Alþýðublaðið - 08.09.1989, Side 3

Alþýðublaðið - 08.09.1989, Side 3
Föstudagur 8. sept. 1989 3 FRETTASKYRING Rekstur ríkissjóds fyrstu 7 mánudi ársins: Almenn rekstrargjöld lækka um 3% að raungildi Stefnir áfram í 5 milljarda halla. Útgjaldaaukningin eingöngu tilkomin vegna beinna útgreiöslna úr ríkissjóöi. Innlend lánsfjáröflun meiri en á horföist. eftir Kristján Kristjánsson Rekstur ríkisins á tímabil- inu janúar til júlí gekk sam- kvæmt fjárlögum og gott betur. Greiðslustaða A- hluta ríkissjóðs er betri um 3.3 milljarða en áætlað var, einkum vegna þess að inn- lend lánsfjáröflun hefur far- ið langt fram úr björtustu vonum en einnig vegna þess að rekstrarafkoma er 1.1. milljarði betri en áætl- að var. Staða ríkissjóðs gagnvart Seðlabanka er sömuleiðis mun skárri en síðastliðin ár sem veldur því að minni þörf er á er- lendum lántökum eða seðlaprentun. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem Ólafur Ragnar Grims- son fjármálaráðherra hélt á miðvikudaginn. Rekstur ríkisins er reyndar innan við 40% af heildarútgjöld- um þess. Fjármálaráðherra lagði áherslu á að sá halli sem fyrirsjáanlegur væri á ríkis- sjóði á þessu ári, en hann er talinn nema um 5 milljörð- um, væri tilkominn vegna ákvarðana sem ríkisstjórn- in hefur tekið eftir að fjár- lög voru samþykkt. Það mætti ekki blanda saman annarsvegar rekstri ríkisins og svo beinum útgreiðslum úr ríkissjóði hinsvegar. Fram kom hjá ráðherra að engar nýjar upplýsingar lægju fyrir sem breyttu spánni um 5 milljarða halla á ríkissjóði á árinu. Rekstrargjöld ríkisíns lækka um 3% að raungildi Ástæðurnar fyrir hallan- um eru einkum og sér í lagi auknar niðurgreiðslur, hækkun á greiðslu til þeirra sem njóta tryggingarbóta af hálfu ríkisins, fé lagt fram til að greiða fyrir vinnu skólafólks í sumar sem leið, aðgerðir tengdar kjara- samningum til styrktar at- vinnuvegunum, gengis- breytingar og nokkur önn- ur atriði. Með öðrum orð- um, hallinn á ríkissjóði er ekki vegna reksturs heldur vegna útgreiðslna úr ríkis- sjóði sem tilkomnar eru vegna ákvarðana ríkis- stjórnar á fjárlagaárinu. Þetta þýðir að rekstur rík- isins og ríkisstofnana er betri en á horfðist sem fjár- málaráðherra sagði að væri einkum að þakka að- haldi og sparnaði i ríkis- rekstri en nýráðningar í rík- iskerfinu hafa dregist sam- an miðað við síðasta ár. Á síðasta ári var ráðið í 676 stöður í dagvinnu á fyrri hluta ársins en í ár hefur að- eins verið ráðið í 300 stöður á sama tíma og ráðningar utan heimilda hafa dregist verulega saman samfara hertu eftirliti. Almenn rekstrargjöld hafa við þetta dregist saman um 3% að raungildi í ár miðað við síð- asta ár. Samdráttur hefur einnig orðið í fjárfesting- um. Ólafur sagðist ekki óttast að síðari hluti ársins yrði út- gjaldasamur fyrir ríkissjóð, Ólafur Ragnar fjármalaraö- herra neitaði því á fundinum að skattatekjur ríkissjóös hefðu aukist að raungildi í ráðherratíð hans. Sagðist einungis stefna að því að halda sömu tekjum en fyrir- sjáanlegt væri að skatta- tekjur ríkisins myndu lækka á næsta ári. Ráðherrann ætl- ar sér aö brúa fjárlagahall- ann á innlendum lánsfjár- markaði áfram og telur það skapa stöðugleika i pen- ingamalum og vera til að lækka vexti. t.d. vegna komandi kjara- samninga en allmargir stór- ir aðilar verða með lausa samninga fyrir áramót. Hann vildi á hinn bóginn ekki tilgreina með hvaða hætti skorið yrði niður í rík- iskerfinu um 800 milljónir í haust eins og boðað hefur verið. Það kæmi fram í fjár- aukalögum sem lögð yrðu fram á Alþingi. Stefnt að raunlækkun skatta á næsta ári Olafur Ragnar Grímsson sagði á blaðamannafundin- um að væri alrangt sem komið hefði fram að á þessu ári hefði ríkið aukið skatta um 7 milljarða að raungildi eins og víða hefði komið fram. Raungildi skattanna væri það sama og á síðasta ári. Aðeins hefði verið um hækkun að ræða til að mæta samdrætti í þjóðarframleiðslu. Að- spurður sagði fjármálaráð- herra að nú mætti sjá að það hefði verið rétt stefna að halda rauntekjum af skattheimtu milli áranna 1988 og 89 en á næsta ári væri gert ráð fyrir raun- lækkun skatta upp á 1.5 milljarð vegna enn aukins samdráttar í þjóðfélaginu. Ólafur viðurkenndi hins- vegar að tekjur rikisins sem hlutfall af landsframleiðslu hefði aukist á þessu ári, en sagði jafnframt að svo hefði þurft að vera vegna hás hlutfalls erlendra skulda. í framhaldi af því sagði fjár- málaráðherra að sama hlutfalli yrði haldið á næsta ári án þess að það þýddi niðurskurð, þar sem í ár hefði enn sem komið er eingöngu verið notast við innlenda lánsfjáröflun sem orsakar lægri tekjuþörf rík- issjóðs. Það hefur að mati ráðherrans skapað jafn- vægi á peningamarkaði og lækkað vexti. Fram kom að stefna ráðherrans er áfram sú að reyna að afla alls láns- fjár sem ríkissjóður þarfn- ast á innlendum lánsfjár- markaði. Á þessu ári hefur aukning á sölu Spariskír- teina ríkissjóðs umfram áætlun orðið um 1.8 millj- arður króna og á ríkisvíxl- um um 1.5 milljarð króna. Alls hefur ríkið aflað inn- lends lánsfjár fyrir 5.6 millj- arða. Fjármálaráðherra upp- lýsti ennfremur á fundinum að frá árinu 1984 hefðu út- gjöld rikisins hækkað að jafnaði um 4% umfram tekjur eða um 7% á móti 3% tekjuaukningu. Það væri fyrst og fremst sá upp- safnaði vandi sem verið væri að fást við nú í fjár- málaráðuneytinu. Hann hefði hingað til verið brú- aður með erlendum lántök- um en nú yrði það ekki gert lengur. Sjávarútvegur á heljarþröm: Vandamálið eru lausnirnar Um þessar mundir bíða 40—50 fyrirtæki eftir já- kvæðri afgreiðslu hins umdeilda Atvinnutryggingar- sjóðs, sem þegar er búinn að lána um 2 milljarða króna og skuldbreyta fyrir nálægt 3 milljörðum króna til við- bótar- og þarf nálægt milljarð að auki til að gera alla á- nægða. Reikna má með að af um 260 umsækjendum hafi 25—30% fengið neikvæða afgreiðslu, sumir oftar en einu sinni. Neitun hjá Atvinnutrygg- ingasjóði jafngildir í raun yfirlýsingu um að viðkom- andi fyrirtæki séu gjald- þrota. Hlutafjársjóði hefur verið ætlað að leysa að hluta vanda þessara fyrir- tækja og fáein þeirra, þar sem þau eru uppistaðan í atvinnulífinu, bíða nú eftir afgreiðslu þess sjóðs — ef hún verður ekki jákvæð blasir ekkert annað en rekstrarstöðvun við og fjöldaatvinnuleysi. Neitún hjá Hlutafjársjóði þýðir ekki bara gjaldþrot í raun, heldur að ekkert getur komið til skjalanna til að bæta stöðuna til frambúð- Aldrei sannari tónn grátkórsins Tvö fyrirtæki hafa nú á skömmum tíma orðið gjaldþrota, fyrirtæki sem eru lífæðar í viðkomandi byggðarlögum, Hraðfrysti- hús Patreksfjarðar og Fisk- vinnslan/Norðursíld á Seyðisfirði. Vitað er að ým- is önnur fyrirtæki ramba á barmi gjaldþrots; þótt' fá þeirra séu beinlínis ,allt í öllu á þessum stöðum. , Að minnsta kosti eitt fyr- irtæki stendur nú í þeim sporum að hafa fengið neit- un hjá Atvinnutrygginga- sjóði og einu sinni neitun hjá Hlutafjársjóði, en bíður nú eftir jákvæðari undir- tektum á ný hjá Hiutafjár- sjóði. það er Freyja á Suður- eyri. Eitthvað munu vindar farnir að blása hagstæðar hjá sjóðunum miðað við síðustu yfirlýsingar ríkis- stjórnarinnar og víst er að menn á Suðureyri telja ekk- ert annað en stöðvun og fólksflótta blasa við ef af- greiðan verður neikvæð. Á Suðureyri er 65% mann- aflans í vinnu við sjávarút- vegi ogþar af er 90% hjá Freyju. Þar er nær allur afli botnfiskur og hann nær all- ur frystur. Vandinn í sjávarútvegi ís- lendinga er í raun skelfileg- ur. Grátkórinn hefur sjálf- sagt aldrei verið háværari, en tónninn hefur sjálfsagt 'aldrei verið sannari. Áróð- ursmeistarar stjórnarand- stöðunnar eru skiljanlega fljótir að skella allri skuld- inni á ríkisstjórnina og það er lítið um slíkt að fást, þeir geta og vilja ekki annað. En vandinn er margslungnari en svo að misvitrir stjórnar- andstæðingar geti varpað sökinni á misvitra stjórnar- sinna. Arðrán — Úrræðaleysi — óheilindi Dr. Einar Júlíusson eðlis- fræðingur hefur lýst vand- anum svo: „Hálfrar aldar saga um sístækkandi fiski- ílota og minnkandi afla. Ömurlegt dæmi um hrika- leg náttúruspjöll, arðrán, úrræðaleysi og óheilindi ís- lenskra ráðamanna, hvar í flokki sem þeir standa." Vandamálin eru ótelj- andi. Vandinn er of stór fiskiskipastóll. Skipum hefur reyndar fækkað úr 903 árið 1979 í 871 árið 1989 (6 metrar eða lengri), en meðalstærðin hefur aukist um 20%. 11 stærri skip eru í smíðum, sem eiga að leysa af hólmi 12 skip. En 3.363 brúttólestir eiga að leysa af hólmi 1.968 lest- ir. Og tífalt fleiri nýir smá- bátar voru skráðir í fyrra en 1984. Og svo framvegis. Vandinn er of lítill fisk- ur. Við höfum miskunnar- laust ofveitt til að halda uppi þjóðarframleiðslunni og þjóðartekjunum. Við lát- um lærða fiskifræðinga meta stöðuna og hunsum síðan þeirra tillögur. Á ár- unum 1984—1988 fór veiði þorsks árlega 54—73 þús- und tonn (17%—30%) fram úr því sem stjórnvöld höfðu ákveðið, hvað þá því sem fiskifræðingar lögðu til. Hafrannsóknarstofnun leggur nú til að þorskafli minnki á næsta ári um 90.000 tonn eða um 26,5% og að allur afli dragist saman um 14%. Reiknað hefur verið út að þetta þýði 10 milljarða króna tekjutap þjóðarbúsins. Halli fisk- vinnslunnar er i ár áætlað- ur 1,5% og það er gert ráð fyrir því að kaupmáttur launa minnki enn um 3-4%. Lífið er kvótaður fiskur__________ Vandinn er einhæft at- vinnulíf Þrátt fyrir að ís- land sé eitt ríkasta þjóðfé- lag heimsins byggjum við á tekjulind sem er einhæf og í því sambandi er grund- völlurinn vart sterkari en hjá hinum fátækustu þjóð- um. Lífið er fiskur, 75% af okkar tekjum eru af sjávar- afurðum. Þar hefur lítil breyting orðið á þrátt fyrir miklar sveiflur í afla og verðmæti hans. Ekki er al- deilis meiri fjölbreytileika eða lausna að finna í land- búnaðinum, loðdýrarækt- inni eða fiskeldinu. Full óeining ríkir um stóriðju. Vandinn er úrræða- leysi í sveiflum. Afli minnkar og eykst til skiptis. Aflaverðmæti hækkar og lækkar til skiptis. Stofnaðir hafa verið Verðjöfnunar- sjóður og fleiri sjóðir til að safna í á góðærum til að eiga í hallærum, en reynsl- an hefur verið sú að mokað hefur verið úr slíkum sjóð- um þegar síst skyldi. Vandinn er gallað kvótakerfi. Reyndar er ör- ugglega ekkert til sem heit- ir fullkotnið kvótakerfi! Þegar skip eru búin með kvóta er þeim lagt og bund- in við bryggju þótt fiskur- inn sé morandi skammt úti í firðinum. Skip eru verð- laus ef þau eru ekki með kvóta. Byggðarlög geta lagst í eyði ef þau missa skip sín, þvi þá fer kvótinn. Vandinn er vitleysa í útflutningi. 80% veiða og vinnslu er á höndum sömu eigenda. Þeir sem gagn- rýna of mikinn útflutning á óunnum fiski eru gjarnan hinir sömu og flytja hann út. Og vandinn eru lausnirnar Vandinn er geysihár fjármagnskostnaður. Skuldastaða sjávarútvegs- ins jókst úr 25 milljörðum árið 1986 í 50 milljarða í árslok 1988 og reyndar í 63—64 milljarða þegar tillit er tekið til hækkunnar dollarans. Farsælasta atvinnugreinin í landinu er fésýslan með sinn allt of mikla vaxtamun, þóknanir og þjónustutekjur. Áhættufjármagn er vart til og eigið fé brennur upp. Tilkostnaður hækkar margfalt á við þróunina eriendis og auðvitað er laununum kennt um. Vandinn er eilíflega rangt skráð gengi. Það er ekki til sú formúla sem hægt er að negla niður þannig að menn geti orðið ásáttir. Vandinn er sjóðasukk og kjördæmarígur mis- viturra stjórnmála- manna. Fáeinir menn geta ráðið úrslitum um líf eða dauða heilu byggðarlag- anna. Að leggja þessa sjóði niður er jafnmikið vanda- mál og að búa við þá, vegna þess að lausnin að „koma á eðlilegu rekstrar- skilyrði undirstöðuatvinnu- veganna" hefur ekki fund- ist og finnst sjálfsagt aldrei meðan ofangreind vanda- mál eru fyrir hendi. Og vandinn eru lausn- irnar. Gengisfellingar, kaupmáttarrýrnun, milii- færslur milljarða, skuld- breytingar, styrkir, úreld- ingar og svo framvegis. FRIÐRIK ÞOR ' GU£)MÍ0NDSSON‘ v

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.