Alþýðublaðið - 05.09.1989, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 05.09.1989, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 5. sept. 1989 7 UTLÖND Skyndilega i sviðsljosinu Nú, þegar John Major er utanríkisráðherra og jafnvel líkurtaldar á að hann verði enn hærra settur, verða miklar breytingar í lífi Normu eiginkonu hans. Þessi látlausa og allt að því feimna kona sér nú fram á að þurfa að taka á móti erlendum leiðtogum í hinum opinbera bústað sínum. Hin framagjarna eiginkona Johns Moore, Sheila, sem sagt er að hafi reiknað með að eiginmað- urinn kæmist á toppinn, verður nú að sætta sig við annað. Sheila Moore lagði stund á stjórnmálafræði og er ættuð frá Chicago. Hún er skarpgreind og hefur verið manni sínum mikil stoð og stytta og er talin hafa mót- Líf tueggja eiginkvenna breskra stjórnmála- manna umsnerist á dög- unum, þegar Margaret Thatcher gerdi breyting- ar á ríkisstjórn sinni. að ýmsar pólitískar hugmyndir hans. Hún var kjrödæmisritari hans, aðstoðaði hann við að semja ræður. Hún passaði upp á matar- æði hans, gaf honum kamillute, koffínlaust kaffi og heilsufæði. Þrátt fyrir þetta tókst henni að taka lögfræðipróf. Norma Major, aftur á móti, lét eiginmann sinn um stjórnmálin. Hún vildi heidur halda kyrru fyrir á heimili sínu úti á landi og var manni sínum til mikils sóma í sinni sveit. Hún var ánægð með að að- stoða við að færa eldra fólki mál- tíðir (Meals & Wheels Lady), vann mikið í þágu góðgerðarstarfsemi allskonar. Hún hefur ekki sérstak- an áhuga á að eiginmaður hennar verði forsætisráðherra í framtíð- inni og segist hafa verið hreykin af honum að hverju sem hann vann. Hún segist enn vera hálfdösuð eftir að eiginmaðurinn hækkaði snögglega í virðingarstiganum, en segist ætla að reyna að láta það hafa sem minnsta breytingu á líf- inu í för með sér. „Ég mun haida áfram að gera það sem ég hef allt- af gert.“ Hún ætlar að vera áfram í Cambridgeshire og vernda börn- in, dóttur 17 ára og son 14 ára, sem mest frá þvi að verða að fjölmiðla- mat. Hún segist reikna með aö geta séð um veisluhöld „ef ég þarf ekki að elda matinn". Hún fær trú- lega ekki tíma til að sinna einu af áhugamálum sínum sem er óper- ur og hún skrifaði bók um söng- konuna Joan Sutheriand, sem kom út árið 1987. Öllum sem þekkja hana ber saman um að hún sé kona í góðu jafnvægi, hafi jafn- vel yfir sér „stóiska" ró. Sheila Moore, aftur á móti, myndi ekki vera í sveitinni og láta eiginmann sinn einan um stjór- málin. Opinberir starfsmenn og aðrir, sem voru á launum við að aðstoða John Moore, lentu stund- um í andstöðu við ráðherrafrúna. Hún hefur búið í Bretlandi í 25 ár, en hún starfar á bandarískan hátt — hreinskilnislega, undanbragða- laust og getur verið óþægilega op- inská. Menn hafa sagt að jafnframt því að hafa átt stóran þátt í að hjálpa manni sínum upp virðing- arstigann hafi áhrif hennar einnig -átt þátt í að stjarna hans fór að dala. Sheila Moore hefði trúlega orðið góð forsetafrú í Bandaríkjunum, segja Bretar, „en við ýtum gjarnan þeim ýtnu til hliðar og glottum þegar þeir dala. Við klöppum aft- ur á móti fyrir hljóðlátum, feimnis- legum sem ekki eru með áberandi framapot. Þannig er Norma Major“. Sheila Moore (t.v.) Framagjörn. T.h. Norma Major: Latlaus. SJÓNVARP Sjónvarpið kl. 22.00 STEFNAN TIL STYRJALDAR (The Road to War) Breskur heimildamyndaflokkur um aðdraganda Síðari heimsstyrjaldar- innar. Þetta er sá fyrsti í röðinni en alls eru þættirnir eitthvað nálægt tíu. Farið verður nákvæmlega í saumana i tilurð styrjaldarinnar, lýst pólitískri ringulreið í Evrópu sem ríkti við lok Fyrri heimsstyrjaldar- innar, heimskreppunni sem varð til þess að fylgisaukning varð hjá Naz- istum í Þýskalandi og svo framvegis. Tvískinnungi Breta og vanmætti þeirra, en þeir töldu sig óumdeilan- lega leiðtoga Evrópu en gátu hins- vegar hvorki né þorðu að standa uppi í hárinu á Þjóðverjum þegar mest á reið þegar styrjöldin var í uppsiglingu. Stöð 2 kl. 22.00 TAFLIÐ (Die Grunstein Variante) Þýsk sjónvarpsmynd, leikstjóri Bernhard Wicki. Mynd sem gerist á tímum Seinni heimsstyrjaldarinnar. Þrír menn eru klefafélagar í fanga- kjallara í Þýskalandi þar sem þeir bíða þess að fá vegabréfin sín aftur. Fangarnir drepa tímann með því að tefla skákir með taflmönnum sem þeir hafa búið til úr brauðafgöng- um. Einn þessara manna reynist af- burða slyngur skákmaður en það er gyðingurinn Grúnstein og eftir hon- um heitir myndin að sjálfsögðu Grúnstein afbrigðið væri rétta þýð- ingin átitli myndarinnar. Stöð 2 kl. 23.40 ANDVÖKUNÆTUR (Nightwatch) Bresk bíómynd, gerð 1973, leik- stjóri Brian G. Hutton, aðalhlutverk Elizabeth Taylor, Laurence Harvey, Billie Whitelaw. Kona nokkur telur sig hafa orðið vitni að morði í nær- liggjandi húsi.Hún hringir á lögregl- una eins og lög gera ráð fyrir. Hins- vegar bregður svo við að þegar iög- reglan kemur á staðinn er líkið sem konan hafði séð horfið. Þá eru góð ráð dýr og löggan fer að efast um að konan sé heil á geði. Myndin fær þokkalega dóma, yfir meðallagi en hinsvegar segir ekki af frammistöðu Elizabeth Taylor, þessari einni fræg- ustu leikkonu tuttugustu aldarinn- ar.sem reyndar er kannski ekki jafn fræg fyrir leik og ástarlíf sitt. Manni skilst að það skipti enn miklu máli fyrir heimspressuna hverjum hún játar ást sína á hverjum tíma og þyki gott söluefni. 0 ^jjísTÖÐ-2 17.50 Freddi og fé- lagar (27) 1845 Santa Barbara 17.30 Bylmingur 1800 18.15 Múmíndalurinn (4) 18.30 Kalli kanína 184f Táknmálsfréttir 1855 Fagri-Blakkur 1800 Elsku Hobo 1825 fslandsmótiö i knattspyrnu 1900 19.20 Leöurblöku- maöurinn 19.50 Tommi og Jenni 20.00 Fréttir og veö- ur 20.30 Nýjasta tœkni og visindi 21.00 Eyðing — Þriðji þáttur 22.00 Stefnan til styrjaldar (The Road to War) — Þýskaland 1819 19.19 20X10 Opin lína Sim- inn er 683888 og endilega sláðu á þráö- inn 20.30 Visa-sport 21.30 Óvsant enda- lok — Rangfsersla 22.00 Taflið Kvik- mynd sem fjallar um þrjá fanga 2300 23.00 Ellefufréttir og dagskrárlok. 23.40 Andvökunœtur Kvikmynd með Eliza- beth Taylor, Laurence Harvey og Billie Whitelaw í aöalhlut- verkum 01.25 Dagskrárlok

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.