Alþýðublaðið - 08.09.1989, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 08.09.1989, Blaðsíða 6
6 Föstudagur 8. sept. 1989 SMÁFRÉTTIR Nýir stjórar í grunnskól- ana Á skólaárínu 1989—90 er grunnskólum heimilt aö nota tvær klukkustundir á nemanda í skyldunámi á ári umfram venju- legan kennslukvóta til árganga- stjórnar og/eöa fagstjórnar. Þetta er samkvæmt reglum sem menntamálaráðuneytið hefur * Krossgátan □ i 2^ 3! 4 5 6 J □ 7 5 9 10 □ 11 □ 12 ■ 13 □ □ Lárétt: 1 kjána, 5 kálaði, 6 kveik- ur, 7 hræðast, 8 stækkuðu, 10 innan, 11 bók, 12staki, 13forföð- urinn. Lóðrótt: 1 spónamat, 2 gljáhúð, 3 kall, 4 slurkur, 5 leka, 7 mynnið, 9 eydd, 12 umdæmisstafir. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 brött, 5 eril, 6 les, 7 ha, 8diskur, 10 ið, 11 æla, 12 hrun, 13 gárar. Lóðrétt: 1 breið, 2 riss, 3 öl, 4 tjaran, 5 elding, 7 hulur, 9 kæra, 12 hr. gefið út um árganga- og fag- stjórn í grunnskólum og reglum um leiðsögukennara í grunnskól- um. i reglunum um árganga- og fagstjórn eru m.a. settar fram viðmiðanir um verkefni árganga- stjóra og fagstjóra. Meginhlut- verk þeirra er að vinna að því að bæta nám og kennslu undir stjórn skólastjóra. Árgangastjórar hafa umsjón með kennslu, starfsháttum, námsgögnum og kennslutækjum í einum, eða fleiri árgöngum. Þeir velja námsefni í samráði við viðkomandi kennara og sam- ræma starfið í þeim árgangi eða árgöngum sem þeir hafa umsjón með. Fagstjórar hafa umsjón með námsgrein eða námsgreinum. Þeir ákveöa námsefni og kennsluaðferðir í samráði við viðkomandi kennara, fylgjast með nýjungum og kynna þær og samræma mat á námi og starfi nemenda í þeim náms- greinum sem þeir hafa umsjón með. Fagstjórar geta einnig haft umsjón með sérdeildum, sér- kennslu, skólasafnskennslu og félagsstörfum nemenda. SÁÁ með „íhlutun á vinnustöðum" íhlutun á vinnustöðum nefnist nýr þáttur í starfsemi SÁÁ sem tekinn var upp fyrir skömmu. Hér er um að ræða þjónustu sem einkum er beint til stjórn- enda og starfsmanna fyrirtækja í formi fræðslufunda, upplýsinga- miðlunar og viðtölum við ein- staklinga. Þrátt fyrir þann mikla árangur sem náðst hefur í meðferð áfengissjúkra hér á landi telur SÁÁ enn mikið vanta á aðgengi- legar upplýsingar um eitt stærsta heilbrigðisvandamál þjóðarinnar. Spurningar um slíkt vakni ekki síst inni á vinnustöð- um og oft séu bæði stjórnendur og starfsmenn í erfiðri aðstöðu. „Enginn vafi er á að áfengis- neysla veldur mörgum fyrirtækj- um miklum skaða, bæði beinu fjárhagslegu tjóni og einnig fé- lagslegum truflunum á vinnu- stað. Oft er hin raunverulega or- sök vandans dyggilega falin og erfitt að komast að rótum hans. Tjl að bæta úr þessu hefur SÁÁ tekið upp nýjan þátt í þjón- ustu sinni, íhlutun á vinnustöð- um, þar sem forsvarsmönnum og starfsmönnum fyrirtækja og stofnana er boðið upp á eins konar vinnustaða-þjónustu," seg- ir í fréttatilkynningu. Allar nánari upplýsingar veitir Jóhann Örn Héðinsson á skrif- stofu SÁÁ í Reykjavík, s. 82399. „Iðnaður og búseta" Út er komin bókin „Iðnaður og búseta — staðarval iðnaðar á ís- landi og svæðisbundin þróun". Bók þessi inniheldur niður- stöður umfangsmikillar rann- sóknar á svæðisbundinni þróun iðnaðar hér á landi og má segja að efni hennar sé tvíþætt. Ann- ars vegar fjallar hún um þróun iðnaðar hér á landi undanfarna áratugi, bæði hvað varðar iðnað- inn í heild sem og einstakar und- irgreinar hans. í því sambandi eru m.a. kynntar áður óbirtar niðurstöður um fjölda nýstofn- aðra og lokaðra fyrirtækja hér á Austfiröingar Hvernig standa stjórnmálin í dag? Opinn stjórnmálafundur meö Jóni Baldvin Hannibals- syni utanríkisráðherra nk. sunnudag kl. 17.00, aö Hótel Valhöll, Eskifiröi og kl. 21.00 aö Hótel Valaskjálf Egils- stööum. Allir velkomnir. Alþýðuflokkurinn landi og þátt þeirra í sköpun nýrra atvinnutækifæra. Hins vegar fjallar bókin um til- tekinn hluta af byggðaþróun landsins, þ.e. þátt iðnaðar í að jafna byggðaröskun. Störfum í iðnaði hefur fjölgað mjög mis- munandi eftir svæðum og hefur þróunin verið einna jákvæðust á íandsbyggðinni og í minni sveit- arfélögum. Neikvæðust hefur þróunin hins vegar verið á höf- uðborgarsvæðinu og á það við um svo til allar iðngreinar. Rekja má upphaf þessarar þróunar til stríðsáranna, þegar mikil um- skipti urðu í íslensku efnahags- lífi. Höfundur bókarinnar er Gylfi Arnbjörnsson svæðahagfræðing- ur en hann hefur stundaö rann- sóknir á svæðisbundinni þróun iðnaðar undanfarin ár, m.a. í samvinnu við norræna aðila. Við gerð þessarar rannsóknar hefur höfundur nctið styrkja frá Vís- indaráði, Iðnaðarráðherra, Iðn- lánasjóði og Félagi íslenskra iðn- rekenda. Höfundur gefur bókina út og sér um dreifingu hennar en prentsmiðjan Oddi sá um prentun hennar (bókin er 164 síður og inniheldur 50 töflur og 36 myndir). Bókina má panta í síma 91-16703 (h.) eða 91-621470 (v.) GETRAUNIR ALÞYÐUBLAÐIÐ TIPPAR A NY Þá er Alþýðublaðið komið á fullt í getraunakeppnina að nýju, en eins og dyggir lesendur blaðsins muna efalaust þá sigraði það í fjöl- miðlakeppninni tímabilið 1985—1986. Nú eru andstæðingarnir komnir í betri æfingu og treysta sér í okkur aftur. Alls 11 fjölmiðlar taka þátt í fjölmiðlaspánni. Leikirnir í fyrstu um- ferð hennar eru allir úr ensku knattspyrnunni, þar af 10 í fyrstu deildinni. Spámenn eru nokkurn veginn öryggir um að Arsenal sigri Sheffield Wednesday, að Liverpool sigri Derby og að Luton og Nor- wich sigri andstæðinga sína. Umdeildustu leikirnir eru Everton gegn Manchester United, Millwall gegn Coventry og Crystal Palace gegn Wimbledon. Að vanda getur þó allt gerst, ekki síst í byrjun leiktímabils. Aðalspá blaðsins er 1-1 -X/1 -2-1 /1 -1 -1 /1 -X-2. Hófsamlegur kerfis- seðill fyrir 4.320 krónur gerir ráð fyrir þremur þrítryggðum leikjum og fjórum tvítryggðum og leggjum við til eftirfarandi: 1-12-X2/1X2- 2-1X2/1-1 -1X2/1 -1X-X2. FJÖLMIÐLASPÁIN LEIKIR 9. SEPT. 89 _i m S > o TÍMINN Z Z 3 > s 2 I DAGUR I RlKISÚTVARPK) | I BYLGJAN | I STÖÐ2 STJARNAN S i m 3 5 £L < z < 3 > m s 3 X SAMTALS 1 X 2 Arsenal - Sheff. Wed. 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 11 0 0 Aston Villa - Tottenham 2 X 2 2 2 X 2 2 2 1 1 1 2 8 Chelsea-Nott.For. X X 2 2 1 2 X X 2 X X 1 6 4 C. Palace - Wimbledon X 2 X 2 X 1 1 1 X 1 1 5 4 2 Derby - Liverpool 2 2 X 2 2 2 2 2 2 2 2 0 1 10 Everton - Man. Utd. 1 X 2 X X X 2 2 X 1 1 3 5 3 Luton - Charlton 1 1 X 1 1 1 1 X 1 1 1 9 2 0 Man. City-Q.P.R. X X X 1 1 X 1 X 1 1 X 5 6 0 Miliwall - Coventry 2 X 1 1 X 1 X 2 X 1 2 4 4 3 Norwich-Southampton 1 1 1 1 1 1 1 2 2 1 1 9 0 2 Leeds - Ipswich 1 1 2 1 1 1 2 1 1 X X 7 2 2 Sunderland - Watford 2 1 2 2 2 X 2 1 2 2 X 2 2 7 RAÐAUGLÝSINGAR Frá Tónlistarskóla Kópavogs TONUSMRSKOU KÓPPNOGS Auglýsing um fullorðinsfræðslu Námskeiö fyrir áhugafólk um tónlist hefst 27. sept- ember og mun standa yfir í 11 vikur. Fjallað verður um undirstöðuatriði tónlistar. Kennsla ferfram einu sinni í viku og er í fyrirlestrarformi. Jafnframt hefst framhaldsnámskeið fyrir þá sem hafa verið áður. Innritun stendur yfir. REYKJÞMIKURBORG JlauMsi átödun, Borgarminja- vörður Reykjavíkurborg auglýsir stöðu borgarminjavarðar í Reykjavík lausa til umsóknar. Umsóknum, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, skal skila til borgarstjórans í Reykjavík, eigi síðar en 25. september 1989. Nánari upplýsingar veitirstarfsmannastjóri Reykja- víkurborgar í síma 18800. Skólastjóri Borgarstjórinn í Reykjavík Samband ungra jafnaðarmanna Opinn stjórnarfundur verður haldinn að Hverfis- götu 8—10 laugardaginn'9. september kl. 10. Vegna flokksstjórnarfundar lýkur fundinum kl. 11.00. Stjórn SUJ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.