Alþýðublaðið - 25.07.1989, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 25.07.1989, Blaðsíða 6
6 Þriðjudagur 25. júlí 1989 Alþjóðleg nú- tímalist á Kjar- valsstöðum Aldrei fyrr hafa jafnmargir merkir listamenn verið sam- an komnir innan veggja lista- safns á íslandi líkt og nú á Kjarvalsstööum. Laugardaginn 22. júli kl. 16.00 var opnuð sýning á Kjarvalsstöðum á alþjóðlegri nútímalist frá listasafninu í Epinal í Frakkalndi. Þar gefur að líta verk eftir listamenn, sem borið hefur hvað hæst í listasögunni á síðustu ára- tugum: Giovanni Anselmo, Richard Artschwager, Carl Andre, Michael Buthe, Tony Cragg, Gilbert og Georg, Joseph Kosuth, Richard Long, Mario Merz, Helmut Newton, Jean Pierre Raynaud, Frank Stella, Richard Tuttle, Bernar Venet, Jacques Mahé de la Villeglé, Gilberto Zorio, Pino Pascali, Wolf Vostell, Sigmar Polke, Niele Toroni, bob Morris, Andy Warhol, Donald Judd, Jenny Holzer, Philippe Cazal og Dan Flavin. Líkt og nöfnin gefa til kynna er sýning þessi gott yfirlit yfir þá þróun, sem átt hefur sér stað í myndlist- arsögu samtímans í Banda- ríkjunum og Evrópu og þá sérstaklegaá Ítalíu, í Þýska- landi og Frakklandi. Forsvarsmenn listasafns- ins í Epinal hafa lagt áherslu á að safna og fylgja eftir þeim liststefnum, sem komu fram i byrjun 7. áratugarins, þegar hið hefðbundna mál- verk var sagt komið í nokkurs konar blindgötu, þ.e.a.s. popplist, mínímalisma, arte povera og konseptlist. Þessi timi í listasögunni gengur oft undir heitinu póst-módern- ismi og er lýsandi fyrir sam- eiginleg einkenni viðkomandi liststefna. í stórum dráttum breyttist listhugtakið og við- horfið til listsköpunar á þann hátt, að viðkomandi lista- menn telja sig ekki vera hina einu sönnu og afgerandi forsendu fyrir listsköpun sinni og því sem birtist á léreftinu. Heldur undirstrika þeir, á misjafnan hátt, hvernig menningin, sagan og samfélagið grípa fram fyrir hendur þeirra. Og í staðinn fyrir að reyna að losna undan þessum áhrifum, líkt og undanfarandi liststefnur (abstrakt expressionismi) gerðu, nýta þeir sér hana í eigin listsköpun: Warhol, auglýsing og fjölmiðlaþjóö- félagið; Donald Judd, iönað- arfagurfræði og hugmyndir um tilvistarrými; Vostel, rífur auglýsingar; Polke leikur sér með beina og óbeina sköp- un. Þó svo að við getum talað um tilfinningalega miðl- un með þessum verkum, líkt og með öll önnur listaverk, þá er lítið sem vitnar um persónulega nálægð lista- mannsins. Hann er maður- inn / guðinn á bak við verkið líkt og hvert annað hug- myndakerfi. Sýningin Alþjóðleg nútíma- list frá listasafninu í Epinal á Kjarvalsstöðum er yfirlit yfir list samtímans, það sem stærstu listamenn samtíma- sögunnar og vestræn menn- ing hafa alið af sér í lok 20. aldar. Gítartónleikar á Kjarvals- stöðum Fimmtudaginn27. júlí nk. kl. 18.00 munu Símon H. ívarsson og Hinrik D. Bjarnason halda gítartónleika á Kjarvalsstöð- um í austursal. Á efnisskránni eru m.a. verk fráendurreisnartímanum, verk eftir Robinson Og Dowland, einnig verk eftir Vivaldi, Torroba og Sor, auk spænskra og suður-amerískra þjóðlaga. Símon H. (varsson er fædd- ur í Reykjavík 1951. Hann hóf gítarnám 19árahjáGunnari H. Jónssyni við Tónskóla Sigur- sveins D. Kristinssonar. Haustið 1973 hóf hann nám í gítarkennaradeild skólans og tók lokapróf frá skólanum vor- ið 1975. Um haustið hóf hann nám í einleikaradeild próf. Karls Scheit við Tónlistarhá- skólann í Vínarborg. Þaðan lauk hann einleikaraprófi vorið 1980. Simon starfaði eitt ár sem gítarkennari viðTónlistar- skólann ( Luzern í Sviss. Frá 1981 hefur hann starfað sem gitarkennari við Tónskóla Sig- ursveins D. Kristinssonar, en kennir einnig kammertónlist og kennslufræði við sama skóla. Símon hefur farið í nokkrar námsferðir, m.a. til José Tomas og Mario Gangi, en einnig lagt stund á flam- enco-tónlist og tvívegis farið í námsferðir til próf. Andreas Batista í Madrid. Undanfarin 11 ár hefur Símon farið margar tónleikaferðir um ísland og margsinnis komið fram í sjón- varpi og útvarpi. Einnig hefur Símon spilað víða í Austurriki og í Svíþjóð. Auk þess hefur hann stjórnað útvarpsþáttum um gítar og gítartónlist. Á næstunni mun Símon H. ívarsson fara í tónleikaferð til Svíþjóðar og spila á níu tón- leikum ájafnmörgum stöðum. í haust eráætlað að tekin verði upp hljómplata með leik Sim- onar og Orthulfs Prunner. Það verður önnur hljómplata þeirra, en í þetta sinn munu þeir leika saman á gítar og klavikord. í veturersíðan von á Siegfried Kobilza frá Austur- ríki en hann þekkja tónlistar- unnendur af fyrri tónleikaferð- um hans um Island. Símon og Siegfried munu, eins og svo oft áður, fara um byggðir landsins og bjóða upp á gítar- tónlist. Hinrik Daniel Bjarnason er fæddur í Reykjavik árið 1964. Hann hóf gítarnám í ársbyrjun 1982 hjá Símoni H. ívarssyni við Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar. Hinrik stundaði einnig nám við gítarkennara- deild skólans og lauk kennara- prófi vorið 1989, jafnframt lauk hann fullnaðarprófi í gítarleik þetta sama vor með einleiks- og hljómsveitartónleikum. Hinrik hefur m.a. sótt nám- skeið hjá José Luis González, Siegfried Kobilza og Thorvald Nilson. Hinrik fer í framhalds- nám til próf. Per-Olaf Johan- son í Malmö. Samhliöa námi hefur Hinrik starfað sem gítar- leikari og kennari. Vísitala framfærslu- kostnaðar Kauplagsnefnd hefur reikn- að vísitölu framfærslukostn- aðar miðað við verölag í júlí- byrjun 1989. Vísitalan í júlí reyndist vera 126,8 stig, eða 0,7% hærri en í júní. Sam- svarandi vísitala samkvæmt eldri grunni er 310,8 stig. Verðhækkun ýmissa vöru- og þjónustuliða olli alls um 1,0% hækkun ávísitölu fram- færslukostnaðar. Því til frá- dráttar kemur lækkun á verði 92 oktan bensinlítra um 3,9% 20. júní síðastliðinn sem olli um 0,1% lækkun, 1,7% lækk- un á fjármagnskostnaði sem olli 0,1% lækkun og 6,0% lækkun á verði mjólkurlítra sem hafði í för með sér rúm- lega 0,1% lækkun visitölunn- ar. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala framfærslu- kostnaðar hækkað um 18,5%. Undanfarna þrjá mán- uði hefur visitalan hækkað um 5,8% og jafngildir sú hækkun um 25,1% verðbólgu á heilu ári. * Krossgátan □ 7“ 2 i' í' 'r 3 r 4 mbh m 6 □ 7 5 9 10 □ 11 □ 12 13 □ □ Lárétt: 1 lóga, 5 fríða, 6 nögl, 7 samstæöir, 8 deilan, 10 ryk- korn, 11 spýja, 12 reimin, 13 bisar. Lóðrétt: 1 styggir, 2 frumeind, 3 guð, 4 gæfan, 5 skart, 7 lækk- ir, 9 tala, 12 mynni. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 svæla, 5 glöð, 6 jór 7 kg, 8 Arnari, 10 la, 11 gos 12 satt, 13 afæta. Lóðrétt: 1 slóra, 2 vörn, 3 að, 4 angist, 5 gjalda, 7 krota, 9aqat, 12 sæ. • Gengið Gengisskráning nr. 138 — 24. júli 1989 Kaup Sala BandaríKjadollar 58,320 58,480 Sterlingspund 94,545 94,805 Kanadadollar 49,085 49,219 Dönsk króna 7,8837 7,9054 Norsk króna 8,3577 8,3806 Sænsk króna 8,9847 9,0094 Finnskt mark 13,6230 13,6604 Franskur franki 9,0293 9,0540 Belgiskur franki 1,4618 1,4658 Svissn. franki 35,4788 35,5761 Holl. gyllini 27,1407 27,2152 Vesturþýskt mark 30,6214 30,7054 ítölsk lira 0,04238 0,04249 Austurr. sch. 4,3511 4,3630 Portúg. escudo 0,3668 0,3678 Spánskur peseti 0,4879 0,4892 Japanskt yen 0,41005 0,41118 írskt pund 81,919 82,144 SDR 73,8471 74,0497 Evrópumynt 63,4463 63,6204 RAÐAUGLÝSINGAR jj} Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Bygg- ingadeildar, óskareftirtilboðum í byggingu Hús- dýragarös í Laugardal. I verkinu felst m.a. bygg- ing þriggja 197 fm húsa, lóðarlögun og gerö girö- inga. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frí- kirkjuveg 3, Reykjavík, gegn kr. 15.000, - skila- tryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað, þriðjudaginn 15. ágúst 1989, kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800 FRÁ MENNTAMÁLARÁÐUNEYTINU Lausar stöður við framhaldsskóla FRAMLENGDUR UMSÓKNARFRESTUR Vió Menntaskólann á ísafirdi eru lausar til umsóknar kenn- arastöóur í íslensku og þýsku. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík fyrir 4. ágúst nk. Menntamálaráðuneytið Hafnarfjörður Fóstrur, þroskaþjálfar, starfsfólk. Deildarfóstrur óskast til starfa á nýjan leik- skóla, sem mun taka til starfa í haust. Gott tækifæri til að taka þátt í uppbyggingu upp- eldisstarfs frá grunni við góðar aðstæður. Fóstrumenntun áskilin. Forstöðumaður, Margrét Pála Ólafsdóttir, verður til viðtals á félagsmálastofnun og veitir nánari upplýsingar í síma 53444. Fóstrur og deildarfóstrur óskast á eftirtalin heimili: Skóladagheimilið við Kirkjuveg, leik- skólana og dagheimilin Álfaberg, Norður- berg, Hvamm, Smáralund og Víðivelli. Fóstrumenntun áskilin. Þroskaþjálfar óskast á sérdeild Víðivalla og til stuðnings fötluðum börnum á almennum deildum. Þroskaþjálfamenntun áskilin. Starfsmann vantar í eldhús. Menntun á sviði matvæla og næringarfræði æskileg. Einnig vantar áhugasamt og dugmikið starfs- fólk á hina ýmsu leikskóla bæjarins. Upplýsingar gefur dagvistarfulltrúi í síma 53444. Félagsmálastjórinn í Hafnarfirði Flo KK toríið Vorhappdrætti krata Dregið hefir verið í Vorhappdrætti krata. Upp komu eftirtalin númer: 1. Vinningur. Vinningar MITSUBISHI sjónvarpstæki og mynd- band. Upp kom vinningur nr. 1745. Vinningar nr. 2—10. MITSUBISHI sjónvarpstæki 20“. Vinningar komu á eftir talin númer: 14737, 95, 3424, 18123, 1842, 9185, 12552, 13977, 12845. Vinningar nr. 11—20. Vinningar MITSUBISHI myndbandstæki. Vinn- ingar komu á eftirtalin númer: 559,18610, 18413, 747, 7388, 19087, 4175, 1969, 5418, 8907. Vinningar 21—30. Bökunarmeistarinn. Vinningar komu á eftirtalin númer: 1448, 14790, 4069, 16222, 6370, 9666, 11501, 14950, 3541, 19919. Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu Al- þýðuflokksins í síma 91-29244.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.