Tíminn - 03.01.1968, Side 1

Tíminn - 03.01.1968, Side 1
\ '■ ,» ............. 1.... 1 Qerist ásfcriiendui aS SfihiANlIM Hriagið I skna 12323 Auelýsing i TtMANUM fcemur daglega fyrix augu 80—100 þúsund lesenda. filÆDSLA ARAMOT OÓ-Beykjavík, þriðjudag. Árairfátin fóru óvenju friðsamlega fram um allt land. Samkvæmt frásögn Bjarka Elíassonar, yfirlög- regluþjóns, er ekki hægt að líkja gamlárskvöldinU nú við nokkur áramót önnur f Reykjavík. f miðborginni var rólegra en nokkurt ann að kvöld ársins, það sást varla maður í þeim borgar hluta. Fólk héit sig mest heima og við brennurnar. Yfirleitt var samt heldur flátt við brennurnar, en þær voni samtals um 40 talsins Framhald á 14. siðu Haldnar voru um 40 ára- mótabrennur í Reykjavík. Fremur fátt fólk var á ferli á gamlárskvöld og yfirleitt fámennt við brennurnar. Að sögn lögreglunnar var þetta mjög friðsælt gamlárskvöld og ölvun og óspektir sízt meiri en venjulega er um helgar. Myndina tók Gunn- ar við áramótabrennuna, sem var við Safamýri. 20-25 stiga frost - vegir lokast víða vegna snjóa! NTB-HÖfðaborg, S-Afriku, þriðjud. Læknar á Groote Schuur sjúkra- húsinu í Höfðaborg græddu í morg un hjarta úr ungum blökkumanni í fimmtíu og átta ára gamlan tann lækni, Philip Blaiberg að nafni, og tókst aðgerðin vel. prófessor Christian Barnard hafði forystu fyrir læknaliðinu og stjómaði að- gerðinni, en eins og menn rekur minni til, stjómaði hann einnig W ashkansky-aðgerðinni heims- frægu, sem gerð var fyrir um það bii mánuði sfðan. Blökkumaðurimn uogi. Gleve Haupt, var aðeins tuttugu og fjögurra ára gamall. Hann lézt á Groote Schuur sjúkrahúsinu í morgun og varð heilablæðing hon um að aildurtila, en hún hafði átt sér nokkurn aðdraganda og búizt var við danða hans. Læknamir voru því viðbúnir að græða hjarta hans í likama Blaibergs, sem var dauðvona vegna hjartabilunar, ef samþykki aðstandemda Haupts fengist 9em og varð. Aðgerðin hófst um átta leytið í morgun að íslenzkum tíma og henni lauk ki. eitt eftir hádegi. Alis framfcvæmdu hana um fimmtán sérfræðingar og aðstoð- armemn og gekk allt snurðulaust. Starfsliðið var því um helmiagi fámennara en þegar hjartað /ar grætt í Washkansky á dögunum. og su staðreynd að i bæði skiptin gekk skurðaðgerðin ágætlega sýn ir það greinilega, að suður-afrísku lækmarnir hafa fullkomlega á valdi sjnu þá þekkingu og tækni, sem þarf til aðgerða af þessu tagi. Nú er vandinn hins vegar ekki lengur fólginn í sjálfri skurðað- gerðinni. Louis Washkansky lifði í átján daga eftir að hjartað var grætt í hann, og það starfaði full- komlega eðlilega þar til yfir lauk. Banamein hans var illkynjuð ( OÓ-Reykjavík, þriðjudag. Mikill veðrahamur hefur gengið ' yfir landið síðasta sólarliring. Veg | ir loknðust víða af snjókomu og ; skafrenningi og á nokkrum stöð- • nm var veðrið svo hart að ekki ^var fært að aka um vegi þótt þeir 1 væru ekki lokaðir vegna fannferg is. Verst var veðrið á Norður og Vesturlandi. f Hvalfirði áttu starfs menn Vegagerðarinnar erfitt með að ryðja veginn vegna ofsans. Bú izt er við að Hvalfjötður lokist fyrir allri umferð í kvöld. Enn er veðuTÚtlit slæmt. Spáð er 20—25 stiga frosti víða um land en á morgun, miðvikudag, á vcður að fara aftur batnandi. Umferð á Suðurlandi og út á Suðurnesjum hefur gengið með eðlilegum hætti í dag. Hvalfjörð ur sem var þungfær í morgun lítl um bílum, var hreinsaður í dag, Framhald á öls. 14. Framhald á bls. 14. Jón Magnússon fréttastj. látinn Forsetakosningar / sumar Hr. Ásgeir Ásgeirsson IGÞ-Reykjavík, þriðjudag. f ræðu sinni á nýársdag, lýsti forseti íslands, herra Ásgeir Ás- geirsson því yfir, að hann myndi ekki verða í kjöri við forsetakosn ingarnar, sem fram eiga að fara í sumar. Sagði forsetinn orðrétt: „Á þessum fyrsta degi ársins 1968. tilkynni ég, svo ekki 'erði um villzt, að ég mun ekki verða í kjöri við þær forsetakosningar, sem fara í hönd á þessu nýbyrj aða ári. Fjögur kjörtímabil, sextán ár í forsetastóli er hæfilegur tími hvað mig snertir, og þakka ég af hrærðum hug það traust, sem mór hefur þannig verið sýnt. ‘ Þessi yfirlýsing forsetans kemur ekki beint á óvart. þótt hún þyki eðlilega tíðindum sæta Eftir þessa yfirlýsingu má fara búast við því að einhver hreyfing fari að komast á framboð til for setakjörs. Að visu er enn nokkur tími til stefnu, en þó telst hann ekki langur, þegar miðað er við umdirbúning að kosningum. Eins og oft áður hafa ýmsir verið til- nefndir sem væntanlegir fram- bjóðendur í þessum kosningum. en það kemur vitanlega ekki í ljós hver alvara er á bak við fyrr en menn tilkynna framboð. Undir lok ræðu sinnar sagði forsetinn: „Þetta er ekki kveðju- ræða. Enn er eitf ir,’.'.»ieri tii kosn inga og mánuði betur til fardasa hér á Bessastöðum Nú á útmán uðum kjörtímabilsins vænti ég að hitta margan mann að máli. og láta eitthvað til mtn heyra." Ræða forseta er birt í heild á bls. 8. FB-Reykjavík, miðvikudag. í dag lézt í Reykjavík Jón Magn ússon fréttastjóri Útvarpsins. Jón var fæddur 1. janúar 1910, sonur hjónanna Magnúsar Jónssonar og Jónsínu Jónsdóttur Stúdent varð Jón frá Menntaskólanum á Akur eyri árið 1931 og fil kand. frá háskólanum í Stokkhólmi 1937 í norrænum málum, ensku og bók menntasögu. Hann var starfsmað ur Menntamálaráðs 1938 til 41 og fréttast jóri Ríkisútvarpsins frá 1941. Hann var stundakennari í ensku við Menntaskólann i Reykjavít: 1938 til 1955 og enskukennari Bréfaskóla SÍS frá stofnun hans Jón var öðrtt hverju í stjórn Blaða mannafólags íslands frá 1942 og starfaði mikið að félagsmálum þess félags. Jón starfaði nokkuð að bókaútgáfu og bókaþýðingum. samdi m a íslenzk-sænska orða- bók ásamt Gunnari Leijström í Stokkhólmi 1943. Árið 1938 kvænt ist hann eftirlifandi konu sinni Ragnheiði Möller.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.