Alþýðublaðið - 09.08.1989, Page 3

Alþýðublaðið - 09.08.1989, Page 3
Miðvikudagur 9. ágúst 1989 3 FBÉTTIN BflK VIB FBÉTTINA Kjósendur vilja halda í óvinsœla ríkisstjórn: „HANN ER AÐ HRAPA KLETT AF KLETT ..." Þá hefur enn ein skoðanakönnunin staðfest að núverandi ríkisstjórn er sú óvinsælasta sem setið hefur að völdum síðan mælingar hófust. En sam- kvœmt sömu skoðanakönnun vill meirihluti þjóð- arinnar hins vegar ekki að stjórnin fari frá fyrr en kjörtímabili hennar lýkur í apríl árið 1991. „Ef til vill er það rétt sem sumir halda fram, að eina leiðin til að losa þjóðina út úr þessari pólitisku úlfakreppu sé að hér verði komið á tveggja flokka kerfi þar sem einn flokkur eigi þess kost að mynda meirihlutastjorn að afloknum kosningum," skrifar Sæmundur Guðvinsson m.a. í grein sinni um útkomu ríkisstjórnarinnar i skoðanakönnun SkÁÍS og Stöð 2. Sjálfstæðisflokkurinn fengi hreinan meirihluta ef kosningar færu fram í dag, stjórnarflokkarnir töpuðu allir en kratar og Alþýðu- bandalag þó sýnu mest. Borgaraflokkur og Stebbi Valgeirs hyrfu af þingi en Kvennalistinn bætti við sig. En af hverju er stjórnin svona óvinsæl og hvað hafa Sjálfstæðisflokkurinn og Kvennalistinn gert eða lát- ið ógert til að verðskulda þetta traust? „... kominn niður á grundir"._______________ Þegar Stöð 2 flutti þær fréttir, að samkvæmt skoð- anakönnun Skáís væru yfir 70% kjósenda á móti ríkis- stjórninni rifjaðist upp fyrir mér gömul vísa sem Látra- Björg mælti eitt sinn af munni fram. Hún var á sínum tíma sjónarvottur að því er mað- ur hrapaði fyrir björg og beið bana af. Varð þá Látra- Björg að orði: Fallega þab fer og nett, flughálkan er undir. Hann er ab hrapa klett af klett, kominn nibur á grundir. Segja má að við höfum fylgst með því undanfarin misseri hvernig ríkisstjórn- in eða vinsældir hennar hafa verið að hrapa klett af klett og nú er hún komin niður á grundir. Nú ætla ég mér ekki þá dul að fjalla um stöðu ríkisstjórnarinnar eða stjórnarandstöðunnar eftir einhverjum flokks- pólitískum línum heldur velta þessum málum að- eins fyrir mér frá sjónarhóli hins almenna kjósanda. Enda er það svo, að kjós- endur ræða sín á milli um stjórnmál með allt öðrum hætti en stjórnmálamenn gera. „Matarskattur"____________ og heildsalar_____________ Þegar Jón Baldvin freist- aði þess að bæta skil á sölu- skatti með því að fjölga þeim vörutegundum sem bæri að innheimta sölu- skatt af, varð uppi fótur og fit hjá þáverandi stjórnar- andstöðu og Ólafur Ragnar flutti eldheitar kassaræður í Miklagarði gegn þessum skatti sem svo mjög skerti lífskjör þjóðarinnar. Þær ráðstafanir sem gerðar voru til að bæta launþegum upp söluskatt á matvæli hurfu í skuggann og voru ekki til umræðu. Almenn- ingur barmaði sér yfir hækkun matvæla og gaf skít í það hvort hann fengi einhverjar barnabætur eða endurgreiðslur í öðru formi síðar meir. Áróðurslega mistókst þessi aðgerð með öllu. Og menn spurðu hvaða hagspeki það væri að rífa peninga af fólki úti í búð og senda því svo aftur þessa sömu peninga í formi tékka frá ríkinu mörgum mánuðum seinna. Það mistókst með öllu að koma á framfæri hinum eiginlega tilgangi með sölu- skattsbreytingunni. Þess í stað var hvarvetna talað um matarskatt og aftur matarskatt og gott ef Jón Baldvin var ekki talinn óvinúr alþýðunnar númer eitt. Ég ætla ekki að fara frek- ar út í þessa söluskatts- breytingu. En ef menn halda að það eitt að lækka söluskatt á matvælum verði til að lækka vöruverð þá er það út í hött. í Morg- unblaðinu um síðustu helgi er rætt við Jóhannes í Bón- us sem reynir að lækka vöruverð til almennings með því að þræða í fyrstu fótspor Pálma í Hagkaup hvað viðkemur fyrirkomu- lagi í verslun. Jóhannes bendir á að víða sé pottur þrotinn hvað varðar verð- myndun. Til dæmis þurfi hann að skipta við um 90 heildsaia hér til að hann geti boðið uppá sæmilegt vöruúrval. I Danmörku þyrfti hann að eiga við- skipti við fjóra eða fimm heildsala til að ná sama úr- vali. En heildsalahjörðin er eins og heilagar kýr sem ekki má hrófla við. Það er ekki talað um að á þeim bæ þurfi að hagræða og sam- eina rekstur. Kúnninn bara borgar veskú og svo er áfram æpt á matarskattinn svokallaða og þess krafist að hann verði afnuminn. „Þetta er mjög dýr þáttur í kerfinu og óhagkvæmur. Heildsölukerfið í landinu er aftarlega á merinni og dýrt að maður tali nú ekki um yfirbygginguna. í einu húsi hér í borginni eru 18 heild- sölufyrirtæki með 18 for- stjórum og tilheyrandi. Þetta er ekki klókt fyrir- komulag með tilliti til vöru- verðs“ segir Jóhannes Jónsson í Bónus. Eyðsla og sparnaður Ríkisstjórnin hefur verið gagnrýnd fyrir að hafa misst öll tök á ríkisútgjöld- um og hamist við að leggja á aukna skatta til að mæta þessum miklu útgjöldum. Svo þegar reynt er að spara er líka rekið upp rama- kvein. Sparnaður í heil- brigðiskerfinu er sagður bera vitni hreinni mann- vonsku því sjúklingar séu reknir á dyr. Afdankaðir fé- lagsfræðingar rísa upp og mótmæla sparnaði í utan- ríkisþjónustunni. Sparnaö- ur í menntakerfinu er tal- inn tilræði við fjöregg fram- tíðarinnar. Ríkiskerfið hef- ur þanist út á undanförnum árum, hvaða flokkar sem hafa setið að völdum og auðvitað er það ekki sárs- aukalaust þegar reynt er að vinda ofan af keflinu. Og ríkisstjórn sem er sökuð um að hafa skert lífskjörin með hækkun á verði mat- væla og okurvöxtum ásamt taumlausu bruðli og eyðslu á auðvitað ekki upp á pall- borðið hjá kjósendum. Og ýmist er ríkisstjórnin ásök- uð um að láta allt reka á reiðanum eða þá að gera tóm mistök þá hún tekur til hendinni. Óánægjan kraumar undir og bilið milli almennings og ráðherra breikkar stöðugt. Allra meina bót?__________ Samkvæmt skoðana- könnun Skáís fengi Sjálf- stæðisflokkurinn 35 þing- menn ef kosningar færu fram í dag og þar með hreinan meirihluta á Al- þingi. Það hefur ekki farið sérstaklega mikið fyrir Sjálfstæðisflokknum í stjórnarandstöðu og virð- ast sjálfstæðismenn bíða rólegir þar til þeirra tími kemur. Enn minna hefur borið á Kvennalistanum. Fyigisaukning þessara flokka í skoðanakönnun- inni sýnir enn einu sinni að fyrir stjórnmálamenn og flokka er það vænleg leið til vinsælda að segja sem minnst. Þá er einhver von til þess að kjósendur standi í þeirri trú að þessir flokkar hafi yfir að ráða þeim töfra- formúlum sem dugi til að hér drjúpi smjör af hverju strái og þjóðin geti lifað í vellystingum praktuglega. Nú er það svo, að allt frá stofnun lýðveldisins hafa samsteypustjórnir ávallt setið að völdum hér ef frá eru talin þau fáu skipti sem minnihlutastjórnir eins flokks hafa setið til bráða- birgða. Stjórnarfarið hefur því einkennst af samkomu- lagi flokka um hin og þessi málefni þar sem enginn flokkur hefur náð fram öllu sínu heldur byggt á mála- miðlunum til hægri og vinstri. Vissulega er kom- inn tími til að breyta þessu og gefa einum flokki mögu- leika á að spreyta sig við landstjórnina með öruggan þingmeirihluta að baki. Við sjáum hvernig Reykjavíkur- borg er stjórnað af rögg- semi í dag þótt segja megi að þar ráði frekar einn maður en einn flokkur. Það eru hins vegar litlar líkur á að Sjálfstæðisflokk- urinn, hvað þá aðrir flokk- ar, eigi möguleika á að ná meirihluta við núverandi flokkakerfi. Og þótt hann næði meirihluta er óvíst með öllu að sú stjórn sem hann myndaði væri hótinu betri en núverandi stjórn. Stjórnmálaflokkarnir eru komnir í slíkt hyldýpi hags- munagæslu út og suður að stjórnmálin sjálf eru orðin hornreka. „Það er sami ; rassinn undir þeim öllum", segja kjósendur og yppa öxlum. Óánægja með nú- verandi ríkisstjórn er einn- ig óánægja með pólitískt ástand og það að meirihluti kjósenda vill ekki að þing verði rofið og efnt til kosn- inga sýnir að þrátt fyrir allt hafa þeir takmarkaða trú á að meirihlutastjórn Sjálf- stæðisflokks leysi vandann. Kjósendur eru orðnir langþreyttir____________ Eftir því sem ég hefi heyrt ofan í fólk úr öllum flokkum, er pólitísk þreyta orðin áberandi. Og það kom líka í ljós fyrir skömmu er Sjálfstæðis- flokkurinn hélt uppá merk- isafmæli sitt. Stærsti flokk- ur þjóðarinnar hélt afmæl- ishátíð í Háskólabíói fyrir hálftómu húsi. Það hlakk- aði í andstæðingum flokks- ins, en ég held þeir ættu að líta sér nær. Hvar er þrótt- mikið flokksstarf að finna í dag? Alla vega ekki í Al- þýðuflokki, Alþýðubanda- lagi, eða Framsóknarflokki frekar en hjá íhaldinu. Hin- um almenna kjósanda finnst sem hann eigi ekki nokkurn fulltrúa á Alþingi. Þar sitji bara fulltrúar hinna ýmsu hagsmunahópa og við hagsmunagæsluna sé ekki farið eftir neinum flokkslínum. Það mikilvægi sem lángefnir stjórnmála- menn öðlcist er fremur tengt þeim embættum sem þeir gegna en mönnunum sjálfum. Allt fram á síðustu ár var mikill pólitískur áhugi meðal landsmanna. Menn úr ólíkum flokkum deildu hart og rökræddu um þjóð- mál hvenær sem tækifæri gafst. Kjósendur studdu við bakið á sínum flokki í orði og verki. Lúnir verkamenn greiddu tvöfalt áskriftar- gjald Þjóðviljans og keyptu happdrættismiða grimmt til aö halda málgagninu gangandi. Nú hafa ekki aðrir áhyggjur af rekstri Þjóðviljans en þeir sem hafa atvinnu af því að koma blaðinu út. Enn dragnast fólk á kjörstað og greiðir atkvæði með hang- andi hendi, en það vill ekki ganga í stjórnmálaflokka eða koma nálægt rekstri þeirra á nokkurn hátt. „Þið getið bara átt þetta", segja kjósendur og eru bæði leið- ir og reiðir. Er tveggja flokka kerfi lausnin?__________ Þeir sem hafa átt drýgst- an þátt í að drepa pólitískan áhuga almennings eru stjórnmálamennirnir sjálf- ir. Þeir hafa gengið í björg og skellt á eftir sér. Hvað þeir aðhafast fáum við að sjá gegnum sjónvarps- gluggann. Þá pólitíkusar- flokkanna koma saman til að rífast til málamynda fyr- ir kjósendur er framtíðin ekki efst á baugi. Nei, mest- ur tími fer jafnan í það að deila um það fram og til baka hvað þessi flokkur gerði rangt hér um árið og hvernig hinn flokkurinn brást herfilega í stjórnar- samstarfinu í „den tíð“. Eins og okkur sé ekki nákvæm- lega sama um svona nudd. Svo er öllu lofað fyrir kosn- ingar og allt svikið eftir kosningar á þeirri forsendu að í samsteypustjórn fáist ekki allt fram. Ef til vill er það rétt sem sumir halda fram, að eina leiðin til að losa þjóðina út úr þessari pólitísku úlfa- kreppu sé að hér verði komið á tveggja flokka kerfi þar sem einn flokkur eigi þess kost að mynda meirihlutastjórn að aflokn- um kosningum. Þá komi fram svart á hvítu hvernig gengur að efna kosninga- loforðin og öll stjórnmála- umræða verði markvissari. Ekki skal ég fullyrða hvern- ig þetta reyndist í fram- kvæmd því það virðist endalaust hægt að kenna ,ytri aðstæðum" um það sem miður fer ef allt annað þrýtur. En tveggja flokka kerfi gæti þó aldrei orðið verra en sú moðsuða sem nú er og allir búnir að fá hundleiða á.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.