Alþýðublaðið - 09.08.1989, Page 4

Alþýðublaðið - 09.08.1989, Page 4
4 Miðvikudagur 9. ágúst 1989 ÞANKAR Á MIÐVIKUDEGI Að óvaxta sitt pund - eða hvernig peningar verða Hvaö gera stjórnendur stórfyrir- taekjanna þegar þeir fara á eftir- laun? Þeir stofna klúbb til aö ávaxta hýruna sína. Forstjórar margra af stærstu fyrirtækjum Bandaríkjanna stofnuðu með sér klúbb árið 1963. Kiúbburinn var fjárfestingarfyrirtæki og allt fram á þennan dag hafa þeir farið leynt með tiltækið og líklega ekki að ástæðuiausu. Upphaflegt stofnfé hefur tvöfaldast á ári hverju síðast- iiðin fimmtán ár. Þeir sem lögðu til 100 þúsund dollara í upphafi eiga nú 26.3 milljónir dollara. Georg Love þáverandi forstjóri Chrysler snæddi með J. Richard- son Dilvorth fjármálaráðgjafa Rockefeller fjölskyldunnar sem kynnti hann fyrir breskum fjár- málamanni, Sir Siegmund War- burg. Þeir ákváðu að hafa sam- band við forstjóra stórfyrirtækja sem voru á leiðinni á eftirlaun og bjóða þeim þátttöku í fjárfestinga- klúbbi. Þeim tókst vel til því fram- ámenn stórfyritækja á borð við Du Pont, IBM, General Electric, General Motors. Einn af þeim fáu meðlimum sem ekki hafa stjórnað að fleiri peningum stórfyrirtæki er Henry Kissinger, fyrrverandi utanríkisráðherra. Menn sækja ekki um aðild heldur er þeim boðin hún. AEA Investors, en það heitir fyr- irtækið, hefur að meðaltali skilað 45% arði af hlutabréfum árlega. Verðbréfasjóðirnir hér gerðu sig líklega ánægða með slíkan af- rakstur. í sjálfu sér eru það ekki nýjar fréttir að peninga þurfi til að búa til meiri peninga. Eignasamþjöpp- unin er slík í iðnvæddustu ríkjun- um að tölurnar eru óraunveruleg- ar. 1% eiga 10 til 15% og ríkustu 10% eiga um 50%. Það sem meira er tölur sýna að þeir ríku verða stöðugt ríkari. Það sem er athyglisvert við klúbbinn er að hann er hugsaður sem skemmtun athafnasamra elli- lífeyrisþega. Því er það ótrúlegt að gamlingjarnir geti rakað saman siíkum fúlgum að þeir hafa margir hverjir haft meira upp úr ævintýr- inu en á öllum forstjóraferli sínum og þó var enginn þeirra á lúsar- launum. Christopher Knowlton skrifar grein um AELA í Fortune og hann telur að leyndarmálið að baki vel- gengninnar sé ekki aðgangurinn að fjármagni jafnvel þó það sé til- tækt í ómældu magni, heldur þekking og sambönd klúbbfélaga. Fjárfesti klúbburinn í fyrirtæki þá fara einn eða tveir meðlima í stjórn. Fyrirtækin sem þeir fjár- festa í eru yfirleitt lítil eða meðal- stór fyrirtæki þar sem áhugasamir stjórnendur ráða yfir góðri við- skiptahugmynd eða vænlegum stækkunarmöguleikum. Síðan leggja þeir til fjármagn, þekkingu og sambönd. í langflestum tilfell- um gengur dæmið upp. Klúbburinn hefur keypt 35 fyrir- tæki á tímabilinu fyrir að meðal- tali 100 milljón dollara og þeir hafa endurselt um helming fyrir- tækjanna. Þeir leggja áherslu á að tryggja stjórnendum fyrirtækj- anna hlutfallslega stóran hluta hlutabréfanna þannig að þeir hafi augljósan hag af að vel gangi. Þeir sem síðan setjast í stjórnarstólana gera það sem sjálfboðaliðar. Mikið hefur verið rætt um hlut- verk fjárfestingasjóða bæði í Bandaríkjunum og væntanlegri Stórevrópu. Yfirtaka fjárfestinga- sjóða á fyrirtækjum með tilheyr- andi hreinsunum er almennt talin til bóta. Með þessum hætti næst nauðsynleg endurskipulagning, þó mörg dæmi séu um hreint og klárt brask. Hérlendis hefur þetta lítið verið stundað. Helst er að nokkur stór- fyrirtæki hafi endurfjármagnað vænleg fyrirtæki með góðum ár- angri. Gjaldþrot Ávöxtunar ætti þó að vera minnisvarði um hvílíkt hættuspil hér er á ferðinni ef ekki er vel að málum staðið. Velgengni ellilífeyrisþeganna undirstrikar þá staðreynd að fjár- magn og reynsla verði að fara saman og ekki má gera lítið úr góðum samböndum. SMÁFRÉTTIR Heildarupphæð vinninga 05.08 var 2.071.112 Enginn hafði 5 rétta sem var kr. 1.770.518 Bónusvinninginn fengu 8 og fær hver kr. 38.409 Fyrir4tölurróttarfær hver 7.260 ogfyrir 3 réttar tölur fær hver um sig 340 Sölustaöir loka 15 minútum tyrir útdrátt í Sjónvarpinu. Gítartónleikar á Kjarvals- stöðum Fimmtudaginn 10. ágúst mun Kristinn H. Árnason, gítarleikari, halda tónleika að Kjarvalsstöð- um og hefjast þeir kl. 1&00 Menningarmálanefnd Reykja- víkur býður til þessara tónleika í samvinnu við listamenn og eru þetta þriðju og síðustu tónleik- amir í þessari röð gítartónleika. Á efnisskránni eru verk eftir Weiss, Villa-Lobos, Turina og Mangoré. Kristinn H. Árnason er faedd- ur í Reykjavík 1963. Hann lærði gítarleik hjá Gunnari H. Jóns- syni og Joseph Fung í Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar og lauk þaðan burtfararprófi 1983. Árið 1987 lauk hann B.M. gráðu frá Manhattan School of Music í New York. Síðan hefur hann verið við nám m.a. hjá José Tomas í Alicante á Spáni. Hann hefur tekið þátt í námskeiðum hjá André Segovia og Manuel Barrueca Á hausti komanda heldur Kristinn aftur til Spánar til frekara náms hjá José Tomas. Reykjavík síðdegis tekur breytingum Frá og með næsta þriðjudegi sem er 8. ágúst kemur aftur til starfa á Bylgjuna hinn vinsæli útvarpsmaður Hallgrímur Thor- steinsson. Hallgrímur er fyrsti stjómandi „Reykjavík síðdegis" og f.v. fréttastjóri Bylgjunnar. Reykjavík sídegis verður með breyttu sniði í framtíðinni og verður þátturinn lengdur um klukkutíma og verður hann á dagskrá frá kl. 17 til 19 á Bylgj- unni. Fréttastofan kemur til með að tengjast þættinum meira en áður hefur verið, og fréttir og fréttatengd málefni verða nú einnig í Reykjavík síð- degis. Sími 685111. Upplýsingasímsvari 681511. Lukkulínan: 99 1002.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.