Alþýðublaðið - 08.09.1989, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 08.09.1989, Blaðsíða 5
Föstudagur 8. sept. T989 5 FÖSTUDAGSSPJALL Borgaraleg vinstri stjórn Þá er „borgaralega" ríkisstjórnin loks að taka við völdum. Henn- ar hefur verið beðið með talsverðri eftirvæntingu, aðallega vegna þess að tilhugalífið var orðið svo ógnarlangt. Borgaraflokkurinn hefur setið eins og heimasæta í festum frá því í desember sl„ þeg- ar hringarnir voru settir upp við fjárlagaafgreiösluna. Þetta var því orðin nokkuð löng trúlofun. Þær verða víst ekki öllu lengri. í níu mánuði brydduðu þeir brúðarskóna. Ástæðurnar fyrir þessum langa aðdraganda voru ýmsar. Fyrir ut- an laxveiði og sumarfrí voru þær aðallega tvær. Löng bið í fyrsta lagi var uppKafstilboð Steingríms Hermannssonar um þrjú ráðuneyti og þrjá ráðherra langt umfram það, sem þurfti. Samningarnir snerust síðan um það að athuga hve mikið ríkis- stjórnin hefði auðvitað átt að vera í hina áttina. En í þessu birtist reyndar það sem forsætisráðherr- anum sást yfir í upphafi. Borgara- flokkurinn var nefnilega sá aðil- inn, sem átti meira undir því að samningar næðust. Önnur ástæðan fyrir seinagangi viðræðnanna var sú að stjórnar- flokkarnir voru ekki almennilega ákveðnir í því að ná samningum. Innan flokkanna allra voru menn, sem töldu stjórnina geta lifað án borgaralegs stuðnings eða að hún ætti að láta skeika að sköpuðu. Áhrif á stjórnarævina Innganga Borgaraflokksins hef- ur örugglega þau áhrif að ríkis- stjórnin mun sitja út kjörtímabilið. SMÁFRÉTTIR Skrá yfir ís- lenskt starfs- fólk hjá alþjóða- samtökum Út eru komin drög að skrá yfir íslenskt starfsfólk hjá alþjóða- samtökum og við alþjóðleg þró- unar- eða mannúðarverkefni. Rit- ið er gefið út sem handrit. Höf- undar eru þeir Guðmundur S. Alfreðsson og Theodór Lúðvíks- son. í inngangi rekja þeir tildrög út- gáfunnar: „Hugmyndin að þessu riti fæddist yfir kaffibolla í gömlu Þjóðabandalagshöllinni í Genf. Talið barst að íslensku sam- starfsfólki, sem við höfðum hitt eða frétt um í tengslum við vinnu okkar hjá Sameinuðu þjóðunum. Við héldum fyrst, að þarna væri um að ræða 60-80 manns, og okkur fannst gaman og jafnvel gagnlegt að taka sam- an lista yfir landahópinn." Síðan kom á daginn, við upphaf verks- ins á haustdögúm árið 1985, að umfangið var miklu meira. Eftir að hafa skoðað opinberar skýrsl- ur sendu þeir félagar út bréf til um 100 viðtakenda og svörin greindu frá snöggtum fleira fólki. Æviágripin í heftinu eru 109 talsins, en í allsherjarskránni eins og hún nú stendur eru 284 nöfn, svo að verkinu er alls ekki lokið. Handritið er til sölu í Eymunds- son Austurstræti. Tveir á ferð Tveir á ferð nefnist sýning þeirra feðgina Margrétar Jóns- dóttur og Jóns Benediktssonar sem opnuð verður nk. laugardag 9. sept. í FÍM-salnum Garða- stræti 6 kl. 16 og stendur til þriðjudagsins 26. september. Margrét sýnir olíumálverk og Jón sýnir höggmyndir unnar í eir. Margrét hefur verið starfandi myndlistarmaður í 15 ár og á þessu ári tók hún þátt í sýning- unum: Jólasýning-FÍM, Tvíæring- ur-FÍM á Kjarvalsstöðum, Á Tólf- æringi í Menningar- og listamið- stöð Hafnarfjarðar, Hamraborg og Sumarsýning-FÍM. Jón Benediktsson hefur verið starfandi myndlistamaður í yfir 40 ár og var einn af þekktari myndhöggvurum þjóðarinnar. Undanfarin ár hefur hann haft hljótt um sig, en byrjaði að vinna aftur að fullu þegar FÍM-salurinn tók til starfa sem gallerí, því það vakti með honum gamlan eld- móð, enda gamall FÍM-ari. Sýn- ingar sem Jón tók þátt í á þessu ári eru: Jólasýning-FÍM og Sum- arsýning-FÍM. Feðginin Margrét og Jón Bene- diktsson við eitt verkanna á sýningunni í FÍM-salnum. „Borgaraflokkurinn hefur ekki skrifað ný guöspjöll i Bibliu ís- lenskra stjórnmála, þrátt fyrir að formaöur flokksins telji sig mann hugsjóna og nýrra hugmynda. Þær nýjungar hefur hann þá birt verum á öðrum plánetum," segir Guð- mundur Einarsson i Föstudags- spjalli, sem fjallar að þessu sinni um inngöngu Júlíusar Sólnes og borgaraflokksmanna í ríkisstjórn- ina. A-flokkarnir munu vilja nota tímann til að styrkja stöðu sína. Steingrími Hermannssyni gæti vel dottið í hug að láta af for- mennsku í Framsókn um það leyti er stjórnin færi frá og hann mun ekki vilja láta það á sig sannast að undir lokin hefði gliðnað undir honum ráðherrastóllinn. Það má spá því að Steingrímur geri allt til að koma í veg fyrir að sandur komist í gírkassa stjórnar- jeppans þessa 18 mánuði sem eftir eru. Borgaraflokksmenn munu gera sitt til að stjórnin sitji til vors 1991. Hvort sem þeir ætla flokknum langlífi eða ekki þurfa þeir tíma. Sem flokkur þurfa þeir tíma til að réttlæta stjórnarsetuna og nýta hana til uppbyggingar. Ef þeir ætla sér framhaldslíf í pólitík, án flokksins, þurfa þeir tíma til að byggja undirstöður og brýr. Að öllu samanlögðu er líklegast að stjórnin muni sitja. Áhrif á stjórnarstefnuna Það er vandséö að stjórnarstefn- an breytist að innihaldi. Borgara- flokkurinn hefur ekki skrifað ný guðspjöll í Biblíu íslenskra stjórn- mála, þrátt fyrir að formaður flokksins telji sig mann hugsjóna og nýrra hugmynda. Þær nýjung- ar hefur hann þá birt verum á öðr- um plánetum en okkar. Borgaraflokksmenn eru trúir þeirri meginstefnumörkun allra ís- lenskra stjórnmálaflokka að vera aðlúðlegir við börn og sjúka, að styðja öll góð mál og stugga við sem fæstum. t------------------------------- Af þessu er Ijóst að þótt stjórnin fái fjórða flokkinn, fær stjórnar- sáttmálinn ekki fjórðu víddina. Áhrif á stjórnarstörfin Mesti munurinn verður líkiega sá, að stjórnin mun keyra sín mál áfram af meiri festu en hingað til. Einstakir þingmenn munu ekki geta gert henni fyrirsát á sama hátt og'síðastliðinn vetur. Þeir mildu vígamenn munu örugglega bregða bröndum sínum og bíta í skjaldarrendur af engu minni vígamóð en áður, en munurinn verður sá að enginn þeirra verður ómissandi lengur. Og þótt þeir hafi átt það sameiginlegt að hrekkja ráðherrana hver um sig í fyrravet- ur, er ólíklegt að þeir nái samstöðu um að gera það sameiginlega sem hópur í vetur. Guömundur Einarsson skrifar Atvinnu- og orkumál á Austurlandi y F" y Almennur fundur þriðjudaginn, 12. september 1989, kl. 20.30, í Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum. 4 'í\ Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráð- herra, fjallar um horfur í sjávarútvegi og atvinnumálum. Jón Sigurðsson’ við- skipta- og iðnaðarráðherra, fjallar um virkjanaáform og iðnaðaruppbyggingu, sérstaklega Fljótsdalsvirkjun og iðnaðaráform tengd henni. Að fram- söguerindum loknum verða al- mennar umræður. Með ráðherr- unum verða sérfræðingar frá sjávarútvegs- og iðnaðarráðuneyti og stofnunum sem undir þau heyra. í tengslum við fundinn verður haldin sýning í Hótel Valaskjálf á teikn- ingum sem lýsa hugmyndum um virkjun Jökulsár í Fljótsdal og virkjun Fjarðar- ár. Sýningin verður opin frá kl. 17.00. Sérfræðingar frá Landsvirkjun og Raf- magnsveitum ríkis- ins verða á sýning- unni til áð útskýra það sem fyrir augu ber. ... SJAVARUTVEGSRAÐUNEYTIÐ IÐNAÐARRÁÐ UNEÝTIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.