Alþýðublaðið - 05.09.1989, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 5. sept. 1989
3
FRÉTTASKÝRING
Borgaraflokkurinn til liðs við ríkisstjórnina
Huldufólkið er
Stjórnarsinnar 24 gegn 18 í neöri deild og 13 gegn 8 í
þeirri efri. Þaö þurfa a.m.k. 3 stjórnarsinnar í hvorri
deild aö ,,svíkja lit“ til ad frumvörp falli.
Innganga Borgaraflokksins í ríkisstjórnina markar
þau tímamót á þingi að hér eftir ætti stjórnin að geta
komið málum sínum í gegn nokkurn veginn áfallalaust.
Væntanleg vantrauststillaga Inga Björns Albertssonar
verður að líkindum felld með 37 atkvæðum gegn 26. í
deildum þingsins þarf 3 stjórnarsinna til að „svíkja lit"
til aö frumvörp falli, miðaö við fulla mætingu og sam-
stöðu stjórnarandstöðunnar.
Þinghaldið á síðasta vetri
einkenndist umfram allt af
hinum þingræðislega veik-
leika ríkisstjórnarinnar.
Hún gat hvenær sem var
staðið frammi fyrir því að
frumvörp yrðu felld í neðri
deild, á jöfnum atkvæðum
ef ekki af meirihluta. Fyrir
kom að atkvæði féllu ríkis-
stjórnarflokkunum í óhag.
Það gerðist t.d. í húsbréfa-
málinu, þar sem stjórnar-
andstæðingar létu fella út
skerðingarákvæði, sem
áttu að spara Bygginga-
sjóði ríkisins 8% í útgjöld-
um. Og það mál varð loks
að lögum með samkomu-
lagi við Kvennalistann, en
ekki vegna samstöðu
stjórnarflokkanna. Stjórn-
arandstaðan beitti sér hins
vegar ekki gegn afgreiðslu
lánsfjárlaga, þótt hún hafi
reyndar greitt atkvæði
gegn einstaka skerðingar-
ákvæðum. Fjárlögin sjálf
voru afgreidd án vand-
ræða, t.d. sat Sjálfstæðis-
flokkurinn hjá og hafði
ekki einu sinni fyrir því að
flytja breytingartillögur.
Ellefu manna
meirihluti
Stjórnarþátttaka Borg-
araflokksins eyðir þessari
óvissu í eitt skipti fyrir öll. í
sameinuðu þingi voru 32
stjórnarþingmenn gegn 31
stjórnarandstæðingi og
staðan því afar tæp. Nú
verða hins vegar 37 stjórn-
arþingmenn gegn 26
stjórnarandstæðingum, 11
manna meirihluti.
í neðri deild var jafnt á
komið með fylkingunum,
21 gegn 21, en nú verða
stjórnarsinnar 24 en stjórn-
arandstæðingar 18, 6
manna meirihluti. í efri
deild voru 11 stjórnarsinnar
gegn 10 stjórnarandstæð-
ingum, en nú verða hinir
fyrrnefndu 13 og hinir síð-
arnefndu 8, eða 5 manna
meirihluti.
Þessar tölur eru vitaskuld
settar fram með þeim fyrir-
vara að Stefán Valgeirsson
og samtök hans séu enn
hliðholl ríkisstjórninni. Fátt
orðið sýnilegt
bendir til annars, þótt Stef-
án hafi að undanförnu haft
uppi neikvæðar yfirlýsing-
ar gegn stjórninni. Stuðn-
ingur Stefáns ræður hins
vegar ekki lengur úrslitum
um líf eða dauða ríkis-
stjórnarinnar. Með inn-
göngu Borgaraflokksins
hefur hann misst sína
sterku stöðu til samninga.
Ekkert bendir þó til þess að
ríkisstjórnin muni nota
tækifærið til að „fórna"
Stefáni.
Meírihlutinn ekki
föst stærð
Nú skiptir það heldur
ekki lengur höfuðmáli þótt
einn og einn stjórnarsinni
sé með uppsteyt og mótat-
kvæöi. í Húsbréfamálinu í
vetur gengu þannig gegn
stjórninni þeir Alexander
Stefánsson, Ólafur Þ. Þórð-
arson og Stefán Valgeirs-
son. Karvel Pálmason hefur
á köflum talað eins og
stjórnarandstæðingur. Fyr-
irvarar hafa komið fram hjá
Skúla Alexanderssyni og
Hjörleifi Guttormssyni.
Einnig hjá Guðmundi G.
Þórarinssyni. Nú mega 2
þingmenn stjórnarflokk-
anna „svíkja lit“ í hvorri
deild án þess að frumvörp
falli, miðað við fulla mæt-
ingu.
En þótt meirihlutinn sé
þannig orðinn nokkuð ör-
uggur tölulega séð blasir
samt við að hann er ekki
föst stærð. Þessu veldur
klofningur Borgaraflokks-
ins á sínum tíma. Ef Júlíus
Sólnes þingmaður Borgara-
flokksins í Reykjaneskjör-
dæmi forfallast af einhverj-
um ástæðum, þarf t.d. sem
ráðherra að fara til útlanda,
kæmi inn á þing varaþing-
maðurinn Kolbrún Jóns-
dóttir. Hún fylgir hins vegar
Frjálslyndum hægrimönn-
um að málum og breytist
þá staða stjórnarsinna í efri
deild úr 13—8 í 12—9. Ef
Kolbrún reyndist ekki til-
tæk af einhverjum ástæð-
um kæmi inn Ragnheiður
Ólafsdóttir, sem sagði sig úr
Borgaraflokknum fyrir
einu og hálfu ári síðan og
kæmi hún þá inn sem utan-
flokksmaður og væntan-
lega sem stjórnarandstæð-
ingur.
Af svipuðum ástæðum
gæti meirihluti stjórnar-
sinna í neðri deild stækkað.
Þannig háttar að ef lngi
Björn Albertsson forfallast
kemur inn varaþingmaður-
inn Óskar Ólafsson skip-
stjóri, sem fylgir Borgara-
flokknum að málum. Undir
slíkum kringumstæðum
yrði meirihluti stjórnar-
sinna 25—17 en ekki
24-18.
FRIDRIK ÞÓR
GUÐMUNDSSON
FBÉTTIN BflK VIÐ FRÉTTINA
SLÚÐUR TIL SKAMMAR
Mitt í Patreksfjardarfárinu rísa upp einstaka
þingmenn og forsœtisrádherra og fara aö
dylgja um erlent leynifé aö baki kaupunum á
Sigurey. Þeir eiga annaö hvort aö sanna mál
sitt eöa biöjast afsökunar ella.
Þá er heldur farið að
draga úr Patreksfjarðarfári
fjölmiðla og er það vel. Um-
ræðan hefur frekar ein-
kennst af tilfinningum en
rökum og hlutlausum upp-
lýsingum. Út yfir tók svo
þegar einstaka þingmenn
og forsætisráðherra
brugðu sér í þjónustu Gróu
frá Leiti og fóru að dylgja
með þaö að Stálskip í Hafn-
arfirði hefði keypti Sigurey
frá Patreksfirði fyrir erlent
fé úr leynisjóðum. í öllum
alvörulöndum hefðu fjöl-
miðlar og almenningur
krafist þess að menn í slík-
um ábyrgðarstöðum færðu
sönnur á mál sitt eða bæð-
ust afsökunar ella. Það
verður að ætlast til þess að
þeir sem hafa verið kjörnir
til trúnaðarstarfa í þjóðfé-
laginu hagi sér ekki opin-
berlega eins og ómerkileg-
ustu kjaftakindur. En það
má segja að þetta slúður
hafi verið eftir öðru í því
moldviðri sem hefur verið
þyrlað upp í kringum þetta
Patreksfjarðarmál, sem í
sjálfu sér er þó'ósköp ein-
falt og staðreyndir liggja á
borðinu.
Koma lögin á óvart?
Alþingi samþykkti lög
þess efnis að aflakvóti
skyldi fylgja veiðiskipum
en ekki byggðarlögum. Síð-
an hafa tugir skipa gengið
kaupum og sölum milli
landshluta og kvótinn alltaf
fylgt skipunum eins og lög-
in gera ráð fyrir. í mörgum
tilfellum hafa skip verið
keypt eingöngu til að ná í
kvótann sem þeim fylgir.
Öll þessi viðskipti hafa farið
fram fyrir opnum tjöldum.
Svo þegar skip er selt frá
Patreksfirði með þeim
kvóta sem því fylgir ætlar
allt af göflunum að ganga.
Æstir menn og reiðir ásaka
konu sunnan úr Hafnarfirði
fyrir að leggja atvinnulífið
á Patreksfirði í rúst og þing-
menn sem aðrir segja að
þetta geti bara ekki gengið
og koma verði í veg fyrir að
slíkt og þvílíkt endurtaki
sig. Forsætisráðherra boð-
ar í venjubundnu fljótræði
að Patreksfirðingar skuli fá
annan kvóta með bráða-
birgðalögum þar til flokks-
bróður hans á stóli sjávarút-
vegsráðherra ofbauð vit-
leysan og lýsti því yfir að
engin bráðabirgðalög yrðu
gefin út um viðbótarkvóta.
Komu eigin lög þingmönn-
um og öðrum svona mjög á
óvart, eða eiga að gilda ein-
hver sérlög um Patreksfirð-
inga?
Langur aðdragandi
að sölunni
Það er víst liðið hátt í eitt
ár eða svo síðan frystihúsið
á Patreksfirði fór á hausinn
og því síðan lokað. Allir
sem til þekkja eru sammála
um að þetta hús hafi verið
alltof dýrt, en það var ein
átta ár í byggingu. Eftir að
húsið var orðið fallítt var
ekki um annað að ræða en
bjóða upp eigur þess, þar á
meðal veiðiskipin tvö. Fyrir
nokkrum mánuðum komu
forráðamenn Patreksfjarð-
ar til borgarinnar og ræddu
við ráðherra og fleiri um út-
litið sem var vægast sagt
ekki glæsilegt. Húsið lokað
og skipin undir hamrinum
með sínum kvóta. En auð-
vitað var þeim lofað og lof-
að að allt skyldi gert fyrir
þá svo þeir gætu haldið
skipunum og fóru Patreks-
firðingar aftur heim með
fullar skjalatöskur af lof-
orðum stjórnvalda.
Svo kom að uppboði á
skipunum. Stálskip í Hafn-
arfirði átti hæsta boð í Sig-
urey og hreppti því skipið
eins og eðlilegt er. Heima-
menn höfðu stofnað hluta-
félag í þeim tilgangi að
kaupa annað eða bæði
skipin og nemur hlutaféð
1200 þúsund krónum. Með
þá upphæð að bakhjarli
buðu þeir svo yfir 250 millj-
ónir króna en það dugði
ekki til. Og þegar Sigurey
var slegin til Hafnarfjarðar
upphófst fárið. Atvinnulífið
lagt í rúst með sölunni, eyð-
ing byggðar blasti við, er-
lendir aðilar að baki kaup-
unum, bráðabirgðalög um
aukakvóta til Patreksfjarð-
ar og allt þar fram eftir göt-
unum. Það fór minna fyrir
fréttum af því að það hefur
ekkert verið landað úr Sig-
urey á Patreksfirði síðan
frystihúsinu var lokað
vegna gjaldþrotsins sem
um leið var orsök þess að
skipin voru seld. En auðvit-
að er það með öllu óviðun-
andi að fiskveiðimálum
skuli skipað svo af hálfu Al-
þingis að hægt sé að svipta
heilu byggðarlögin réttind-
um til að draga fisk. Það er
hins vegar út í hött að
kenna þeim sem kaupa
skip með kvóta um hvernig
komið er. Þingmönnum og
ráðherrum værisæmra að
líta sér nær og íhuga eigin
gerðir og samþykktir í stað
þess að koma fram með
dylgjur og rógburð í garð
þeirra sem starfa í sam-
ræmi við gildandi lög í
landinu.
Ágreiningur____________
um kvótakerfið
Menn eru sammála um
að hér þurfi að reka
ákveðna fiskveiðistefnu.
Hins vegar eru uppi ýmis
sjónarmið varðandi fram-
kvæmd stefnunnar og þar á
meðal hvernig kvótakerfi
eigi að vera við lýði. Vart er
hægt að tala um að sá
ágreiningur fari eftir
flokkspólitískum línum,
heldur er hér um þverpóli-
tísk mál að ræða. Hvað sem
líður öllu tali um hallarekst-
ur í sjávarútvegi er ljóst að
mikil eftirsókn er eftir
veiðiskipum og kvóta.
Enda er það svo að fisk-
veiðar og vinnsla skapar
gífurlega fjármuni og ýmsir
hagnast vel þótt öðrum
gangi illa eins og ávallt þeg-
ar fiskveiðar eru annars
vegar. Víst er að sjómenn á
fiskiskipaflotanum hafa
það upp til hópa mjög gott,
enda löngu liðin tíð að út-
gerðir eigi í erfiðleikum
með að manna skipin. Hins
vegar eru forystumenn sjó-
manna iðnir við að halda
því að okkur landkröbbun-
um að þetta sé eymdarlíf á
sjónum, erfið vinna og fjar-
vistir miklar og langar frá
heimilum. Það má skilja
sem svo að sjómenn séu að
fórna sér fyrir þann hluta
þjóðarinnar sem ekki míg-
ur i saltan sjó.
Vel má vera að einhverjir
leggi trúnað á þetta. Sann-
leikurinn er hins vegar sá,
að sjómannastéttin er ein
tekjuhæsta stétt landsins
og býr við ýmis fríðindi, til
dæmis sérstakan skattaaf-
slátt. Margir togarasjó-
menn vinna ekki nema
sem svarar átta mánuðum
á ári. Ekki er ég að sjá of-
sjónum yfir því að vel sé
gert við sjómenn, síður en
svo. En það er óþarfi að búa
til einhverja rómantík og
fórnfýsi í kringum sjó-
mannastarfið. Þetta er erfið
vinna oft á tíðum en vel
borguð og því eftirsótt.
Punktum og basta með
það.
Ljóst er að Patreksfjarð-
arfárið á eftir að draga dilk
á eftir sér og ekki ólíklegt
að lögum verði breytt á
þann hátt að stór hluti kvót-
ans verði fastsettur heima í
héruðum, en fylgi ekki al-
farið skipunum. Slík breyt-
ing verður þó ekki átaka-
laus enda langt í frá að hún
leysi allan vanda og skapar
að vissu leyti nýjan vanda.
En því ekki að stofna bara
kvótamarkað líkt og fisk-
markaði og bjóða þar með
veiðarnar upp eins og fisk-
inn?