Alþýðublaðið - 08.09.1989, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 08.09.1989, Blaðsíða 4
4 Föstudagur 8. sept. 1989 FRÉTTASKÝBING Þingkosningarnar í Noregi: BOÐIÐ UPP í DANS Nordmenn ganga til þingkosninga nk. mánudag. Alþýdublaðið birti í því tilefni fyrri hluta greinar um norska flokkakerfið, stefnumál flokkanna og stöðu þeirra, mið- vikudaginn 6. september sl. í síðari hluta greinarinnar sem hér birtist er fjallað um Miðflokkinn, Kristilega þjóðarflokkinn, Sósí- alíska vinstriflokkinn, Framfaraflokkinn og kommúnistaflokkana tvo. Ekki er ósennilegt að leiðtogar borgaraflokkanna fagni sigri i norsku þing- kosningunum eftir helgina, líkt og formaður Hægriflokksins Jan P. Syse gerir á þessari mynd. Allt annað mál er hvort þeim takist að mynda starf- hæfa ríkisstjórn. Míðflokkurínn: Borgaralegur bændaflokkur Þegar Noregur fékk stjórnarskrá 1814 á Eiðsvelli, voru bændurnir mikilvægur, pólitískur hópur. Með auknum iðnaði, tæknivæðingu og uppbyggingu borgar og bæja dró úr styrk bænda jafnframt sem innri klofningur átti sér stað. í upp- hafi studdu flestir bændur Vinstri (Venstre) en norsku bændasam- tökin ákváðu 1919 að bjóða fram sjálfstætt við þingkosningarnar það árið. Árið 1922 var samþykkt að flokkurinn fengi nafnið Bænda- flokkurinn. Bændaflokkurinn varð snemma andsósíalískur og útilokaði alls ekki samvinnu með Hægriflokknum. Á miðjum fjórða áratugnum lagði flokkurinn aðrar áherslur á stefnu sina og hóf sam- starf með Verkamannaflokknum sem m.a. varð til þess að Verka- mannaflokkurinn gat stofnað stjórn á þeim áratug. Bændaflokkurinn náði mestu fylgi í kosningunum 1927 þegar flokkurinn náði 26 þingsætum. Síðan hefur vegur flokksins legið niður á við. Ástæðan: Minnkandi ítök bænda í norsku þjóðfélagi. I dag vinna aðeins 6—7% við land- búnaðarstörf. í Ijósi breyttra aðstæðna var ákveðið á sjötta áratugnum að flokkurinn skyldi breyta um nafn í því skyni að stefnan mætti höfða til fleiri en bændastéttarinnar. Flokkurinn fékk nafnið Miðflokk- urinn árið 1959. Á eftirstríðsárun- um hefur flokkurinn skipað sér á bekk með borgaraiegu flokkunum og tók þátt í samsteypustjórn borgaralegu flokkanna 1965—72 og átti fjóra ráðherra í ríkisstjórn, þ.á.m. forsætisráðherrann Per Borten. Miðflokkurinn sat eirinig í ríkisstjórn Kaare Willochs á þess- um áratug. Hins vegar bjargaði Miðflokkurinn stjórn Verka- mannaflokksins undir forsæti Brundtlands frá falli fyrir nokkr- um árum með því að styðja ekki vantrauststillögu á stjórnina á þingi. Miðflokkurinn hefur áhuga á samstarfi við borgaralegu flokk- ana um myndun ríkisstjórnar að loknum kosningum, en hefur hins vegar útilokað stjórnarsamstarf með Framfaraflokknum. Þessi yf- irlýsing hefur gert það að verkum, að menn eru svartsýnir á að borg- aralegu flokkunum takist að klambra saman ríkisstjórn þótt þeir hefðu atkvæðamagn til þess. Flokkurinn leggur aðaláherslu á byggðamál, styður þátttöku Nor- egs í NATO en er andstæðingur þess að Noregur gerist aðildarríki í EB, einkum vegna ótta við að hagur norskrar bændastéttar verði verri en áður. Miðflokkurinn á 12 menn á þingi í dag og síðustu skoðana- kannanirnir benda til þess að þingmönnum eigi eftir að fækka eitthvað í kosningunum eftir næstu helgi. Formaður Miðflokks- ins heitir Johan J. Jakobsen. Kristilegi þjóðarflokkurinn: Halelúja og gegn fóstureyöingum Kristilegi þjóðarflpkkurinn er upphaflega klofnin'gsarmur út úr Vinstri líkt ogyBændaflokkurinn gamli. Kristnúm hópum, einkum í Hörðalandí, þótti Vinstri svíkja lit i málefnum kristninnar og stofn- uðu Kristilega þjóðarflokkinn 1933. Hinn nýi flokkur fékk fljót- léga hljómgrunn í V-Noregi þar sem trúarlíf er einkar litríkt og blómlegt. Flokkurinn náði stöðu sem þjóðarflokkur í kosningunum 1945 þegar hann fékk 8 menn á þing. Bestu kosningar Kristilega þjóðarflokksins voru 1977 þegar flokkurinn fékk 22 menn á þing. Eins og nafnið gefur til kynna, berst Kristilegi þjóðarflokkurinn fyrir kristilegu verðmætagildi, er flokkur allra stétta en skipar sér á sess með borgaralegu flokkunum. Þar af leiðandi hefur flokkurinn verðið mikilvægur grunnur í sam- starfi borgaralegra flokka og sam- steypustjórnum þeirra allt frá stríðslokum. Flokkurinn hefur einu sinni átt forsætisráðherra landsins, það var 1972—73 þegar minnihlutastjórn Lars Korvald sat við völd. Flokkurinn tók þátt í samsteypustjórn Kaare Willochs og eftir að sú stjórn féll 1986 hefur flokkurinn lagt rika áherslu á að starfa aftur saman með Hægri- flokknum í ríkisstjórn. Af einstök- um málefnum flokksins má nefna baráttuna gegn löggjöfinni um frjálsar fóstureyðingar og baráttu fyrir stórauknu framlagi Norð- manna til þróunaraðstoðar. Flokk- urinn styður ísrael dyggast allra flokka í Noregi. Kristilegi þjóðar- flokkurinn á 16 menn á þingi í dag en mun sennilega missa einhver þingsæti ef skoðanakannanir standast. Formaður flokksins er Kjell Magne Bondevik. Sósíalíski vinstriflokkurinn: Vinstri vængurinn___________ úr verkamannaflokknum Sósíslíski vinstriflokkurinn er sprottinn upp úr Sósíalíska þjóðar- flokknum>em aftur er klofningur úr Verkamannaflokknum. Stórir hópar innan Verkamannaflokks- ins voru ósáttir við þá ákvörðun flokksforystu Verkamannaflokks- ins að ganga í Atlantshafsbanda- lagið að lokinni heimsstyrjöldinni. Andstöðunni gegn herbandalög- um og aðild Noregs að NATO var þó haldið niðri á kalda stríðsárun- um en í lok sjötta áratugarins var Sósíalíski þjóðarflokkurinn stofn- aður af stuðningsmönnum hug- mynda sem lengi höfðu gerjast í vinstri væng Verkamannaflokks- ins. Umræður um kjarnorkuvopn á norski grund hröðuðuð stofnun hins nýja flokks. Við þingkosning- arnar 1961 fékk flokkurinn tvo þingmenn og lenti í þeirri sér- kennilegu stöðu að vera með oddaatkvæði milli 74 þingmanna Verkamannaflokksins og 74 þing- manna borgaralegu flokkanna. Árið 1963 notuðu þingmenn Sós- íalíska þjóðarflokksins sér at- kvæðin í pólitískri kreppu sem upp kom á þinginu og Noregur lenti í fyrstu þingupplausninni frá stríðslokum. í kjölfarið tók borg- araleg stjórn við völdum tveimur árum síðar. Sósíalíski þjóðarflokkurinn fékk byr undir báða vængi í EB-deil- unni 1972 þar sem hann tók skýra afstöðu gegn inngöngu Noregs í Efnahagsbandalagið (Verka- mannaflokkurinn var á öndverðri skoðun). í þjóðaratkvæðagreiðsl- unni sögðu Norðmenn nei við EB og í þingkosningunum næsta ár sló Sósíaiíski þjóðarflokkurinn sér saman við kommúnistana og EB- andstæðinga Verkamannaflokks- ins og mynduðu Sósialíska kosn- ingabandalagið sem náði 16 mönnum á þing. Ekki leið á löngu áður en kommúnistarnir drógu sig út úr kosningabandalaginu og af- gangurinn stofnaði Sósíalíska vinstriflokkinn 1975. í dag á flokk- urinn 6 þingmenn á Stórþinginu og samkvæmt skoðanakönnunum mun flokkurinn bæta verulega við sig í kosningunum nk. mánudag. Stefna flokksins er róttæk sósí- aldemókratísk pólitík. Flokkurinn berst fyrir hlutleysi Noregs og út- göngu úr NATO. í umhverfismál- um er flokkurinn mjög „grænn." Flokkurinn er skýr andstæðingur þess að Noregur gerist aðildarríki að EB. Formaður Sósíalíska vinstriflokksins er Erik Solheim. Framfaraflokkurinn Menn eru hœttir aö hlæja Framfaraflokkurinn hét áður „Flokkur Anders Lange sem berst fyrir því að stórlækka skatta, út- gjöld og opinberar árásir." Anders Lange stofnaði flokkinn 1973 í kjölfar þeirrar upplausnar sem einkenndi Noreg eftir þjóðarat- kvæðagreiðsluna um EB 1972. Flokkurinn var einkum frægur fyrir hinn litríka formann sinn, sjarmerandi eldri mann sem snafs- aði sig á eggjalíkjör og hélt þrum- andi ræður gegn skattaveldinu Noregi. Þessi norski Glistrup- flokkur var ekki tekinn alvarlega og eiginlega hlegið að fylgismönn- um flokksins og þeir sakaðir um lýðskrum. Þegar Anders Lange lést 1974 var flokknum spáð hröð- um dauðdaga. Varaformaðurinn, hinn ungi og frísklegi Carl I. Hagen tók við flokknum og tókst á næstu áratug eða svo, að breyta ímynd flokksins úr einhæfum skattasvindlara- flokki í breiðan frjálshyggju hægri- flokk sem berst gegn allri ríkis- hyggju, ríkisforsjá og opinberum afskiptum. Hugmyndir Hagens hafa fallið vel í uppakynslóðina og SEINNI HLUTI ungt fólk almennt og flokkurinn ætt upp í skoðanakönnunum. I kosningu sem haldin var í norsk- um framhaldsskólum í síðustu viku (hefðbundin þingkosning fer alltaf fram í norskum framhalds- skólum skömmu fyrir hinar raun- verulegu kosningar og eru skóla- kosningarnar taldar vitna um hug yngstu kjósendanna) vann Fram- faraflokkurinn yfirburðasigur, hlaut 22.8% fylgi en Hægriflokk- urinn 20.5% og Verkamanna- flokkurinn 19.5%. Það vakti enn- fremur athygli að skólaæskan gaf Sósíalsíska vinstriflokknum 13.5% atkvæða, sem er geysilega aukn- ing. I skoðanakönnunum í vor og sumar var Framfaraflokkurinn orðinn næststærstur (eftir Verka- mannaflokknum) en sú bylgja stóð stutt yfir og er hann í þriðja sæti í dag, sem verður að teljast ótrúleg- ur árangur. Framfaraflokkurinn berst eins og fyrr segir fyrir al- gjöru afnámi ríkisafskipta í at- vinnulífinu en leggur hins vegar mikla áherslu á gríðarlega aukn- ingu ríkisframlaga til lögreglu og hers. Framfaraflokkurinn hefur einnig lagst eindregið gegn er- lendum innflytjendum og hefur oft verið stimplaður sem flokkur kynþáttafordóma en afstaða flokksins í málefnum innflytjenda er talin hafa aflað flokknum fylgi frekar en hitt. Hagen hefur sett fram einfaldar lausnir á refsingu glæpa eins og betrunarbúðir þar sem sakamenn eigi að höggva eldivið og að hver sem gerir sig sekan um skemmdarverk á al- mannafæri eigi að dæmast til að gera sjálfur við skaðann. Þessar hugmyndir ásamt frjálshyggju- hugmyndunum í atvinnurekstri hafa mælst vel fyrir hjá hinum al- menna Norðmanni en hefðbundn- ir hægrimenn og miðflokkarnir hafa illa getað sætt við allt afnám ríkisstyrkja til atvinnulífsins og þess vegna er ekki talið að Fram- faraflokkurinn eigi greiðan að- gang að stjórnarsamstarfi við borgaralegu flokkana eftir kosn- ingarnar á mánudaginn kemur. I dag á Framfaraflokkurinn 2 menn á þingi. Skoðanakannarnir benda hins vegar til að flokkurinn muni stórauka þingmannafjölda sinn á næsta þingi. Kommúnistaf lokkarnir: Ahrrfalausir Tveir kommúnistaflokkar eru starfandi í Noregi í dag. Sá eldri, Kommúnistaflokkur Noregs var stofnaður 1923 sem klofningur úr Verkamannaflokknum. Flokkur- inn hefur alla tíð tekið pólhæðina út frá Moskvu. Flokkurinn náði mestum árangri eftir stríð, í þing- kosningunum 1945 þegar 11 menn komust á þing í kjölfar já- kvæðra strauma gagnvart Sovét- mönnum að lokinni styrjöld. Frá og með 1949 hefur flokkurinn hvorki verið fugl né fiskur og þótt hann hafi átt örfáa menn á þingi á sjötta áratugnum (og engan síðan) eru áhrif flokksins á þingi ekki mælanleg. Við síðustu þingkosn- ingar fékk Kommúnistaflokkur Noregs 0.2%. Hinn kommúníski flokkurinn heitir Kommúnistaflokkur verka- manna, marx-ienínistarnir. Hreyf- ingin klauf sig út úr æskulýðsfylk- ingu Sósíalíska þjóðarflokksins 1973. Kommúnistaflokkur verka- manna (AKP) var sterkur á átt- unda áratugnum á einstökum vinnustöðum og ekki síst meðal háskólamanna og menntamanna. Flokkurinn hefur barist gegn stór- veldastefnu, ekki síst Sovétríkjun- um en skipað sér hugmyndafræði- lega á bekk með Kína og Albaníu. Eftir þjóðfélagsbreytingarnar í Kína eftir dauða Maós hefur flokksmönnum þótt erfitt að fóta sig á stefnunni. Málgagn flokksins heitir Stéttabaráttan (Klasse- kampen) og hefur náð töluverðri útbreiðslu og byggir að mörgu leyti á söluhugmyndum gulu pressunnar. Við kosningar hefur kommúnistaflokkur verkamanna boðið fram undir heitinu Rautt kosningabandalag. Það fékk 0.6% í síðustu kosningum og er ekki tal- ið auka fylgi sitt í komandi kson- ingum. Breytt valdahlutföll á þingi Stórþingið í Noregi er skipað 157 þingmönnum. í dag er skipt- ing þingmanna eftir flokkum sem hér segir: Verkamannaflokkurinn 71, Hægriflokkurinn 50, Kristilegi þjóðarflokkurinn 16, Miðflokkur- inn 12, Sósíalíski vinstriflokkurinn 6, Framfaraflokkurinn 2. í kosningunum á mánudaginn bætast 8 jöfunarþingsæti við og verður þá tala þingmanna á Stór- þinginu alis 165. Samkvæmt síð- ustu skoðanakönnunum er ljóst að valdahlutföll munu breytast töluvert á Stórþinginu að loknum þingkosningum nk. mánudag. Líklegt þykir að Verkamanna- flokkurinn tapi einhverju fylgi.i borgaralegu flokkarnir bæti við sig, sérstaklega Framfaraflokkur- inn og Sósíalíski verkamanna- flokkurinn stórauki fylgi sitt. En þar sem borgaralegu flokk- arnir eru mjög upp á kant innbyrð- is er ljóst að það verður erfitt fyrir þá að koma saman starfhæfri rík- isstjórn. Á hinn bóginn virðist einnig liggja fyrir að Gro Harlem Brundtland myndar ekki ríkis- stjórn nema með aðild sósíalista. Nema Verkamannaflokkurinn sitji áfram sem minnihlutastjórn. (Heimildir: Norge Informasjon, Arbeiderbladet og fl.) Ingótfur Margeirsson ■ skrifar

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.