Alþýðublaðið - 06.09.1989, Blaðsíða 8
UHinillD
BNK£<
Miövikudagur 6. sept. 1989
Tilraunaleikskóli í Hafnarfirdi:
Jafnréttisráð fundar
um kynjaskiptinguna
Kynjaskipting kemur fólki í opna skjöldu segir formaöur
Fóstrufélags Islands.
Sjö sóttu
um embætti
skógræktar-
stjóra
Sjö sóttu um embætti
skógræktarstjóra, en um-
sóknarfrestur rann út um
síðustu mánaðamót. Emb-
ættið verður veitt frá og
með 1. janúar á næsta ári,
en Sigurður Blöndal gegn-
ir því þangað til.
Umsækjendurnir eru: Að-
alsteinn Sigurgeirsson, skóg-
fræðingur, Svíþjóð. Arnór
Snorrason, skógfræðingur
hjá Skógrækt ríkisins, Baldur
Þorsteinsson, skógfræðingur
hjá Skógræktinni, Guðmund-
ur Örn Árnason, skógfræð-
ingur, starfsmaður á Mógilsá,
Haukur Ragnarsson, skógar-
vörður á Vesturlandi, Jón
Loftsson, skógarvörður á
Hallormsstað og Sigvaldi Ás-
geirsson, skógfræðingur hjá
Skógrækt ríkisins.
Jafnréttisráði hefur
borist ósk frá einstakl-
ingum í Fóstrufélagi ís-
Iands um að ráðið taki
fyrir og úrskurði um
stofnun kynjaskipts
leikskóla ■ Hafnarfirði. í
leikskóla þessum er ætl-
unin að gera tilraun til
eins árs með því að
brjóta upp hefðbundna
deildarskiptingu og láta
stráka og stelpur njóta
þar uppeldis sitt í hvoru
lagi.
Hjá Jafnréttisráði fengust
þær upplýsingar að ekki
væri um formlega kæru að
ræða, heldur beiðni um
umfjöllun. Að sögn Ragn-
heiðar Harðardóttur verð-
ur mál þetta tekið fyrir á
næsta fundi ráðsins, á
þriðjudag í næstu viku.
Fóstrufélag Islands hefur
ekki fjallað formlega um
mál þetta, en formaður fé-
lagsins, Selma Dóra Þor-
steinsdóttir, sagði í samtali
við blaðið að mikið hefði
verið spurt af félögum um
mál þetta.
„Við ætlum að funda um
þetta mál á þriðjudaginn
kemur. Af viðbrögðum
hingað til að dæma virðist
þetta koma fólki talsvert í
opna skjöldu, miðað við
undangengna umræðu um
hvernig bæta megi sam-
skipti kynjanna og gera
heiminn betri og friðvæn-
legri. Fólk virðist frekar
slegið yfir þessu og telja að
með þessu sé verið að
hverfa til fortíðarinnar, þótt
að kynjaskipting sé út af
fyrir sig ekki ný hugmynd í
menntakerfinu. Eg hef ekki
kynnt mér þetta mál nægi-
lega vel persónulega, en
vissulega vakna upp marg-
ar spurningar um þessa til-
raun og þá einkum um að-
ferðafræðina að baki. Því
er ekki að leyna að innan
okkar félags er mikil
spenna í loftinu, fólk spyr
hvort sé verið að hverfa til
fortíðarinnar og hvort um
uppgjöf sé að ræða að ein-
hverju leyti" sagði Selma
Dóra.
Liggur leiðin til ítalíu?
íslenska landsliðiö í knattspyrnu á enn fræðilega möguleika á sæti i úrslitum heimsmeist-
arakeppninnar á Ítalíu á næsta ári. Næstsíðasti leikur landsliðsins í þriðja riðli keppninnar
fer fram á Laugardalsvelli í dag, þegar liöið mætir Austur-Þjóðverjum. ísland má hvorki við
jafntefli né tapi i þeim leik. Landsliösmennirnir Arnór Guðjohnsen, Guðmundur Torfason,
Gunnar Gíslason og Sigurður Grétarsson virtust vera með hugann við efnið þegar Ijósmynd-
ari leit við á æfingu hjá landsliðinu á KR-velli i gær. Vonandi halda þeir einbeitingunni þar
til alvaran tekur við klukkan 18.00 i dag.
A-mynd/KGA
Söguleg yfirlýsing frá Landlæknisembættinu:
Lyf sem gagnast
vel gegn alnæmi
Hitastig í nokkrum landshlutum kl. 12 í dag
ÍSLAND
Landlæknisembættið
hefur í samvinnu við Far-
sóttanefnd ríkisins í fyrsta
sinn lýst yfir að komið sé
fram lyf sem gagnist vel
mörgum sjúklingum með
alnæmi „Við erum fyrst
og fremst að segja að hér
sé komið lyf, sem hafi með
stórum vísindalegum at-
hugunum leitt í Ijós að
gagnist fólki með alnæmi,“
sagði Ólafur Ólafsson
landlæknir við Alþýðu-
blaðið í gær. Þegar er farið
að nota þetta lyf, sem nefn-
ist AZT, hér á landi.
Landlæknisembættið segir
að þessi niðurstaða renni
stoðum undir að þeir sem
hafi grun um að þeir séu HIV-
sýktir komi til sýnatöku.
Þetta nýja lyf virðist því gefa
vonir um breytt viðhorf fólks,
sem hingað til hefur snið-
gengið sýnatöku af ótta við
vonlausa lækningu.
Að sögn landlæknis hafa
bandarískar rannsóknir leitt í
Ijós að lyfið AZT gagnist vel
mörgum sjúklingum með al-
næmi. Margt bendir til að svo
sé einnig um HlV-sýkt fólk,
a.m.k. ef sýking er á vissu
stigi. Þegar um er að ræða al-
næmi, þá er átt við fólk sem
er með líkamleg einkenni. En
þegar embættið talar um
HfV-sýkta, með sýkingu á
vissu stigi, er átt við fólk sem
er einkennalaust en hefur
jafnframt fækkun á ónæmis-
frumum.
Enn er ekki vitað hvort lyf-
ið hafi sömu áhrif á þann sem
er með einkennalausa HIV-
sýkingu og enga fækkun á
ónæmisfrumum. En að sögn
landlæknis bendir ýmislegt
til að svo geti verið.
Vöruskipti hag-
stæð við útlönd
Hitastig
iborgum
Evrópu
kl. 12
i gær
að islenskum
tíma.
Vöruskiptajöfnuður var
hagstæður í júní um 1.250
milljónir króna, en í júní í
fyrra var vöruskiptajöfn-
uðurinn óhagstæður um
röskar 500 milljónir kr. á
sama gengi. Fyrstu sex
mánuði ársins voru vöru-
skiptin hagstæð um nær 4
milljarða, en á sama tíma-
bili í fyrra var vöruskipta-
jöfnuðurinn óhagstæður
um 1,2 milljarða króna.
Samkvæmt upplýsingum
frá Hagstofu Islands voru í
júnímánuði fluttar út vörur
fyrir röskar 7.500 milljónir
króna og inn fyrir nær 6.300
milljónir króna. Fyrstu sex
mánuðina voru fluttar út vör-
ur fyrir 37,9 milljarða kr. en
inn fyrir rösklega 33,9 millj-
arða króna.
Fyrstu sex mánuðina var
verðmæti vöruútflutnings
meira á föstu gengi en á sama
tíma í fyrra. Sjávarafurðir
voru um 73% alls útflutnings-
ins og voru um 5% meiri en á
sama tíma í fyrra. Utflutning-
ur á áli var 25% meiri og út-
flutningur kísiljárns var 53%
meiri en á sama tíma á síðast-
liðnu ári. Útflutningsverð-
mæti annarrar vöru, að frá-
töldum skipum og flugvélum,
var 4% meira í janúar til júni
en á sama tíma í fyrra, reikn-
að á föstu verðlagi.
VEÐRID
í DAG
Breytileg átt, 2—3 vind-
stig og viða smáskúrir um
morguninn. Gengur í norð-
vestan kalda og léttir til á
Suður- og Suðausturlandi,
þegar líður á daginn. Hiti
6—12 stig.