Alþýðublaðið - 08.09.1989, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 08.09.1989, Blaðsíða 7
Föstudagur 8. sept. 1989 7 UTLOND „Dumbos##. Kaupsýslumenn úr efri millistétf eru taldir hættulegustu ökuþórar i Bretlandi Þetta eru menn sem haldmr eru of mikiu sjálfsáliti. Þeir hagræða sér við stýri BMW- og Volvo-bílanna sinna, eftir að hafa drukkið nokkra tvöfalda vodka og tonic holuna. Því næst aka þeir heim, ánægju- lega sannfærðir um að þeir aki betur þegar þeir hafa fengið sér í nokkrar tærnar. í golfklúbbnum og lokið við 19. Þeir eru hreint aldeilis ekki fullir og oftast sleppa þeir fyrir horn, en ekki alltaf. Stundum komast þeir ekki heim lifandi og stundum verða þeir öðrum að bana. Þeir eru flestir á aldrinum 40—50 ára og eru eini aldurshópurinn, sem hefur stækkað og þar af leiðandi orsakað fleiri slys, á þeim tíu árum sem áróður gegn drykkju við akst- ur hefur verið efldur mjög mikið. Dianne Hayter, framkvæmdastjóri Alcohol Concern, en það er nafn samtaka sem berjast gegn drykkju við akstur, segir að það sé illmögu- legt að fá þessa menn til að breyta lífsvenjum sínum. Eftir að breska ríkisstjórnin hóf herferð gegn drukknum öku- mönnum virtust yngri mennirnir Þeir eru kallaöir ,,Dumbos“ í bresk- um blööum. (Dangerous Upper Middle Class Businessmen Over Booze Limit.) Einn í viðbót getur orsakað (Dumbo)-slys. fljótir til að breyta lífsvenjum sín- um ,,en það eru feður þeirra sem þráast við“, segir Dianne Hayter. Eldri mennirnir drekka yfirleitt meira en þeir yngri, kemur fram í þessari athugun, og þeir eru flestir vel efnaðir, eiga fín hús og dýra bíla og ferðast um heiminn. Hayter segir að unga fólkið fari meira út að skemmta sér í hópum og það komi sér saman um, að einn drekki ekki þetta kvöldið og að sá hinn sarni sjái um aksturinn. Breska ríkisstjórnin stendur á bak við „Alcohol Concern," sem leitar nú leiða til að fá hina svo- kölluðu „Dumbos" til að breyta hegðun sinni. Mikið hefur verið rætt um að gera þeim erfiðara fyrir með að fá aftur ökuskírteinið, sem lent hafa í óhöppum tengdum drykkju. Einnig að tryggingafélögin komi inn í myndina þannig, að þeir sem valda slysum vegna drykkju verði þegar og ef þeir fá aftur ökuskír- teinið að borga talsvert h'ærri ið- gjöld. Þetta er þó talið verða erfitt, þar sem mikil samkeppni er með- al tryggingafélaga. SJÓNVARP Sjónvarpið kl. 20.30 BETRIFRAMTÍÐ Söfnunarsjónvarp Sjálfsbjargar í til- efni af 30 ára afmæli samtakanna. Skemmtidagskrá verður í sjónvarp- inu af þessu tilefni í klukkustund. Fólki er gefinn Rostur á að hringja inn og gefa fé til landssöfnunarinnar sem m.a. á að nýta til að klára Sjálfs- bjargarhúsið við Hátún 12 í Reykja- vík. Meðal þeirra sem fram koma eru Stuðmenn, Sigrún Hjálmtýs- dóttir, Ríó Tríóið og Spaugstofan. Athygli er vakin á að á Rás 2 stendur söfnun yfir allan daginn, frá morgni til kvölds. Sjónvarpið kl. 23.00 KAMELÍUFRÚIN (Camille) Bresk sjónvarpsmynd, gerd 1984, leikstjóri Derek Desmnod, adalhlut- verk Greta Scacci, Colin Firth, John Gielgud, Denholm Elliott, Ben Kingsley. Endurgerð hinnar frægu kvikmynd- ar um Kamelíufrúna frá 1936, reyndar eru til þrjár aðrar útgáfur enn eldri. Þessi frá ’36 var með Gretu Garbo í aðalhlutverki og það er erfitt fyrir allar leikkonur að feta í hennar fótspor. Myndin er byggð á sögu Alexandre Dumas og segir af ungri stúlku sem verður ástfangin af manni af góðum ættum. Föður mannsins líkar ekki ráðahagurinn og reynir að beita sér gegn honum með öllum ráðum tiltækum. Mynd- in þykir ekki nema í meðallagi en þarna ætti samt að vera hægt að berja augum góðan leik því allir að- alleikararnir standa í fremstu röð breskra leikara. Gott ef Gielgud verður ekki að teljast kóngurinn nú þegar Sir Laurence Olivier er fallinn frá. Stöð 2 kl. 23.25 EDDIE MURPHY SJÁLFUR (Eddie Murphy Raw) Mynd sem tekin er á skemmtan með Eddie Murphy þar sem hann segir brandara stanslaust i einn og hálfan tíma án þess að draga af sér. Þetta eru mestan part klámbrandar- ar og fæstir þeirra fyndnir. Svo gerir hann líka grín að Michael Jackson, Bill Cosby og Brooke Shields og reynir að setja sjálfan sig í hlutverk kyntákns sem fer honum illa því hann er álíka kynæsandi og Barbí- dúkka. Aðdáendur Murphys ættu þó að geta hlegið við og við og svo þeir sem hafa gaman af sóðakjafti og klámbröndurum. Það verður a.m.k. seint sagt um Murphy að gaman- semi hans byggist á kunnáttu í með- ferð talaðs máls. Stöð 2 kl. 01.00 ATTICA FANGELSIÐ (Attica) Bandarísk sjónvarpsmynd, gerd 1980, leikstjóri Marvin J. Chomsky, adalhlutverk Charles Durning, George Grizzard, Anhony Zerbe, Morgan Freeman. Myndin segir af blóðugri fangaupp- reisn í Attica fangelsinu í Bandaríkj- unum, en þar var hundruðum harð- svíraðra fanga haldið inni. Þeir gistu þar hver um annan þveran og höfðu ekki neitt til neins sem kallast getur mannréttindi eða aðbúnaður. Þeir gera kröfur um úrbætur en þegar þeim er ekki sinnt láta þeir hendur skipta og gera einhverja blóðugustu fangauppreisn sem sögur fara af. Þeir taka yfir fangelsið, taka verðina í gíslingu og nauðsynlegt verður að kalla herinn til aðstoðar. Myndin er byggð á metsölubók blaðamannsins Tom Wicker, A Time to Die og þykir vera fyrir ofan meðallag. 0 STÖD 2 17.50 Gosi. Teikni- myndaflokkur 16.45 Santa Barbara 17.30 Bleiku náttföt- in Kvikmynd meÖ Anthony Higgins og Julie Walters í aöal- hlutverkum 1800 18.25 Antilópan snýr aftur. Nýr flokkur. 1. þáttur. Breskur myndaflokkur fyrir börn og unglinga um tvö börn og vini þeirra, hina smávöxnu putalinga 18.50 Táknmólsfréttir 18.55 Austurbœingar. Breskur framhalds- myndaflokkur 1900 19.20 Benny Hill. Breskur gaman- myndaflokkur 20.00 Fréttir og veö- ur 20.30 Betri framtíð. Söfnunarsjónvarp Sjálfsbjargar. Skemmtidagskrá í sjónvarpssal í tilefni landssöfnunar á veg- um Sjálfsbjargar 21.30 Peter Strohm. Nýr þýskur sakamála- myndaflokkur 19.00 Myndrokk 19.19 19.19 20.00 Kalli kanina 20.10 Ljáðu mér eyra ... Glóðvolgar fréttir úr tónlistar- heiminum. Nýjustu kvikmyndirnar kynnt- ar. Fróm viðtöl 20.40 Geimálfurinn Alf 21.10 Strokuböm Runners — Hjól ellefu ára gamallar stúlku finnst yfirgefið úti á götu. Aöalhlutverk: James Fox, Kate Hardie, Jane Asher og Eileen O'Brien 22.55 Alfred Hiteh- cock Vinsaelir banda- riskir sakamálaþættir sem geröir eru i anda þessa meistara hroll- vekjunnar. 2300 23.00 Kamelíufrúin. (Camille) Ný bresk sjónvarpsmynd byggö á sögu eftir Alexandre Dumas. 00.30 Útvarpsfréttir og dagskrárlok 23.25 Eddie Murphy sjálfur 01.00 Attica-fangels- ið — Kvikmynd byggð á metsölubók blaðamannsins Tom Wicker „A Time To Die". 02.40 Dagskrárlok

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.