Alþýðublaðið - 05.09.1989, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 05.09.1989, Blaðsíða 6
6 Þriðjudagur 5. sept. 1989 SMÁFRÉTTIR Afmælis- og vígsluhátíð Menntaskól- ans á Egils- stöðum Nú í haust eru 10 ár liðin frá stofnun Menntaskólans á Egils- stöðum, en hann tók til starfa 11. sept. 1979. Fyrstu stúdentar voru brautskráðir frá skólanum vorið 1981 en alls hafa 308 stúd- entar útskrifast. Verið er að leggja síðustu hönd á 1. áfanga kennsluhúss skólans sem verður afhent full- búið við upphaf haustannar. Hér er því um tímamót að ræða í sögu stofnunarinnar: skólastarf hefst við upphaf hins annars ára- tugar í sögu skólans í fullkomn- um kennslustofum og tími frum- býlingsháttar hvað kennsluað- stöðu varðar að baki. í hinu nýja húsi eru 9 fullkomnar kennslu- stofur, þar af tvær tilraunastofur fyrir raungreinar, ásamt góðri vinnuaðstöðu kennara. Sunnudaginn 10. september verður afmælis- og vígsluhátíð í skólanum sem hefst ki. 14. Á dagskránni er meðal annars: ræður og ávörp, einsöngur og hljóðfæraleikur. Þá er þess vænst, að stúdentar frá skólan- um fjölmenni og að lagður verði grundvöllur að frekari samskipt- 13» í SE 1* | w«l« 8 Hl iii ili ■ <• 1 mmSS 1 mmm\ I I f 1 í í [ mmmmmm Nýbygging menntaskólans er í forgrunni. um einstakra stúdentaárganga í framtíðinni. Allir vinir og velunnarar skól- ans eru velkomnir og boðið að þiggja kaffiveitingar að athöfn lokinni, segir í fréttatilkynningu frá skólameistara. 100 nýnemar í Vélskóla íslands Vélskóli íslands var settur 1. Keflvíkingar Suðurnesjamenn Hvernig standa stjórnmáiin í dag? Opinn stjórnmálafundur meö Jóni Baldvin og Karli Steinari í Flughót- elinu, Keflavík í kvöld kl. 21.00. Allir velkomnir. Alþýðuflokkurinn sept. Skólameistari, Andrés Guð- jónsson, sagði í setningarræðu sinni, að innritaðir væru um 200 nemendur, þar af um 100 ný- nemar, er það óvenjulega mikil aðsókn af nýnemum. Á fundi með nemendum og viðkomandi kennurum, að loknu verkfalli í vor var ákveðið, að fella niður viðbótarkennslu og próf á vorönn, en taka upp þráð- inn að nýju á haustönn. Einnig var samkomulag um að meta alla þá áfanga sem hægt var að meta án prófa. 1. sept. hófst kennsla í öllum þeim áföngum, sem ekki var hægt að meta og verður í 5 daga og síðan haldin próf í öll- um áföngum sem próf féllu nið- ur í. Kennsla á haustönn hefst 11. sept. samkvæmt stundaskrá. Alþýðubanda- lagið mælir með byggða- kvóta í tilefni umræðna og atburða að undanförnu vegna kvótakerf- isins í sjávarútvegi minnir þing- flokkur Alþýðubandalagsins á stefnu flokksins í kvótamálum, sem samþykkt var á fundi mið- stjórnar 5. desember 1987. Þar er lögð áhersla á byggðakvóta í stað þess að rígbinda kvótann við skip. I samþykkt miðstjórnar- innar segir meðal annars: Formaður Alþýðubandalags- ins, Ólafur Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra, kynnti fiskveiða- stefnu flokksins á ríkisstjórnar- fundi í morgun. „I stað þess að binda kvóta al- farið við skip eins og gert hefur verið á undanförnum árum verði tekið upp nýtt kerfi þar sem veiðiheimildum á bolfiski verði skipt í tvo flokka: I fyrsta lagi skal 2/3 hlutum veiðiheimildanna úthlutað til byggðarlaga." I öðru lagi skal 1/3 hluta veiði- heimilda útlutað til útgerðar á skip." „Eftir að byggðakvóti hefur verið reiknaður út skal honum deilt á milli þeirra skipa sem fá kvóta úthlutað í viðkomandi byggðarlagi í hlutfalli við veiði- heimildir þeirra. Við sölu skipa úr byggðarlag- inu fylgir þeim einungis sá hluti aflakvóta sem úthlutað var til út- gerðar, ekki á hluti sem fór til byggðarlagsins. Þeim hluta afla- kvótans sem eftir verður í byggðarlaginu verði ráðstafað á nýjan leik í samræmi við ákveðnar reglur. Með því að binda veiðiheimild- ir að verulegu leyti við byggðar- lög er verið að tryggja hag starfsfólks í fiskiðnaði, fisk- vinnslustöðva og allra íbúa þeirra byggðarlaga sem byggja afkomu sína á öruggri og skipu- lagðri nýtingu sjávarafla. Óeðlilegt verð á fiskiskipum og brask í tengslum við skipa- og kvótasölu ætti að mestu að hverfa úr sögunni." * Krossgátan □ 1 2 3— j r 4 5 6 □ 7 Ó 9 10 □ 11 □ 12 13 □ Lárétt: 1 flýtinn, 5 stækka, 6 skordýr, 7 þyngdareining, 8 bifar, 10 eins, 11 fljótið, 12 borðandi, 13 hreysi. Lóðrétt: 1 fífl, 2 tré, 3 samtök, 4 blökkumenn, 5 úrþvætti, 7 eggir, 9 þraut, 12 reið. Lausn á síðustu krossgátu. Lárótt: 1 glaum, 5 arin, 6 net, 7 Sl, 8 gisinn, 10 ið, 11 lúa, 12 alir, 13 trauð. Lóðrótt: 1 greið, 2 lits, 3 an, 4 meinar, 5 angist, 7 snúið, 9 illu, 12 AA. RAÐAUGLÝSINGAR MOSFELLSBÆR RAFMAGNSVEITA REYKJAVÍKUR RAFMAGNSVEITA REYKJAVÍKUR Tómstundafulltrúi Tómstundafulltrúi hefur umsjón meö daglegri framkvæmd tómstundastarfa f. unglinga á vegum Mosfellsbæjar. Þar undir fellur rekstur félagsmið- stöðvar, skipulagning klúbbastarfsemi og nám- skeiða, samstarf við skóla og félagasamtök og sam- ræming á framboði á tómstundastarfi f. unglinga í bæjarfélaginu. Leitað er að aðila sem hefur áhuga á að starfa með ungu fólki að áhugaverðum verkefnum. Reynsla á þessu sviði er nauðsynleg. Allar nánari upplýsingar veitir bæjarstjóri Mosfells- bæjar í síma 666218 og formaður tómstundaráðs, Þröstur Lýðsson í síma 666749. Umsóknum, með upplýsingum um menntun og fyrri störf, ásamt meðmælum skal skila til undirrit- aðs, merkt „Tómstundafulltrúi", fyrir 15. september nk. t Bæjarstjórinn í Mosfellsbæ Rafmagnsiðnfræðingur Rafmagnsveita Reykajvíkur óskar eftir að ráða raf- magnsiðnfræðing til eftirlitsstarfa (veitueftirlit) á orkuveitusvæði Rafmagnsveitunnar. Nánri upplýsingar veitir starfsmannastjóri í síma 686222. Umsóknarfrestur er'til 15. september nk. Rafmagnsveita Reykjavíkur Rafeindavirki Rafmagnsveita Reykjavíkur vill ráða manntil mæla- viðgerða. Starfið er laust samkvæmt nánara sam- komulagi. Leitað er að rafeindavirkja með reynslu í tækjasmíði og viðgerðum. Einnig kemur til greina að ráða skrift- vélavirkja. Upplýsingar um starfið veitir deildarstjóri mæla- stöðvar og/eða starfsmannastjóri. Umsóknarfrestur er til 13. september 1989. Rafmagnsveita Reykjavíkur

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.