaust í bæinn og tveir sagðir
komnir í tugthúsið fyrir ölvun á
almannafæri.
Við höfðum haft spurnir af
jazzklúbbi fyrir utan bæinn, sem
einhverjir höfðu mælt dyggilega
með við okkur. Smöluðum við nú
því saman sem til náðist af liðinu
og steðjuðum i jazzklúbbinn
Bella Vista. Þar var slegið upp
veislu, sem ekki reyndist unnt að
ljúka fyrir lokunartíma, og reynd-
ist talsvert dýrari þegar upp var
staðið en „hafréttarsjóður" okk-
ar Magnúsar reyndist borgunar-
aðili fyrir. Þótti staðarhöldurum
vissara að láta fylgja okkur að
skipshlið í lögreglufylgd og freista
þess þannig með opinberri aðstoð
að fá einhverja tryggingu fyrir
lúkningu greiðslunnar. Við sögð-
um að skipstjórinn myndi að sjálf-
sögðu greiða reikning sinna
manna, en sæti því miður að
veislu með innfæddum og væri
ekki væntanlegur að borði fyrr en
daginn eftir. Um nóttina hafði
Sörensen hinum danska verið trú-
að fyrir vaktmannsstarfi og þar
með talið lyklavöldum að matar-
búri. Og var nú búið að endurnýja
vistirnar. Um morguninn, um leið
og við töldum korninn fótaferðar-
tíma og opnunartíma sölubúða,
rændum við lyklum af stórdanan-
um, hlóðum drjúgum hluta af
kostinum í sendibíl og seldum síð-
an verslunareigendum aftur á
verði sem okkur þótti ásættan-
legt. Þannig var gerður upp reikn-
ingurinn og leifði samt nógu til
þess að hægt var að kveðja borg-
ina að siðaðra manna hætti. Lauk
þannig skiptum okkar við inn-
byggjara heilagrar Jónsborgar þar
sem enginn var ræðismaðurinn til
að taka á móti væntanlegum ut-
anríkisráðherra og félögum hans.
Hásetahluturinn betri_______
en lánasjóður_______________
Samkvæmt skipshafnarskrá
lagði Gerpir að bryggju í Hafnar-
firði 11. september um haustið
með milli 3—400 tonn af fullverk-
uðum saltfiski. Hásetahluturinn
entist mér allavega til að yfirfæra
436 sterlingspund í Royal Bank of
Scotland þgar komið var til Edin-
borgar um haustið. Það voru
meira eri árslaun verkamanns
skosks. Inntökugjaldið í háskól-
ann fyrir veturinn var 38 pund og
húsnæði og fæði kostaði 14 pund
á mánuði. Enda kom það á dag-
inn, að forhleramaðurinn á Gerpi
var vel haldinn þennan fyrsta vet-
ur í höfuðborg Skotlands. Salt-
fisktúrinn á Gerpi reyndist mér
mun betur en nokkur lánasjóður
námsmana.
(Millifyrirsagnir eru Alþýóublaösins.
Greinin birtist fyrr á árinu i SJómanna-
blaöi Neskaupstaðar.)
HLUTHAFA-
FUNDUR
Hluthafafundur í Útvegsbanka íslands hf. verður haldinn í Súlnasal Hótel Sögu við Haga-
torg í Reykjavík, þriðjudaginn 1. ágúst 1989 og hefst fundurinn kl. 17:00.
Dagskrá:
1 • Tillögur bankaráðs að breytingum á samþykktum félagsins, fluttar að ósk aðila að
samningi um kaup á hlutabréfum ríkissjóðs í Útvegsbanka íslands hf. dags. 29.
júní 1989, og m.a. lúta
— að breytingum á nafni félagsins
— að breytingum á ákvæðum um hlutafé sbr. 3. dagskrárlið
— að breytingum á ákvæðum um takmörkun afls atkvæða
— að breytingum á ákvæðum um bankaráð þ.á m. kjör þess og samsetningu
— að breytingum á ákvæðum samþykkta til samræmis við þær breytingar sem Ieiða
— af nýsettum breytingalögum nr. 15 og nr. 32/1989 á lögum um viðskiptabanka nr.
86/1985 um breytt hlutverk bankaráðs og hæfiskröfur til bankaráðsmanna.
— að breytingum á ákvæðum um breytingar á samþykktum og félagsslit.
• Tillaga um heimild til bankaráðs um útgáfu jöfnunarhlutabréfa.
• Tillaga bankaráðs um hækkun hlutafjár, að fjárhæð kr. 1.500.000.000.00, flutt að
ósk aðila að samningi um kaup á hlutabréfum ríkissjóðs í Útvegsbanka íslands hf.
dags. 29. júní 1989.
Skv. tillögunni skulu hluthafar eiga áskriftarrétt að hlutafjáraukningunni í réttu
hlutfalli við hlutafjáreign sína, að Fiskveiðasjóði íslands frátöldum. Þá gerir tillag-
an ráð fyrir því að hluthafarnir, Alþýðubankinn hf., Iðnaðarbanki íslands hf. og
Verslunarbanki íslands hf., megi greiða hlutafjárauka sinn með bankarekstri sín-
um og eignum bankanna þriggja, sbr. samning þeirra og viðskiptaráðherra um
kaup þeirra, að Vi hluta hver, á hlutafé ríkissjóðs í bankanum, dagsettan 29. júní
1989, en að öðru leyti verði áskrift greidd með reiðufé.
Skv. tillögunni á áskriftarskrá að liggja frammi á skrifstofu bankans að Austur-
stræti 19, Reykjavík, í þrjá mánuði eftir hluthafafundinn og hluthafar að skrá sig
þar fyrir hlutafjárauka innan þeirra tímamarka.
4« Kosning í bankaráð.
5 • Kosning skoðunarmanna.
6* Önnur mál, lögiega upp borin.
Hluthafar, sem vilja fá ákveðið mál borið upp á hluthafafundi, skulu í samræmi við
ákvæði 25. greinar samþykkta bankans senda skriflega beiðni þar að lútandi. Hún þarf
að berast bankaráði í síðasta lagi mánudaginn 24. júlí.
Aðgöngumiðar að fundinum og atkvæðaseðlar verða afhentir hluthöfum eða umboðs-
mönnum þeirra í aðalbankanum að Austurstræti 19, 3. hæð dagana 27., 28. og 31. júlí
nk. svo og á fundardag við innganginn.
Viku fyrir fundinn munu eftirtalin gögn liggja frammi hluthöfum til sýnis og afhending-
ar að Austurstræti 19, Reykjavík. /
1.
2.
3.
4.
5.
6.
7.
Tillögur skv. 1., 2. og 3. dagskrárlið og ef berast skv. 6. lið dagskrár.
Eftirrit reikninga síðasta reikningsárs með áritun um afgreiðslu aðalfundar og
eftirrit endurskoðunarskýrslu varðandi þessa reikninga.
Skýrsla bankaráðs, þar sem gefnar verða upplýsingar um þau atriði, sem verulegu
máli skipta um fjárhagslega stöðu félagsins og breytingum hafa tekið, eftir að reikn-
ingar voru gerðir.
Umsögn endurskoðenda um fyrrgreinda skýrslu bankaráðs.
Skýrsla löggilts endurskoðanda um greiðslu hlutafjárauka hluthafanna Alþýðu-
bankans hf., Iðnaðarbanka íslands hf. og Verslunarbanka íslands hf. með banka-
rekstri sínum og eignum bankanna og skjöl þau er þetta varða sbr. 31. gr. hluta-
félagalaga.
Samþykktir bankans.
Samningur viðskiptaráðherra og Alþýðubankans hf., Iðnaðarbanka íslands hf. og
Verslunarbanka íslands hf. dags. 29. júní 1989.
Reykjavík, 17. júlí 1989
0
Bankaráð Útvegsbanka íslands hf.
ú o
Útvegsbanki Islands hf
Heildarupphæð vinninga
22.07 var 3.752.604,-.
Enginn hafði 5 rétta sem
var kr. 1.727.811,-.
Bónusvinninginn fengu 7
og fær hver kr. 42.910,-. i
Fyrir 4 tölur réttar fær hver
4.585,- kr. og fyrir 3 réttar
tölur fær hver um sig 321,-'
kr.
Sölustaðir ioka 15 mínútum fyrír útdrátt í
Sjónvarpinu.
Sími685111.
Uppiýsingasímsvari 681511.
Lukkulína 99 1002
Sýnum
Igagnkvæma tilllUsemá
f umferðinni.