Alþýðublaðið - 08.09.1989, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 08.09.1989, Blaðsíða 2
2 Föstudagur 8. sept. 1989 MPYÐIMLMIIÐ Útgefandi: Blað hf. Framkvæmdastjóri: Flákon Flákonarson Rítstjóri: Ingólfur Margeirsson Fréttastjóri: Kristján Þorvaldsson Dreifingarstjóri: Sigurður Jónsson Setning og umbrot: Leturval, Ármúla 36 Prentun: Blaðaprent hf. Áskriftarsíminn er 681866 Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 75 kr. eintakið. ÁBYRGÐARLAUS STJÓRNARANDSTAÐA Á EKKIAÐ RÁÐA ÖRLÖGUM RÍKISSTJÓRNAR Það styttist í sveitarstjórnarkosningar. Þær verða haldnar á næsta ári og enginn fær hróflað við því. Það er undarlegt að ekki skuli gilda sömu lögmál um sveitarstjórnir og Alþingi íslendinga. Komist ríkisstjórn í minnihluta og fái samþykkta á sig vantraust- tillögu verður hún að víkja frá og þá getur allt eins þurft að kjósa. Flið sama er uppi á teningnum ef getulaus ríkisstjórn situr. Telji forsætisráðherra ekki vænlegt að setja hana lengur á getur hann rofið þing og boðað til kosninga. Þessi óvissa um hvað við taki, ef stjórn er ekki líft á stóli, lamar íslenskt stjórnkerfi. Um sveitarstjórnir gilda aðrar reglur. Ef bæjar- eða sveitarstjórn verður ekki stjórnað sökum ósamlyndis leita sveitarstjórnamenn annarra leiða og reyna að mynda nýjan meirihluta um málefni, en ekki kemur til kosninga. Þetta hefur alls ekki gefist illa. Með þessu fyrirkomulagi hvílir ábyrgðin jafnt á stjórn sveitarfélags sem minnihluta. M þetta er minnst á þessum vettvangi þar sem það hefur líka viðgengist að spyrða saman málefni sveitarfélaga og starf ríkis- stjórna hverju sinni. Einkum á þetta við þegar Reykjavík ber á góma. Ástand og horfur í Sjálfstæðisflokki í Reykjavík hafa mest áhrif á heilsufar þeirra ríkisstjórna sem sitja í hvert sinn. Hefði til dæmis ekki gengið saman með stjórninni og Borgaraflokki nú hefði Sjálfstæðisflokkur haft það í hendi sér hvenær kosið yrði til Alþingis. Par með var komin upp sú staða að líðan sjálfstæðismanna í Reykjavík réði framtíð ríkisstjórnar Steingríms Flermannssonar. Sjálfstæðisflokki var t.d. í lófa lagið að láta stjórnina lafa fram yfir sveitarstjórnarkosningar. Þá hefði líklegast trónað ámóta ríkis- stjórn og sú sem Gunnar Thoroddsen stýrði , en hún skildi við seint og um síðir með verðbólgu í 80% og annað eftir því. Það þarf einhvern veginn að koma í veg fyrir svona pattstöðu. Það er óeðlilegt að stjórnarandstaða geti með slíku móti lamað æðstu stjórn og beri enga ábyrgð. Sums staðar sitja ríkisstjórnir út kjörtímabilið hvað sem raular og tautar, ef ekki sér í aðra starf- hæfa stjórn. Rétt eins og segja má að gildi um sveitarstjórnir á íslandi. Það hefur ekki gefist illa hér. Og hvers vegna ættu ekki að gilda sömu reglur á Alþingi og í sveitarstjórnum? HJÁLP TIL SJÁLFSBJARGAR Sjálfsbjörg samtök fatlaðra eru 30 ára um þessar mundir. Félag- ar í samtökunum hafa á átakanlegan hátt sýnt þjóðinni hvaða fötlun það er að geta ekki ferðast um landið á fjórum jafnfljótum eða í bíl undir eðlilegum kringumstæðum. í dag lýkur fjársöfnun félaganna til sundlaugar og vonandi til að bæta aðra aðstöðu í húsakynnum samtakanna. Tokum af myndarbrag undir með þeim. Við erum minnt á að þjóðin er eitt. Allir eiga sama rétt til að njóta þess sem lífið býður. ÖNNUR SJONARMIÐ JÓNA Ingibjörg Jónsdóttir, kyn- fræöingur og dálkahöfundur PRESSUNNAR fjallar um dónaleg símtöl í síöasta dálki sínum. Jóna hefur starfsins vegna fengið ýmsar upphringingar þar sem menn hafa viljað ræða um annað en veðrið. Jóna hefur því greinilega komið sér upp vörnum við dónunum sem eru að ónáða hana og miðlar af þessari lífsreynslu sinni til lesenda PREISSUNNAR í blaði gærdagsins. Grípum niður í skrif Jónu: „Það sem er óþægilegast við Jóna Ingibjörg: Langbest að leggja rólega á þegar donarnir hringja. öll dónasímtöl er að maður veit ekkert hver er að hringja og hef- ur ekkert tækifæri á að verja sig. Þeir sem hringja dónasímtöl hafa sjaldan samband að öðru leyti við „fórnarlömbin", jafnvel þó þeir hóti því. Langbest er að bregðast við á þann hátt að Jeggja rólega á. Maður ætti held- ur aldrei að gefa upplýsingar í síma um sjálfan sig fyrr en sá sem hringir hefur kynnt sig. Ef barn er eitt heima og einhver ókunnugur hringir er best að kenna því að svara því til að pabbi/mamma kemst ekki í sím- ann núna“. Ef dónasímtölin halda áfram er hægt að láta rekja þau. Þá leggur maður tólið við hliðina á símanum, fer síðan í annan síma og biður um að láta rekja símtalið. Ef í hart fer og ekkert lát verður á dónasímtöl- um hafa sumir brugðið á það ráð að láta ekki skrá símanúmer sitt og þá er hvorki hægt að finna viðkomandi í símaskránni né í upplýsingum. Einnig er hægt að hafa stóra flautu við höndina og gefa asnanum á hinum enda lín- unnar ærlegt flaut. Það ætti að vekja hannl LEIÐARAHÖFUNDUR Þjóðviljans tekur Þorstein Pálsson leiðtoga stjórnarandstöðunnar á beinið í gær. Þjóðviljinn skrifar: „Þorsteinn hefur gagnrýnt ÓI- af Ragnar Grímsson harðlega og sagt að algjör óstjórn ríki nú í fjármálaráðuneytinu. Segir hann ástandið í ráðuney tinu orð- ið svo slæmt að ekki sé hægt að taka orð Ólafs Ragnars alvar- lega. Reyndar eru fiestir flokks- bræður Þorsteins hættir að taka hann alvarlega, að minnsta kosti taka þeir ekki yfirlýsingu hans um stefnuleysi flokksins í at- vinnu- og efnahagsmálum alvar- lega, enda ljóst að það eina sem þar er boðað er aukinn ójöfnuð- ur í þjóðfélaginu án þess að vandi ríkissjóðs sé leystur. Þegar Þorsteinn sat í fjármála- ráðuneytinu var ekkert gert til þess að draga úr ríkisútgjöldum þrátt fyrir að flokkur hans hafi boðað báknið burt. Því síður þorði Þorsteinn að mæta hallan- um með því að jafna skattabyrð- inni á landsmenn. Nei, Þorsteinn sat með hendur í skauti á meðan fjárlagagatið stækkaði. Það sem af er þessu ári hafa hinsvegar aðgerðirnar verið látnar tala og árangurinn af því er nú sjáanlegur. Þrátt fyrir meiri samdrátt í þjóðfélaginu en ráð var fyrir gert hefur fram- kvæmd fjárlaga gengið betur eftir en undanfarin ári. Ríkis- stjórnin hefur haft kjark til þess að draga saman seglin. Slíkt kann að baka tímabundnar óvin- sældir en þjóðin hefur ekki efni á mönnum sem slá um sig með ábyrgðarlausum yfirlýsingum og neita að kannast við fyrri gjörðir sínar. Menn sem kipptu grundvellinum undan atvinnu- vegunum og hlupust svo burt frá öllu saman vegna þess að þeir þorðu ekki að kljást við vand- ann. Annars er það af slappleika stjórn- arandstöðunnar að segja, að þegar Morgunblaðið þarf að hirta ríkis- stjórn Steingríms getur blaðið aldrei vitnað í Þorstein en verður sí og æ að vitna í Þjóðviljann og Alþýðu- blaðið sem hafa haldið uppi mál- efnalegu aðhaldi á ríkisstjórnina. Segir það ekki alla söguna um linku formanns Sjálfstæðisflokksins? KJARTAN Ragnarsson leikari er harðorður í garð dagskrárgerðar- manna útvarpsins í viðtali við síð- ustu PRESSU. Kjartan segir: „Peningarnir stjórna öllu og nú hlustar enginn Iengur á út- varp eða horfir á sjónvarp. Öll þessi „massamötun" er stór- hættuleg. Allur þessi hávaði sem fólk býr við í dag er stórhættu- legur. Ungt fólk verður að hafa einhvern hávaða í eyrunum, sama hver hann er eða hvaðan hann kemur. Það verður bara að hafa eitthvert tæki sem framleið- ir hávaða daginn út og daginn inn. Dagskrárgerð á útvarps- stöðvunum er ekki lengur neitt mál. Það eru bara fengnir ein- hverjir sem kunna varla að tala íslensku, þeir taka svona 15 sentimetra þykkan bunka af plötum, láta vaða út í loftið og bulla. Það eru dagskrárgerðar- menn nútímans. Einn með kaffinu Veistu hvað Sjálfstæðisflokk- urinn á sameiginlegt með dín- ósárisnum? Að vera stærsta skepnan í dýraríkinu með minnsta heilann! DAGATAL Sendiherra í stjórnarandstödu? Albert er á leiðinni aftur. Eg er alveg handviss um það. Fyrst kom hann með yfirlýsingar í útvarpið. Þær yfirlýsingar urðu til þess að utanríkisráðherra varð að minna sendiherrann á það að hann væri ambassador en ekki pólitíkus. En Albert á erfitt að muna hvað hann er. Þegar hann var fjármálaráð- herra gat hann til dæmis aldrei munað að hann væri ráðherra og hélt alltaf að hann væri heildsali. Þegar hann sat á þingi, mundi hann aldrei að hann var þingmað- ur og hélt alltaf að hann væri knattspyrnumaður. Og þegar hann var kominn í Sjálfstæðis- flokkinn hélt hann stöðugt að hann væri enn í Samvinnuskólan- um. Enda fór sem fór. En nú er Albert kominn í dipl- ómatíuna með skipun um að halda kjafti. Það er sennilega erf- iðasta skipun sem Albert hefur nokkru sinni fengið og sennilega skilur hann svoleiðis ábendingar alls ekki. Utanríkisráðherra var varla bú- inn að tyfta hann fyrir útvarpsvið- talið fyrr en ambassadorinn var kominn í nýtt viðtal. í þetta skipti var það PRESSAN sem hafði það upp úr sendiherra að menn væru alltaf að tala við sig, það væri bara enginn friður fyrir mönnum sem vildu fá hann aftur í pólitík. „Það er eins og fólk vanti einhvern sem það getur hallað sér að — ein- hvern sem það getur leitað til þeg- ar vandinn steðjar að,“ segir amb- assadorinn í viðtali við PRESS- UNA. Það er ljóst að þjóðin er búin að gefast upp á því að leita til Stein- gríms. Hann er bara í lax og talar kínversku þegar á hann er yrt. Ekki batnar það þegar menn reyna að halla sér að leiðtoga stjórnarandstöðunnar. Þorsteinn er svo lítill að á honum finnast ekki einu sinni axlir. Hvað er til ráða? Jú, biðja bjargvætt þjóðarinnar, mann mildi og peninga að koma aftur heim. Þetta skilur Albert. Þess vegna megum við búast við Albert aftur heim. Þegar allt verð- ur komið endanlega á heljarþröm. Þá birtist Albert. Eins og Batman. Sendiherrann segir ennfremur í viðtalinu við PRESSUNA, að hulduherinn vilji að hann snúi aft- ur. „Hulduherinn heldur mikilli tryggð við mig," segir sendiherr- ann. Albert mun sennilega vera eini ambassador í heimi sem er með einhvern hulduher að baki sér. Yfirleitt eru sendiherrar ein- mana embættismenn sem þjóna sínum ríkisstjórnum í útlöndum. En ekki Albert. Þannig lagað. Hann er er með þjónandi huldu- her heima fyrir. Sem þjónar hon- um. Svona eiga menn að koma sér fyrir. Hins vegar lýsir sendiherrann því yfir, strax að loknu hóli um utan- ríkisráðherra, að hann muni ekki gera vart við sig á landsfundi Sjálf- stæðisflokksins í haust. Það er ekki ónýt yfirlýsing frá sendiherra. Kannski við megum búast við svipuðum yfirlýsingum frá öðrum sendiherrum? Ég veit eiginlega ekki hverjir geta varpað öndinni léttar: sjálf- stæðismenn, utanríkisþjónustan eða landsmenn almennt? Annars er þetta orðið dálítið flókið dæmi. Albert var formaður Borgaraflokksins þegar hann var dubbaður upp í sendiherra. Svo klofnaði Borgaraflokkurinn og Al- bert lét ýmislegt falla. Síðan fór Borgaraflokkurinn í ríkisstjórn. Albert sagði eitthvað í útvarpið sem hann mátti ekki af því hann er sendiherra. En er hann ekki enn- þá meðlimur í Borgaraflokknum þótt hann sé ekki lengur formaður flokksins? Er ekki Albert þá aðili að ríkis- stjórn? Eða tilheyrir Albert nýjum flokki sonar síns, Inga Björns? Ef svo er, þá er Albert sendiherra í stjórnarandstöðu. C'est la vie!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.