Alþýðublaðið - 05.09.1989, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 05.09.1989, Blaðsíða 1
Kaup Landsbankans á meirihluta i Samvinnubankanum: Ríkisendurskoðun metur samninginn Jón Sigurðsson við- skiptaráðherra leitar eftir áliti Ríkisendur- skoðunar á samningi um kaup Landsbankans á 52% hlutafjár í Sam- vinnubankanum. í sam- tali við blaðið sagði Jón að almennt séð væru kaupin skynsamleg frá sjónarmiði skipulags bankanna. Þar með væri nýjum áfanga náð, með fækkun bankanna úr sjö í þrjá, sem þýddi nauð- synlega hagræðingu til þess að bankakerfið geti búið sig undir aukna samkeppni á markaðn- um og veitt betri og ódýrari þjónustu. Jón sagðist hins vegar ekki vilja segja endanlega skoðun sína á málinu fyrr en bankaráð Lands- bankans hefði kynnt honum fjárhagsstærðir. Lögum samkvæmt þarf ráðherrann að sam- þykkja kaup eða yfir- töku Landsbankans. Viðskiptaráðherra sagði að almennt séð væru kaup Landsbankans í góðu sam- ræmi við hans stefnu um skipulag fjármagnsmark- aðarins. Næstu skref hlytu að verða breytingar á skipulagi fjárfestingarlána- sjóðanna, eins yrðu spari- sjóðirnir að fara að búa sig undir að ná fram aukinni hagræðingu. Jón sagði að atvinnulífið gengi nú í gegnum breytingarskeið og hagræðingin hjá bönk- unum væri liður í því. „En þjónustugreinarnar hafa hingað til verið svolítið á eftir vöruframleiðslugrein- unum. Auðvitað er ekki endalaust hægt að heimta aukin afköst hjá þeim sem vinna við sjávarútveg og iðnað, það verður að gera betur í banka- og trygging- arkerfinu og þjónustustarf- semi yfirleitt." Eins og fyrr segir vildi Jón Sigurðsson ekki segja endanlega skoðun sína á málinu fyrr en hann hefði séð frá bankaráði Lands- bankans hvaða fjárhags- stærðir verið væri um að ræða. Hann sagði að aug- Ijóslega skipti máli fyrir eigendur Landsbankans, almenning í landinu, að vel væri á málinu haldið. „Bankarnir þurfa að byggja upp sína eiginfjárstöðu og þess vegna þarf Lands- bankinn náttúrlega að hafa gát á því hvaða verði hann kaupir þessi bréf.“ Samkvæmt lögum þarf bankaráðið að leggja fyrir viðskiptaráðherra til sam- þykktar áform um yfirtöku Landsbankans á öðrum innlánsstofnunum eða samruna banka. Slíkt form- legt erindi hafði enn ekki borist ráðherra í gær, en honum var kynnt málið á fyrri stigum. Ennfremur þarf Landsbankinn laga- heimild til þess að geta nýtt atkvæðamagn í samræmi við ráðgerð kaup á 52 af hundraði af hlutafjáreign- inni. I núgildandi lögum um hlutafélagsbanka er at- kvæðisréttur eins hluthafa takmarkaður við einn fimmta. Viðskiptaráðherra sagðist vænta að bankaráð- ið legði málið fyrir hann á næstunni. Hann mun síðan leita álits Ríkisendurskoð- unar á samningnum. „Þessi breyting minnir á að það er nauðsynlegt að breyta ríkisbönkunum, öðrum eða báðum, í hluta- félagsbanka. Ég tel rétt að í upphafi eigi ríkissjóður öll hlutabréfin í bönkunum, en síðan verði heimilt að gefa út ný hlutabréf sem seld verði almenningi. Þetta er framtíðarmál," sagði Jón. Ennfremur sagði við- skiptaráðherra mjög óskynsamlegt að breyting í hlutafélagsform væri gerð í því skyni að afla ríkissjóði fjár. „Sala hlutabréfa í ríkis- bönkunum ætti að vera til þess að afla þeim aukins eiginfjár í samræmi við al- þjóðlegar kröfur um slíkt. Mun ekki af því veita við núverandi aðstæður í at- vinnulífinu." Jón sagðist hafa tekið eft- ir því að þingflokkur Sjálf- stæðisflokksins hefði í tvo daga fjallað um stefnu flokksins í efnahags- og at- vinnumálum. „Það vakti athygli að þeir fjölluðu alls ekkert um sjávarútvegs- eða landbúnaðarmál. Hins vegar var þeirra niðurstaða að rétt væri að selja ríkis- bankana og nota andvirðið til landbúnaðarmála. Ég lít á þetta sem skrítlu frekar en ábyrga tillögu," sagði Jón Sigurðsson viðskipta- ráðherra. Eftir því sem Alþýðublað- ið kemst næst keypti Landsbankinn 52% hlut í Samvinnubankanum fyrir tæpar 900 milljónir króna. Viðskiptin virðast m.a. draga dám af því að Sam- bandið er stærsti viðskipta- vinur bankans, bæði fyrir og eftir sameininguna. Það kann því að hafa haft áhrif á verðið og valda mismun- andi túlkun á því hvort og hversu mikið Landsbank- inn gaf eftir af skuldum með samningnum. En þó virðist margt óljóst um kaupverðið og greiðsluskil- mála. Ríkisstjórnin: Borgaraflokkurinn staðfesti inngöngu Erlendur Einarsson um kaup Landsbanka á Samvinnubanka: Samvinnuhreyfingin missir visst f jar- hagslegt sjálfstæði „Mér finnst þetta dapur- legar fréttir. Með þessu hefur samvinnuhreyfingin misst visst fjárhagslegt sjálfstæði,“ sagði Erlend- ur Einarsson, fyrrverandi forstjóri Sambands ís- lenskra samvinnufélaga og fyrrum formaður bankaráðs Samvinnu- bankans þegar Alþýðu- blaðið innti hann álits á kaupum Landsbankans á meirihluta í Samvinnu- bankanum. Erlendur átti stóran þátt í stofnun Samvinnubankans á sínum tima og var þar í for- ystu frá upphafi. Hann var fyrst formaður Samvinnu- sparisjóðsins og síðan for- maður bankaráðsins þegar bankinn tók til starfa í fram- haldi af Samvinnusparisjóðn- um, árið 1963. Erlendur gegndi formennsku í banka- ráðinu þar til fyrir tveinmur árum er Guðjón. B. Ólafsson núverandi forstjóri SÍS tók við. „Þess vegna þykir mér sárt að búið sé að selja hann. Sam- vinnubankinn var mjög þýð- ingarmikil stofnun fyrir sam- vinnuhreyfinguna, jók mikið fjárhagslegt sjálfstæði henn- ar,“ sagði Erlendur Einarsson. Aðalstjórn Borgara- flokksins samþykkti á fundi sínum á laugardag-' inn að flokkurinn skyldi ganga til liðs við núver- andi ríkisstjórn. Inngang- an var samþykkt með öll- um greiddum atkvæðum nema einu. Ráðherraefni flokksins, valin í leynilegri kosningu, eru þeir Óli Þ. Guðbjartsson sem verður dóms- og kirkjumálaráð- herra og Júlíus Sólnes sem verður umhverfismálaráð- herra. Þeir tveir sem hér að ofan eru nefndir fengu hvor um sig 13 atkvæði til ráðherradóms en þeir Guðmundur Ágústs- son og Ásgeir Hannes Eiríks- son fengu hvor um sig 5 at- kvæði. Júlíus verður ráðu- neytislausi ráðherrann fram að áramótum þar til hann tekur formlega til starfa sem umhverfismálaráðherra. í vikunni verða fundir í stofnunum stjórnarflokk- anna þar sem endanlega verður samþykkt innganga Borgaraflokksins í ríkis- stjórnina og gera má ráð fyrir því að nýtt ráðuneyti Stein- gríms Hermannssonar geti tekið við á formlegan hátt um næstu helgi eða strax eftir helgina. Ljóst er að við þessar mála- lyktir vænkast verulega hag- ur ríkisstjórnarinnar varð- andi þingstörfin, þar sem hún hefur nú meirihluta í báðum deildum þingsins og á því auðveldara með að koma málum sínum fram. Sjá nán- ar um það á bls. 3 Borgarleikhúsið afhent Á sunnudaginn fékk Leikfélag Reykjavíkur formlega afhent Borgarleikhúsið. Borgarstjór- inn, Davíð Oddsson, afhenti féiaginu leikhúsið við formlega athöfn að viðstöddu fjölmenni. Af þessu tilefni fór leikfélagsfólk i skrúðgöngu fró Iðnó að Borgarleikhúsinu en athöfnin við Iðnó hófst á því að rifið var af húsinu merki leikfélagsins sem leikararnir sjást hér hampa. Þetta var sennilega allra allra síðasta uppfærslan af hálfu félagsins í Iðnó.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.